Vísir - 25.07.1976, Side 5
VISIR Sunnudagur 25. júli 1976. 5
Haraldur er búinn aö missa bæöi nýrun en tækiö sem sést á myndinni kemur i staö þeirra, þar tii nýra
veröur grætt i hann.
Þeir eiga tœkinu
líf sitt að launa
,,Þetta venst og veröur eins og vinna”, sagöi Hafsteinn Ómar.
Kristinu kvaöst liöa mun betur eftir aö hún fór aö koma i gervinýrað.
Eflaust hafa margir
heyrt minnst á gervi-
nýrað i Landsspitalan-
um, en sennilega eru
þeir færri sem vita
hvernig starfsemi þess
fer fram og hverjir
þurfa á þvi að halda.
Visismenn lögðu leið
sina I Landspitalann
fyrir skömmu til að for-
vitnast um tæki þetta og
rabba við læknana Pál
Ásmundsson og Þór
Halldórsson sem starfa
við gervinýrað.
Aö sögn þeirra var gervinýraö
fyrst tekiö I notkun hér á landi
1968 i Landspitalanum, sem jafn-
framt er eina sjúkrahúsiö hér-
lendis sem ræöur yfir slikum
tækjum. Þar eru nú þrjú tæki fyr-
ir hendi og aöstaöa fyrir sex
sjúklinga.
Gervinýraö er allflókin vél sem
starfar eins og nýra, þ.e. hún
hreinsar blóösjúklingsinsog skil-
ur út úrgangsefni likamans eins
og heilbrigö nýru.
Starfsemi þessi, sem kölluö er
blóösiun fer fram á þann hátt, aö
skoriö er á slagæö sjúklingsins og
mjó plastslanga tengd æöinni.
Sföan rennur blóö sjúklingsins
gegnum vélina, þar sem þaö
hreinsast og siöan aftur I sjúkl-
inginn.
Þetta hefur yfirleitt ekki nein ó-
þægindi í för meö sér fyrir sjúkl-
inginn og getur hann lesiö, boröaö
og „má yfirleitt gera allt nema
rifa slönguna úr sambandi”, eins
og Páll komst aö oröi.
Áður fyrr dóu
sjúklingarnir
Páll og Þór sögöu okkur, aö þeir
sem þyrftu á þessari blóösiun aö
halda væri fólk sem fengiö heföi
slæma nýrnasjúkdóma meö þeim
afleiöingum aö nýrun heföu oröiö
óstarfhæf.
Sem dæmi um þessa sjúkdóma
má nefna nýrnabólgur, bakteriu-
sýkingar og nýrnasteina.
Fyrir kemur aö nýru veröa ó-
starfhæf eftir slys, en I flestum
tilfellum lagast þau aftur eftir
nokkur skipti i gervinýra”.
Aöspuröir sögöu þeir Páll og
Þór, aö sjúkdómseinkennin lýstu
sér á mismunandi hátt, svo sem
meö almennum slappleika, blóö-
leysi, eggjahvitu I þvagi og upp-
götvaöist sjúkdómurinn yfirleitt
viö læknisskoöun.
Þór Halldórsson
Aö sögn þeirra er lífshættulegt
þegar nýrun veröa óstarfhæf og
geta ekki losaö likamann viö úr-
gangsefni.
„Aöur en þessi tæki komu til
sögunnar dóu þessir sjúklingar og
myndu deyja á örfáum vikum, ef
tækiö væri ekki til staöar”.
Aöspuröir um, hve lengi sjúkl-
ingur þyrfti aö vera I gervinýr-
anu, sögöu læknarnir, aö sjúkl-
ingurinn yröi aö koma tvisvar i
viku og vera i tækinu i sjö klukku-
stundir i senn þangaö til hann
fengi nýtt nýra.
Þá má geta þess, aö á milli þess
sem sjúklingarnir eru 1 blóösiunni
veröa þeir aö vera á sérstöku fæöi
heima fyrir og mega þá ekki
boröa mat sem inniheldur eggja-
hvltu og sölt né drekka mikinn
vökva.
Augljóslega veldur þetta sjúkl-
Spjallað við lœkna og sjúklinga
um gervinýrað í Landspítalanum
Læknar og hjúkrunarkonur sem starfa við gervinýraö. Sóiveig Pétursdóttir, Páll Asmundsson, Þór
HalldórssorvHaliveig Finnbogadóttir og Helga Guðnadóttir. (Myndir Jens)
Páll Ásmundsson læknir
ingunum verulegum óþægindum
og kemur i veg fyrir aö þeir geti
lifaö fullkomlega eölilegu lffi, en
yfirleitt geta þeir þó unniö alla
léttari vinnu.
