Vísir - 29.10.1976, Side 10

Vísir - 29.10.1976, Side 10
10 Föstudagur 29. október 1976 VISIR VÍSIR t'tgefandi: Reykjaprent hf. Framkvemdastjóri: DavföGufimi ndsson. Ritstjórar: Þorsteinn Patsson. dbm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Um- sjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Guöjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjónsson. Otlitsteiknun: Jón Osk- ar Hafsteinsson, Þórarinn j. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. SigurÖsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgata 44.S(mar 11660,86611 Afgreiösla: Hverfisgata 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sföumúla 14. Simi 86611, 7 linur Akureyri. Slmi 96-19806 Askriftargjaid kr. 1100 á mánuöi innaniands. Verö i lausasölu kr. 60 eintakiö. Prentun: Blaöaprent hf. ,j Hin einföldu viðhorf og úlfakreppa sjónvarpsins Sjónvarpsmál hafa mjög verið í deiglunni undan- farna mánuði. Segja má, að stofnunin hafi verið í hálfgerðri úlfakreppu. Koma þar m.a. til erfiðleikar vegna launakerf isins, en einnig tæknileg viðfangsefni eins og jarðstöð og útsendingar efnis í litum. Ljóst er, að litaútsendingar eru nú í brennidepli. Fram til þessa hefur sú framsóknarstefna verið ríkjandi, að alls ekki megi hef ja útsendingar á efni í litum, nema áður hafi verið komið upp fullkomnu dreifingarkerfi um allt landið. Út af fyrir sig felst í þessari afstöðu góð hugsun, ef menn vilja endalaust skipa hinum einföldu viðhorfum í öndvegi. Sannleikurinn er vitaskuld sá, að dreifikerfi sjón- varpsins er á ýmsan hátt ófullkomið og enn eru nokkr- ir staðir á landinu, þar sem ekki er unnt að sjá útsend- ingar sjónvarpsins. Og um það er heldur ekki deilt, að þessi áhrifamikli f jölmiðíII eigi að ná til landsmanna allra. Álitaefnið er hins vegar hvernig því marki verður náð. Uppbygging dreifikerfis sjónvarpsins hefur m.a. byggstá aðflutningsgjöldum af nýjum sjónvarpstækj- um. Þessi tekjustofn var drjúgur á fyrstu árum sjón- varpsins, en hefur nú eðlilega dregist saman. Nú halda menn að sér höndum og draga að endurnýja sjónvarpstæki sín þar til þeir geta keypt tæki, sem ná útsendingum í litum. En rikjandi framsóknarstefna segir, að ekki megi fyrir nokkra muni leyfa útsendingar f litum og inn- flutning á viðeigandi tækjum fyrr en dreifikerfið er fullkomnað. Afleiðingin er sú, að það fást aldrei pen- ingartil þessaðstyrkja og endurbæta þetta kerfi. Það gerist ekki fyrr en innf lutningur á litasjónvarpstækj- um verður gefinn frjáls. Þetta er kjarni málsins. I sjálfu sér er þetta ekki flókið mál, ef rétt stjórn- völd fengjust til að taka sjónaukann frá blinda aug- anu. Varaformaður útvarpsráðs hefur nú riðið á vaðið og fluttá Alþingi ályktunartillögu, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að stuðla að þvi að sjónvarpið geti hafið reglulegar útsendingar á efni í litum með því að samþykkja áfangaáætlun þar að lútandi, gefa frjáls- an innflutning á litasjónvarpstækjum og ákveða að tolltekjum af þeim innflutningi verði varið til endurbóta á tækjabúnaði og dreifikerfi. Sjónvarpið er óneitanlega i nokkurri úlfakreppu vegna þessa máls. En lausnin virðist hvorki vera flók- in né dýrkeypt. Ekki verður því séð, hvernig þau stjórnvöld, sem hér eiga hlut að máli, geta staðið á móti lausn máisins á þessum grundvelli, nema smá- skammtahöft veiti ríkisstjórninni einhverja sérstaka friðþægingu. Varaformaður útvarpsráðs bendir á i