Vísir - 29.10.1976, Side 11
vism Föstudagur 29. október 1976
11
TIL FLOKKS-
LÝÐRÆÐIS FRÁ
FLOKKSVELDI -
TIL NÚTÍMA
JAFNAÐARSTEFNU
W • •
FRA GOMLUM
MARXISMA
Flokksþing Alþýöuflokksins,
sem haldiö var um siöustu helgi,
var aö ýmsu leyti timamóta-
þing. Þar var um nýungar og
augljósan vaxtarbrodd aö ræöa.
Sumir myndu eflaust nefna þær
nýju hugmyndir, sem um var aö
ræöa, frjálslyndar, aörir rót-
tækar. En mestu máli skiptir,
aö þær voru góöar.
Eignir og skuldir
Alþýðuflokksins
Flokksþinginu var gerö ýtar-
leg grein fyrir eignum og skuld-
um flokksins, sumpart i hefð-
bundnum efnahagsreikningi, og
sumpartmeðsérstakri skrá yfir
eignir og skuldir. Skrifstofu-
áhöld og sjóðseign námu i
spetemberlok 1976 489.000 kr.,
hlutabréf i Alþýðuprentsmiöj-
unni, Alþýðubrauðgerðinni og
Alþýðuhúsinu 107.000 kr., fram-
lag til Blaðaprents 1,150.000 kr.
og Minningarstjóöur Magnúsar
Bjarnasonar 5.000.000 kr. eða
samtals rúmar 6,7 millj. kr.
Ógreidd laun reyndust 742.000
kr., en skuldir I fimm bönkum
vegna útgáfu Alþýðublaösins
8.479.500 kr. Skuldir reyndust
þvi 2,5 millj. kr. umfram bók-
færðar eignir, en þegar þaö er
haft Ihuga, aö hlutaféö og fram-
lagiö til Blaöaprents er skráö á
nafnverði, eins og venja er, þótt
vitaö sé, að raunverulegt verö-
mæti er miklu meira, er aug-
ijóst, aö eignir flokksins eru
mun meiri en skuldir hans.
Sú stórmerka breyting var
gerð á lögum flokksins, að
ákveöið var, að framvegis
skyldu framboð hans við Al-
þingis- og sveitarstjórnarkosn-
ingar ákveðin þannig, að allir
kjósendur, sem eru eldri en 18
ára og eru ekki flokksbundnir I
öörum flokkum eiga þess kost
aö taka þátt i frjálsu prófkjöri
um þaö, hverjir skipa skuli efstu
sæti framboðslistanna. Með
þessum hætti skal velja i jafn-
mörg sæti framboðslistanna og
fulltrúar flokksins urðu i næstu
sambærilegum kosningum á
undan, að einu viðbættu. Þar,
sem flokkurinn hafði engan
kjörinn fulltrúa, skal kjósa i eitt
sæti. Er niðurstaða prófkjörs
bindandi, ef sá frambjóðandi,
sem kjörinn er, fær minnst 20%
af kjörfylgi Alþýöuflokksins við
siðustu sambærilegar kosning-
ar. Framboð á vegum flokksins
þarf siðan endanlega staðfest-
ingu flokksstjórnar. Það er
kunnara en frá þurfi að segja,
að prófkjör um frambjóðendur
hafa farið I vöxt á undanförnum
árum og þótt bera vott um við-
leitni til þess að efla lýðræði.
Allir flokkarnir hafa efnt til ein-
hvers konar prófkjöra, nema —
að þvi er ég bezt veit — Alþýðu-
bandalagið. En Alþýöuflokkur-
inn er fyrsti flokkurinn, sem
tekur þaö I lög sin, aö opið próf-
kjör þeirra, sem eru ekki i öör-
um flokkum skuli ráöa skipun
framboöslista flokksins.Hin ný-
kjörna flokksstjórn hefur þegar
kosiðnefnd til þess að setja nán-
ari reglur um framkvæmd sliks
frjáls prófkjörs.
Flokkslýðræði i
stað flokksveldis
Hér er um merkilegt nýmæli
að ræða i islenzkum stjórnmál-
um. Flokkarnir hafa veriö
gagnrýndir fyrir það að vera á
valdi fámenns hóps manna, sem
oft og einatt seti kjósendum —
og jafnvel flokksmönnum —
stólinn fyrir dyrnar. Þessi
ákvörðun flokksþings Alþýðu-
flokksins er stórt spor I átt að
eflingu flokkslýðræöis á kostnað
flokksveldis. Hún á eflaust eftir
að verða öðrum flokkum fyrir-
mynd, til eflingar almennu lýð-
ræði i landinu.
Þá samþykkti flokksþingið
endanlega nýja stefnuskrá fyrir
flokkinn, en hún hefur verið all-
lengi i undirbúningi og vandlega
Gylfi Þ. Gíslason
skrifar:
að henni unnið. Kjarni hennar
felst i tveim setningum á fyrstu
blaðsiðu hennar. En þær eru:
„Alþýöuflokkurinn er stjórn-
málaflokkur, sem starfar á
grundvelli jafnaöarstefnunnar.
Jafnaöarstefnan berst fyrir
frelsi, jafnrétti og bræöraiagi,
gegn einræði, kúgun, auövaldi
og kommúnisma”. Þetta er
fyrsta setning stefnuskrárinnar.
