Vísir - 15.09.1976, Page 6
6
Keppnisgleði í síðustu
umferð skákmótsins
Tukmakov :Helgi biöskák
Najdorf :Gunnar 1:0
Friðrik:Ingi R. biöskák
Guðmundur: Margeir 1:0
Timman: Vukcevic 1/2:1/2
Björn:Westerinen biðskák
Antoshin :Keene biöskák
Matera :Haukur 1:0
Oft vill brenna viö I lokaum-
ferð skákmóta, að menn gerast
friðsamir mjög og semja um
jafntefli i fáum leikjum. Þessu
var þó ekki að heilsa i gær-
kvöldi. Keppendur tefldu allir af
slikri keppnisgleöi; að fremur
virtist sem mótið væri að byrja
en þvi að ljúka. Skákirnar voru
þrungnar spennu, og áhorfend-
ur áttu i erfiðleikum með að
velja úr, hvaða skák skyldi
fylgjast með hverju sinni.
Timman hafði unnið 4 skákir i
röð, og þurfti nú að vinna þá 5.
til að verða öruggur sigurvegari
á mótinu. Hann hafði hvitt gegn
Vukcevic, sem hafði tapað 4
skákum i röö, og virtust þvi úr-
slitfyrirfram ráðin. En nú sagði
júgóslavinn stopp, hingað og
ekki lengra. Hann náði strax
sterkri stöðu, og á timabili leit
út fyrir að Timman væri að
missa tökin á öllu og fá á sig núll
svona rétt i lokin. Til þess kom
þó ekki, hvita staðan stóð fyrir
jafntefli, en heldur ekki meiru.
Friðrik var og mjög þurfandi
fyrir vinning. Hann lék biskups-
byrjun svonefnda gegn Inga, 1.
e4 e5 2. Bc4. Larsen hefur notað
þennan leik nokkuö, en hann er
fremur litið rannsakaður og
sjaldséöur á skákmótum. Skák
þeirra félaga einkenndist af
hægum stiganda framan af.
Eftir 3ja klukkutima viöureign
höfðu ekki verið leiknir nema 9
leikir, þannig að mikið tima-
hrak var fyrirsjáanlegt. Friörik
var sérlega timanaumur, og
siöustu leikirnir voru leiknir á
nokkrum sekúndum. Þegar timi
gafst til að skoða lokastööuna,
stóöu drottningarnar einar uppi,
með nokkur peö sér hl trausts
og halds. Kóngsstöbur beggja
voru mjög opnar og jafntefli lik-
leg úrslit. Friðrik reynir þó
vafalaust að knýja fram vinn-
ing, en biöskákir voru tefldar I
morgun, þannig aö úrslit liggja
trúlega fyrir núna.
Najdorf tefldi Catalan-byrjun
gegn Gunnari og fékk strax gott
tafl. Hann fékk i rólegheitum aö
byggja upp sóknarstöðu, og eftir
góðan undirbúning fórnaöi hann
skiptamun. Slikur var sóknar-
kraftur hvitu stöðunnar, að ekki
varð við neitt ráðiö, og gafst
Gunnar upp eftir 40 leiki.
Guðmundur vann góða skák
af Margeiri. Hann náði heljar-
tökum á Sikileyjarvörn and-
stæðingsins, og á timabili gat
Margeir varla hreyft nokkurn
mann. Guðmundur fylgdi eftir
með laglegri mannsfórn, og
þurfti þá ekki að spyrja að leiks-
lokum. Björn fórnaöi peði gegn
Alechines-vörn. Westerinen
þykir með afbrigðum taktiskur
skákmaður, en i þessari skák
gaf Björn honum ekkert eftir i
þeim efnum, og i timahrakinu i
lokin saumaði hann jafnt og þétt
að. 1 biðstöðunni stendur Björn
trúlega til vinnings. Antoshin og
Keene tefldu rólegustu skák
kvöldsins. Báðir lögðu höfuð-
áherslu á öryggið, enda er biö-
skákin jafnteflisleg. Matera
náði sér i dýrmætan vinning.
Þar með hafði hann náð alþjóð-
legum meistaratitli og hafði nóg
að gera við að taka á móti
hamingjuóskum að skákinni
lokinni. Sigurinn vannst þó ekki
fyrirhafnarlaust, þvi Haukur
hafði gott tafl framan af, en
missti siðan þráðinn.
Hvitt:Matera
Svart:Haukur
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. Rf3 c5
4. d4 exd5
5. cxd5 d6
6. Rc3 g6
7.BÍ4 Bg7
8. Da4+ Bd7
9. Db3 Dc7
10. e4 0-0
11. e5 dxe5
12. Bxe5 He8
13. Be2 c4
14. Bxc7 cxb3
15. Re5 Bf5
16. axb3 Re4
17. f4 Rxc3
18. bxc3 f6
19. Rf3 Bd3
20. Rd4 Ra6
21. Hxa6 Bxa6
22. c4 f5
23. Re6 Hxe6
24. dxe6 He8
25. Kd2 Hxe6
26. Bf3 He7
27. Bd5+ Kh8
28. Bd6 Hd7
29. Hel h5
30. He8+ Kh7
31. C5
32. Bg8+
33. Be6
34. Hxd8
35. Bc8
36. Kc2
37. Be5
38. C6
Bf6
Kg7
Hd8
Bxd8
Ba5+
Bb4
Kf7
Gefið.
