Vísir - 26.01.1977, Qupperneq 2
2
Miðvikudagur 26. janúar 1977 VISIB
Notfærir þíi þér morg-
unleikfimi útvarpsins?
Rúnar Pálsson starfsmaður
Flugleiöa: — Ekki beinlinis, en
hressileg rödd Valdimars léttir
störf dagsins.
Bergur ólafsson, starfsmaður
flugumferðarstjórnar: — Nei,
ég nenni þvi ekki!
Róbert Róbertsson, varöstjóri:
— Nei, ég geri minar æfingar á
kvöldin!
Finnur Bjarnason fram-
kvæmdastjóri: — Nei, hún er
svo æðislega snemma.
Hermann Nlelsson, iþrótta-
kennari: — Já, ég hlusta oft á
hana mér til fróöleiks, en geri
ekki æfingarnar.
Mér líst vel ó starfið
segir nýjasti starfsmaður Sjónvarpsins
,,Eg verð að segja að mér llst
mjög vel á þetta starf. Fólkið
hérna hefur tekið vel á móti mér,
og hjálpað mér á allan hátt eftir
þvf sem ég hef þurft á að
halda,” sagði Bogi Agústsson i
Bogi Ágústsson við starf sitt á fréttastofunni.
Ljósm. LÁ
samtali við Vfsi.
Bogi hefur nýlega verið ráð-
inn til að annast erlendar fréttir
hjá Sjónvarpinu og á hann þvi
fljótlega eftir að koma sjón-
varpsáhorfendum kunnuglega
fyrir sjónir.
Þá, sem vilja vita á honum
nokkur deili, getum við frætt á
þvi aö hann er 24ra ára gamall
og hefur undanfarin ár stundað
nám I sagnfræöi við Háskóla ís-
lands. Hann segir ætlunina hafa
veriö að ljúka BA-prófi I grein-
inni I vor, en nú mætti búast við
aö minni tlmi gæfist til lestrar
og þvi yrði væntanlega á þvl
einhver dráttur. Bogi er kvænt-
ur Jóninu Mariu Kristjánsdótt-
ur kennaranema.
Bogi hóf störf á fréttastofunni
I siðustu viku og þegar Visir leit
þar inn tíl hans sagöist hann
vera aðeins að komast inn i
starfið.
„Þaö felst aðallega I þvi að
taka á móti fréttaskeytum og
þýða texta með filmum. Gallinn
við fréttakvikmyndirnar er sá
að þær koma ekki fyrr en einum
til 2 dögum eftir að atburð-
irnir gerast og þá er fréttin ekki
lengur ný. Þó virðist mér að oft
sé hægt að b jarga þessu með þvi
að lesa nýrri frétt af atburðin-
um með myndinni.
Það er auövitað misjafnt frá
degi til dags hvað auðvelt er að
fylla fréttatimann, en yfirleitt
kemur það mikið efni að það er
hægt að velja úr það sem er efst
á baugi.”
—SJ
AKURNESINGAR RÆÐA
ÖRYGGISMÁL SÍN
öryggismái akurnesinga
verða til umræðu I kvöld á
borgarafundi sem veröur hald-
inn i Bióhöllinni á Akranesi.
Munu fulltrúar opinberra aðila
sem að þessum málum starfa,
það er frá akranesbæ, bæjar-
fógetanum og slökkviliði mæta
á fundinn.
Það eru slysavarnardeildirn-
ar á Akranesi og blaðið Umbrot
sem að fundinum standa.
Á borgarafundinum I kvöld
munu koma fram upplýsingar
um öryggismál akurnesinga og
veröur þar svaraö fyrirspurn-
um og ábendingum bæjarbúa.
Þá verða bornar upp tillögur til
úrbóta.
öryggismál akurnesinga hafa
verið mikið til umræðu síðan
þar varð svipleg sprenging eins
og kunnugt er. Hefur meðal
annars komið I ljós að engin lög-
regluvakt er á Akranesi fimm
tima sólarhrings og að kalla til
slökkvilið getur tekið langan
ttma.
Borgarafundurinn I kvöld
hefst klukkan hálf nlu.
EKG/BP Akranesi
„Bændauppreisnin” á Islandi
viröist ætla að fara hægt af stað,
enda hafa ekki verið haldnir
nema einir þrir bændafundir
enn, þar sem afurðasölumálin
hafa veriö á dagskrá og uppgjör
fyrir kjöt- og mjókurafurðir.
