Vísir - 28.01.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 28.01.1977, Blaðsíða 24
VÍSIR Föstudagur 28. janúar 1977 Umsókn Arnarflugs er enn til athugunar Flugráö hefur ekki ennþá tekið afstöðu til umsóknar Arnarflugs um að fá að stunda áætlunarfiug. Leifur Magnás- son, aðstoðarflugmálastjóri, sagði Visi I morgun að málið hefði verið tekið fyrir á fundi fiugráðs strax eftir að um- sóknin barst. Siöan hefur ekki verið hald- inn fundur, en verður á fimmtudag i næstu viku. Þá veröur umsóknin væntanlega rædd aftur. Flugráð hefur beðiö um umsögn Flugleiða um málið og sú umsögn hefur ekki enn borist, að sögn Leifs. Stefna kaup- manninum sem hvarf af landi brott Birt hefur veriö i Lög- birtingablaöinu stefna á hend- ur kaupmanni, sem rak verslun i nýja Iönaðarmanna- húsinu við Hallveigarstigr en hvarf úr landi rétt eftir ára- mótin. Stefnan er vegna ógreidds vixils, sem kaup- maöurinn samþykkti upp i húsaleigu, að upphæð 800 þus- und krónur. Umræddur kaupmaöur rak verslun meö húsgögn og raf- tæki I Iönaöarmannahúsinu. Leigði hann þar hjá Húsfélagi Iðnaðarins, sem nú hefur höföaö mál gegn honum. Tekiö er fram i stefnunni, að heimil- isfang kaupmannsins sé nú „óþekkt”. Þær eignir sem vitað er til að kaupmaöurinn hafi skilið eft- ir, þegar hann fór af lendinu, er bifreið, sem umrædd húsa- leiguskuld mun hafa veriö tryggö i. ESJ. Mondale kemur tíl íslands Walter Mondale, hinn nýi varaforseti Bandarikjanna, kemur til tslands annað kvöld. Ráðgert er að hann standi hér stutt við en eigi við- ræður við Geir Hallgrimsson forsætisráðherra, á Keflavik- urflugvelli. Mondale er nú á ferð um Vestur-Evrópu. Frá tslandi heldur hann tii Japans. — EKG Gœslufanginn ó Keflavíkurflugvelli: Lœddist út meðan hann var í bíó með fangavörðunum Aðstæður voru meö óvenju- legum hætti i bandariska fangelsinu á Keflavikurf iugvelli kvöldið, sem bandariski her- maðurinn C. Barba Smith, eða „Korkurinn” strauk. Það kom fram á blaöamanna- fundi, sem Howard Matson, blaðafulltrúi varnarliðsins, hélt i gær, að sjónvarpstækið i fangelsinu var bilað þennan dag. Fangaverðirnir ákváðu aö sýna sjálfum sér og fanganum kvikmynd um kvöldið. Þetta var i fyrsta sinn, sem slikt var gert. öryggishurðin var höfð opin Kvikmyndasýningin fór fram i gangi fangelsisins. Til þess að fá sem stærsta mynd á tjaldið var öryggishurö, sem aðskilur aðsetur fangavarðanna og and- dyrið frá öörum hlutum fangelsisins, opnuö og sýningar- vélin sett fram á fremri gang ekki langt frá anddyrinu. Þremenningarnir horfðu siðan á sjónvarpiö og sat Barba Smith við dyrastafinn á opnu öryggisdyrunum hægra megin. Annar varðmaðurinn var vinstra megin við dyrnar, en hinn nokkru innar á innri gang- inum. Vatt sér ut um dyrnar og lokaði Um kl. 20.30 til 20.35 gerðist það svo að „Korkurinn” vatt sér skyndilega út um dyrnar og skellti þeim i lás, tók lykla af bifreiö annars fangavarðarins úr vasa á yfirhöfn hans, sem hékk á snaga i fremri gangin- um, hélt inn á skrifstofu fanga- varðanna og reif simann úr sambandi, fór siðan út og læsti dyrunum i anddyrinu meö hengilás er hann hafði meö- feröis, fór inn i bifreið fanga- varöarins og ók brott. Fangaverðirnir gátu klifraö yfir öryggisdyrnar og brotið upp dyrnar i anddyrinu. Þegar þeir komu út fyrir fangelsið sáu þeir bil fangavarðarins hverfa fyrir horn, væntanlega með „Kork- inn” við stýri. Tilkynntu atburðinn Fangaveröirnir hlupu i næsta hús og tilkynntu varðmönnum i aðalhliði vallarins um atburðinn og siöan bandarlsku lögreglunni sem tók við tilkynningunni kl. 20.40. Bandariska lögreglan hafði samband viö varðmenn i svonefndu Njarðvikurhliöi einn- ig- Kl. 20.40 ók bifreið Ut um siðarnefnda hliðið án þess að stansa og islenskur lögreglu- maður i hliðinu kvaðst fullviss um, aö Barba Smith heföi verið við stýrið. Bifreiöin ók niður að vegamótunum og hvarf. Hún fannst svo siöar við Grindavik, en Barba Smith hefur ekki sést siðan þetta gerðist á miðviku- dag i siðustu viku. Segjast ekki gruna varðmennina „Við höfum enga ástæðu til að ætla aö varðmennimir hafi hjálpað Smith til að strjúka,” sagði Howard Smith á blaða- mannafundinum. Smith hafði veriö I þessu fangelsi I um hálfan mánuð þeg- arhann slapp. Aðspuröur sagði Matson, að ekki væri vitaö til þess að Smith hefði haft nokk- urn kunningsskap við umrædda fangaverði né