Skák þeirra Tukmakovs og
Helga varð æsispennandi i lok-
in. Framan af réð sovétmaður-
inn ferðinni og byggði upp
traustvekjandi stööu. Honum
urðu þó á mistök, sem gáfu
Helga kost á mjög óþægilegum
peðsleik, og eftir langa umhugs-
un ákvað Tukmakov að fórna
manni fyrir spil.
«H t 41 i i
ii 1 IJL
i i
i 4}
i Si
t A #i
5
Hvítt:Tukmakov
Svart:Helgi
27. .. . c5!
28. hxg6 hxg6
29. dxc5 Hd2
30. De4 . Hxb2
31. cxb6
32. Rxg6
33. Dg4
34. Rf4
35. Dg5
36. Kg2
37. Rh5
38. Rf6+
39. Hxf6
40. Df4
axb6
Dd7
Bg7
Dd4
Re8
Ha8
Dxe5
Dxf6
Rxf6
e5
41. Df5 og hér lék Helgi biöleik.
/ 2 3 V £ fe 7 8 9 i0 i/ /2 /3 /V /c /b V//V/i
/. HELC.Í Cl.HFSCÓA/ % 'k 'k •k •k 0 D 'k 0 k 0 0 0 /z /t~ i + s.
Jk. CiUVN/m UUUf/fffííCCAl 72 % O 0 0 0 1 O 0 O 0 0 /2- 0 O 0 2
3. INCri R JoH/MfJSSOfJ 'k l % 1 0 k 'k k k 1 0 'k 0 / / s + e
ý. MRR.ÚEIZ PÉTuKsscrJ 'k 1 0 m 0 0 0 k 1 1 0 0 k 0 0 •h 5
s. \JUKCEvir. k l 1 / % ■k 0 0 0 0 k 0 •k k O '/z (0
b. \JJE-STEIZÍN£.N 1 l 'k / •k m ‘A- ‘U 'k 0 'k 0 •k 'k / 5 +-G
7- keene 1 0 •k / 1 •k % •k 1 0 k 0 k k / l -f-G
í. MRTE/ZP- k / 'L k 1 •k k w k 1 0 k 0 0 0 / 7/2.
4. ffNTO S /J/N 1 / •k 0 1 k 'k % k k •k k ■k k / «/2+8
10. li/ÖJZN POKSTE/NSSON k / 0 0 1 0 0 /2- % k 0 0 k 0 0 i /-s
//. timmh-N 1 i / / h i 1 1 'k 'k 1 k 0 0 1 II
n. bUOMuNOUK. siúu RJbNS. 1 i 1z / 1 •k ■k ■k 'k 1 0 w k 0 k Zz °l
13. FEi-D/ZÍK OLHFSSoN 1 k •k •k i 1 1 k 1 'k /2 %, 1 •k k 10 + ö
IH- Nf>H>0EF u l 1 1 'k 'k •k 1 ■k ■k / 1 0 w k 1 I0'k
IS. Tukm/KoU i 0 1 1 •k •k 1 k 1 1 •k ■k k m 1 10 +a
10. H-RUKUK. Mí/fA/TVSiOflJ k i 0 •k •k 0 D 0 0 1 0 •k •k 0 0 % +/2
I
Friðarkonur í
mótmœlum
Uúsmæður i Belfast, sem of-
býður ofbeldið á N-írlandi, efndu
til mótmælaaðgerða á götum höf-
uðborgarinnar i gær til áréttingar
kröfum um að friði verði komið á.
Um 200 húsmæður vopnaðar
blistrum, sem skoö
anasystur þeirra i Hamborg
sendu þeim að gjöf, röðuðu sér
upp á strætum borgarinnar i hóp-
nm. sem hindruðu bilaumferð.
Stöðvuðu þær ferðir leigubila,
sem starfa undir vernd Ulster-
varnarsamtaka mótmælenda.
Þær heyra allar til hinum ný-
mynduðu friðarsamtökum
kvennaá N-lrlandi, sem frá þvi i
siðasta mánuði hafa nokkrum
sinnum látið aö sér kveða til að
krefjast þess, að komið verði á
lögum og reglu og endi bundinn á
skálmöldina.
Belenko (með sólgleraugun og hattinn) á leiö til Bandarikjanna í fylgd'
með japönskum utanrikisþjónustumanni. — Tass segir, að hann haft
verið þvingaður.
Bera aðaróttan-
ir Tass til baka
Sovéski flugmaðurinn,
sem flaug MIG-25
orrustuþotunni til Japan
i síðustu viku, leitaði af
frjálsum vilja hælis sem
pólitiskur flóttamaður i
Bandaríkjunum segir i
yfirlýsingu utanrikis-
ráðuneytis Japans i dag.
Þarervisaðá bug aðdróttunum
Tass-fréttastofunnar i gær um, að
Viktor Belenko hefði veriö þving-
aður til að sækja um landvist
vestan tjalds.
Tass-fréttastofan lét að þvi
liggja, að Belenko hefði neyðst tii
að lenda i Japan vegna bensíns-
skorts, en veriö þegar i stað
hnepptur i einangrun, þar sem
starfsmenn sendiráðs Sovétrikj-
anna hefðu ekki fengið að ræöa
við hann. „Hann var ekki I eðli-
legu ástandi, heldur undir áhrif-
um lyfja,” hélt Tassblákalt fram.
Japanir harðneita þessum
áburði, og segja, að Belenko hafi
strax við lendingu óskað eftir þvi
að fá landvist i Bandarikjunum,
og hann hefði ekki viljað ræöa við
starfsmenn sovéska sendiráösins.