Vísir - 15.09.1976, Page 8

Vísir - 15.09.1976, Page 8
8 VÍSIR Útgcfandi: Rcykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Rragi Guömundsson Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Blaöamenn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriöur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson * Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: SigurÖur R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 116(H) 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611.7 linur Askriftargjald 100« kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Sérsfæð kenning All-sérstæðar umræður hafa farið fram að undan- förnu í tengslum við svikamál þau/ sem mest hafa verið á döfinni að undanförnu. Sú sérstæða kenning hefur verið m.a. verið sett f ram, að þessi starfsemi sé nær einvörðungu bundin við einn stjórnmálaflokk, Framsóknarf lokkinn. Að sjálfsögðu er það fásinna ein að halda því fram, að svikastarfsemin i þjóðfélaginu fari ekki fram annars staðar en innan stjórnmálaflokkanna. Hún grefur um sig hvar sem jarðvegur er fyrir hendi. En vitaskuld. er ávallt hætta á, að svikastarfsemi blómstri i skjóli pólitisks valds, þó að það sé auðvitað ekki einhlítt. Talsmenn Framsóknarflokksins hafa á hinn bóginn tekið fullyrðingar um sérstöðu hans í þessum efnum mjög alvarlega. Um síðustu helgi var t.a.m. gripið til varna í forystugrein aðalmálgagns framsóknar- manna, Timanum. Sú varnarræða var all-sérstæð og gefur fullt tilefni til frekari ihugunar um mál þetta í heild. Vörn Framsóknarflokksins er i því fólgin fyrst og fremst að setja fram hótun um, að flett verði ofan af gömlum svika- og afbrotamálum, þar sem menn úr öðrum flokkum koma við sögu, ef kenningin um sér- stöðu framsóknarmanna verður ekki dregin til baka. Viðbrögð a f þessu tagi benda eindregið til þess að heitt sé i kolunum. Inn i þessa mynd hafa ekki verið dregin gömul mál eins og Rannsóknaráðs málið og grænu baunirnar og því síður olíumálið, nema að því leyti að talsmenn Framsóknarf lokksins hafa gert all-harða hríð að ein- um þeirra löggæslumanna, er stóðu að uppljóstrun siðarnefnda málsins. Það virðast því fyrst og fremst vera hin nýrri mál, er hér koma tii athugunar. I því sambandi má minna á, að Morgunblaðið upplýsti á sínum tíma, að einn af ráðherrum Fram- sóknarflokksins hefði keypt einbýlishús af Alverk- smiðjunni á alveg óvenjulegum kjörum. En á það er að líta varðandi þetta mál, að ríkisstjórnin á veru- legra hagsmuna að gæta gagnvart Álverksmiðjunni vegna skattgreiðslna hennar til ríkisins. Að sjálfsögðu kemur Klúbbmálið svonefnda einnig inn í þessa mynd. En ritari Framsóknarflokksins hefur upplýst að í viðskiptum við það fyrirtæki hafi flokkurinn hagnýtt sér erfiða stöðu veitingamannsins. Að öðru leyti er enn margt á huldu um þau viðskipti. Enn sem komið er hefur ekkert verið upplýst um þátt framsóknarmanna eða flokksins í öðrum málum af þessu tagi. Ekkert bendir til að þessir aðilar séu t.a.m. öðrum fremur bendlaðir við skipakaupamálin, sem verið hafa til rannsóknar. Um ávísanasvikamálið hefur ekkert verið látið uppi opinberlega. Á þessu stigi er því ekki unnt að f jölyrða á einn eða annan hátt um þá, sem eiga aðild að því. Þegar á þessar aðstæður er litið má augljóst vera að erf itt er að rökstyðja þá kenningu, að svikastarfsemin liggi augljóslega öll í Framsóknarflokknum. En um leið er ekki unnt að horfa framhjá hinu, að f lokkurinn hefur flækst inn í ýmis erfiö mál bæði fyrr og síðar. Það er því ekki óeðlilegt að um þau sé f jallað. Á hinn bóginn er hálf-barnalegt, þegar reynt er að afgreiða mál sem þessi með hótunum. Það breytir engu. Mi&vikudagur 15. september 1976. VÍSIR Umsjón: iGuðmundur Pétursson Það má segja, að Raymond Barre, hinn nýi forsætisráðherra Frakklands, fari sér hljóðlega við að fá frakka til að færa fórn- ir á altari efnahagslifs- ins. sem hann hefur leitað ráða hjá. 1 augum almennings hefur hann fengið á sig imynd einhverrar huliðsveru, sem býr sig undir