Vísir - 13.09.1976, Side 2
Mánudagur 13. september 1976. VISIR
Hlustar þú á morgun-
stund barnanna i út-
varpinu?
Guömundur Þorsteinsson, 12 ára:
— Nei. Ég er 1 skólanum á þeim
tima og get þvi ekki hlustað á út-
varpið. A sumrin nenni ég ekki
heldur að hlusta.
Runólfur Viðar Sturluson, 14 ára:
— Ég sef alltaf frameftir á
morgnana. Þó hlustaði ég á
morgunstundina þegar ég var á
sjúkrahúsinu i sumar. Þá fannst
mér hún ágæt.
Harpa Maria Sturludóttir, 12 ára:
Já, ég hlusta stundum á morg-
unstundina. Ég hef þó ekki heyrt
söguna sem er núna. Yfirleitt
finnst mér sögurnar ágætar.
Ómar Valdimarsson, 6 ára: — Já,
ég hlusta alltaf þegar ég get.
Kristrún Marvinsdóttir. — Jíá ,
ég hlusta stundum. Þó er ég ekki
alltaf vöknuö þegar hún er. Mér
finnst morgunstundin skemmti-
leg.
FRAMKVÆMDIR HAFNAR
VIÐ KVARTMÍLUBRAUT
Enn einpm áfanga við lagn-
ingu kvartmflubrautarinnar var
náð i fyrradag. örvar Sigurðs-
son, formaður klúbbsins, tók þá
fyrstu skófiustunguna að nýju
brautinni.
„Nú geta framkvæmdir hafist
af krafti við brautina”, sagði
örvar er Vi'sir ræddi við hann.
„Það á að vera hægt að ljúka
ýtuvinnu á næstu tveimur eða
þremur vikum. Ætlunin hjá
okkur er að ljúka allri vinnu við
undirbygginguna i vetur.
Ef allt gengur að óskum og
ekki stendur á nauðsynlegi
fjármagni á að vera hægt að
byrja að malbika næsta vor”.
örvar sagði að siðan yrði tek-
ið til óspilltra málanna við að
snyrta umhverfið og sá i jarð-
veginn i kring. Bjóst hann við að
hægt væri að byrja að spyrna á
brautinni næsta vor.
Undanfarið hefur verið unnið
að margs konar undirbúnings-
og verkfræðivinnu vegna braut-
arinnar.
Góð aðstaða
Eins og Visir hefur skýrt frá
er brautin sem spyrnt verður á
um 400 metrar. Siðan koma um
husriiiílLbrauiii
Feitletruðu linurnar marka sjáifa spyrnubrautina.
Teikning af kvartmilubrautinni.
600 metrar, ekki eins sterklega
lagðir, sem bilarnir geta
stöðvað sig á.
Gert er ráð fyrir að góð að-
staða verði fyrir áhorfendur við
kvartmilubrautina. Bilastæði
verða fyrir fjölda bila og einnig
er ætlunin að þarna verði
veitingasala.
Þá verður reynti að gera
brautina þannig úr garði að sem
haganlegast sé fyrir keppendur.
Sérstakt svæði verður þar sem
menn geta hitað bilana. Góð að-
staða verður til að skipta um
dekk. En slikt er sem kunnugt
er mjög nauðsynlegt i kvart-
milukeppni þar sem oft eru not-
uð sérstök dekk. Þarna verður
öryggisútbúnaður og sérstök
braut fyrir bilana til að aka á
þegar þeir fara til baka að rás-
markinu úr spyrnunni.
örvar Sigurðsson, formaður Kvartmfluklúbbsins, tekur fyrstu
skóflustunguna að kvartmílubrautinni. Ljósmynd VIsis Jens
Nýr sendiherra
Nýskipaður sendiherra Bandarikjanna, hr. James L. Blake, afhenti
fyrir helgi forseta tslands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum Ólafi Jó-
hannessyni, viðskiptaráöherra, er gegnir störfum utanrfkisráð-
herra i fjarveru Einars Agústssonar.
