Vísir


Vísir - 26.01.1977, Qupperneq 19

Vísir - 26.01.1977, Qupperneq 19
m VISIR Miðvikudagur 26. janúar 1977 1 Útvarp klukkan 19.35: Dulrœn fyrirbrigði Hver er reynsla íslendinga af þeim? Dr. Erlendur Haraldsson lektor flytur I kvöld siðara er- indi sitt um könnun á reynslu is- lendinga af dulrænum fyrir- brigðum. „1 fyrra erindi minu sem flutt var fyrir hálfum mánuði talaði ég einkum um viðhorf fólks til dulrænna atriöa og þátta i þjóð- trúnni, trú á framhaldslif og Guðstrú. Nú hinsvegar fjalla ég meira um það sem fólk telur sig hafa orðið reynt og lifað. Ég geri grein fyrir rannsóknum sem gerðar hafa verið hér á vegum háskólans og einnig er- lendum rannsóknum aðallega i þremur löndum, Danmörku, Þýskalandi og Bandarikjun- um.” Erindi Erlendar hefst klukk- an 19.35. —GA Útvarp klukkan 20. Þjóðlegur fróðleikur Á kvöldvökunni í kvöld Kvöldvakan er á dagskrá i kvöld eins og venjulega á mið- vikudögum. Kvöldvaka þessi er i nokkuð föstum skorðum, hún hefst á einsöng, þá eru fluttir frásöguþættir og ljóð, og sfðan endað á kórsöng. Kvöldvakan i kvöld fellur alveg i rammann. Maria Markan byrjar hana með þvi að syngja lög eftir kunna höfunda viö undirleik Olafs Vignis Albertssonar Fritz Weisshappels og Beryl Blanche. Þá flytiir Halldór Pétursson frá- söguþátt og Valdimar Lárusson les kvæði eftir Ingiberg Sæ- mundsson. Siðan segir Guörún Jónsdóttir frá reynslu sinni I vöku og draumi og Arni Björns- son flytur þáttinn um islenska þjóðhætti. Kvöldvökunni lýkur svo með kórsöng. Félagar úr tónlistarfélagskórnum syngja lög eftir ólaf Þorgrimsson, dr. Páll Isólfsson stjórnar. —GA Maria Markan byrjar kvöldvökuna í kvöld meðsöng sínum. Sjónvarp klukkan 18.15: Um borð I geimfarinu. Það virðist ganga heilmikið á. Vísindoskóldskapur A vit hins ókunna, nefnist mynd sem sjónvarpið sýnir i kvöld klukkan 18.15 Myndin lýsir ferö tveggja fjöl- skyldna um himingeiminn. Hún er farinn I visindalegum til- gangi og I geimfari sem hefur þann ágæta eiginleika að fara jafnhratt og ljósið. Ferðinni er heitið til stjörnu sem er i 40 milljón km. fjarlægö frá jörðu og i öðru sólkerfi. Þeg- ar þau hafa leyst verkefniö er þeim i frjálst vald sett hvort þau snúa til jarðarinnar eða halda áfram út i geiminn og auðvitað velja þau siöari kostinn, og halda áfram könnun sinni. Myndin gerist öll um borð i geimfarinu, Altares, og þar koma upp ýmsir erfiöleikar og fólkið lendir i margvislegum ævintýrum. Þættirnir eru byggðir á af- stæðiskenningu Einsteins, eins og vera ber, þannig að á meðan þau ferðast um himingeiminn á ljóshraða stendur timinn hjá þeim i stað. A jörðinni liða hins vegar 30 ár meðan ferðin stend- ur yfir. Þessi mynd er svokallaður visindaskáldskapur en slikar myndir virðast ganga vel i fólk hér og ekki sist þessa siðustu daga á timum fljúgandi diska. Heilmikið er sýnt af svona myndum i sjónvarpi i Bretlandi um þessar mundir við miklar vinsældir. Myndin sem sýnd verður i kvöld er einkum ætluð ungling- um, en tvær af aðalhetjunum i myndinni er einmitt unglingar —GÁ Sjónvarp klukkan 20.55: Norrœn list og lista- menn í Voku í kvöld Vaka, dagskrá um bókmennt- ir og listir á llðandi stund hefst i kvöld á þvi aö Magdalena Schram ræðir við Ragnheiði Jónsdóttur, myndlistakonu. Ragnheiður hefur mest fengist viö grafík og hefur hlotiö marg- vislega viðurkenningu bæöi hér heima og erlendis. Við sjáum nokkur verka hennar og kynn- umst hennar skoðunum. Þá syngja tveir sænskir visnasöngvarar, þau Rune Anderson og Lena Nyman. Þau eru hér á vegum sænsk-islenska félagsins og syngja nokkrum sinnum I Norræna húsinu og viðar. Þau syngja saman við gitarundirleik og einnig sitt i hvoru lagi. Vöku lýkur með myndlist. A laugardag veröur opnuö á Kjar- valsstöðum sýning á norrænni veflist. Sýning þessi er mjög viðamikil og tekur allt húsið, enda er hér um nokkuö merki- legan viðburð að ræða. Andrés Indriöason stjórnar upptökunni. —GA Miðvikudagur 26. janúar 18.00 Hviti höfrungurinn. Franskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Ragna Ragnars. 