Vísir - 24.05.1976, Síða 24

Vísir - 24.05.1976, Síða 24
VtSIR Mánudagur 24. mal 1976 Nóg oð gero hjó laganna vðrðum... Talsvert var að gera hjá laganna vörðum um helgina. Nokkuð var um innbrot. Til dæmis var tilkynnt um þjóln- að á hljómburðartækjuin á lláteigsvegi. bá viðurkenndi maður að hafa brotist inn i kjallara 'við Kambsveg. Skemmdarverk voru unnin um helgina. Tvö rúðubrot áttu sér stað i Breiðholti. Rúða var brotin i Breiðholtskjöri og önnur i' Kron við Norðurfell. Þá var maður tekinn á BSl á laugardagskvöldið, eftir að hafa brotið spegil þar. Teknir í morgun Þrir menn voru handteknir snemma i morgun. Voru þeir grunaðir um að hafa stolið peningaveski af öðrum inanni um helgina. i veskinu munu liafa verið fimm tíl tiu þúsund krónur. Stuldurinn var til- kynntur i gærmorgun. — EA. Slðkkviliðið kallað tvisvar út ■ gœr Slökkviliðið var tvisvar kallað út i gærdag vegna elds. Hvorugt tilfellið reyndist þó alvarlegt. Rétt eftir klukkan fimm var kveikt i tjörupappa i kjallaratröppum Hótel Hofs, en rétt eftir klukkan ellefu kveikti ungur maður i ösku- tunnuvið bakhús á Laugaveg- inum. —EA Árekstur og slys í morgun Arekstur varð á áttunda timanum í morgun á Ijósunum á mótum Laugavegs og Kringlumýrarbrautar. Fólksbill kom akandi austur Laugavegog ætlaði áfram, en jeppi kom akandi suður Kringlumýrarbrautina og ætl- aði yfir á ljósunum. Bilarnir lentu saman og er fólksbillinn nánast ónýtur. ökumaður hans var fluttur á slysadeild. —EA Bílvelta ó Álftanesvegi BDvelta varð á Álftanesvegi á móts við Selskarð aðfaranótt laugardagsins. t bilnum voru tveir, farþegi og ökumaður. og leikur grunur á að Bakkus hafi veriö meö i ferðinni. Billinn stórskemmdist og farþeginn slasaðist eitthvað. Báðir forðuðu sér af slysstað, en farþeginn áttaði sig skömmu siðar og lét lög- regluna vita. Farþeginn var fluttur á slysadeild. —EA ÆFINGIN TÓKST VEL í HEILD — en ýmsa galla þarf að lagfœra „Við liöfum að visu ekki enn getað farið i gcgn um skýrslur, en i heild virðist æfingin hafa heppnast vel”, sagði Guðjón Petersen hjá Almannavörnum cr Visir spurði hann í morgun hvernig hann teldi að til hefði tekist með æfinguna sem gcrð var á Reykjavikurflugvelli á laugardaginn. „Gallar þeir sem komui ljós á laugardaginn verða lagfærðir. Þarna komu i ljós fjarskipta- örðugleikar milli lögreglu og flugumferðarstjórnar, sem sköpuðu vandræði við umferð- arstjórn. Ennfremur þótti okkur greiningarlæknirinn koma seint. Nú er unnið að þvi að finna ástæðuna fyrir þvi. Kerfi það sem setthefur verið upp ef slfkt slys bæri að höndum virtist reynast vel, bæði hvað snertir viðbragð og aðbúnað. Þeir sem iéku slasaða voru al- veg sammála um að viðbrögð slökkviliðsmanna hafi verið rétt. En það verður að hafa lika i huga hve aðstæður eru allar erfiðar við svona kringumstæð- ur.” Útvarpið tilkynnti um æfingu Er ekki hætta á að skelfing gripi þá sem ekki vita hvað er á ferðum? ,,Við létum tilkynna i útvarpi rétt áður en æfingin hófst að ekkert væri að óttast. En ekki hlusta allir á útvarp þannig að minnsta kosti i húsunum i kring greip einhver ótti um sig. Flugvélum átti að vera full- kunnugt um hvað var að gerast, i gegnum radióviðskipti. Enn- fremur tók Flugfélagið beinlínis þátt i æfingunnni. Það er ekki að furða þó farþegar hafi verið gripnirskelfingu. Þar sem jafn- vel þeir sem tóku þátt i æfing- unni fylltust óhugnaði. Það verður að hafa i huga þegar þessi mál eru rædd að æf- ingin var framkvæmd til þess að tryggja öryggið ef slys yrði. Flestir hefðu bjargast Tilkynnt var um sprengingu i vélinni og að hún væri alelda. Mér virðist sem viðbrögð slökkviliðsinshafi veriðgóð. Að- eins einni til tveimur minútum eftir að tilkynning barst voru