Vísir - 15.09.1976, Blaðsíða 13

Vísir - 15.09.1976, Blaðsíða 13
12 c Stórsigur Bayern í Kaupmannahöfn — Evrópumeistararnir sendu boltann fimm sinnum í mark dönsku meistaranna Köge Evrópumeistararnir i knatt- spyrnu. Bayern Munchen frá Vestur-Þýskalandi, unnu stór- sigur gegn dönsku meisturunum Köge í Kaupmannahöfn i gær- kvöldi, þegar liöin léku fyrri leik sinn i Evrópukeppni meistara- liöa. Bayern sigraöi 5:0 — og er þaö mesta tap hjá dönsku liöi á heimavelli, i keppninni til þessa. Það voru þeir Uli Höness og Franz „keisari” Beckenbauer sem fyrst og fremst skópu sigur Bayern með góöum leik á miöj- unni, en þeir Conny Torstensson og Gerd Muller ráku endahnútinn á sóknarloturnar. Staðan i hálf- leik var 4:0 og skoruðu þeir Torstensson og Muller tvö mörk hvor. 1 siðari hálfleik tóku leik- menn Bayern llfinu með ró, en svona til að innsigla sigurinn þá bætti Bernd Durnberger fimmta markinu við um miðjan hálfleik- inn. Ahorfendur voru 24 þús. Annars urðu úrslit leikjanna i Evrópukeppninni I gærkvöldi þessi: Evrópukeppni meistaraliöa: Köge — Bayern Munchen 0:5 Liverpool — Crusaders 2:0 Sl. Wanderes — T. Palloseura 2:1 Evrópukeppni bikarhafa: MTK Budapest — Sparta Prag 3:1 Lierse — Hajduk Split 1:0 UEFA-keppnin Fram — Slovan Bratislava 0:3 Porto — Schalke 04 2:2 A.U. Paral. — Kaisersl. 1:3 Liverpool átti ekki í erfiðleikum með Crusaders frá Noröur-lr- landi. Phil Neal náði forystunni fyrir Liverpool um miðjan fyrri hálfleik og i þeim siðari bætti John Toshack öðru marki við. Ekkert mark var skorað I fyrri hálfleik i leik Slima Wanderes og finnska liðsins Turun Palloseura á Möltu, en i þeim siöari tókst möltubúunum að skora tvivegis gegn einu marki finnska liðsins. —BB. Guðjón á Loftus Road VÍSIR Okkur vantar umboðsmenn á eftirtöldum stöðum: Neskaupsstað Blönduósi Yík í Mýrdal Egilsstöðum Upplýsingar hjé afgreiðslu Vísis í sima 86611 kl. 10-11 og 16-18. i Guðjón Finnbogason, dómari frá Akranesi, mun dæma leik Queen’s Park Rangers og Brann frá Noregi I Evrópukeppni UEFA sem fram fer á Loftus Road I London I kvöld. Þetta er fyrri leikur liðanna I keppninni, og er hans beðið með nokkurri eftir- væntingu þvi að þrir af bestu leik- mönnum QPR eru á sjúkralista og óvist hvort þeir geta leikið i kvöld. Fyrirliði QPR og enska lands- liðsins, Gerry Francis, er meidd- ur á baki og verður ekki með. Eddie Kelly sem liðiö keypti ný- lega frá Arsenal getur ekki leikið, þar sem hann er ekki búinn að vera nógu lengi hjá félaginu, og vafasamt er hvort Frank McLin- tok getur leikið þvi að hann meiddist I leik QPR gegn Aston Villa um helgina. gk- Meistarar mœtast í golfinu Um næstu helgi fer fram á Nes- vellinum hin árlega Afrekskeppni Flugfélags Islands, sem er eins konar „Meistarakeppni meistar- anna” I golfi. Aö þessu sinni er keppnin háð meö sérstöku fyrir- komulagi, og sérstaklega vandað til verðlauna. Meistarar 7 golfklúbba hafa rétt til þátttöku svo og Islands- meistarinn, meistarinn i Opna is- lenska meistaramótinu og sigur- vegarar I opnum golfmótum sumarsins. — í ár eru það 10 kylfingar sem hafa rétt til þátt- töku, en það eru þessir: Björgvin Þorsteinsson GA — Ragnar Ölafsson GR — Sigurður Thorarensen GK — Loftur ólafs- son Nk — Gunnar Júliusson GL — Jóhann Benediktsson