Vísir - 10.12.1976, Síða 4
Föstudagur 10. desember 1976
VISIR
Olga í giftingarhug
Fimleikastjarnan, Olga Korbut, er þessa dagana stödd ISt. Louis meö rússneskum fimleikaflokki á sýn-
ingarferö. Var þá tækifæriö notaö til aö bregöa sér fbúöir. Menn ráku upp stór augu, þegar Olga keypti
sér brúöarkjól, sem hún sést skarta hér á myndinni fyrir ofan. Ekki fékkst upp úr henni, hver mundi
vera sá hamingjusami, eöa hvort búiö væri aö ákveöa brúökaupsdaginn, sem hún sagöi þó, aö yröi á
næsta ári.
Amin hafður fyrir rangri sök
Tveir liðsforingjar frá
Uganda, sem handtekn-
ir voru á Heathrow-flug-
velli Lundúraa i fyrra-
kvöld, grunaðir um að
luma á ráðagerð um að
ræna prinsessunni
Elizabeth Bagaya, hafa
nú fengið vikulangt
dvalarleyfi i Bretlandi.
Þrir svissneskir lög-
reglumenn eru komnir
til Marseilles til skrafs
og ráðagerða við
frönsku lögregluna
vegna umfangsmikils
myntfalsarahrings, sem
hefur athafnað sig i fjór-
um löndum.
Fyrir tveim dögum fann sviss-
neska lögreglan 2,500 tuttugu
dollaraseöla með sama fölsunar-
handbragðinu og þeir 470 þúsund
fölsku seðlar sem lögreglan i Tou-
lon lagði haid á i siðustu viku. —
Yfirvöld segja, að mönnunum
hafi tekist að sannfæra lögregl-
una um, að þeir hafi ekki haft
neitt illt i huga.
Við komu til landsins i fyrra-
kvöld haföifundist i fórum þeirra
þriðja vegabréfið, en það var
gefið út á nafn Elizabeth Okit, 24
ára einkaritara. — Vaknaði grun-
ur um, að þarna væru á ferðinni
flugumenn Idi Amins marskálks
og forseta Uganda, gerðir út af
örkinni til þess að nema á brott
prinsessuna, sem fyrrum var
Samanlögð upphæð þessara
fölsku seðla er langt yfir 10
milljónir.
Rannsókn á þessari peninga-
fölsun hefur staðið yfir frá þvi i
ágúst siðastliðnum, en þá hand-
tók lögreglan á Spáni kaupsýslu-
héðinn frá Toulon, en sá hafði i
fórum sinum 8.000 falska
peningaseðla.
I siðustu viku handtók vestur-
þýska lögreglan belgiskan rikis-
borgara, sem gat bent á banka-
starfsmann i Toulon, en sá hefði
heima hjá sér falska peninga-
seðla að upphæð nær 10 milljónir.
— Yfirvöld i Belgiu og Bandarikj-
unum fylgjast einnig með
rannsókninni.
utanrikisráðherra Uganda og
sendiherra hjá Sameinuðu
þjóðunum, áður en hún féll i ónáð
hjá Amin.
Elizabeth prinsessa neyddist til
að flýja Uganda og hefur sest að i
Bretlandi.
Ugandaútvarpið sagði i
morgun, að annar mannanna hafi
ætlað að færa systur sinni Eliza-
beth Okit vegabréf hennar. En
innflytjendayfirvöldum breta,
sem kunnugt er um forsögu
prinsessunnar, þótti ferð mann-
anna grunsamleg.
Kissinger kvaddur
Á fundi utanrikisráöherra
Nato var dr. Henry Kissinger
kvaddur i gær meö virktum og
hlóöu starfsbræöur hans á hann
gjöfum og miklu lofsoröi. —
Fyrir þeirra hönd allra mælti
portúgalski utanrikisráöherr-
ann, heiöursforseti fundarins,
og kvaö hann áhrifa af geröum
Kissingers i aiþjóöamálum
mundi vara lengi eftir aö hann
hyrfi frá störfum. — A myndinni
sést Kissinger viö komuna til
Brussel fyrir fundinn heilsa upp
á norska utanrikisráöherrann,
Knut Frydenlund, en þeir eru
miklir kumpánar og byrja jafn-
an á þvi aö rétta bindishnýti
hvor annars, þegar þeir sjást.
