Vísir - 10.12.1976, Side 3

Vísir - 10.12.1976, Side 3
3 VÍSIR Föstudagur 10. desember 1976 Raf magnskostnaður iðnfyrirtœkja mun meiri hér en í Skandinavíu: Trésmíðafyrirtœki hér greiðir 130% hœrra verð en í Noregi Geröur hefur verið saman- burður á rafmagnsverði, sem islensk iðnfyrirtæki greiða, og þvi veröi, sem keppinautar þeirra i nágrannalöndunum kaupa raforkuna á. Sýnir sá samanburður, að is- lensk iðnfyrirtæki greiða mun meira fyrir raforkuna. T.d. greiddi Trésmiðjan Vlðir 9.70 krónur fyrir kilówattstundina á s.l. vori, en það er rúmlega 130% hærra verð en hliðstæð fyrirtæki greiða fyrir raforkuna i Noregi. Sá samanburður, sem hér um ræöir, hefur verið geröur á veg- um islenskrar iðnkynningar. Þar er bent á, aö Islenskur iðn- aður búi ekki einungis við mikið misrétti i skatta-, tolla- og fjár- málum miðað við erlendar sam- keppnisgreinar, heldur einnig á ýmsum öðrum sviðum, t.d. varðandi raforkuverð. Að visu sé heildsöluverð á raforku til- tölulega lágt hér, en þaö verð, sem fyrirtækin verði aö greiða, þ.e. smásöluverö, sem m.a. fel- ur I sér opinber gjöld vegna sölu raforku, sé mjög hátt miðað við það sem gerist I nágrannalönd- unum. Samanburður hjá tré- smiðafyrirtækjum Kannaöur var t.d. rafmagns- kostnaður hjá 8 trésmiöafyrir- tækjum. Kom þá i ljós, aö raf- magnskostnaður á starfsmann væri um 70.000 krónur á ári miðað við verð á s.l. vori. Eitt fyrirtækjanna, Trésmiöjan Vfðir, sem notaði mesta raforku þeirra allra, greiddi kr. 9.70 fyrir kwst. Sambærileg fyrirtæki I Noregi greiða einungis 4.19 krónur Is- lenskarfyrir kwst. Veröiðhér er þvi meira en 130% hærra. 1 Danmörku er rafmagnsverð fyrir smáiðnað á bilinu frá 4.48 krónum I 6.16 krónur islenskar fyrir kwst, og er það langtum lægra en gerist hér á landi. Allt upp i 14.32 kr. á kilówattstundina Fram kemur við umrædda at- hugun, að meðalverð er nokkuð misjafnt hjá fyrirtækjunum — en um er að ræða meöalverö fyrir alla þá raforku, sem við- komandi fyrirtæki notar til reksturs. Þannig greiddi t.d. sápu- gerðin Frigg meðalverðið 12.89 kr. pr. kwst. á timabilinu mars—nóvember 1975, en 14.32 krónur I janúar— mars 1976. Stálumbúöir greiddu árið 1975 meðalverð á kwst. kr. 12.72. Dósagerðin h.f. greiddi meöal- verðið 8.78 krónur frá 27 nóvem- ber 1974 til 29. desember 1975. Einnig var tekiö fyrir plast- fyrirtæki, þ.e. Plástprent h.f. Það greiddi 6.20 krónur á kwst að meðaltali frá 24. ágúst til 19. október i ár. Segir Islensk iðn- kynning, aö samkvæmt reikningum frá sænsku plast- fyrirtæki greiði þaö 4.62 krónur islenskar fyrir kilówattstund- ina. Á enn eftir að hækka Það virðist ljóst af þessu, að um mjög verulegan mun er að ræða. Og Islensk iönkynning bendir á,að enn hafi veriö boðuð talsverð hækkun á rafmagns- verði, svo samkeppnisstaöan eigi enn eftir að versna. —ESJ. Um mann ársins Hafsteinn Stefánsson, Hrfsholti 21 á Selfossi, hringdi í blaðið i gær og kvaðst hafa orðið undrandi á að sjá nafn sitt á lista með þeim sem kjósa Vilmund Gylfason, mann ársins. „Vilmundur er sjálfsagt hinn vænsti maður og það er mér alveg að meinlausu að hann