Vísir - 10.12.1976, Síða 9
I
Hamborgarjólatréð i vetrarskrúða en án ljósa. Á
laugardaginn verður bætt úr þvi. Ljósm.JA
LJÓSIN TENDRUÐ
Á JÓLATRJÁNUM
Jólasvipurinn er óöum aö færast yfir borgina og á laugardaginn
nær hann niöur aö höfn, þvi þá veröur kveikt á Hamborgarjóla-
trénu, sem Reykjavikurhöfn hefur nú eins og mörg undanfarin ár
fengiö sent frá Hamborg.
Tréö er gjöf frá klúbbnum Wikingerrunde, sem er félagsskapur
fyrrverandi sjómanna, blaöa- og verslunarmanna i Hamborg og
nágrenni. Uwe Marek blaðamaöur frá Hamborg er kominn hingað
ásamt konu sinni til þess að afhenda tréö, sem að venju veröur reist
á hafnarbakkanum við Hafnarbúöir. Afhendingin fer fram kl. 16 á
laugardaginn aö viöstöddum borgarstjóranum I Reykjavik, sendi-
herra Þýska sambandslýðveldisins á Islandi og öörum gestum.
Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóri mun veita trénu móttöku.
Lúðrasveit Reykjavikur mun leika viö Hafnarbúðir frá kl. 15:45.
Og siðan verður jólalegt á Austurvelli.
A sunnudaginn veröur siðan kveikt á jólatrénu á Austurvelli. Þaö
tré er aö venju gjöf Osloborgarbúa til Reykvlkinga, en Oslo hefur I
aldarfjórðung sýnt borgarbúum vinarhug meö þessum hætti.
Að þessu sinni hefst athöfnin viö Austurvöll um kl. 15:30 meö leik
Lúðrasveitar Reykjavikur undir stjórn Þorvalds Steingrimssonar.
Sendiherra Noregs á íslandi, Olav Lydvo, mun afhenda tréö, en
Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri mun veita trénu viötöku
fyrir hönd borgarbúa. Athöfninni lýkur meö þvi aö Dómkórinn
syngur jólasálma.
Eftir að kveikt hefur veriö á jólatrénu veröur barnaskemmtun við
Austurvöll.
VERK ARMENSKS LISTAMANNS
KYNNT f MÍR-SALNUM
Sýning á leikmyndum og
teikningum eftir armenska
lista manninn Sarkis Arútsjan
verður opnuö i MÍR-salnum
Laugavegi 178 á laugardaginn.
Sarkis Arútsjan er heiðurs-
listamaður armenska sovét-
lýðveldisins og hefur um árabil
verið einn fremsti leikmynda-
teiknari i Armeniu. Hann var
um langt skeið aðalleikmynda-
teiknari stærsta leikhúss
Armeniu, Hins akademiska
Súndúkjan-leikhúss i Érevan,
en nú er hann fastráðinn aðal-
leikmyndateiknari við Óperu-
og ballettleikhúsið sem kennt er
við Spendiarof, auk þess sem
hann vinnur að einstökum verk-
efnum fyrir önnur leikhús i
Armeniu og viðar i Sovétrikjun-
um.
Á sýningunni eru 25 leik-
myndir eftir Arútsjan, unnar
með ýmsum hætti og blandaðri
tækni fyrir sýningar á ýmsum
þekktum sviðsverkum, 10 teikn-
ingar og tússmyndir og auk þess
nokkur sýnishorn armenskrar
alþýðulistar.
Sýningin verður opnuð kl. 14 á
laugardaginn og verður siðan
opin fram yfir áramót kl. 17-19
daglega, nema á laugardögum
og sunnudögum kl. 14-19.
Leikmynd Arútsjans viö leikritiö Sjö áfangar eftir armenskan höfund.
Þórhaliur Filippusson— Ljós
m. HL
Mólar og
svífur í
tómstundunum
„Ég hef nú mest dundaö viö
þetta i tómstundum jafnhliöa
svifflugi, en hef hugsað mér aö
ieggja meiri rækt viö þaö I
framtiðinni,” sagöi Þórhailur
Filippusson I samtali viö VIsi.