slökkviliðsbilarnir komnir að vélinni. Ef þetta hefði verið alvöruslys tel ég að flestir hefðu bjargast. — Endanlegar niðurstöður um hvernig til tókst við æfing- una liggja væntanlega fyrir i vikulokin”, sagði Guðjón Peter- sen. „Við þurfum að ræða við marga aðila sem þarna komu nálægt.” —EKG Læknar komu seint á vettvang. En þegar þeir loks komu fengu þeir nóg að gera viö að aðstoða hina „siösuðu”. Vel tókst til við að ná þeim „slösuðu”, úr flugvélinni. Tilkynnt var um aö flugvélin væri alelda. Slökkviliðið brást fljótt við og hóf strax aö sprauta froðu á vélina. Sjúkrahús í samvinnu við AA-samtökin Yfirmaður meðferðardeildar Freeport Hospital fyrir áfengis- sjúklinga i New York, prófessor Joseph P. Pirro, er nú staddur hér á landi. i þessari viku mun hann haida nokkra fyrirlestra fyrir ýmsa starfshópa. Einnig mun hann halda fundi meðAA og Al-Anon samtökunum. Allir þessir fundir verða einnig opnir almenningi. Freeport Hospital er eina sjúkrahúsið i Bandarikjunum, sem aðeins meðhöndlar á- fengissjúklinga. Þangað koma sjúklingar viðs vegar að og hafa m.a. margir Islendingar leitað sér lækninga þangað. Sjúkra- húsið hefur nú starfað i 14 ár. Þar hefur verið mótað ákveðið méðferðarkerfi og byggist eftir- meðferðin á þátttöku sjúkling- anna I AA-samtökunum. Prófessor Pirro er félags- fræðingur að mennt og hefur hann starfað að meðferð og end- urhæfingu áfengissjúklinga um aldarfjórðungsskeið. Visir átti viðtal við hann i gær, að loknum mjög vel sóttum fundi fyrir al- menning að Hótel Loftleiðum. Viðtal þetta mun birtast i blað- inu á morgun. —SJ Maður í skúpnum spillti sölunni Það var eins og i hrollvekju cftir Edgar Allan Poe. Húsmóð- irin var að sýna væntanlegum kaupendum húsið nú um helg- ina. Þau voru komin niður i kjallara og var gengið framhjá nokkuð stórum skáp. „Hér er nú ekkert nema rör”, sagði húsmóðirin og opnaði skáphurðina. Kaupendurnir stirðnuðu upp I skelfingu og hún lika, þvi innan um rörin stóð maður, teinréttur. Þessi óboðni gestur var sjúkl- ingur af Kleppi og hafði haldið til i kjallaranum i tvo sólar- hringa án þess að nokkur hefði hugmynd um. Húsið seldist ekki þá ferðina. —ÓT Humarstríð í Yestmannaeyjum Tveir humarbátar, Emma VE 219 og Reynir VE 120, sigldu frá Vestmannaeyjum um kl. 3 i nótt með afla frá 5 humarbátum innanborðs. Var förinni heitið til Þorláks- hafnar þar sem átti að afhenda aflann kaupendum i Reykjavik og Kópavogi. Astæðan er sú að humarveiðimenn i Vestmanna- eyjum eru afar óánægðir með mat á humri þar, en aðeins fara 15-20% I fyrsta flokk. Humarinn er flokkaður i vélum og halda humarveiðimenn þvi fram, að vélarnar i stöðvunum séu mis- munandi stilltar og eftirlit með þeim ekkert. Þeir hafa nú fengið betra til- boð i humarinn og þær ýmsu fisktegundir sem villast með i humartrollin. úr Reykjavik og Kópavogi. 1 fyrra fóru allir humarbátar i Vestmannaeyjum i tveggja daga verkfall vegna óánægju með matið. Var þá samið um hærra verð á humri I fyrsta flokki, en matið ekki bætt. —GS Innri Njarðvík:___ Vélsmiðjan brann í morgun Eldurkom upp i Vélsmiðjunni Kópa sf i Innri Njarðvik á átt- unda timanum i morgun. Húsið, sem er timburhús, eyðilagðist að mestu i brunanum og féll þakið að miklu leyti niöur. Ekki er vitað nákvæmlega um tjón, en i húsinu var mikið af verðmætum vélum, nokkurra milljóna króna virði. Skemmdir á þeim höfðu ekki verið kannað- ar i morgun. Eldur var orðinn laus þegar menn mættu til vinnu rétt fyrir kl. 8 i morgun. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang og gekk slökkvistarf vel. Klukkan rúm- lega 9 var þvi lokið. Talið er að kviknað hafi i út frá kyndingu i húsinu. —SA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.