GS — Haraldur JúIIusson GV — Sigur- jón Gislason GK — Jón H. Guð- laugsson NK og Hallur Þór- mundsson GS. Leiknar verða 72 holur, 36 á laugardag og 36 á sunnudag. Miövikudagur 15. september 1976. visir vism Miövikudagur 15. september 1976. [■—— ' ' ——— I -I Umsjón:" Björp Blöndal og Gylfi Kristjánsson Rúnar Gislason, miöherji Fram, var besti maöur vallarins i leiknum gegn Slovan i gær, og geröi oft mikinn usla I vörn tékkanna. Hér er hann aöeins of seinn og markvöröur Slovan handsamar boltann. Ljósmynd Einar. Sigur tékkneska liðsins stœrri en efni stóðu til „Þrátt fyrir ósigurinn er ég ekki i alla staöi óánægöur meö leikinn. Strákarnir reyndu alltaf aö leika knattspyrnu, og viö vorum óheppnir aö skora ekki mörk,” sagöi Jóhannes Atlason, þjálfari Fram, eftir aö liö hans haföi tapaö 3:0 fyrir Slovan Bratislava á Laugardalsvellinum i gærkvöldi i fyrri leik liöanna i UEFA keppninni. „Viö fengum á okkur hroöalegt klaufamark i byrjun leiks- ins, mark sem braut okkur aö vissu marki niöur. Einnig virtist þetta hafa slæm áhrif á áhorfendur sem voru daufir”. Já, framarar voru vissulega óheppnir að skora ekki a.m.k. eitt mark i leiknum I gærkvöldi. Þótt Slov- an væri áberandi betra liðið á vellinum var leikur liðsins ekki jafngóður og maður hafði átt von á, en framarar voru ákveðnar, léku aldrei hreinan varnarleik og tókst oftsinnis aö skapa sér hættuleg færi. „Ég vissi ekki af manninum svona nálægt mér, hélt ég heföi nægan tima tii aö koma boltanum til Arna,” sagöi Trausti Haraldsson sem geröi slæm mistök þegar tékkarnir skoruöu fyrsta mark sitt. Ctherjinn Capcovic lék þá upp kantinn og gaf fyrir markiö. Bolt- inn barst til Trausta sem heföi auö- veldlega átt aö getaö hreinsaö frá, en hann ætlaöi aö gefa boltann til Árna i markinu. Jan Haraslin komst inn á milli og skoraöi auöveldlega— grátleg mistök. Fyrr i leiknum hafði Kristinn Jör- undsson verið i góðu færi, en skaut rétt framhjá — og stuttu eftir markið „fraus” Kristinn með boltann inni i markteig eftir hornspyrnu. Framarar áttu sist minna i leiknum, og margar sóknarlotur þeirra voru gullfallegar. En á 29. minútu skoruðu tékkarnir aft- ur. Framarar voru þá fullsókndjarfir og útherjinn Capcovic komst upp vinstri kantinn, gaf fyrir markið og Haraslin sem kom á fullri ferð skoraði viðstööulaust með góðu skoti. Strax á 2. minútu sfðari hálfleiks munaði litlu að Fram skoraði þega'r Pétur Ormslev fékk besta marktæki- færi leiksins. Hann fékk góða sendingu inn á markteig, en hitti ekki boltann. En tékkarnir bættu sfðan við 3. marki sinu. Jósef Mrva fékk sendingu utan af kanti og skallaði laust framhjá Arna i markinu. Manni virtist sem Arni hefði auðveldlega átt að geta varið þetta skot. En framarar áttu hættuleg tækifæri eftir þetta og lögðust aldrei i vörn. As- geir Eliasson átti skot i þverslá, Egg- ert Steingrimsson skot sem markvörð- ur tékkanna varði naumlega i horn, Pétur Ormslev skot eftir glæsilegan sprett Rúnars, sem markvöröurinn varði naumlega á linunni, en inn vildi boltinn ekki. Rúnar Gislason og Asgeir Eliasson voru langbestu menn Fram i leiknum og voru báðir mjög góöir. Rúnar gerði oft mikinn usla i vörn tékkanna og As- geir lék stórt hlutverk bæði I vörn og sókn. Þá var Jón Pétursson góöur. Hinsvegar má segja að framarar hafi ekki leikið þennan leik nema 10. Egg- ert Steingrimsson gerði sáralitið i leiknum og virtist skorta allt sem heit- ir baráttuvilji. Oft á tiðum þvældist hann einungis fyrir. Um tékkana er þaö að segja að þeir ollu vonbrigðum og máttu þakka fyrir 3:0 sigur. 