Vísir


Vísir - 10.12.1976, Qupperneq 10

Vísir - 10.12.1976, Qupperneq 10
10 Föstudagur 10. desember 1976 VISIR VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: DavfóGuómi ndsson. Ritstjórar: l>orsteinn Pa.sson, dbm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guftpiundsson.'Fréttastjóri eriendra frétta: Gufimundur Pétursson. lm- sjón meft helgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guftfinnsson, Guftjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akurv eyrarritstjórn: Anders Hansen. tþróttir : Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Otlitsteiknun: Jón ósk- ar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinu Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgata 44.SImar 11660, 86611 Afgreiftsla: Hverfisgata 44.Simi 86611 Ritstjórn: Sfftumúla 14. Slmi 86611, 7 linur Akureyri.SIml 96-18806 Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innanlands. VerO 1 lausasölu kr. 60 eintakió. Prentun: BlaOaprent hf. ^ Ný taflstaða Hafrannsóknastofnunin hefur á undanförnum ár- um birt upplýsingar um rýrnun þorskstofnsins og um leið varað við óheftri sókn á miðin umhverfis landið. Svörtu skýrslur stofnunarinnar hafa verið þrætuepli. En stjórnvöld hafa ekki fram til þessa treyst sér til að setja reglur I því skyni að draga veru- lega úr þorskveiðunum. Að sjálfsögðu er erfitt að taka ákvörðun um þetta efni. Þorskveiðarnar eru ein af meginstoðum efna- hagslífsins. Verulegur samdráttur í veiðum leiðir því óhjákvæmilega til verri lifskjara. Ofveiði getur á hinn bóginn verið gálgafrestur, sem haft getur I för með sér hrun þjóðarbúskaparins. Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur lýst yfir því, að ógerlegt sé að rýra lífskjör almenn- ings í einni svipan með því að draga verulega úr þorskveiðunum. Og það óvenjulega í íslenskum stjórnmálum hefur gerst, að forveri hans I embætti, Lúðvik Jósepsson, hefur lýst stuðningi við þetta sjón- armið. Fiskifræðingar hófu þegar á árinu 1972 að vara við ofveiði þorskstofnsins. Skýrslur þar um fóru leynt og þáverandi stjórnvöld treystu sér ekki til að beita sér fyrir aðgerðum til að draga úr sóknini. Sama virðist vera uppi áteningnum nú, þegar Hafrannsóknastofn- unin leggur til, að á næstu tveimur árum verði ekki leyftað veiða meir en 275 þúsund lestir af þorski hvort árið. Þannig hafa bæði leiðtogar ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar vikiðsér undan því að fara eftir tillögum fiskifræðinga um þetta efni. Á hinn bóginn hafa leiðtogar ýmissa hagsmunasamtaka tekið undir tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar og lýst yfir því, að þjóðin ætti að taka á sig þá lífskjaraskerðingu, er það myndi hafa I för með sér. Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna gerði grein fyrir þeirri skoðun sinni fyrir ári, að hann teldi óhjákvæmilegt að fara að ráðum fiskifræðinga og draga úr þorskveiðunum. Hann lagði til, að sóknin yrði í byrjun árs takmörkuð þannig að ekki yrði á öllu árinu veitt meir en fiskifræðingar teldu ráðlegt. Formaður Landssambands islenskra útvegsmanna hefur nú ítrekað þetta sjónarmið. Hann telur það meiri ógnun við efnahag þjóðarinnar að tefla við- gangi þorskstof nsins I tvísýnu en að draga úr veiðum á næstu árum. Á nýafstöðnu þingi Alþýðusambands islands var samþykkt ályktun, þar sem lagt var til, að farið yrði að ráðum fiskifræðinga. Og Alþýðusambandsþingið gekk lengra. Það lýsti yfir því, að launþegar væru reiðubúnir að axla þær byrðar, sem sú stef nubreyting hefði í för með sér. Hér hefur það gerst að bæði hagsmunasamtök vinnuveitenda og launþega hafa kosið að taka þeim efnahagslegu þrengingum, sem óhjákvæmilega fylgja í kjölfar veiðitakmarkana. Alþýðusambands- þingið tók af öll tvímæli um það, að alþýða manna væri reiðubúin að færa þær fórnir, sem nauðsynlegar væru vegna takmörkunar á fiskveiðum. öllum er Ijóst, að sjávarútvegsráðherrarnir fyrr- verandi og núverandi, Lúðvik Jósepsson og Matthías Bjarnason, hafa aldrei stefnt að þvi með köldu blóði að drepa síðasta þorskinn. Þeir hafa á hinn bóginn ekki treyst sér tilað kalla þær efnahagslegu þrenging- ar yfir þjóðina, sem óhjákvæmilega fylgja veiðitak- mörkunum. En nú þegar bæði hagsmunasamtök vinnuveitenda og launþega hafa lýst yfir því, að þau séu reiðubúin að fórna því sem fórna þarf, hefur vissulega opnast pólitískur möguleiki til þess að koma í veg fyrir of- veiði þannig að ekki þurfi að tefla viðgangi þorsk- stofnsins I tvísýnu. Það er komin upp ný taf Istaða. I__ ___----------- Hœgt að búa til fjjtuminni mjólk með því ð blanda saman nýmjólk og undan- rennu a heimilunum * - -. 