Vísir - 13.09.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 13.09.1976, Blaðsíða 17
Sjónvarp klukkan 21,10: Stolnar skrautfjaðrir 1 kvöld gefst okkur tækifæri til aö sjá leikrit frá danska sjónvarpinu. Er það leikritið „Hinrik og Pernilla” eftir Lud- vig Holberg. Leikrit þetta var sýnt i Iðnó árið 1908 og þótti mjög skemmtilegt eftir þvi sem segir i blöðum frá þeim tima. Leikritið fjallar um vinnu- konu hjá heföarmey. Hún stelst til að klæðast finum fötum frúarinnar og fer að spóka sig i þeim. Hún kynnist ungum aðals- manni i góöum efnum, að hún telur. En i ljós kemur, aö aðals- maðurinn er enginn annar en vikapilturinn Hinrik, sem eins og Pernilla, hefur skreytt sig stolnum fjöðrum. Meö aðalhlutverkin fara: ■ Claus Nissen, Jesper Klein og Joen Bille. Leikstjóri er Palle Wolfsberg. Sýningin hefst klukkan 21.10 og tekur nákvæmlega eina klukkustund að sýna leikritið. —KLP 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Grænn varstu, dalur” eftir Richard Llewellyn. Ólafur Jóh. Sig- urðsson islenskaði. óskar Halldórsson les (3). 15.00 Miðdegistónleikar. Tón- list fyrir hljómsveit op. 40 eftir Lars-Erik Larsson. Filharmoniuhljómsveitin i Stokkhólmi leikur, Stig Westerberg stjórnar. Sin- fónia nr. 1 i f-moll op. 7 eftir Hugo Alfén. Sænska út- varpshljómsveitin Ieikur, Stig Westerberg stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (15.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Sautjánda sumar Patricks” eftir K.M. Peyton. Silja Aðalsteins- dóttir les þýðingu sina (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson frá Þykkvabæ talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 Úr handraðanum. Sverrir Kjartansson sér um þáttinn og ræðir við séra Friðrik A. Friðriksson fyrr- um söngstjóra Karlakórsins Þryms á Húsavik og nokkra kórfélaga. 21.15 Sónata fyrir fiðlu og pianó eftir Jón Nordal. Björn Ólafsson og höfundur leika. 21.30 Útvarpssagan: „öxin” eftir Mihail Sadoveanu. Dagur Þorleifsson les þýð- ingu sina (7). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur: Heima hjá Steinólfi I Fagradal á Skarðsströnd. Gisli Kristjánsson ræðir við bóndann. 22.35 Kvöldtónleikar: Frá út- varpinu i Köln. Sinfónia nr. 4 i e-moll op. 98 eftir Jo- hannes Brahms. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.10 Hinrik og Pernilla Leik- rit eftir Ludvig Holberg. Leikstjóri Palle Wolfsberg. Aðalhlutverk Ulla Gottlieb og Jesper Klein. Pernilla er i vist hjá hefðarkonu. Hún stelst til að klæðast skart- klæðum húsmóður sinnar og kynnist aðalsmanni i góðum efnum, að hún telur. En þetta er bara vikapilturinn Hinrik, sem einnig hefur skreytt sig stolnum fjöör- um. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Leikritiö var sýnt i Iönó árið 1908. (Nord- vision — Danska sjónvarp- ið) 22.10 Daglegt brauð og Kjarn- fóöurTvær stuttar, norskar fræöslumyndir. Hin fyrri fjallar um matarvenjur fólks og gildi kornfæöis. Hin siðari lýsir framleiðslu og mikilvægi fóðurbætis. Þýö- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. 22.40 Dagskrárlok Sjónvarp klukkan 22,10: Vort daglegt brauð .... ......og kjarnfóður! Sjónvarpið sýnir i kvöld tvær stuttar norskar fræðslumyndir. Norskar fræðslumyndir hafa verið sjaldséðar i sjónvarpi okkar, og verður þvi fróðlegt að sjá hvernig frændum okkar tekst til við gerð þessara mynda. Fyrri myndin fjallar um gildi kornfæðisog matarvenjur fólks. Eru þær eins og allir vita ærið misjafnar. Stór hluti ibúa heims sveltur á meðan litill hluti hefur svo mikið að hann getur ekki torgað þvi. Siðari myndin lýsir fram- leiðsluog mikilvægi fóðurbætis, og ætti að vera fróðlegt fyrir bændurna okkar að sjá þá mynd. Sýning fyrri myndarinn- ar hefst klukkan 22.10. Ellert Sigurbjörnsson er þýðandi og þulur hennar svo og iðari myndarinnar. —KLP. Útvarp klukkan 14,30: 1 í miðdegissögunni „Grænn varstu dalur" er meðal annars f jallað um hið erfiða líf 1 1 námumanna í Wales. ■■ •' ■ ■■ . % é •W / 1 ■* Æf- .,0 r | ^ 0 : 3t *1 m ¥ ¥ •w. W \i!> Óskar Halldórsson heldur I dag áfram lestri miðdegissög- unnar „Grænn varstu dalur” eftir Richard Llewellyn. Á frummálinu heitir bókin „How green was my valley” en hefur hlotið nafniö „Grænn varstu dalur” I þýðingu ólafs Jóh. Sigurössonar, sem þýddi bók- ina. Þessi bók er ein þekkktasta og vinsælasta bók Llewellyn. Hún hefur veriö þýdd á mörg tungu- mál og lesin viða um heim. Sagan fjallar um fólk i dal i Wales. Þar eru kolanámur, sem fólkið i dalnum hefur vinnu við. En þaö er smám saman að grafa sina eigin gröf, þvi að kolanámurnar eru að eyðileggja dalinn þeirra. Sá sem segir söguna er ásamt mörgum öðrum að yfirgefa dal- inn, sem eitt sinn var-grænn og fagur, en er nú óðum að hverfa undir ruðning úr námunum. Fjöldi fólks kemur þarna við sögu. Bókin fjallar manninn sem er að yfirgefa dalinn, mannlifið i dalnum, lif námu- mannsins og ýmislegt annað. Lestur miðdegissögunnar hefst klukkan 14.30 i dag. Þetta er þriðji lestur, en reiknaö er meö að i allt verði lestrarnir á milli 30 og 35 talsins. —KLP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.