2:1 hefði gefið betri mynd af leiknum. Þeirra bestu menn voru Masny og Haraslin — og Capcovic átti góða spretti. Hinsvegar sýndi „heims- liðsmaðurinn” Ondrus litið, lék mjög aftarlega á vellinum og hafði sig litið i frammi. Góöur dómari leiksins var Farrel frá trlandi. — gk. Skagamenn œttu að eiga möguleika á 2. umferð! — Fyrri leikur þeirra og Trabzonspor frá Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld „Ég er sannfærður um, aö viö munum ekki eiga annan svona slakan leik og viö áttum i bikar- keppninni gegn Val”, sagöi Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnu- ráös Akraness, á fundi meö frétta- mönnum i fyrradag. Tilefni fundarins var leikur Akranes og Trabzonspor í Evrópu- keppni meistaraliöa sem fram fer á Laugadalsvellinum I kvöld kl. 18. „Auðvitaö var bikarúrslitaleikur- inn mikiö áfall fyrir okkur, en þaö virðast vera einhver álög á okkur aö ná aldrei góöum leik i úrslitum bikarsins. Hins vegar höfum viö náö góöum leikjum i Evrópukeppni eins og t.d. i fyrra þegar viö unnum Omonia hér heima meö 4:0 og komumst þar meö I 2.umferð. Um styrkleika tyrkjanna vitum viö ekki mikið, en ég tel aö viö eigum aö eiga talsveröa sigurmögu- leika, ekki sistef áhorfendur styöja viö bakiö á okkur”. Tyrkneska liöiö Trabzonspor sem leikur við Akranesá Laugardalsvelli I kvöld er skipað atvinnumönnum sem náöu mjög góöum árangri I fyrra þegar félagiölék i fyrsta skipti i 1. deildinni i Tyrklandi. Þá sigraöi liöið með nokkrum yBrburöum. Liöiö var einnig i úrslitum bikarkeppn- innar árin 1974 og 1975, en tapaöi i bæöi skiptin. Hins vegar vann liöiö forsetabikarinn á s.I. ári, þegar liöið sigraöi i leik deildarmeistaranna og bikarmeistaranna. 1 liðinu Trabzonspor eru fimm landsliösmenn sem léku i Finnlandi fyrir stuttu. Þar tapaöi tyrkneska liðiö 1:2, svo aö sjá má aö tyrkirnir eru í sama „klassa” og okkar leik- menn. Leikurinn I kvöld hefst kl. 18. Akraborgin fer aukaferö frá Akra- nesi vegna leiksins kl. 16, og til baka strax að leik loknum. Sá pólski að „laga" i verður margt — íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir því svissneska 18:20 á Akranesi í gœrkvöldi Þaö fór eins og margir höföu óttast, tsland tapaöi fyrir Sviss i landsleik þjóöanna i handknatt- leik á Akranesi i gærkvöldi. ts- lenska liöiö virtist þó vera búiö aö ná forustu i siöari hálfleik sem átti aö nægja til sigurs, en undir lokin komu hver mistökin á fætur öörum hjá islenska liöinu og sviss lendingarnir sigu framúr og sigr- uöu meö 20:18. Já, það var svartur dagur I sögu islensks handknattleiks á Akranesi i gær, og útlitiö er slæmt eftir þetta tap og töpin fyrir bandarikjamönnum fyrr I sumar. tslenska liöið geröi mörg hræði- leg mistök I leiknum I gær, mistök sem byrjendur I handknattleik mættu skammast sin fyrir. I hálfleik var staðan 10:9 fyrir svisslendingana, en I upphafi og framan af siðari hálfleik lék is- lenska liöið vel og náði að komast yfir 14:11. Héldu þá vlst flestir að leikurinn