Vísir - 15.09.1976, Side 9

Vísir - 15.09.1976, Side 9
VISIR Miðvikudagur 15. september 1976. 9 í BÚÐARDAL FER VEL UM ALLA FERÐAMENN Borghildur i einu sjö herb- ergjanna sem hún teiknaði innanstokksmunina i en eigin- maður hennar siðan smiðaði. Borghildur Hjartardóttir veitingakona fyrir utan gistiheimili sitt i Búðardal. Ljósmyndir Loftur. Vísir rœðir við Borghildi Hjartar- dóttur veitinga- konu, gistihúsinu Bjargi í Búðardal „Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið gott sumar hjá okkur, þvi veðriö hefur verið svo leiðinlegt. Við getum sagt aö það hafi verið þrjár vikur sæmi- iega góðar í sumar, en það veg- ur lítið upp á móti hinum fjöru- tiu og niu sem einnig er opið hjá okkur á hverju ári.” Þetta sagði veitingakonan Borghildur Hjartardóttir sem ásamt eiginmanni sinum Ás- Segja má að Búðardaiur sé þjónustumiðstöð fyrir bændurna I Döiunum. Þangað koma þeir bæöi akandi og riðandi, og ef þeir ná ekki að Ijúka þvi sem gera skal I kaupstaönum á einum degi, er gistihúsið opið — og þar er gott að hvila lúin bein. geiri Guðmundssyni rekur gisti- húsið Bjarg i Búðardal, er við ræddum viö hana þegar við gistum i Búðardal fyrir nokkr- um dögum. Þau hjónin reka þarna litið en mjög snyrtilegt gistihús, og gera það með slikum sóma að til þess er tekið af flestum þeim, sem hjá þeim hafa búið. Þess ber gestabók „heimilis- ins” glöggt vitni, en i hana hefur ritað fólk viðsvegar að. Má segja að sú bók sé samansafn af nöfnum oghrósyrðum, og vafa- mál að fleiri hrósyrði verði rituð i eina bók hér á landi. bau hjónin hafa starfað við gistihúsarekstur i Búðardal i meir en 20 ár. Fyrir 14 árum urðu þau fyrir þvi óhappi að eld- ur kom upp i gistiheimili þeirra, Hafði kviknað i út frá vindlingi, sem einn gestanna hafði lagt frá sér. Brann allt sem brunnið gat, en þau gáfust samt ekki upp. Þau hófust handa að nýju og reistu það „Bjarg” sem nú stendur. Ágúst, sem vinnur við kjöt- pokagerð i Búðardal — það er einn iðnaðurinn sem þar er stundaður — smiðaði allt sem hann gat utanhúss og innan, og Borghiidur aðstoðaði. Teiknaöi hún meðal annars stóran hluta af innanstokksmununum i hús- inu, en hann smiðaöi þá si'ðan eftir teikningum hennar. Fengu litlar 200 þúsund krónur fyrir árið. „Við fengum SOOþúsund krón- ur út úr tryggingunum eftir brunann. Það nægði engan veg- inn til að dekka kostnaðinn við uppbygginguna, en okkur tókst samt meö sameiginlegu átaki að koma þessu aftur af stað. Við erum með opiö allt árið. Herbergin eru sjö og i allt sextán rúm. Þar fyrir utan er eldhús og matsalur, en við sjá- um gestum okkar einnig fyrir mat og kaffi þegar þeir óska þess. Þrátt fyrir að gestagangur sé ekki mikill, hefur okkur enn tek- ist að halda þessu gangandi, en hvað það verður lengi, er ekki gott að segja um. Það er litið sem við fáum frá opinberum aðilum, og með það erum við mjög óánægð. A þessu ári fengum við aðeins 200 þús- únd krónur frá Ferðamálasjóði, en sóttum um mun hærri upp- hæð. Hún var skorin niður i þetta, en á sama tima fá staðir sem hafa aðeins opið yfir sum- armánuðina allt að 700 til 800 þúsuno krónur. Þetta teljum við vera mikið óréttlæti. Én það er Utið mark tekið á þvi sem við þessir litlu aðilar höfum að segja i þessu máli.” GISTIHÚSÍÐ BJARG Á afgreiðsluborúiíiu ci geymu gesiaooKin, sem geymir flest hrós yrði á islenska tungu. í snyrtilegum matsainum er bæöi hægt að fá keyptan góðan mat og kaffi og heimabakaö meðlæti. . Ljósm: Loftur Ásgeirsson Texti: Kjartan L. Pólsson

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.