að koma fólki óþægilega á óvart. hann hvorki meira né minna en „besta hagfræðing Frakk- lands”. Það veitti ekki af að kynna manninn. Hann var almenningi flestum ókunnur. Þó er langt siðan þeir báðir De Gaulle og Pompidou gerðu sér grein fyrir þvi, yfir hverju hann bjó. Raymond Barre kom i þennan heim á frönsku eyjunni Reunion Raymond Barre — hinn nýi forsœtisróðherra Frakklands Þær tvær vikur, sem hann hefur verið i em- bætti, hefur almenn- ingur litt orðið hans var, fyrir utan eitt ein- asta sjónvarpsviðtal. Hann hefur setið sem fastast i skrifstofu sinni i Matignon-höll, en þangað hefur legið straumur stjórnmála- manna, verkalýðsleið- toga og vinnuveitenda, Verkið, sem Valery Giscard d’Estaing forseti fól honum, er ekki af léttasta taki: Að vinna gegn verðbólgunni og færa efna- hagslif Frakklands til betri heilsu. 1 vinnuaðferðum sinum er Barre mjög óllkur fyrirrennara sinum, Jacques Chirac, sem var fyrirferöarmikill I meira lagi. En Barre hefur þó lofað að gera verðbólguráðstafanir sinar kunr.ar 22. september, og biöa frakkar nú þess dags milli vonar og ótta. Það liggur i loft- inu, að gripið verði til strangra aðgerða, þvi að verðbólgan hef- ur þanist fram úr öllum spám og er nú 12%, þrátt fyrir allan ásetning um að hemja hana nið- ur fyrir þau 9%, sem hún var 1975. Barre hefur i viðræðum þess- ar vikur við verkalýðsleiötoga einkum þreifað fyrir sér um, hvernig þeir mundu bregðast við launafrystiaðgerðum. Við- brögðin hafa verið kuldaleg og neikvæð. — Þaö sama er upp á teningnum hjá vinnuveitendum gagnvart verðstöðvun. En öllum þessum gestum sin- um segir forsætisráðherrann: „Frakkland lifir um efni fram”. Þessi 52 ára fyrrverandi háskólaprófessor, sem skotist hefur til næstæðsta embættis landsins án nokkurrar stjórn- málalegrar fortiðar, gerir sér fulla grein fyrir þvi, að framtið hans i þessu embætti er undir þvi komið, hvernig honum tekst til við þetta höfuðverkefni sitt. Hann gegnir bæði forsætis- ráöherraembættinu og situr um leið á rikiskassanum sem fjár- málaráðherra. 1 orði kveðnu er pólitisk ábyrgð stjórnarinnar á hans hendi, þótt I reyndinni hafi hann falið Olivier Guichard, dómsmálaráðherra, hinum reynda gaullista, að fylgjast með loftvog stjórnmálamanna fýrir sig. I orði stýrir hann rikis- stjórninni, en þegar forsetinn 'kynnti nýja forsætisráðherrann kvaðst hann hér eftir mundu vilja beinni afskipti af rikis- stjórninni. Hið siöasttalda er þó ekki vegna þess, aö Giscard d’Estaing vantreysti Barre. Þegar hann tilkynnti forsætis- ráðherraskiptin, valdi forsetinn Barre hin bestu orð, og kallaði i Indlandshafi 1924. Faðir hans, sem varkaupmaður, sendihann til Parisar að nema lög og hag- fræði, og þotti þá bera strax á þvi, að maðurinn væri fluggáf- aður, enda hafði hann ekki fyrr lokiö námi, en hann var gerður prófessorviðháskólann iCaeni Normandi og sfðar við Parfear- háskóla. Bók, semhann skrifaði um hagfræði meðan hann var við haskólann, hefur orðið sigild kennslubók hagfræðistúdenta. Vinir hans segja, að það hafi verið hin ungverska eiginkona hans, sem taldi hann á að leggja fræðibækurnar til hliðar og ganga I þjónustu stjórnarinnar, þegar Jran-Marcel iðnaðar- málaráðherra De Gaulles bað hann að gerast ráðgjafa sinn 1962. Hæfni Barres vakti sllkt álit hershöföingjans gamla á hon- um, aö hann snéri sér beint til hans, þegar röðin kom að Frakklandi aö skipa varafor- setaembætti EBE-ráðsins 1967. Þvi embætti gegndi Barre til 1972 og gaf gætur að efnahag Evrópu og Frakklands um leiö. 1968 kveið hann svo hann svo afleiðingum þess, að Frakkland klyfi sig út úr efnahagssam- starfinu, að hann tók sér ferð á fund hershöfðingjans og fékk talið De Gaulle á siðustu stund af þvl að fella gengi frankans. Þótt skoðanir Barres I efna- hagsmálum hafi komið flestum til að draga hann I dilk með gaullistum, stendur hann ekki I tengslum við neinn stjórnmála- flokkanna. Hann hefur heldur aldrei boðið sig fram til kosn- inga.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.