AMERÍKANÍSERING Á HÚSI ORANÍU
Bandarikjamcnn hafa ætið
borið litla virðingu fyrir kon-
ungum og prinsum, og talið við-
hald konungsætta ekki annað en
eitt dæmið um ihaldssemi
Evrópu sem seint gengur að
gera að Bandarikjum Evrópu
þrátt fyrir Efnahagsbanda-
lagiö og Evrópuráðið og aðrar
stórar tilraunir til að sveigja
Evrópubúa undir ameriska
stjórnarháttu. Konungar og
prinsar hafa löngum verið
hafðir að gamanmálum i
bandariskum bókmenntum og
blaðaskrifum. Rithöfundurinn
Damon Runyon skrifaði eitt
sinn smásögu, sem hann nefndi
„Gentleman, the King”, þar
sem hann lætur einhvern Saro
Greifa halda til Philly
(Filadelflu) I leit aö leigumorð-
ingjum. Þessum Saro greifa er
lýst þannig, að hann hafi verið i
röndóttum buxum með hvltt
skyrtubrjóst og einglyrni, og
hann hafi verið fulltrúi pólitlsks
flokks, sem vildi losna við kon-
unginn, af þvi kóngar væru að
fara úr móð i Evrópu, enda
kæmist ekkert land lengur úr
sporunum, sem væri að burðast
með kóng. Leigumorðingjarnir
höfðu oft fengið tilboð um að
kála fólki, en aldrei kóngi fyrr.
Þeir óttuðust að málið vekti at-
hygli, en Saro greifi fullvissaði
þá um að þarna væri um litið út-
kjálkaland aö ræða, og það yrði
séð um að loka simanum. Hvort
sem þessi saga Damon Runyon
verður sögö lengur eða skemur,
þá ber hún ýmis óviröingarein-
kenni þeirra mála, sem nú herja
á hollendinga vegna mútufjár-
ins, sem borið hefur verið á
Bernharö prins. Hann er jafnvel
ekki lengur talinn ekta prins
heldur launsonur rússnesks
hvitliðaforingja, auk þess i
kvensamara lagi eins og titt er,
svo fyrir utan að varpa skugga á
hollensku konungsættina, hefur
hann hvergi reynst trúr húsi
Oraniu.
Júliönu lýsa bandarikjamenn
á þann veg að hún beri meiri
svip matráðskonu en drottn-
ingar, og hirða litt um ætt
hennar, en hún verður rakin til
ársins átta hundruö, eða eitt
þúsund árum lengra aftur en
saga Bandarikjanna. Að visu er
drottningin af tveimur húsum
eða lénum, Oraniu og Nassau.
Auðvitað varðar nútimann
ekkert um þá frönsku hreppa
lengur. Eftir stendur aðeins
svolltið aumkvumarverð
drottning með pinulitið skáld-
aðan prins óvissrar ættar.
Við I Evrópu teljum, að ekki
verði borið fé á forseta, konunga
eða prinsa, vegna þess að þeir
hljóti að vera hafnir yfir slikt
veraldarumstang. Auk þess eru
þetta ekki persónur I venju-
legum skilningi, heldur imynd
þjóða. Þegar Locheed-fyrir-
tækið bandariska bauð Bern-
harði prins eina milljón dollara
til að koma á flugvélavið-
skiptum við hollendinga, var
fyrirtækið I rauninni aö bjóða
hollendingum mútur sem þjóð.
Þetta er auövitað skortur á
kurteisi og skilningi á þvi, til
hvers þjóðir kjósa að hafa
prinsa. Hér er þvi ekki um að
ræða mál Locheed og húss Ora-
nlu, heldur mál hollensku þjóð-
arinnar og Bandarlkjanna, og
eðli sínu samkvæmt er það svo
dæmalaust, að hollendingar
gerðu réttast I þvi að slfta
stjórnmálasambandi við
bandarikjamenn, sem mundu
eflaust ekki telja það til kurt-
eisi, ef hollenskur túlipanasali
sneri sér til Bettyar forseta-
frúar og bæri á hana fé til að
gera hana að gangandi auglýs-
ingu fyrir túlipana.
Amerikanlseringin á húsi
Oraniu hefur tekist fullkomlega.
Gömul virðuleg konungsætt er
komin á Watergate-stigið og
„litið útkjálkaland” liggur i
sárum, svo notuð séu orð
Damon Runyon af öðru tilefni.
Viðskipti Locheed við Bernharö
prins sýna, að bandarikjamenn
ætla seint að láta af svertingja-
viðhorfinu til þjóða, sem eru
ekki af engilsaxenskum upp-
runa. Svarthöfði