Vísir - 26.01.1977, Side 17

Vísir - 26.01.1977, Side 17
VISTP 17 Benito Gorozzo Benito Garozzo fæddist 1927, en kom fyrst fram i alþjóða- bridge ári 1927, þegar hann spil- aði á móti D’Alelio á 100 ára af- mælismóti De La Rue i London. Garozzo spilaði i sinni fyrstu heimsmeistarakeppni árið 1961 og var upp frá þvi ósigraöur þar til i fyrra, að Italia tapaði bæöi heimsmeistara- og Olympæiu- titilinum i Monte Carlo. Makkerskap Garozzo og Forquet á sjöunda áratugnum er af mörgum álitið það sterk- asta í sögu bridgespilsins. Sið- ustu tvö árin hefur Garozzo spil- að aðallega á móti Aturo Franco. Garozzo er skráður annar besti spilari heimsins með 1552 alþjóðastig — 150 minna en Giorgio Belladonna. Katz og Cohen hœttu vegna ósokana um ósóma Það er nú upplýst, að tveir af- sigursælustu bridgemeisturum Bandarikjanna, Dr. Richards Katz og Lawrence Cohen, hættu keppni í landsliðsmóti i Houston i Texas, eftir að hafa verið kall- aðirfyrirsérstaka nefnd til þess að svara fyrir ákæru um ósóma (improprieties). Bandariska bridgesambandið hafðikomiðálaggirnarnefnd til þess að fylgjast með svindli i landsliöskeppninni, sem haldin var til þess aö ákveða landsliö Bandarikjamanna I heims- meistarakeppnina i Manilla i oktober. Einn af meölimum nefndar- innar, fyrrverándi forseti bridgesambandsins, Lewis L. Mathe, sagði i fyrradag, að ásakanir um ósóma (impro- prieties) heföu verið geröar á hendur Katz og Cohen, sem sið- an hættu keppniog sögðu sig úr bandariska bridgesambandinu. Mathe vildi ekki segja hverjar ásakanirnar væru, en sagði aö þær innihéldu miölun á ólögleg- um upplýsingum. Bæði Katz og Cohen neituöu að segja nokkuð um málið ann- að en að þeir heföu hætt af „per- sónulegum ástæöum”. Er þeir voru spurðir beint út, hvort þeir hefðu svindlað, sagði Dr. Katz: Égsvara ekki spurn- ingum og Cohen, sagði: Ég svara engum spurningum. Á blaðamannafundi, sem for- seti bridgesambandsins, Lou Guvic, hélt, ásakaði hann Mathe fyrir að hafa gefið upplýsingar um málið. Margspurður hvers vegna Katz og Cohen hefðu hætt, sagði hann, þeir eru þeir einu, sem geta svarað þessari spurningu. Mathe sagði siðar aö það hefði verið ákveöið að segja ekkert um málið eftir að Katz og Coh- en hefðu sagt sig úr samband- inu. Annar fyrrverandi forseti sambandsins, Donald L. Oakie, sem vareinnig i nefndinni, hafði verið opinber timavöröur móts- ins og sem slikur I aöstöðu til þess ,,að sjá svindlið”. 1 einu spili i einviginu, sem sýnt var á Bridge-Rama, heyrð- ust undrunarhróp i salnum, þegar Katz spilaði út laufi, enda þótt hann og Cohen hefðu báðir sagt spaða. Laufútspiliö var eina útspilið, sem dugði til þess að hnekkja spilinu. Ástæðan fyrirþvi, aö hin sér- staka svindlnefnd var skipuö, sagöi Mathe, var að háttsettir embættismenn i bandariskum bridge, vildu vera vissir um, aö italir gætu ékki ásakaö banda- riska spilara um svindl i n.k. heimsmeistarakeppni. Ekkert yrði itölunum kærara, en að ná okkur