Risahringur myntfalsara
Bretar sœtta
sig alls ekki
við fískveiði-
stefnu EBE
John Sitkin, sjávarút-
vegsráðherrá breta, sagði i
gær, að tillögur um sam-
eiginlega fiskveiðistefnu
sem væri í mótun hjá
Efnahagsbandalaginu í
Brussel væru í mikilvæg-
um atriðum óaðgengilegar
fyrir breta.
t ræðu i þinginu sagði hann, að
Bretland mundi áfram ýta á við-
urkenningu fyrir sérhagsmunum
breta i fiskveiðistefnu EBE i
framtiðinni.
Fulltrúar sjávarútvegsins i Hull
og Grimsby létu i ljós siðar i gær
kviða fyrir þvi, sem væntanleg
stefna EBE i fiskveiðimálum
mundi hafa i för með sér fyrir
breta.
Mike Burton. formaður sam-
taka fiskiðnaðarins sagði, að
fréttir frá Brussel bentu til þess,
að EBE væri á leið með að svikja
hagsmuni Bretlands.
Sagðist hann hafa pata af þvi,
að til stæði að veita íslandi, Nor-
egi og Færeyjum jafnan rétt á við
fiskimenn aðildarrikja EBE til
veiða innan væntanlegrar 200
milna fiskveiðilögsögu EBE, á
meðan breskum togurum yrði
meinaður aðgangur að fiskimið-
um Islands.
Forvigismenn togaraeigenda
sögðu, að tii pess horfði að yfir-
lýsing um 200 milna fiskveiðilög-
sögu Bretlands yrði einber
timasóun, og höfðuþar i huga, að
hún yrði til litils. ef fiskimenn
hinna EBE-landanna hefðu fullan
aðgang að veiðum innan hennar,
og neitað yrði að viðurkenna
einkarétt breskra fiskimanna til
veiða innan 50 milna lögsögu.
Þær tillögur. sem frést hefur af
frá aðalstöðvum EBE i Brussel
og valda bretum svona miklum
áhyggjum, lúta að þvi, að lönd,
sem EBE leitar gagnkvæmra
veiðisamninga við, njóti sömu
réttinda til veiða innan fiskveiði-
lögsögu EBE og aðildarrikin. Það
gæti tekið til Islands, Noregs,
Færeyja, Spánar, Sovétrikjanna,
Póllands. Portúgals, A-Þýska-
lands, Sviþjóðar og Finnlands.
Hóta kjarn-
orkusprengju
Hálfgildingsneyðar-
ástand rikir i Sydney og
Melbourne i Ástraliu
vegna hótana öfgasam-
taka um að sprengja
kjarnorkusprengju, ef
kröfum þeirra verður
ekki sinnt.
Lögreglan hefur sérstakan
viðbúnaö, vegna hótanabréfs,
sem forsætisráöherranum, Mal-
colm Fraser, og Gough Whitlam,
leiötoga stjórnarandstööunnar,
hafa borist. Þar er stjórninni
gefinn frestur til I dag til þess aö
banna Utflutning og námavinnslu
á úranium.
Samtök þessi kalla sig „Sex-
menningana”, og segja þau, að
vitisvélar þeirra muni menga
drykkjarvatn þessara.tveggja
stórborga, jafnvel þótt svo fari,
að þær springi ekki.
Menneruað visuekkitrúaðir á,
aö þeir aöilar sem þarna eru aö
verki, ráði yfir kjarnorku-
sprengjum, en hótunum er þó
samt tekið með fullri alvöru.