væri unninn, og e.t.v. Enn sigrar John Walker Ekkert lát er á sigurgöngu ný- sjálendinganna John Walker og Rod Dixon á hlaupabrautinni. t gærkvöldi kepptu þeir á frjáls- iþróttamóti sem fram fór i Gats- head i Englandi og þá sigraöi Walker i 800 m, en Dixon i mil- unni. Andstæðingar þeirra félaga voru ekki mjög sterkir og þvi þurftu þeir litið að hafa fyrir sigrinum — Walker hljóp 800 m á 1:49.8 minútum, en Dixon miluna á 4:05.0 minútum. Þeir Alan Pascoe og Jim Bold- ing háðu skemmtilega keppni I 200 m grindahlaupinu — og komu hnifjafnir I mark — báðir fengu sama tlmann 22.9 sek. ÞáTsigraði Geoff Cápes banda- rikjamanninn A1 Feuerback i kúluvarpinu — Capes kastaöi 21.03 m„ en Feuerback 20.23 m. — BB hafa leikmenn eitthvað slakað á þess vegna. En svisslendingarnir gengu á lagið og skoruðu grimmt undir lokin, fimm mörk I röð — og tryggðu sér þar með sigurinn. Vonandi er þetta aöeins logniö á undan storminum hjá Islenska liöinu, þvi að mörg og erfið verk- efni biöa þess I vetur, sum afar mikilvæg s.s. B-liöa keppnin. Markhæstu leikmenn islenska liðsins voru Viðar Simonarson 6 — 5 viti —, Geir Hallsteinsson 4, Björgvin Björgvinsson 3, Bjarni Guðmundsson 2, Agúst Svavars- son, ólafur Einarsson og Þor- björn Guðmundsson eitt mark hver. Markhæstir i liði Sviss voru Ro- bert Jehle 7 og Ernst Zullig 6. Viðar Simonarson, fyrirliöi islenska landsliösins, var markhæsti leik- maöur þess i leiknum I gærkvöldi, þótt ekki dy gði markaskorun hans til aö ná sigri yfir svisslendingum. Ljósm: Einar „Jl/lér er nœsf að hœtta í boltanum" — segir Tony Knapp, þjálfari landsliðsins í knattspyrnu „Úrslitin í leikjunum gegn Belgiu og Hoilandi ollu mér miklum vonbrigöum — og ég er svo vonsvikinn aö mér er næst skapi aö hætta öllum afskiptum af knattspyrnunni”, sagöi Tony Knapp, þjálfari islenska lands- liösins i knattspyrnu, i viðtali viö Visi. „Þaö var blóðugt aö tapa báöum leikjunum. Viö vorum búnir aö miöa allan okkar undirbúning viö þessa leiki — og islenska liöiö hefur t.d. aldrei ieikiö betur undir minni stjórn en i leiknum gegn hollend- ingum. Já, strákarnir léku vel og þaö voru allir sammála um aö þeir heföu átt aö ná jafntefli i báöum leikjunum. Annars er ég farinn aö halda aö „lukkudisirnar” séu mér aigerlega andsnúnar því aö þetta eru ekki fyrstu leikirnir sem viö töpum meö minnsta mun. Hafi maöur ekki örlitla heppni meö sér — þá þýöir ekkert aö standa i þessu”. Knapp sagöi ennfremur aö hann byggist ekki viö aö halda áfram aö þjálfa landsliðiö. Hann ætti aö visu eftir aö ræöa viö stjórn KSl, en taldi óliklegt aö nokkuö kæmi út úr þeim viö- ræöum. „A þessu stigi málsins er Tony Knapp ekki til viötals um aö þjálfa landsliðiö áfram”, sagöi Ellert B. Schram, for- maður KSÍ, i morgun þegar viö spuröum hann um hvaö stjórn KSÍ hygðist gera I þessu máli. „Knapp veit hins vegar aö viö höfum mikinn áhuga á aö hann veröi áfram hjá okkur, en eins og staöan er i dag þá vill hann ekki binda sig. Auk þess finnst mér ekki rétt að viö tökum ákvöröun i þessu máli núna, þvi aö þaö hafa veriö skiptar skoöanir um stefnuna I þjálfaramálunum —og þar sem ný stjórn veröur kosin I nóvember þá er réttara aö hún taki ákvöröun i þessu máli. —BB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.