En nokkru siðar segir:
Andinn frá
Bad Godesberg
„Alþýöuflokkurinn er ábyrg-
ur lýðræðisflokkur, sem vill efla
mannúö og mannréttindi,
tryggja persónufrelsi einstakl-
inganna og stuðla aö efnahags-
legum framförum i þágu heild-
arinnar”.
Grundvallaratriði þessarar
nýju stefnuskrár eru hin sömu
og nýjustu stefnuskránna eða
stefnuyfirlýsinganna, sem hinir
jafnaðarmannaflokkarnir á
Norðurlöndum hafa sett sér á
undanförnum árum, en grunn-
tónn þeirra er hinn sami, sem
mótar þá stórmesku stefnuskrá,
sem þýzki jafnaðarmannaflokk-
urinn setti sér á hinu fræga
flokksþingi sinu i Bad Godes-
berg 1959 og siðan er kennd við
þá borg og nefnd Godes-
berg-stefnuskráin.
1 áratugi hafði marxismisett
svip sinn á stefnuskrár jafn-
aöarmannaflokka á meginlandi
Evrópu, aö Norðurlöndum
meðtöldum. Marxismi náði hins
vegaraldrei að móta stefnuskrá
eða starfsaðferöir jafnaöar-
manna á Bretlandi. Einkum
þýzki jafnaðarmannaflokkurinn
hélt hins vegar fast við kenning-
ar marxismans sem hugsjóna-
grundvöll stefnuskrár sinnar,
og hið sama átti t.d. við um
Norðurlönd. Hvarvetna varö þó
þróun í þá átt, aö horfið var frá
þvi aö boöa kenningar marx-
ismans um óhjákvæmilegt hrun
aiuövaldsskipulagsins I kjöifar
óvæginnar stéttabaráttu.
Þjóðfélagsþróunin . reyndist
önnur en Karl Marx hafði spáö
og höguðu jafnaðarmenn raun-
hæfri baráttu sinni eftir þvi,
sem við átti og liklegast var til
framgangs hugsjónum, en
miðuðu hana ekki við gamlar
kennisetningar. Stefnuskrárnar
héldust hins vegar að meira eða
minna leyti á marxiskum
grundvelli.
Nýr hugsjónagrund-
völlur
Það er merkilegt, að sá jafn-
aðarmannaflokkurinn, sem
fastast hafði haldið i marxism-
ann sem hugsjónagrundvöll,
varð fyrstur til þess að hafna
hónum i nýrri stefnuskrá,
Godesberg stefnuskránni. Hún
hefst á þessum orðum :
„Jafnaöarmcnn berjast fyrir
þjóðfélagi, þar sem sérhver
maöur nýtur frelsis til þess aö
þroska einstaklingseðli sitt og á
þess kost að taka þátt i ábyrgu
samslarfi viö aöra, þátt i mótun
stjórnmálalifs, efnahagslifs og
menningarlifs samfélagsins".
Þessi nýja grundvallarstefna
þýskra jafnaðarmanna hafði átt
sér langan aðdraganda. Fyrsti
leiðtogi þeirra eftir heims-
styrjöldina, Kurt Schumacher
sagði þegar 1946:
„Einu gildir, hvort menn
veröa jafnaöarmenn meö
marxiskum athugunum á efna-
hagsiífinu, af heimspekilegum
eöa siöferöiiegum ástæöum eöa
fyrir áhrif Fjallræðunnar.”
Þróunin hefur orðið sú, aö á
undanförnum áratugum hafa
evrópskir jafnaðarmenn — og
raunar jafnaðarmenn um heim
allan —, verið að eignast nýjan
hugsjónagrundvöll. Þaö er
hann, sem mótar hina nýju
stefnuskrá Alþýöuflokksins.
Orsakir geta verið
margvíslegar þegar
steypuskemmdir verða
„Sprungur I steinsteypu eru
mjög algengar og viö höfum
rannsakaö mörg tilfelli. Orsakir
geta veriö mjög margvislegar
og þvi þarf aö kanna hvert til-
fclli út af fyrir sig,” sagöi
Hákon ólafsson i samtali viö
VIsi I gær.
Hákon er yfirverkfræðingur
Rannsóknarstofnunar bygging-
ariðnaðarins og eins og fram
kom hér að ofan kannar stofn-
unin m.a. orsakir þegar steypa
springur óeðlilega mikið. Eins
og Visir skýrði frá I fyrradag
hafa komið fram óeðlilegar
sprungumyndanir i veggjum
Slökkviliðsstöðvarinnar og I
sundlauginni i Laugardal.
Byggingareftirlit borgarinnar
hefur hug á aö fá Rannsóknar-
stofnunina til að kanna orsakir
þessa.
Það kom fram i samtalinu við
Hákon, að sprungur mynduðust
til dæmis ef steypa væri léleg
eðagæðiefnis ófullnægjandi. En
það þyrfti að kanna hvert tilfelli
og enn hefði ekki borist beiðni
um rannsókn vegna þessara
bygginga sem rætt var um i
frétt Visis.
—SG
Skemmdirnar viö Laugardalssundiaugina leyna sér ekki, en ástæö-
urnarfyrir þeim eru ekkiljósar. — Vfsismynd: JA