18.15 A vit hins ókunna.Mynd þessi er svokallaður vís- indaskáldskapur og lýsir ferð tveggja fjölskyldna um himingeiminn með eld- flauginni Altares, sem náö getur hraöa ljóssins. Ferð- inni er heitiö til stjörnu, sem eri i fjörutlu milljón km fjarlægö frá jöröu. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. 19.05 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Meöferö gúmbjörgunar- báta. Fræðslumynd um notkun gúmbáta og fleiri björgunar- og öryggistækja. Kvikmyndun Þorgeir Þor- geirsson. Inngangsorð og skýringar Hjálmar R. Bárð- arson, siglingamálastjóri. Siöast á dagskrá 1. febrúar 1976. 20.55 Vaka Dagskrá um bdk- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Magdalena Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.45 Maja á Stormey. Finnskur framhaldsmynda- flokkuri sex þáttum, byggð- ur á skáldsögum eftir á- lensku skáldkonuna Anni Blomqvist. 2. þáttur. Viö hafiö. Efni fyrsta þáttar: Alenska stúlkan Maria Mikjálsdóttirgiftist unnusta sinum, Jóhanni, árið 1847. Þau ætla að hefja búskap á Stormey, sem er langt utan alfararleiðar. Móðir Mariu reynirað búa hana sem best undir þaö erfiðislif, sem hún á i vændum. Þýðandi Vil- borg Sigurðardóttir. (Nord- vision — Finnska sjónvarp- iö) 22.45 Dagskrárlok. Miðvikudagur 26. janúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Bókin um litla bróöur” eftir Gustaf af Geijerstam Séra Gunnar Arnason lýkur lestri þýðingar sinnar (11). 15.00 Miðdegistónleikar Willy Hartmann og konunglegi kórinn og hljómsveitin i Kaupmannahöfn flytja „Einu sinni var” leikhús- tónlist eftir Lange-Muller: Johan Hay-Knudsen stjórn- ar. Suisse Romande hljóm- sveitin leikur „Astarglettur gladrameistarans”, tón- verk eftir Manuel de Falla. Einsöngvari: Marina de Gabarain. Stjórnandi: Ernest Ansermet. Fil- harmóniusveitin i Los Angeles leikur „Habanera” eftir Emmanuel Chabrier: Alfred Wallenstein stjórnar. 16.00 Fréttir. Tiikynningar. (16.15 Veðurfregnir.) 16.20 Popphorn 17.30 Utvarpssaga barnanna: „Borgin við sundið” eftir Jón Sveinsson (Nonna) Freysteinn Gunnarsson is- lenzkaði. Hjalti Rögnvalds- son les (3). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Dulræn reynsla Dr. Er- lendur Haraldsson lektor flytur siðara erindi sitt um könnun á reynslu Islendinga af dulrænum fyrirbrigöum. 20.00 Kvöldvaka a. Ein- söngur: Maria Markan syngur lög eftir Sigvalda KaldalónsSigfús Einarsson, Sigurö Þórðarson, Þórarin Guðmundsson, Markús Kristjánsson og Eyþór Stefánsson. Beryl Blanche. Fritz Weisshappel og Ólafur Vignir Albertsson leika á pi'anó. b. „Hvorter þá nokk- uð sem vinnst?” Halldór Pétursson flytur frásögu- þátt. c. Kvæöi eftir Ingiberg Sæmundsson Valdimar Lárusson les. d. 1 vöku og draumi Guðrún Jónsdóttir segir frá reynslu sinni. e. Um islenska þjóðhætti Arni Björnsson cand. mag flytur þáttinn. f. Kórsöngur Félagar úr Tónlistarfélags- kórnum syngja lög eftir Ólaf Þorgrimsson: dr. Páll Isólfsson stjórnar. 21.30 Utvarpssagan: „Leusn- in” eftir Arna Jónsson Gunnar Stefánsson les(10). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Minningabók Þor- valds Thoroddsens” Sveinn Skorri Höskuldsson les (36) 22.40 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.