Vísir - 10.12.1976, Blaðsíða 8
Föstudagur 10. desember 1976
VISIR
Herdis Þorvaldsdóttir i hlutverki Toinette I imyndunarveikinni,
ímyndunarveikin ó förum
Slðasta sýning á hinu vinsæla gamanleikriti Moliéres, imyndun-
arveikinni, verður I ÞjóOleikhúsinu á laugardagskvöid.
Leikritiö hefur veriö sýnt viö mjög góöa aösókn frá þvi i fyrravor
og eru sýningar nú orðnar alls 34. í sumar var farið meö sýninguna i
leikför til noröur- og austurlands og var aösókn meiri en i nokkurri
annarri leikferð Þjóöleikhússins.
Þaö er Bessi Bjarnason sem leikur .hinnímyndunarveika, en
vinnustúlkuna Toinette leikur Herdis Þorvaldsdóttir. Leikstjóri er
Sveinn Einarsson. í sýningunni eru bæöi dansar og tónlist og er hún
eftir Jón Þórarinsson.
Leikritiö verður ekki tekið upp aftur eftir jól.
FRÆGT BRÚÐKAUP
SÝNT í NÝJA BÍÓI
Fyrsta sýning félagsins Germaniu og Tónleikanefndar Iláskólans
á röö óperukvikmynda veröur i Nýja Bió á laugardaginn kl. 13:30.
Þá verður sýnd óperan Brúökaup Figarós eftir Mozart.
Brúðkaup Figarós hefur jafnan verið ein vinsælasta ópera
Mozarts. I kvikmyndinni eru þekktir söngvarar i öllum hlutverk-
um. Meö hlutverk greifans fer finninn Tom Krause, en bandariska
söngkonan Arlene Saunders er i hlutverki greifynjunnar. Heins
Blankenburg syngur hlutverk Figarós, Edith Mathis er Súsanna og
Elizabeth Steiner er Cherubino. Leikstjóri er Joachim Hess, en
hljómsveitarstjóri Hans Schmidt-Isserstedt, sem lést fyrir þremur
árum.
Siðar i vetur veröa sýndar óperurnar Töfraskyttan og Meistara-
söngvararnir frá Nurnberg i tveim hlutum. Kvikmyndir þessar eru
i litum og hafa allar veriö geröar fyrir norður-þýska sjónvarpiö i
Hamborgaróperunni i listrænni umsjá próf. Rolf Liebermann.
Aögangur er ókeypis og öllum heimill meöan húsrúm leyfir'
SELJA MYNDVEFNAÐ
Sölusýning á myndvefnaði og heimilisiönaöi ýmiss konar veröur
haldin aðSkipholti 14iÓlafsvik dagana 10., 11. og 12. desember. Þaö
eru þær mæögunar Anna Jóhannsdóttir og Sonja Eliasdóttir sem aö
sölusýningunni standa.
Ir/SIR tisar i
VÍásHÍPtinrz,fnfri
þ etr.—
DANSAÐ
r
I
NJARÐVIK
Ballettflokkur Þjóðleikhús-
ins ætlar aö heimsækja Njarö-
vik og dansa I félagsheimilinu
Stapa á morgun, laugardag
klukkan 15.
Stjórnandi ballettflokksins
er hin sovéska Natalja
Konjus.
Allir eru velkomnir á sýn-
inguna og hvetja aðstandend-
ur hennar njarðvikinga sér-
staklega til að fjölmenna.
Börn eru boðin ókeypis.
Það er foreldra- og kennara-
félög Grunnskólans i Njarðvik
ásamt félagsheimilinu Stapa
sem standa að ballettsýning-
unni.
Frá æfingu Kammersveitarinnar.
Barokk í Kristskirkju
Kammersveit Reykjavikur heldur aöra tónleika sina á vetrinum
á sunnudaginn kl. 4 i Kristskirkju, Landakoti.
A þessum aðventutónleikum flytur Kammersveitin eingöngu tón-
list frá barokktimanum. Tónleikarnir hefjast á kvintettum fyrir
málmblásturshljóðfæri eftir 17. aldar tónskáldin Holborne, Pezel,
Purcell og Scheidt.
