Vísir - 30.12.1976, Qupperneq 7

Vísir - 30.12.1976, Qupperneq 7
visiR Fimmtudagur 30. desember 1976 Hvers er að minnast, og hvaða vonir bindur þú við nýja árið? Nú/ þegar árið 1976 er að hverfa f aldanna skaut/ höfðu blaða- menn Vísis samband við forystumenn á ýmsum sviðum þjóðlífs- ins og lögðu fyrir þá tvær spurningar. Sú fyrri var: — Hvað fannst þér mest um á árinu/ sem er að líða? Og siðari spurningin: „Fegurð landsins lifir lengst" Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir, formaöur Starfstúlknafélagsins Sóknar: „Þegar ég fer yfir atburði ársins.sem snerta mig persónu- lega, dvel ég lengst við sumar- ferð okkar hjónanna um norðurland. Við höfðum hvorugt farið um inorðurland fyrr, en sáum nú landið baðað i sól. Dægurflugur gleymast, en fegurð landsins lif- ir i minningunum alla æfi. Svo fékk ég enn eitt barna- barnið á árinu, en ég bið alltaf jafn spennt eftir nýrri útgáfu. Við nýja árið bind ég þær von- ir, að islensk verkalýðshreyfing endurheimti virðingu sina i næstu kjarasamningum.” Hrœddur um að þar dugi enginn kattarþvottur Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins: „Starfs mins vegna eru mér hafréttar- og fiskveiðimál ofar- lega i huga. t landhelgismálinu höfum við tvimælalaust náð geysimiklum árangri á þessu ári. Ég vil ekki setja neinn- ákveðinn atburð, eða dag, tii minnis um „lokasigur” en mér finnst að við höfum á þessu ári færst nær þvi marki að öðlast full yfirráð yfir okkar aðal auð- Kjörin verði ekki lakari en 74" Benedikt Davíðsson, formaöur Sambands byggingamanna: „Mér er efst i huga það sem er næst mér i timanum og rúminu, Alþýðusambandsþingið og mál- efni verkalýðshreyfingarinnar. Ég er ánægður með það hvað mikil og góð samstaða virtist vera i þvi stóra máli sem er framundan hjá okkur, kjara- málunum. A nýja árinu vona ég fyrst og fremst að okkur takist að verða við þeim greinilega vilja, sem fram kom á þinginu, að rétta svo kjörin að þau veröi ekki lak- ari en eftir samningana i febrú- ar 1974.” lind, fiskimiðunum, en á nokkru öðru ári”. „Ég er lika mjög ánægður með það að fitjað hefur verið upp á ýmsum nýjungum i fisk- veiðum og fiskiðnaði á árinu, sem ég fyrir mitt leyti bind miklar vonir við. Það var t.d. mjög ánægjulegt að fylgjast með sumarloðnuveiðunum sem skiluðu þessum ótrúlega góða árangri og að taka þátt i þeirri vinnu sem þar var unnin”. „Á næsta ári vona ég að við berum gæfu til að hlifa þorsk- inum meira en við gerðum á þessu ári. Ég vona lika, þó að það sé óskylt efni, að það takist að komast til botns i þeim af- brota og fjársvikamálum, sem eru að eitra þjóðfélagið. Ég er hræddur um að þar dugi enginn kattarþvottur.” „Það hlýtur að vera óþolandi fyrir fjölda manns að geta ekki verið vissir um að jafnvel vinir eða kunningjar geti verið sekir um fjármálamisferli, yfirhilm- ingu, eða þaðan af verri af- brot”. „Þakkarvert meðan þeir gera engar vitleysur' Björn Pálsson, fyrrverandi al- þingismaður, Löngumýri: „Landhelgissamningurinn er merkasta málið, og það jákvæð- asta fyrir okkur, á þvi er enginn vafi”. „Ég geri mér nú engar sér- stakar vonir um næsta ár. Ég vona bara að þeir sem stjórna — Hvaða vonir bindur þú fyrst og f remst við næsta ár? Svörín eru að sjálfsögðu eins mörg og mennirnir, sem spurðir eru, og fara þau hér á eftir. Texti: Edda Andrésdóttir, Guðjón Arngímsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvins- son. landinu og þjóðinni geri sem fæstar vitleysur. Þó þeir geri kannski ekkert af viti, er það þakkarvert meðan þeir gera engar vitleysur”. Við erum víst að taka út timburmenn fyrri gerða Guðlaugur Þorvaldsson, rektor Háskóla islands: „Enda þótt ýmislegt mark- vert hafi gerst erlendis á þessu ári, eru innlendir atburðir mér efst í huga.” „Breytt viðhorf, sem útfærsla