tillögu sinni, að öll framþróun í sjónvarpsmálum miði við útsend- ingar í litum. Hann segir m.a., að sjónvarpið hafi jafnvel orðið að láta sérsmíða varahluti í núverandi tæknibúnað fyrir þær sakir, að lengur er ekki reiknað með litlausu sjónvarpi. Aþaðber einnig að líta, að megin hluti alls sjónvarpsefnis er framleitt í litum. I raun réttri verður því ekki dregið lengur að taka á- kvarðanir i þessum efnum. Engin skynsamleg rök mæla með því að sjónvarpinu sé haldið áfram i úlfa- kreppu að þessu leyti. Og formælendur hinna einföldu viðhorfa i byggðamálum ættu í eitt skipti fyrir öll að gera sér grein fyrir því, að með öllu er útilokað að f jármagn fáist til að bæta og fullkomna dreifikerfið fyrr en rikissjóður nær í tekjur af nýjum litasjón- varpstækjum. Út dráttur úr ræðu fjáí- málaráðherra á Al- þingi i gær: Fjárlagafrumvarp fyrir áriö 1977 ber aö skoöa i ljósi þeirra meginmarkmiöa, sem rikis- stjórnin hefur sett sér i efna- hagsmálum og útlit er fyrir aö muni aö verulegu leyti nást á þessu ári. Þessi markmiö voru: 1) aö draga úr viöskiptahallan- um viö útlönd, 2) aö hægja á hraöa veröbólgunnar og 3) aö tryggja fulla atvinnu. Stjórn fjármáia rikisins ásamt stjórn peningamála og hóflegristefnu I launamálum er mikilvægasta tækiö til aö ná þessum mark- miöum. Tekjuáætlun rikissjóðs fyrir árið 1977 er að venju reist ann- ars vegar á endurskoðaöri áætl- un um tekjur rikissjóös á liöandi ári og hins vegar á ákveönum þjóðhagsforsendum fyrir árið 1977, einkum þeirri, að almenn þjóðarútgjöld aukist um 2% á næsta ári, eða um likt hlutfall og þjóðarframleiðslan. Verðlags- forsendur tekjuáætlunar eru hinar sömu og gjaldaáætlunar. Innheimtar tekjur 1977 eru áætlaðar samtals 84 milljarðar króna samanboriö við 68,9 millj- ■ Fjárlagafrumvarpið verður að skoða í Ijósí meginmarkmiða í efnahagsmálum — segir fjármálaráðherra arða i endurskoðaðri tekjuáætl- un 1976 og 60,3 milljarða i fjár- lögum ársins 1976. Hækkun tekna frá 1976 til 1977 nemur þannig 15,1 milljarði króna, eða 21,9%, en hækkun tekna frá fjárlögum ársins 1976 nemur 23,6 milljörðum eöa 39,2%. Við þennan samanburð verður að taka tillittilþess, að 1% gjald á söluskattsstofn til þess að draga úr áhrifum verðhækkunar oliu á hitunarkostnað er nú fært i fj- arlagafrumvarpi, en þetta gjald hefur ekki verið fært með rikis- sjóöstekjum fram til þessa. Þessar tekjureru áætlaöar 1.600 m.kr. á næsta ári og sé sú fjár- hæð dregin frá heildartekjum fjárlagafrumvarps verður hækkunin milli áranna 1976 og 1977 13,5 milljarðar króna eða 19,6% og hækkunin frá fjárlög- um 1976 verður 22 milljarðar eöa 36,5%. Gert er ráð fyrir óbeinum sköttum óbreyttum eins og nú gilda, þar með talið .18% sérstakt vörugjald, að öðru leyti en þvi að reiknað er með 600 m.kr. lækkun toll tekna vegna ákvæða samn- inga við EFTA og Efnahags- bandalagiö. Beinu skatt- arnir eru áætlaöir á grundvelli gildandi laga. Hins vegar verða fyrir afgreiðslu fjárlaga flutt frumvörp um breytingar á lög- um um tekju- og eignarskatt, þar sem meðal annars veröa ný ákvæði um skattmeðferö á tekj- um hjóna, einföldun á tekju- skatti einstaklinga almennt og breytta skattalega meðferö þeirra, sem sjálfstæðan at- vinnurekstur stunda. Einnig veröa gerðar tillögur um nýja skattmeðferð söluhagnaöar af fyrnanlegum eignum i tengslum viö breyttar fyrningarreglur til skatts. Eignarskattsstiginn veröur samræmdur nýju fast- eignamati. 