Vísir


Vísir - 01.09.1976, Qupperneq 8

Vísir - 01.09.1976, Qupperneq 8
8 L VÍSIR titgcfandi: Rcykjaprent hf. Framkvæindastjóri: Davið Gufimundsson Ritstjérar: Þorstcinn Pálsson, ábm. ólafur ltagnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Gufimundsson Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Biafiamenn: Andcrs Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigrifiur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúfiur G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. L'tlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Hvcrfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hvcrfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siftumúla 14.Simi866fl.7 linur Askriflargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. ______________1 lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf,_ Forsjá stjórnmálaflokka ræður ekki úrslitum í umræðum um frjálsan útvarpsrekstur að undanförnu hefur nokkuð borið á þeirri gömlu viðbáru, að ekki megi létta einokunarfjötrunum af þessári f jölmiðlun þar sem það myndi leiða til óeðli- legrar mismununar iþjóðfélaginu. Eins og áður eru það einkum formælendur flokksræðiskerfisins, sem haida þessum rökum á lofti. Aður fyrr var það algeng skýring á rikiseinokun útvarþs, að hér væri um svo umfangsmikinn rekst- ur að ræða, að ekki væri á færi nema rikisvaldsins eða mjög fjársterkra aðila að hafa hann með hönd- um. Var þá talið, að frjáls útvarpsrekstur myndi leiða til mismununar, þar sem aðeins mjög fáir gætu hagnýtt sér þennan fjölmiðlunarmöguleika af fjárhagsástæðum. Nú er málum svo komið, að þessi röksemdafærsla er engan veginn haldbær lengur, hafi hún nokkurn tima verið það. öllum, sem til þekkja, er ljóst, að unnt er að setja á fót og starfrækja útvarpsstöð með litlum tilkostnaði. Hann getur verið miklu minni en við stofnun timarits svo ekki sé talað um dagbiaðs. Engum hefur þó dottið i hug að hefta tjáningar- frelsið með þvi að setja þessa fjölmiðlun undir rikiseinokun. Innan þeirra marka sem tækni leyfir er það ár færi hvers sem er að stofna og reka útvarpsstöð. Þessi gamla mótbára er þvi með öllu haldlaus. óhjá- kvæmilegt virðist þvi að gera hér á breytingar i grundvallaratriðum. Ef útvarpsráð getur ekki upp á eigin spýtur afsalað sér einokunaraðstöðunni er það skylda frjálshyggjuþingmanna að taka málið upp á Alþingi. Þó að rikiseinokunin sé enn góð og gild vara, þar sem flokksræðishugsjónirnar ráða rikjum, er það krafa nýrrar kynslóðar að frelsi i þessum efnum verði aukið. Á undanförnum árum hefur það smám saman verið að koma i ljós, að gjá hefur myndast á milli unga fólksins og stjórnmáiaflokkanna, ekki vegna áhugaleysis um þjóðmál, heldur sakir flokkaleiða. Þær flokksræðishugmyndir, sem liggja að baki rikiseinokun á svo einfaldri fjölmiðlun eins og t.d. útvarpi, eru án nokkurs vafa ein af undirrótum þess að ekki rikir sá trúnaður á milli nýrrar kynslóðar og ráðandi stjórnmálaafla sem æskilegur væri og nauðsynlegur er i lýöræðisþjóðfélagi. Engum biandast hugur um að það eru grundvall- armannréttindi, lögvarin i stjórnarskrá, að geta komið hugsunum sinum á framfæri, hvort sem um er að ræða þjóðfélagsskoðanir, hugmyndir i menn- ingarmálum eða einfalda dægrastyttingu. Borgar- arnir eiga I þessum efnum að geta notið þeirra fjöl- miðiunarmöguleika, sem kostur er á. (Jtvarpsfjöl- miðlun er ein þeirra. Fyrir þær sakir og af þvi að aukið frelsi i þeim efnum getur ekki leitt til mismununar er löggjafar- valdinu bæði rétt og skylt að afnema rikiseinokun- ina á þessu sviði. Það yrði stórt framfaraspor og þeir sem óttast menningarlega hnignun eiga eftir að sjá að forsjá stjórnmálaflokkanna i þeim efnum er ekki það sem úrslitum ræður. Frjáls útvarpsrekstur hlýtur þvi að verða eitt af þeim málum, sem Alþingi lætur til sin taka á kom- andi vetri. Miðvikudagur 1. september 1976 vism Jón Ormur HaiJdórssor. Heiminum borgið! — nýr frelsari er oss fœddur Jesú klúðraði öllu með þvi að giftast ekki. Moon er kóreumaður og aö sögn hans er það ntl ekki ónýtt, því Kórea sé hið nýja ísrael, guðs litvalda land. Það verður kóreumaður sem bjargar heiminum meðþviaðfullkomna það verk sem Jesú var treyst fyrir og sá maður er að sögn Moons fæddur árið 1920 og stjórnar nú fjöldahreyfingu sem hefúr það að markmiði sinu að frelsa heiminn. Hann hefði eins getaðbætt við að nafn