Vísir


Vísir - 24.05.1976, Qupperneq 23

Vísir - 24.05.1976, Qupperneq 23
Eru lœknar of örlótir á pillurnar? „Saumakona” hringdi: Mig langar til að koma þeirri fyrirspurn á framfæri hvernig hægt sé að koma i veg fyrir það að fólk fái of mikið af pillum hjá læknum. Kona, sem er i fjölskyldu minni tekur pillur i geysilegu ó- hófi og hefur allt verið gert sem fjölskyldunni dettur i hug til að draga úr þessu. Við höfum talað við starfsfólk göngudeildar Landspitalans, en þar hefur hún mjög oft fengið pillur. Einnig höfum við talað við heimilis- lækni hennar og aðra þá lækna, sem við vitum að hún fær pillur hjá. En ekkert virðist geta kom- ið i veg fyrir að hún fái pillur eins og hún vill. Þær pillur sem hún fær og eiga að endast henni i mánuð, eru búnar eftir vikuna og alltaf nær hún þá strax i meira. Við höfum spurt starfsfólkið á þessum spitölum ráða i þessu máli, en fáum þau svör að það sé ekki hægt að hjálpa fólki sem se háð pillum, nema það vilji sjálft láta hjálpa sér. En þegar fólk ekki skilur að það á við vandamál að striða, eða viður- kennir það ekki verður eitthvað annað að koma til. Annars er ekkert eftir nema uppgjöf.” Visir hafði samband við Ólaf Ólafsson, landlækni vegna þessarar fyrirspurnar. Hann sagði, að að- standendurnir geti sent sér bréf um þetta mál. I þvi þurfa að vera upplýsingar um þá lækna sem hafa látið konuna fá pill- urnar. Einnig um hvað mikið magn sé að ræða og þá helst hvaða tegundir. Siðan myndi hann skrifa þess- um læknum bréf þar sem farið væri fram á að gefnar væru upplýsingar um hvað væri að konunni og hvort hún þyrfti á þessum lyfjum að halda. Enn- fremur kvaðst ólafur geta skrifað öllum læknum bréf vegna málsins, ef ekki væri vitað um alla þá lækna sem konan hefði fengið pillur hjá. Þetta bréf væri auðvitað al- gert trúnaðarmál. Ef það reyndist vera rétt að konan fái óeðlilega mikið magn lyfja, yrði farið fram á það að læknar skrifuðu ekki lyfseðla á pillur handa henni. Þó væri nú svo, að oft þyrfti fólk á þeim lyfjum að halda sem þvi væri gefið, þótt aðstandendum sjúklinganna þætti nóg um.” Spara stórfé með flötum þökum Erla Einarsdóttir hafði sam- band við blaðið: „Hvernig getur staðið á þvi ó- réttlæti, að þeir sem byggja hús sin með hallandi þaki, þurfa að greiða hærra lóðargjald og hærra fasteignagjald en þeir sem hafa þökin slétt? Flöt þök eru þekkt fyrir það að þau vilja leka. Þess vegna velja flestir þann kostinn að hafa þökin hallandi, þótt það verði til þess að ónotað rými myndist fyrir ofan loftplötu. Það kostar auðvitað meira i byggingu, en þó kastar fyrst tólfunum þegar á að skatt- leggja húseigendur fyrir þetta rými, sem að engu gagni getur komið, öðru en þvi að koma i veg fyrir að þakið leki. Þessi gjöld eru nefnilega reikn- uð út frá rúmmetrastærð húsanna i heild, en ekki ibúðarrýmis. Þetta getur munað stórfé fyrir húseigendur og fer það þá vitan- lega eftir þvi hversu mikill hall- inn er á þakinu.” m SAMA srko ÍfiiHJALlíSSO^ HRINGVEGURINN 8 daga hópferð um hringveginn kringum landið dagana 21. — 28. júní. Ekið í þægilegri langferðabifreið, gist og borðað á hótelum. Fróður leiðsögumaður verður með í ferðinni. Verð kr. 49.150 á mann, allt innifalið. Kynnið yður nánar ferðatilhögun á skrifstofu vorri að Reykja- nesbraut 6, símar 11 540 og 25855. Nú er hver síðastur að tryggja sér Skoda. Síðustu sendingarnar á hinu einstaklega lága afmælisverði eru að verða uppseldar. TEKKNESKA B/FREIÐA UMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44 KÓPAVOGI SÍMI 42600 AKUREYRI: SKODA VF.RKSTÆÐIÐ A AKUREYRI H.lf. OSEYRI 8. EGILSTAÐIR: VARAHLUTAV. GUNNARS GUNNARSSONAR.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.