1 heild er ekki reikn- að með verulegum breytingum á skattfjárhæöum, en hins veg- ar munu þessar breytingar væntanlega hafa hafa áhrif til þess að deila skattbyrðinni á sanngjarnari hátt en gildandi reglur fela i sér. Þá er einnig rábgert að taka ákvarðanir um lækkuð aöflutningsgjöld og sölu- skatt af vélum, tækjum og hrá- efnum til samkeppnisiðnaðar, sem munu væntanlega fela i sér einhvern tekjumissi fyrir rikis- sjóð. Þetta mál verður þó ekki metið til fulls fyrr en við endan- lega afgreiðslu fjárlaga og i tengslum við endurskoðun toll- skrárlaga sem nú er unnið aö, en frumvarp að nýjum toll- skrárlögum, sem samið verður með sérstöku tilliti til samning- anna við EFTA og EBE, mun verða lagt fram innan skamms. Lánsfjáráætlun 1977 í tengslum við gerð fjárlaga- frumvarps og i framhaldi af þvi er unnið að samningu lánsfjár- áætlunar fyrir árið 1977. Láns- fjáráætlun 1976 var frumsmið heildaráætlunar af þessu tagi og er kappkostað að halda hana eins og frekast er auðið, þótt ekki verði komizt hjá þvi á heilu ári að taka tillit til breyttra for- sendna. Viö samningu lánsfjáráætl- unar nú fyrir áriö 1977 er höfð náin hliðsjón af þeim megin- markmiðum stefnunnar i efna- hagsmálum að halda verðbólg- unni I skefjum, komast sem næst jafnvægi i utanrikisviö- skiptum og hamla svo sem verða má gegn frekari skulda- söfnun við útlönd. í þessu skyni verður aö beita hvers kyns fjár- magnshreyfingar svo ströngu aðhaldi, að fjárfestingu veröi haldiö innan marka þjóðhags- áællunar og þannig tryggt, aö ði vakin ny þensla, sem stofna myndi i hættu þeim takmarkaöa áfanga i stjórn efnahagsmála, sem þegar hefur náðst. Þá verð- ur einnig að gæta þess, að ekki verði svigrúm til frekari verö- bólgu en þegar er til stofnað. Lánsfjáráætlunin mun að dómi fjármálaráðherra reynast veruleg framför i stjórn islenskra efnahagsmála og mun vafalaust sanna gildi sitt eftir þvi sem reynsla af þessari vinnuaðferö verður meiri. 1 6. gr. fjárlagafrumvarpsins að þessu sinni eru engar tillögur gerðar um nýjar rikisábyrgðir. Unnið er að þvi á vegum fjár- málaráðuneytisins og Rikis- ábyrgðasjóðs að kanna hin margvislegu lagaákvæði sem gilda um Rikisábyrgðasjóð og skuldbindingar og vanskil sem oröið hefur að mæta. Nauðsynlegt er að setja hér strangar reglur, þvl oft og ein- att er ekki aöeins litið á rikisá- byrgð sem tryggingu fyrir láns- fé, heldur hefur stappað nærri, að ýmsir aöilar hafi litið á ábyrgð rikissjóðs sem fjárveit- ingarigildi. Þetta er háskaleg braut, sem ráðherra telur að girða verði fyrir meö öllu, þvi ekki verður framhjá þvi litið að rikisábyrgðarveiting hefur efnahagsleg áhrif ekki siður en fjárveitingar og lántökur. Langtímafjárlög Stefnan i skattamálum ræðst endanlega af ákvörðun um skiptingu þjóðarútgjaldanna milli hins opinbera og einkaað- ila. öll umræða um skattamál verður m.a. að byggjast á mati áfjárþörf rikisins ekki aðeins frá ári til árs heldur til langframa. 1 fjárlagaræðu fyrra árs gat fjárm álaráðherra þess, að rikisstjórnin hefði gert sam- þykkt um að hefja undirbúning að gerð áætlana um þróun út- gjalda og tekna rikissjóðs á næstu árum. Þetta verkefni er nú hafið. Undirbúningsvinna að undan- förnu hefur aðallega beinst að þvi aö kanna, hvernig staðið er að langtimafjárlagagerð grann- rikja okkar. Jafnframt þessu er unnið að athugun á, hvaða form langtimafjárlaga henti við islenskar aðstæður.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.