Vísir


Vísir - 26.01.1977, Qupperneq 9

Vísir - 26.01.1977, Qupperneq 9
vism Miövikudagur 26. janúar 1977 9 FJARHAGSAÆTLUN NJARÐVIKURBÆJAR 60 milliónir í gatnogerð Rúmiega 90 milljónir fara til nýframkvæmda i Njarðvik á þessu ári. Mestur hlutinn, eða um 60 miiljónir, fara til gatna- gerðar og bundins slitlags, en stórátak er fyrirhugað i þeim efnum á árinu. Þetta kemur fram i frétt frá bæjarstjórn Njarðvikur um fjárhagsáætlunina fyrir þetta ár, sem afgreidd hefur verið i bæjarstjórninni. Niðurstöðutöl- ur áætlunarinnar eru 242 milljónir króna. Til nýfram- kvæmda fara 91.6 milljónir króna, en aðrir stórir útgjalda- liðir eru fræðslumál, 26.4 milljónir, rekstur sundlaugar og iþróttahúss, 16 milljónir, og ýmis félags- og menningarmál, 12 milijónir. Sjö og hálf milljón fara i landakaup. Útsvör og aöstöðugjöld eru langstærsti tekjuliðurinn, og eiga að gefa um 160 milljónir, en það er 30% hækkun frá fyrra ári. — ESJ Vilja ekkert stór- hýsi við Gullfoss „Hjá leiðsögumönnum er frekar andstaða gegn þvi, að reist verði eitthvert stórhýsi á þeim stað við Gullfoss, þar sem hreiniætisaðstaða er nú, og hug- myndir m.a. uppi um, hvort ekki sé réttara að reisa hús nokkru ofar við Kjalveg”, sagði Birna B jarnlei fsdó11ir, leiðsögumaður, I viötali viö Visi, en Félag leiðsögumanna efnir á laugardaginn til opins fundar um þetta mál. Birna sagði, að fundurinn væri haldinn vegna þeirra frétta.sem birst heföu I blöðum, en hugmyndir um byggingu húsnæðis við Gullfoss. Verður fundurinn að Hótel Esju á laugardaginn, og hefst kl. 14. A fundinum koma m.a. fulltrúar frá umhverfismálanefnd Ferða- málaráðs Islands og frá Náttúruverndarráöi. Aðspurö sagði Birna, að skoð- anir væru nokkuð skiptar á þvi, hvað gera ætti i þessum málum við Gullfoss, og væri ætlunin með fundinum að fá fram sem flest sjónarmiö, en fundurinn væri öllum opinn. — ESJ Björn Björnsson var deildarstjóri leikmyndadeildar sjónvarpsins f 10 ár en hefur auk þess gert leikmyndir viðýmis leikhúsverk, núsfðast viðsýningu Þjóðleikhússins á Gullna hliðinu. Þessa mynd tók Jens af Birni i gær, þar sem hann var við vinnu I Þjóðleikhúsinu, en þar er hann þessa dagana aðundirbúa leikmynd við leikritið Endatafl eftir Beckett. íslendingur gerir leikmynd við sœnskt leikrit í Noregi „Það er spennandi að fá að takast á við slik verkefni er- lendis”, sagöi Björn Björnsson, leikmyndateiknari i viðtali við Visi en hann hefur verið ráðinn til að gera leikmynd við verk, sem Tröndelag Teater i Þránd- heimi frumsýnir seinni hluta aprilmánaðar. Leikrit þetta heitir „Tenare Gary” og er eftir sænska leikar- ann, leikstjórann og leikrita- höfundinn Allan Edwall, sem er þekktur hér á landi fyrir leik sinn i hlutverki Karlsons I Heimaeyingar og nú siöast i hlutverki föðurs Emils i Katt- holti. „Þetta leikrit var sýnt i Svi- þjóð fyrir nokkru, og ég sá það bar”, sagði Björn. „Það er um- hugsunarleikrit, sem fjallar um vinnandi millistéttarfólk i stórri borg, innihaldsleysið I tilver- unni og stirð samskipti og sam- bandsleysi milli foreldra og barna.” Leikstýrir sjálfur Við uppfærsluna i Þrándheimi leikstýrir Allan sjálfur, en það er I fyrsta sinn sem hann leik- stýrir þessu leikriti. „Ég hef þegar rætt við hann um verkið einu sinni, og fer aft- ur út á sunnudaginn og verð þá i viku i Þrándheimi. Ég býst við að þurfa að fara þangað a.m.k. tvisvar sinnum i viðbót, en stefnt er að þvi að frumsýna verkið eftir páska. Leikritið verður frumsýnt i Namsos, og verður siðan sýnt um 20 sinnum á ýmsum stöðum i Þrændalögum áður en sýning- ar hefjast i Þrándheimi”, sagði Björn. —ESJ í NÆRFELLTÍOO ÁR HEFUR 160. Verö kr. 74.200. Þaö var í Swiss áriö 1883, sem Herman Thorens hóf framleiöslu á fyrstu tónflutn- ingstækjum sínum. Fáir framleiðendur á þessu sviöi njóta nú meiri viröingar. Thorens verksmiðjan hefur um áratugaskeiö fram- leitt plötuspilara fyrir kröfu- haröa tónlistarunnendur meö betri árangri en flestir aðrir. SAMVALDAR NESCO HUÓMTÆKJASAMSTÆÐUR Leiðandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.