1 vinnusal Mjólkursamsölunnar var verlb aft setja nýmjólk I fernur þegar Vfsismenn bar aft garfti, en daglega sendir samsaian frá sér um lOOþúsund Iltra af mjólk. Ljósmynd Loftur. Fundur fulltrúaráös Mjólkur- bús flóamanna skoraöi fyrir skömmu á Mjólkursamsöiuna aö hefja framleiöslu á mjólk, sem hafi minna fitumagn en ný- mjólk, og nefndi i þvi sambandi 2% fitumagn. Aö sögn Péturs Sigurössonar, mjólkurfræöings hjá Framieiösluráöi land- búnaöarins, hefur framleiösla slikrar mjólkur ekki veriö athuguö I alvöru hér á landi enn sem komiö er. Þaö hefur stundum komiö til umræöu á undanförnum árum, aö rétt væri aö framleiöa fitu- minni mjólk en nú er gert. Nú er annars vegar framleidd ný- mjólk, sem hefur um 3,9% fitu- innihald, og svo undanrenna, sem hefur aöeins 0,05% fitu- magn. Sums staöar annars staöar er einnig framleidd svo- nefnd léttmjólk, sem hefur allt niður i 0,5% fituinnihald. Verðlagning og tækni Grétar Símonarson, mjólkur- bússtjóri hjá Mjólkurbúi Flóa- manna, sagöi i viðtali við blaðiö að á ofangreindum fulltrúaráös- fundi hefði rikt almennur áhugi á þessu máli, og tillagan veriö samþykkt samhljóða. Hann sagöi, að það væri aö mörgu að huga ef fara ætti út i framleiðslu á slikri mjólk. Verðlagsmálin væru þar þyngst á metunum, þvi verölagningin gerði út um þaö, hvort hag- kvæmt væri aö fara út i þessa framleiðslu. Þá væri einnig ljóst, að þvi aöeins væri hægt aö framleiöa mjólk af þessu tagi i verulegum mæli, aö keypt væru viöbótartæki. Einnig þyrfti sér- stakar umbúðir. Þaö væri þvi meira en aö segja það aö hefja framleiðslu slikrar mjólkur. Reynsla ná- grannaþjóðanna Pétur Sigurösson, mjólkur- tæknifræöingur, sagöi i viðtali við blaðiö aö slik léttmjólk væri framleidd á hinum Noröur- löndunum, en sviar heföu þó langmesta reynslu i þessu efni og framleiddu mjólk, sem heföi 0,5% fitumagn. Oamr heföu framleitt mjólk meö 1,5% fitu i um tvö ár, og norðmenn heföu undanfarið gert tilraun meö slika framleiöslu i þremur borg- um. Eftir langa baráttu heföu þeir fengiö verölagningu, sem tók miöaf raunverulegum kostn- aði, og hefði þessi mjólk þvi undanfarið veriö á nánast sama verði og nýmjólk. Þessi létt- mjólk norömanna hefði ekki orðið eins vinsæl og spáö heföi veriö, og væri hún nú seld á mis- munandi veröi I borgunum þremur til þess að fá fram, hvort litill áhugi sé eingöngu verðlaginu aö kenna. Leiðir til smjörfjalls? Það kom fram hjá Pétri, aö enn heföi ekki verið rætt um það i neinni alvöru hér, aö hefja framleiðslu á léttmjólk, þótt máliö hafi almennt veriö i athugun hjá Mjólkursamsöl- unni. Ljóst væri, að til þyrfti aö koma tækjabúnaður, sem kost- aöi verulegt fé. Einnig þyrfti aö blanda A og D vitamini i slika mjólk. En meginmáliö væri verölagningin, og væri allt útlit fyrir, aö ekki tækist að fá hér á landi nógu hátt verð fyrir slika mjólk. Vandamál framleiðenda yröi m.a., að erfitt væri að selja þá fitu, sem tekin yröi úr mjólkinni og væntanlega notuö i smjör. Pétur tók sem dæmi, að hafin yrði framleiðsla á mjólk með 0,5% fituinnihaldi, og tæki hún um 30% markaðarins, eða ca. 15 milljónir litra af þeim 50 milljónum litra, sem seldir eru hér árlega. Það þýddi, að smjörframleiöslan myndi auk- ast um 600 tonn á ári. Heildar- framleiðsla á smjöri til innan- landsneyslu mun vera um 1600 tonn á þessu ári. Ef gengið væri út frá sömu forsendum, að ööru leyti en þvi, að fituinnihald léttmjólkurinnar yrði 2%, þá yröi smjörfram- leiðslan um 350 tonnum meiri á ári en nú er. Hann sagði, að miðað viö ástandið i dag væri þessi lægri tala e.t.v. ekki ógnvekjandi, en miðað við stööuna fyrir aðeins þremur árum yröi slik viðbót alvarlegt vandamál. Sveiflurn- ar í mjólkurframleiðslunni hjá okkur væru það miklar, aö hættulegt væri að fara út á slika braut. Geta blandað sér sina léttmjólk sjálfir Þá sagði Pétur, aö það sjónar- mið hefði komið fram, t.d. hjá ýmsum félagssamtökum i Noregi, þar sem málið hefði verið rætt, að óþarfi væri að framleiða slika mjólkurtegund, þar sem hver og einn gæti búið hana til sjálfur á heimili sinu. Þetta væri hægur vandi með þvi að kaupa bæði nýmjólk og undanrennu og blanda þeim svo saman i samræmi viö þaö fitu- magn, sem hver og einn vildi. „Með þessum hætti geta mennfengið það fitumagn, sem þeir vilja, hvort sem það er 0,5% eða 2%. Ég geri þetta á hver jum, degi”, sagði Pétur að lokum. —ESJ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.