með buxurnar niður um okkur og segja: Þið sem hafið verið með geisla- bauginn öll þessi ár, þiö geriö ekkert til þess aö stöðva svindl hjá ykkar eigin spilurum, sagði Mathe. Þið getið rétt imyndað ykkur hvaö myndi ske, ef við sendum lið i heimsmeistara- keppnina, sem væri staðiö að svindli. Það var ákveöiö að senda stjórn bandariska bridgesam- bandsins sýrslu i mars um mál- ið og haft var eftir talsmanni hennar, að hún myndi ekki fara fram á ýtarlega sundurliðum á málavöxtum, heldur sam- þykkjaþá skýrslu sem keppnis- stjórnin ákvæði aö gefa. Góð þátttaka í sveitakeppni BR Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavikur er nýhafin og er spilað i tveimur flokkum, meistaraflokki og I. flokki. í fyrstu umferð fóru leikar þannig: Meistaraflokkur: Sveit Hjalta Eliassonar 19 Sveit Stefáns Guðjohnsen 1 Sveit Sigurjóns Helgasonar 17 Sveit Helga Jóhannssonar 3 Sveit Guðmundar T. Gislasonar 18 Sveit Birgis Þorvaldssonar 2 Sveit Jóns Hjaltasonar 18 — Rikarös Steinbergssonar 2 I. flokkur: Sveit ólafs H. ólafssonar 20 — Sveit Baldurs Kristjánssonar 2 Sveit Steingrims Jónassonar 20 Sveit Vigfúsar Pálssonar 0 Sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar 20 Guðmundar Magnússonar 5 Sveit Björns Eysteinssonar 17 Sveit Estherar Jakobsdóttur 3 NUverandi félagsmeistari Bridgefélags Reykjavikur er sveit Stefáns Guöjohnsen. Fró Bridgefélagi Selfoss 1. Halldór Magnússon — Haraldur Gestsson 913 stig 2. Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Þ.' Pálsson 909 stig 3. Jónas Magnússon — Kristmann Guömundsson 898 stig 4. Guðmundur G. Ölafsson — Haukur Baldvinsson 865stig 5. Sigurður Sighvatsson — Tage R. Olesen 862 stig 6. Bjarni Sigurgeirsson — Astráður Ólafsson 843 stig 7. Gísli Stefánsson — Þorvarður Hjaltason 836 stig Bols - Bridgeheilrœðakeppni: „Sóknarútspil er nauðsynlegt gegn slemmu, segir stórmeistarinn Benito Garozzo Það er sjaldan nauðsyn á Suður Norður hetjulegum aðgerðum þegar 1T ÍS spilað er út gegn úttektarsögn- 2L 3T um, skrifar Benito Garozzo. 3G 4L Varnarspilarnir geta búist við 4G 5H að komast inn aftur eftir að 6T blindur hefur verið lagður upp og fyrstu viöbrögð og spila- mennska sagnhafa gefur þá auknar upplýsingar um áfram- haldið. En þetta gildir ekki um slemmur. Ef ekki er hægt að taka tvofyrstu slagina, þá verð- ur vörnin að gera eitthvað rót- tækt i fyrsta útspili! Seinna er of seint. Eina atriðið sem hjálpar vörninni, er aö sagnhafi vill ógjarnan tapa spilinu strax, ef einhverjir aðrir möguleikar eru fyrirhendi. Og stundum er hægt að búa til hinn möguleikann með sjálfu útspilinu. Tökum dæmi, suður er kominn i sex tigla eftir þessar sagnir: Norður Suöur IL 2T 3L 3T 3S 4G 5H 5G 6L 6T P Þú situr I vestur með þessi spil: D-9-5-2 K-8-4 G-5-3-2 K-G Það er augijóst að varnar- möguleikarnir eru fátæklegir. Það er ekki bara það aö makker á ekkert máispil, heldur liggur spilið vel fyrir sagnhafa að auki. En örvæntu ekki. Notfærðu þér það