Þórhallur opnaði sl. þriðju-
dag sýningu á 13 vatnslita-
myndum á Mokka við Skóla-
vörðustig. Þetta er hans fyrsta
sýning og eru myndirnar allar
gerðar á þessu ári nema ein,
sem er frá árinu 1949.
Þegar þessar myndir eru
skoðaðar kemur greinilega i
ljós að listamaðurinn hefur oft
verið staddur á Sandskeiði,
þar sem flugvöllur Svifflugs-
félagsins er, þvi nokkrar
myndanna sýna Vifilfell.
Þórhallur stundaði nám I
Handiða- og myndlistaskólan-
um árin 1950 og ’51 og sagðist
hann aldrei hafa lagt pensilinn
alveg frá séí siðan. Mest heföi
hann málað i oliu, en á þessu
ári hefði hann snúið sér að
vatnslitunum.
Mosfellingar efna til kvöldvöku í gömlum stíl
Karlakórinn Stefnir og Leikfélagiö I Mosfellshreppi gangast fyrir
fjölbreyttri jólakvöldvöku I félagsheimilinu Hlégaröi á laugardag-
inn kl. 20.30.
Þetta er fyrsta tilraun félaganna á þessu sviöi og ef vel tekst til þá
verður væntanlega um árvissa samkomu að ræða.
A kvöldvökunni mun Söngfélagið Stefnir syngja, félagar úr Leik-
félaginu lesa upp úr ýmsum skáldverkum, Blásarakvintett Sinfón-
iuhljómsveitarinnarleika,sóknarpresturinn séra Birgir Asgeirsson
mun flytja hugvekju og Ólfur Ragnarsson flytur erindi.
Stjórnendur kvöldvökunnar eru þau hjónin Sigriður Þorvaldsdótt-
ir leikkona og Lárus Sveinsson trompetleikari.
Þá verður bpðið upp á kaffiveitingar og gefst gestum kostur á að
smakka á jólabakkelsinu fyrr en venjulega. Félagar Söngfélagsins Stefnis.
Lífgað upp ó gamla miðbœinn
Nýr sýningarsaiur hefur veriö opnaöur I Aöalstræti 8. Ber hann
nafniö Galleri Solon Isiandus og dregur nafn sitt af Sölva Helgasyni,
einum litrikasta listræna persónuleika Isiands á 19. öld, þótt ekki
heföi hann menntun eöa ián til aö þroska hæfileika sina til fulls.
Galleriið er samvinnufyrirtæki nokkurra listamanna og listá-
hugamanna og er tilgangurinn með stofnun þess sá að gefa þvi lista-
fólki sem vinnur smágerva eða seinunna list, tækifæri til þess að
koma verkum sinum á framfæri með reglulegu millibili, i stað þess
að þurfa að biða mörg ár eftir að geta fyllt stærri sýningarsali borg-
arinnar.
Auk þess gefst listmálurum sá möguleiki að sýna úrval nýjustu
verka sinna i hentugu húsnæði. En aðstandendur þessa galleris
hyggjastefna til yfirlitssýninga á litt þekktum listamönnum, lifs og
liðnum, innlendum og erlendum.
Einnig er fyrirhugað að halda tónleika og fyrirlestra og standa
fyrir öðrum listviðburðum sem stuöla myndu að lifi i gamla mið-
bænum.
Að sögn aðstandenda er Galleri Solon Islandus ekki gróöastofnun
fremur en Sölvi forðum og verður reynt aö reka það með þeim á-
góða sem fæst af hverri sýningu. Við frágang húsnæðisins fengu
þeir fjárhagslega aðstoð m.a. frá menntamálaráðuneytinu og
menningarsjóði.
Þeir sem standa aö gallerfinu eru Aðalsteinn Ingólfsson, Gunnar
Orn Gunnarsson, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Kristján Kristjánsson,
Leifur Breiðfjörð, Magnús Kjartansson, Siguröur örlygsson, Stein-
unn Bergsteinsdóttir, Steingrimur Kristmundsson, Þorbjörg
Þórðardóttir og örn Þorsteinsson og var það opnað meö verkum
eftir þau öll sl. laugardag. Galleríið er opið kl. 2-6 virka daga nema
mánudaga, og kl. 2-10 um helgar.
'ÍSTTANfw ^
Siöasta hönd er lögö á skiltiö sem prýöir nú eitt eista hús bæjarins.
— Ljósm. JA