mannsins byrjaði á M, þvi ekki fer milli mála að hann á við sjálfan sig þegar hann ræðir um hinn nýja frelsara. Hann kallar hinn nýja frelsara raunar hinn þriðja Adam og telur Jesú hafa verið Adam númer tvö. Hlutverk það er guð trúði Jesú fyrir var að bæta fyrir erfðasyndina en Moon telur að Eva hafi verið verkfæri Satans. Jesú átti að kvænast konu og gera hana full- komna. Þannig hefði risið upp fjölskylda fullkominna guðs- barna. Þessu klúöraði Jesú meö þvi að falla i þá gryfju að láta krossfesta sig, aðáliti Moons en næsta frelsara mun takast þetta. Heilaþvær ungt fólk Slikar eru kenningar Moons og þær virðast falla i góðan jarðveg. Ungt fólk ánetjast söfnuði Moons í bókstaflegri merkingu. Þegar þaö hefur tek- ið trú á eitthvað af kenningum spámannsins er þvi boðið að dveljast um hrið i eins konar endurhæfingar búðum. Þar er fólk heilaþvegið á skipulegan hátt og venjulega brýtur það eftir þá meðferð öll tengsl sin við fyrri vini og fjölskyldu sina, og hefur trúboð fyrir söfnuði Moons. Nokkrir foreldrar Moon-dýrkenda i Bandarikjun- um hafa numið börn sín á brott með valdi frá þessum búðum og yfirleitt hefur þetta unga fólk ljóta sögu að segja eftir að það hefur faigið að jafna sig og er laust úr þeim furðulegu viðjum sem söfnuðir Moons virðast geta bundiðfólki. Kennslukerfi söfnuðanna er ekkert annað en heilaþvottur og þeir sem losnað hafa eiga margir erfitt með að jafna sig eftir reynsluna. Kenningar Moons eru altækar og breyta fylgjendur hans um hugsunarhátt og er þeir kú- venda á ný kvarta þeir yfir and- legu tómarúmi og öryggisleysi. Hreifing hefur verið stofnuð i Bandarikjunum sem krefst þess að söfnuður Moons verði settur undir eftirlit eða jafnvel bannaður og Moon sjálfur rek- inn úr landi, en hann dvelst mjög mikið þar vestra. Arðbær „bissness’ að frelsa heiminn. Moon stjórnar miklu fjár- málaveldi og er i alls konar gróðrabralli. Talið er að eigur hans nemi sem svarar milljörð- um islenskra króna. Fjármála- veldi Moons býr að einstaklega hagstæðum skilyrð- um þvi aö söfnuður hans nýtur nokkurra skattaivilnana og rekstrafé kemur frá skatt- frjálsu betli áhanganda safnaðarins. Hinir sanntrúuðu eru sendir út á götur og torg með betlibauka og fákænir amerikanar gefa þessu fólki stórfé til að frelsa heiminn. t góðan jarðveg fellur hjá mörg- um eignamönnum að Moon hef- ur mikla samúð með einka- framtaki en megnustu andúð á kommúnisma sem hann telur stefnu, sem Satan fann upp til að hrjá mannkynið með. Moon býr i lúxusvillum og ekur um i dýrustu bilum, sem ameriskur bilaiðnaður ungar út. Hann á einnig lystisnekkjur og lifir að sögn kunnugra við mikið óhóf og bruðl. Fjármá laveldi Moons blómstrar i skjóli fasiskrar einræðisstjórnar Parks i S-Kóreu og er hluti af iðnfyrir- tækjum frelsarans i vopnaiðn- aði og ýmsu miður geðslegu gróðabralli. Moon á einnig iðn- fyrirtæki i Japan og hyggst nú von bráðar stofnsetja fyrirtæki i Bandarlkjunum og V-Þýska- landi. Það kostar greinilega nokkra skildinga að frelsa heiminn, en á hinn bóginn gefur það lika nokkuð i aðra hönd Moon hefur ekki trú á meinlætalifnaði fyrir sjálfan sig, þó sanntrúuðum sé slikt uppálagt. „Þetta byrjaði þannig að ég hitti Jesú Krist þegar ég var 16 ára. Siðan hef ég verið I stöðugu sambandi við almættið.” Fullyröingar eins og þessar hafa i gegnum aldirnar komið frá alls konar fólki, sem stað- fastlega hefur trúað þvi, að hlutverk þess væri að frelsa mannfólkið i okkar volaða heimi fráeymd þess ogfávisku. Fáum hefur orðið mikið ágengt og heimurinn er enn sami tára- dalurinn þó yfirieitt sé nóg framboð af frelsurum. Einn þessara frelsara hefur þó á siðustu misserum náð undra- verðum árangri. Ekki hefur hann enn bætt heiminn svo sjáanlegt sé en hann hefur safn- að að sér þúsundum ogjafnvei hundruðum þúsunda lærisveina. Þessi maður er Sun Myung Moon og eftir honutn eru upp- hafsorð greinar þessarar höfö. Hann telur sig Utvalinn af almættinu til þess að frelsa heiminn og hreyfing hans, sem eins og að iikum lætur, á einna frjóastan jarðveg i Banda- rikjunum hefur orðið þar at- hvarf tugþúsunda lifsþreyttra og hrifnæmra ungmenna. Þó að kosningaár sé í Bandarikjunum virðist það ekki fuilnægja þörf- um allra bandarikjamanna fyrir inúgmennskutilheigingar þeirra og söfnuður Moons vex Arftaki Jesú Krists dag frá degi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.