Virðist eins og allt kapp sé lagt á
það um þessar mundir að letja
bændur til frekari fundahalda
meðan freistað er að gera upp
við þá skuldamál frá árinu
1975-76. Má vera að bændur
geri sér hin siöbornu uppgjör að
góðu, og hliti þvi enn um sinn að
lúta þeirri markaðslegu innilok-
un, sem Samband islenskra
samvinnufélaga býr þeim.
A sama tima og þessu fer
fram, mega bændur auk þess
horfa upp á þá staðreynd, að
félagsleg forsjá þeirra hefur
brugðist að þvi leyti, að hún hef-
ur beinst að boðun hugsjóna um
byggðajafnvægi á kostnað
byggðahagkvæmni og bundið þá
við mörk og mið, sem hæfa ein-
ungis kotbúskap. Þessum
boðskap hafa bændur tekið
athugunarlaust siðustu áratug-
ina, og nú siöast lögum frá
Alþingi um, að óheimilt sé að
selja jaröir til aðila sem ætli að
nota þær utan sviðs klassiskra
búskaparhátta.
Þessi lög eru sett á sama tima
og efnahagur margra I þéttbýli
Löggilding kotbúskapar
er orðinn þannig, að eftirspurn
eftir jörðum hefur farið
vaxandi, og verð þeirra þvi
vaxið um leið. Þau koma I veg
fyrir að bændur fái notið
venjulegra viðskiptakjara þá
loksins að eignir þeirra byrja að
stiga i verði, og verða nú og
framvegis að sæta takmörk-
uöum tilboðum ýmist frá
einstaklingur kærir sig um að
búa.
Slíkar' jarðir eru margar og
setnar af einstæðingum, sem
gjarnan vildu komast yfir þó
ekki væri nema litla kjallara-
Ibúð I einhverju þorpinu fyrir
andvirði landareignar sinnar.
Yfirleitt eru þessar jarðir það
svcitarfélögum eða aðilum, sem
ætla sér að hef ja búskap á þeim.
Þetta er svo sem I lagi hvað
snertir verðháar vildisjaröir,
nema hvað eigandi jarðar er
sviptur frelsi til að taka hæsta
hugsanlegu boöi. öðruvisi snýr
þetta við hvaö snertir jarðir á
útkjálkum landsins, þar sem
sveitarfélagiö hefur ekki bol-
magn til að kaupa og enginn
langt frá þéttbýliskjörnum, að
um þær gildir ekki votmúla-
verð. Hins vegar er taugin
römm, sem tengir fólk við
gömul föðurtún, og margt er
það ættmennið, sem i kaupstað
býr, sem gjarnan vildi losa ein-
stæðinginn frá þeirri kvöð að
hokra einn, og gera honum um
leið kleift að komast yfir ibúð I
kaupstaö. En þetta virðist ekki
vera hægt, og þar af leiðandi
kemst einstæðingurinn hvorki
lönd né strönd en verður aö
deyja með jörð sinni bundinn
á 11 h a g a f j ö t r u m vegna
vanhugsaðra lagasetninga.
Jarðakaupamálið er enn eitt
gott dæmið um þá hérlendu
venju að skammta fólki rétt
með lögum, semstyðjast við
loftháar hugsjónir en koma
hvergi nærri raunveruleikan-
um. Samtimis þessu heyrast
raddir, sem halda þvi fram full-
um fetum og sanna jafnvel með
tölum, að stórbúskapur borgi
sig ekki. Þó hefur búskap miðað
það I áttina, að meðaltalsbú i
landinu er orðið stærra og
öflugra en visitölubúið, sem
minnir á þann kafla jarðræktar-
laganna, sem heimiluðu ekki
opinber framlög til túnaræktar
nema upp að vissu marki.
Bændur hljóta að fara að verða
næsta þreyttir á hinni opinberu
forsjá, þegar ljóst er að hún hef-
ur mistekist i alltof mörgum
greinum, eða beinlinis snúist
gegn hagsmunum þeirra.
Markaðsmálin, visitölubúið og
nú siöast jarðakaupalögin
beinast að einu marki, þvi
marki sem enginn þorir að
nefna en er samt staðreynd —
löggildingu kotbúskapar.
Svarthöfði.