þekkt þá fyrr en hann var fluttur i iangelsiö á vellinum. Ýmsar spurningar Það er ýmislegt, sem vekur spurningar varðandi þessa at- burðarrás. Eins og áður segir var þetta I fyrsta sinn, sem kvikmynd var sýnd i fangelsinu. öryggishurð, sem yfirleitt á að vera lokuö, var opin. Fang- 4nn var látinn sitja viö dyrastaf- inn. Smith virtist hafa vitað hvar lyklarnir að bifreiö fanga- varðarins voru geymdir. (Það kom að visu fram á fundinum, að fangavörðurinn væri ekki lengur alveg viss um hvort lyklarnir heföu verið i vasanum eða i bilnum). Hann vissi hvar siminn var I húsinu. Og hann vissi, aö hægt var að loka hurð- inni I anddyrinu með hengilás, þvi annars hefði hann vart haft lásinn með sér. Þegar þaö er haft i huga, að Smith vatt sér út um dyrnar kl. 20.30-20.35 og að fangaverðirnir eru komnir yfir i næsta hús og búnir að hringja þar tvö simtöl kl. 20.40 er ljóst að Smith hafði mjög nauman tima til þess að gera alla þessa hluti og aka á brott i bifreið fangavarðarins. Þekking á öllum aðstæðum hef- ur þvi væntanlega skipt miklu máli fyrir hann. Matson blaðafulltrúi tjáði VIsi i morgun, að „Korkurinn” hefði ekki verið dæmdur fyrir nein af- brot hingaö til, en hins vegar lent I ýmsum minniháttar vand- ræðum, m.a. fyrir að sýna yfir- mönnum virðingarleysi —ESJ Þessi mynd sýnir ganginn I fangelsinu á Keflavikurflugvelli. Sýn- ingargjaldið var framan á rimlahurðinni innst á myndinni, en sýn- ingarvélin á ganginum neðst á myndinni. Miðhurðin var opin, og „Korkurinn" sat innan við dyrastafinn hægra megin. Yfirhöfn fangavarðarins þar sem billyklarnir voru geymdir, hékk á snaga á veggnum til hægri. Ljósm. G.E. Gunnar Thoroddsen og Ragnar Arnalds: Neituðu að rœða við krata um Kröflu Gunnar Thoroddsen, orku- og iðnaðarráðherra, og Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, höfnuðu beiðni stjórnar Sambands ungra jafnaðarmanna um að mæta á almennum fundi um „Stöðvun framkvæmda við Kröflu?” Á fundinum áttu einnig að mæta Eysteinn Tryggvason, jarðfræðingur og Kjartan Jóhannson, verkfræð- ingur, sem báðir höfðu fallist á að koma. Geir Gunnlaugsson prófessor hafði samþykkt að verða fundarstjóri. Gunnar Thoroddsen tjáöi stjórn SUJ, aö þeirra sögn, að hann værí aðvinna við skýrslu um Kröflu. A meðan væri hún og ýmsar upplýsingar um Kröfluvirkjun rfkisleyndar- mál. Gæti hann þvi ekki tjáð sig um málið að svo komnu. Ragnar neitaði að koma á þeirri forsendu að honum lik- aði ekki fundarformiö, að sögn ungra krata. —EKG Stefón Jóhannsson félagsróðunautur ó Vífilsstöðum: „HASSSALA I OLLUM FRAM HALDSSKÓL UM í REYKJAVÍK" Hassneysla leiðir til ófengisneyslu barna og alkahólisma „Hasssala fer fram I öllum framhaldsskólum og flestum unglíngaskólum i Reykjavik”, sagði Stefán Jóhannsson félags- ráðunautur á Vlfilsstaðahælinu og ritari AA bókaútgáfunnar i gær. Stefán hefur mikla reynslu af mönnum sem lent hafa i erfið- leikum vegna áfengisneyslu. A Vifilsstaði koma sem kunnugt er menn sem þarfnast aöstoðar þess vegna. „Hassreykingar eru lykill að drykkjunni” sagöi hann enn- fremur. „Það er rekinn harður áróður fyrir þvi að hass sé skaö- laust og hafi engin eftirköst, en vimuástandið kallar á annars konar vimu”. Stefán sagði að það hefði komið yfir sig sem sjokk er hann komst að þvi hver lykill hassreykingar væru mönnum að brennivinsdrykkju. Menn sem koma á Vifilsstaði eru si- fellt aö reyna aö telja mönnum trú um að hass sé skaölaust, og geta það með nokkrum rökum, að sögn Stefáns. Hass kemur mönnum á brennivínsbragðið á ný Siöan sagði Stefán að þeir færu út og væru þá hættir að drekka. Þeir snúa sér þá bara að hassinu I þeirri góðu trú að þaö sé vita skaðlaust. En nær undantekningarlaust veröur hassneyslan til þess að þeir hefja neyslu léttra vina siöan sterkra og að endingu hafna þeir i gryfjunni sem alkahólist- ar. Stefán sagði að þvi færi f jarri að hassneysla væri neitt skað- laus. Hún bæöi kæmi mönnum til aö byrja upp á nýtt á drykkju og leiddi til þess aðbörn byrjuðu fyrr að drekka. Börn byrjuðu I hassi sem þeim hefði verið inn- prentað aö væri skaölaust. En bæöi vegna tilbreytingar og eins hins að þau kjósa eitthvað sterkara hefja þau vindrykkj- una. Stefán fullyrti aö hægt væri að ganga inn á veitngastaöi I Reykjavik og kaupa þar hass aö vild. —EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.