sem þú veist en sagnhafi ekki: trompin falla ekki! Spilaðu út laufagosa. Sú stað- reynd að þú sýnir sagnhafa laufagosa, gerir það liklegra, aö hann geti friaö hann án þess aö þurfa að gefa tvo slagi. Meir að segja, ef þú átt þrjú lauf, þá ættir þú samt aö spila gosanum. Spiliö er þannig: ♦ A-8 V D-G-3 ♦ 4 ♦ A-D-10-8-6-3-2 * D-9-5-2 ♦ G-10-7-6-3 r K-8-4 V 9-7-6-5-2 ♦ G-5-3-2 ♦ 8 ♦ K-G ♦ 5-4 * K-4 ♦ A-10 ♦ A-K-D-10-9-7-6 * 9-7 Sagnhafi sér að hann getur friað laufiö meö þvi að gefa slag á kónginn, en þvi skyldi hann svina strax og láta þig trompa lauf til baka? Hann drepur þvi á laufaás og þegar hann siðar kemst að þvi að hann verður að gefa trompslag, þá er allt um seinan. 011 önnur útspil neyða hann til þess að vinna spilið. Það er hins vegar ekki jafn augljóst að finna útspilið eftir þessar sagnir: Þú átt þessi spil i vestur: K-7-6-2 K-10-8-3 9-7-5 6-2 Það virðist sem and- stæöingarnir hafi náö „heppnis- slemmu”, sem þeir nái varla á hinu borðinu. Það gerir þaö enn- þá þýöingarmeira að bana henni meö útspilinu. Hve mikið veistu? Norður er augljóslega stuttur i hjarta og sagnhafi á ekki marga spaða, þannig að tromp- útspil ættiað vera aölaðandi. En biddu stund. Hvorugur and- stæðinganna hefur gefið til kynna mikla tromplengd og báðir virðast eiga mörg lauf. I þannig spilum er sjaldan þörf á þvi að hindra vixltromp, vegna þessað sagnhafi getur ekki tek- ið nógu marga slagi i hliðarlitn- um — i þessu tilfelli, laufi. Hins vegar, ef hann vantar tólfta slaginn, þá liggur spaðinn rétt. Hvernig getur þú fengið hann til þess að hafna þeim möguleika? Hvaða skerf ætli makker þinn leggi til varnarinnar? þar eö suöur sagði ekki fimm grönd, þá er sá möguleiki fyrir hendi, aö n-s vanti einn ás — og ef það er rétt, þá er það sennilega hjarta- ásinn. Ef ekki, þá verður þú að vona að það vanti hjartadrottn- inguna, þvi þú ætlar að spila HJARTAKÖNG út. Þessi blindur kemur upp: 4k A-D-10-8 X 7 ♦ K-G-4-2 * A-10-7-4 v K-10-8-3 * A-5-4-2 ♦ 9-7-5 ♦ 10-6 * 6-2 ♦ G-5-3 ♦ 6 V D-G-9-6 ♦ A-D-8-3 ♦ K-D-9-8 Þegar hjartakóngurinn fær slaginn, þá spilar þú spaöa i næsta slag. Sagnhafi gæti dregið þá ályktun, að útspiliö heföi gert spaðasvininguna ónauðsynlega. Hann getur talið 12 slagi með þvi að svina hjartanu gegnum hjartaásinn þinn og trompa tvo spaöa. En þegar hann trompar spaöa og spilar hjartadrottn- ingu og gefur, þá drepur makk- er þinn með hjartaásnum og slemman er töpuð. Meö ööru útspili, þá verður suður að svina spaðadrottningu og vinna þar með spilið. BOLS bridgeheilræði mitt er þvi þetta: Það er hægt að spila rólega vörn gegn úttektarsögn- um, en sóknarútspil er nauðsyn- legt gegn slemmum. :y«3 Trésmiðjan Víðir hf. auglýsir: Seljum nœstu daga gallaðar vörur með miklum ^ afslœtti, t.d. borðstofuskápa og borð, sófaborð og fleira. 9 ^ Notið þetta einstœða tœkifœri Trésmiðjan Víðir hf. og gerið góð kaup. Laugavegi 166, sími 22229

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.