Blða eftir nýju nýra
Þeir sjúklingar sem þurfa á
gervinýra halda biöa flestir eftir
nýrnaígræöslu og er þessi blóösi-
un eins konar millistig milli sjúk-
dómsins og igræöslunnar.
Ariö 1970 fór fýrsti sjúklingur-
inn til London I nýrnalgræöslu, en
sú aögerö er nú gerö I Kaup-
mannahöfn og þessa dagana er
sjöundi sjúklingurinn úti i aögerö.
Aö sögn læknanna hefur þeim
sjúklingum sem nýru hafa veriö
grædd I heilsast vel, en eftir i-
græösluna þurfa þeir aö vera á
sérstakri lyfjameöferö sem i
sumum tilfellum getur haft slæm
áhrif á heilsufar sjúklingsins þeg-
ar til lengdar lætur.
,,Þaö getur veriö nokkuö löng
biö fyrir sjúklinginn eftir nýra”,
sögöu þeir Páll og Þór, þegar viö
spuröum, hvort erfitt væri aö út-
vega nýru.
„Yfirleitt eru þaö nýru úr ný-
látnu fólki, sem hefur svipaöa
vefjasamsetningu og sjúklingur-
inn, sem grædd eru i sjúklinginn,
en einnig kemur fyrir, aö ættingj-
ar sjúklingsins gefi annaö nýra
sitt”.
„Gott dæmi um norræna
samvinnu”
„Allir þeir sjúklingar á Noröur-
löndum sem blöa eftir nýrnai-
græöslu eru á skrá hjá samnor-
rænni stofnun sem heitir
„Scandia transplant”, og þar eru
allar nauösynlegar upplýsingar
um sjúklingana”.
„Stofnun þessi er I beinu sam-
bandi viö öll helstu sjúkrahús á
Noröurlöndum og fær þegar i staö
upplýsingar frá þeim um hugsan-
lega nýrnagjafa.
Og sem dæmi getum viö hugsaö
okkur þaö, aö I Finnlandi látist
maöur sem hefur svipaöa vefja-
samsetningu og sjúklingur hér á
Islandi, þá er haft samband viö
okkur og viö sendum sjúklinginn
þegar I staö til Kaupmannahafn-
ar þar sem grætt er I hann nýtt
nýra”.
Páll sagöi, aö starfsemi þessar-
ar stofnunar væri aöslnuáliti eitt
besta dæmiö um norræna sam-
vinnu, eins og hún ætti aö vera.
Aöspuröir um tiöni nýrnasjúk-
dóma hér á landi sögöu þeir, aö
hún væri svipuö hér og i Noregi,
en mun lægri hér en i Danmörku.
Hérlendis bætast aö meöaltali
þrfr nýir sjúklingar I hópinn á ári,
en ef miöaö væri viö Danmörku
ættu þeir aö vera niu eöa tiu tals-
ins.
Læknarnir tjáöu okkur enn-
fremur, aö tæki þessi sem nú
væru til staöar f Landspitalanum
fullnægöu þörfinni á meöan tiönin
yröi ekki hærri en hún hefur veriö
til þessa.
„Vantar bara
stereogræjur”
Daginn sem viö heimsóttum
Landspitalann voru þrir sjúkling-
ar I gervinýra og spjölluöum viö
litillega viö þá.
„Þaö er auövitaö bindandi aö
veröa aö koma hingaö tvisvar i
viku og liggja hér allan daginn”,
sagöi Hafsteinn Ómar Arnason
sem er yngstur sjúklinganna og
eraöeins nítján ára gamall. Hann
hefurþurftá blóösfunni aöhalda i
þrjú ár eöa frá þvi aö hann var
sextán ára gamall.
„Annars venst þetta smám
saman og veröur eins og hver
önnur vinna. Þaö er lika ágætt aö
vera hér i Landspitalanum hjá
svona góöu fólki og þaö eina sem
vantar hérna eru stereogræjur”,
sagöi Hafsteinn ómar.
Haraldur Hákonarson sem er
tuttugu og niu ára gamall tjáöi
okkur, aö hann heföi fyrst byrjaö
aö finna fyrir veikindum sfiium
fyrir tveim árum og þaö heföi svo
endaö meö þvi, aö taka varö bæöi
nýrun fyrir rúmu ári siöan.
Hann sagöist ekkert hafa getaö
unniö siöan, en hygöist nú hefja
störf viö keyrslu von bráöar.
Þá hittum viö aö lokum
Krisönu Pétursdóttur aö máli,
sem kvaöst vera miklu betri til
heilsunnar eftir aö hún fór aö
koma i þetta „undratæki”.
KrisÖn sagöist aö sjálfsögöu
hlakka til aö fá nýtt nýra og von-
aöist til aö þau fengju öll nýru
sem fyrst. —SE