Þá verður fluttur einn af konsertum Johanns Sebastians Bachs
fyrir sembal og hljómsveit. Einleikari með sveitinni i þessum kon-
sert er Helga Ingólfsdóttir semballeikari. Með henni leikur fáliöuö
hljómsveit, skipuð einum hljóöfæraleikara i hverri rödd eins og
tiðkaðist á dögum Bachs.
Siðast á tónleikaskránni er hinn kunni jólakonsert Arcangelo Cor-
ellis, en hann var upphaflega saminn til flutnings á jólanótt.
Aðgöngumiðar að tónleikunum verða seldir við innganginn.
Or uppsetningu Leikfélags Hveragerðis á gamanleiknum Kátlegar kvonbænir.
HVERGERDINGAR LÉTTA SÉR UPP
VK> KÁTLEGAR KVONBÆNIR
Leikfélag Hverageröis frumsýnir I kvöld enska gamanleikinn Kátlegar kvonhænir eftir Oliver
Goldsmith. Næsta sýning á leiknum er á sunnudagskvöld kl. 9 I Hverageröi, en siöar er ráögert aö
ferðast um leikinn, svosem venja er hjá leikfélaginu.
Leikstjóri er Benedikt Arnason en leikmynd gerði Jill Brooke. Leikritið, sem er i þýðingu
Bjarna Guðmundssonar, hefur verið fært upp einu sinni hér á landi áður, á Herranótt fyrir rúmum
áratug, og þá einnig undir stjórn Benedikts.
Með helstu hlutverk fara Svava Hauksdóttir, Aðalbjörg M. Jóhannsdóttir, Inga Wiium, Sigurgeir
Hilmar Friðþjófsson, Guðjón H. Björnsson, Steindór Gestsson og Niels Kristjánsson.
Enginn vafi er á þvi aö þessi bráðlétti gamanleikur á eftir að laða að sér marga áhorfendur i
Hveragerði og viðar um Suðurland.
Sýningar
Kjarvalsstaðir: í austursal Og
göngum hússins tendur yfir sýn-
ing á framtiöarskipulagi
Reykjavikurborgar. 1 vestursal
er sýningin „Þýsk grafik á vor-
um dögum”. Þar getur að lita
100 verk eftir 39 þýska grafik-
listamenn.
Listasafn ASÍ: Sögusýning á
vegum Sögusafns verkalýðs-
hreyfingarinnar. Þar eru sýnd-
ar myndir, munir, fundargerð-
arbækur, bæklingar og rit frá 60
ára starfi Alþýðusambands Is-
lands.
Loftið: Sýningu Ölafs Jóhannes-
sonar á tússmyndum lýkur á
laugardag. Sýningin er opin á
verslunartima.
Sýningarsalur Al, Grensásvegi
11: Sýningu Agnars Agnarsson-
ar á 50 oliumyndum og
aquarellum lýkur á sunnudag.
Sýningin er opin kl. 17-22.
MÍR-salurinn Laugavegi 178:
Sýning á leikmyndum og teikn-
ingum eftir armenska lista-
manninn Sarkis Arútsjan verð-
ur opnuð á laugardaginn kl. 14.
Sýnjngin er opin um helgar kl.
14-19 og aðra daga kl .17-19 fram
yfir áramót.
Mokka: Þórhallur Filippusson
sýnir 13 vatnslitamyndir.
Leikhús:
Þjóöieikhúsiö: Sýningar á Sól-
arferð á föstudag og sunnudag
kl. 20. A laugardag verður sið-
asta sýning á Imyndunarveik-
inni.
Leikfélag Reykjavikur: Skjald-
hamrar verða sýndir á föstu-
dag, Æskuvinir á laugardag og
Saumastofan á sunnudag kl.
20:30.
Leikfélag Akureyrar: verður
með siðustu sýningu á Karlinum
i kassanum i kvöld kl. 20:30.
Leikfélag ilveragerðis: frum-
sýnir i kvöld gamanleikinn Kát-
legar kvonbænir eftir Oliver
Goldsmith. Næsta sýning á
leiknum veröur á sunnudag kl.
21.
I
f