verði kos- inn maður ársins. En ég greiddi honum ekki at- kvæði, einfaldlega vegna þess að ég tek alls ekki þátt i þessum leik,” sagði Hafsteinn. Það er þvi greinilegt að einhver annar hefur sent inn seðil I nafni Hafsteins. Við viljum biðja fólk að láta svoleiðis falsanir eiga sig. Viðkomandi stuðingsmaður Vil- mundar, ætti að hafa I huga að það er einmitt hverskonar falsanir og prettir sem sá góði maöur berst gegn. 466 skróðir atvinnulausir 1 lok nóvember voru 466 skráðir atvinnulausir á öllu iandinu, og hafði þeim fjölgað um 162 i mánuðinum. 1 Reykjavik voru 82 atvinnu- lausir, en 57 á Seyðisfiröi og 48 á Bfldudal. —ESJ. Gáfu þrjá slökkvibíla A sfðasta fundi varnarmálanefndar afhenti varnarliðið þrjár slökkviliösbifreiöar aö gjöf. Bifreiðar þessar eru nýuppgeröar, og verða framvegis notaðar á flugvöllunum IReykjavfk, á Akureyri og Siglu- firði. Myndin sýnir islensku og bandarisku fulltrúana I varnarmálanefnd við eina slökkviliðsbifreiðina, en þeir eru talið frá vinstri: Col. Lindeman, Páll Asgeir Tryggvason, Capt. Weir, Hallgrfmur Dalberg, Hannes Guðmundsson, Höskuldur Ólafsson og Cdr. Ford. Linubátarnir á Vestfjörðum hafa fiskaðnokkuð vel á nýju loönuna. Hér sést einn linubátanna, Sólrún iS 399, koma að landi í Bolungarvik. Ljósmynd Vfis EKG Vestfirðir: Alls staðar meiri afli en í fyrra Afli og gæftir í Vestfirð- ingaf jórðungi voru ágætar i nóvember. Barst meiri afli á land i öllum ver- stöðvum, en á sama tima í fyrra. Var heildaraflinn í nóvember nú 5477 lestir, en var 4.090 lestir i fyrra. Afli veiddur á linu nam um 5500 lestum, en 4.090 i fyrra. Þá var afli togar- anna rúm 3200 tonn. Eins og Visir hefur þeg- ar skýrt frá var einungis beitt loðnu í nóvember, og veiddist vel á hana. — EKG Helgarhlaðið fylgir Visi ó morgun, laugardag, með fjölbreyttu efni og m.a.: Leikhúsin um jól Mikið er um að vera i leikhús- um höfuðborgarinnar eins og venjulega fyrir jól og áramót. Helgarblaöið ieit inn á æfingar i Iðnó og Þjóöleikhúsinu. Að baka laufabrauð Laufabrauðsbakstur hefur löngum verið þjóðarsiður á Is- landi fyrir jól. Margir halda þó að það sé ákaflega erfitt að baka laufabrauð. Þórunn I. Jónatansdóttir ber það til baka i fróðlegri grein um sögu laufabrauðsbakstursins og ieiðbeinir um hann, Ef flýja þyrfti frá Reykjavík... Hvað gerum viö ef flýja þyrfti Reykjavik i neyðartilviki? Til er tiu ára gömul áætlun um slikt og við segjum frá henni I forvitnilegri grein. Hvað er Kabala? Arnór Egilsson skrifar um Kabala i flokknum ,,A mörk- um mannlegrar þekkingar.” Lif og heilsa ,,Lif og heilsa” nefnist nýr þáttur i Helgarblaöinu og er I þeim fyrsta fjallað um nýrna- steina og mikilvægi morgun- verðarins. ísland 1862 í augum Brownes Við birtum kafla úr bráö- skemmtilegri ferðabók J. Ross Browne úr islandsreisu 1862, sem nýkomin er út hér á landi, og gefum sýnishorn af teikningum hans. Kaspar Hauser Erlendur Sveinsson skrifar um mánudagsmynd Háskóla- biós „Gátan Kaspar Hauser” og endurreisn kvikmynda- listarinnar i Þýskalandi i flokknum „Lifandi myndir”.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.