landhelginnar i 200 milur hefur skapað hjá okkur sjálfum og meðal annarra þjóða, tel ég markverðustu tiðindi ársins fyrir okkur islendinga. Hinu er þó ekki að leyna, að önnur tiöindi af innlendum vetvangi eru mér ofar i huga. Islenska þjóðfélagið er orðið sjálfu sér svo hættulegt á mörgum sviðum, að mér hugnast ekki að þvi. Ef vel er að gáð, eigum við flest nokkra sök á þvi. Mér finnst Reykjavik i dag ekki hin sama og i fyrra. Við erum vist að taka út timburmenn fyrri gerða.” „Ég bind engar sérstakar vonir við næsta ár, en leyfi mér þó að ætla að okkur takist smátt og smátt að skapa þjóðfélag meira öryggis, réttlætis og heiðarleika. Baráttan fyrir stærrilandhelgihefur á margan hátt sameinað okkur. Þess vegna væri það hörmulegt, ef ólikar hugmyndir um skynsam- lega nýtingu hennar ættu eftir að sundra okkur.” ## Jarðskjálft- arnir á Kópa- skeri minni- stœðastir' Guðjón Petersen, fulltrúi AI- mannavarna rikisins: „Það sem ég man best frá þessu ári er um leið persónulegt ogtengt minu starfi. Það var 13. janúar, þegar jarðskjálftarnir urðu á Kópaskeri. Ég var að koma þangað fyrir tilviljun þegar þetta gerðist.” „Persónulega var jarðskjálft- inn mér auðvitað minnisstæður atburður. En það sem ég lengst man eru kannske erfiöleikarnir við að koma hjálparstarfinu i gang frá áfallsstaðnum, i staðinn fyrir frá miðstöðinni i Reykjavik. Það hefur mikið mótað afstöðu mina til þessara mála i framtiðinni. „Hvað snertir næsta ár er von min sú að sú siðferðilega hnignun, spilling og tortryggni, sem hrjáir þessa þjóð i dag, verði upprætt. Að með samstöðu heiðarlegra manna, hverfi hún.” sem rannsóknarlögreglumaður i Keflavik sagði i viðtali i sjón- varpinu þegar hann var spurður að þvi hvers vegna ekki hefði verið birt nýrri myndin af Geir- finni Einarssyni frekar en ein- hver gömul mynd sem birt var i upphafi. Rannsóknarlögreglu- maðurinn svaraði þvi til að þeir hefðu ekki viljað rugla fólk i riminu.” „Ég hef velt þvi fyrir mér sið- an i framhaldi af þessu hvort nokkuð hefði verið skipt um mynd þó óvart hefði verið birt mynd af t.d. Júliusi Sesar eða einhverjum öðrum, til þess að rugla ekki fólk i riminu.” „Hvaða vonir ég bind við næsta ár? Að ekki verði reynt að rugla fólk i riminu.” „En svona i alvöru, þá vona ég að þessum drunga og óhugn- aði sem lagst hefur yfir þjóð- félagið vegna þeirrar upplausn- ar sem virðist rikja i dómsmál- um verði svipt af með einhverj- um hætti.” „Landhelgin, iðnaðurinn og breyting ríkiskerfisins" „Vona að ekki verði reynt að rugla fólk í ríminu" Hrafn Gunnlaugsson, rithöfund- ur: „Ef ég ætti að nefna minni- stæðustu setninguna sem sögð var á árinu, þá er það setning Jóhann Briem, framkvæmda- stjóri: „Ég tek mér þaö bessaleyfi aö svara báöum spurningunum i einu: Það sem mér er efst i huga er sá ótviræði sigur sem islending- ar hafa unnið i landhelgis- baráttu sinni og sú viðurkenning sem 200 sjómilna fiskveiðilög- saga hefur hlotiö. Það hlýtur að vera stór stund i lifi allra islend- inga að sjá á bak breska togara- flotans sem i árhundruð hefur stundað stórkostlega rányrkju á Islandsmiðum. Með þeim sigri sem þegar hefur unnist i land- helgismálinu er séð fyrir að veiðum útlendinga hér við land muni ljúka innan tiðar og is- lendingar þar með ráða einir yfir auðlindum sem eru mikils- verðari en auðlindir margra annarra þjóöa. Um leið og við ráðum yfir fiskimiðum okkar verður auðveldara að taka upp heildar- stjórnun i fiskveiöimálum. Það hefur þegar sýnt sig að slfk stjórnun hefur verið okkur m jög mikilsverð og má nefna sem dæmi, að talið er að þeir fiski- stofnar standi einna best sem sókn i hefur verið stjórnað. Möguleikarnir eru margir og hlýtur að verða stefna fram- tiðarinnar að taka upp hagnýt-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.