Vísir - 03.02.1977, Síða 2

Vísir - 03.02.1977, Síða 2
2 Fimmtudagur 3. febrúar 1977 visnt C f REYKJAVÍK ) Telur þú rétt að ríkið veiti handboltalandslið- inu sérstakan fjárhags- stuðning i sambandi við heimsmeistarakeppn- ina. Bruninn í Garði: „Eldtungurnar stóðu á móti mér út um | m g — sagði Hreinn dvrnar Magnússon, sem vissi ekki betur en foreldrar hans og systkini vœru enn inni Hreinn R. Magnússon, (TV.) Meðhonum á myndinni eru Björgvin, bróöir hans, sem var á sjó þegar þetta geröist, og vinur þeirra, Pétur Meekosha. (Visismyndir —JA) Þóra Hafsteinsdóttir, afgreiöslu- stúlka:— Já, af hverju ekki, þaö þarf að styöja viö bakiö á þessum mönnum. Hanna Guðmundsdóttir, af- greiösiustúlka: — Já, þeir eru svo góðir. Berglind Magnúsdóttir: — Já, mérfinnst það. Þeir leggja mjög hart aö sér. Erlendur Guönason, húsasmlöa- nemi: —Þaö er alveg sjálfsagöur hlutur, þetta er svo mikiö iökuö i- þrótt hér á landi. Gústaf Helgason, nemi: — Já mér finnst aö þaö eigi aö styöja þá. Aö minnsta kosti aö bæta þeim þaö sem þeir tapa vegna þátttökunn- ar. ,,MIn fyrsta hugsun var aö ná i pabba, mömmu og systkin- in, en þegar ég braut upp úti- dyrnar stóöu eldtungurnar á móti mér”,sagöiHreinn Rafnar Magnússon, viö Vfsi, en hús for- eldra hans brann aöfararnótt mánudagsins. Hiís þeirra er Bræöraborg i Garöi, og þaö voru allir i fasta- svefni þegar eldurinn kom upp. Bræöraborg er einlyft hús, tvi- skiþt. 1 öörum enda þess búa Hreinn og kona hans, en hinum- megin Magnús, faöir hans, móðir og systkini. Talið er fullvist aö allir þeim- megin i húsinu heföu farist, ef Siguröur Magnússon, sextán ára gamall, heföi ekki vaknað viö einhverja sprengingu. „Siggi sagöi mér aö hann heföi vaknaö vió sprengingu og fundiö reykjiailykt. Hann fór framúr og opnaöi fram á gang- inn, sem var þá alelda. Hann greip þá stól og grýtti honum út um glugga og stökk svo sjálfur á eftir”. „Ég vaknaöi svo viö hrópin og köllin i honum. I fyrstu hélt ég aö þetta væri einhver fullur á ferðinni en þegar ég gáöi betur aö, sá ég hvers kyns var”. „Ég stökk út á nærfötunum einum saman og braut upp úti- dyrnar á húsi pabba og mömmu, en þá gaus eldurinn á móti mér. Þaö var hræöileg stund, þviég vissi ekki annað en þau væru öll þarna inni i eldin- um”. „En sem betur fór haföi Siggi getaö vakiö þau og þau sluppu naumlega út um dyr, hinum- megin á húsinu, út i garöinn. Þaö var komiö svo mikiö reykj- arkóf aö mamma villtist og komst út rétt áður en allt bloss- aði upp inni hjá þeim. Þaö sviðnuöuá henni augnhárin, svo litlu munaöi”. „Þegar ég vissi að aliir voru komnir út, varö mér næst fyrir aö ná i slökkviliöið. Ég þaut hérna upp i hús til verkstjóra mins og hann hringdi. En Siggi var þá þegar búinn að hringja úr næsta húsi”. „Óðagotið var svo mikið á okkur aö við gættum ekki aö þvi aö samræma það sem við gerö- um. Og ég tók ekki eftir þvi fyrr en seinna að ég var enn i nær- fötunum”. „Þegar slökkviliðiö kom á vettvang var húsendi pabba og mömmu i björtu báli og þeir Innan dyra er ekkert eftir nema sviönir raftar. Náðunarnefnd, takið við kaleiknum Ráöherra hafa um sinn mátt sæta nokkurri gagnrýni vegna afskipta af málefnum hegn- ingarfanga, ýmist þegar um náöanir hefur verið aö ræöa eöa frestun á fangelsisvist. Er af þessum máium öllum næsta mikil saga og ekki ný, enda var aikunna fyrr á árum, aö yfir tvö hundruö manns voru á biölista. yfir þá, sem áttu eftir aö af- plána dóma á Litla-Hrauni, og gekk hvorki né rak aö koma öllu þvi liði i hús, þótt hljóöara væru þá um árangur dómsmála en nú hefur verið um sinn. Yfirleitt hafa öll þessi mál veriö til óþæginda ráðherrum, sem meö dómsmái hafa fariö, og jafnvel endurbætur þær, sem geröar hafa veriöá Litla-Hrauni I tiö einstakra dómsmálaráö- herra, hafa sætt gagnrýni og þótt einskisveröar, þegar frá þeim hefur veriö skýrt, eöa þá einhverjum öörum aö þakka. Þannig hafa afskipti stjórn- málamanna af málefnum fanga og refsivistar veriö eins og sorg- arsaga þótt út yfir hafi tekiö á siöustu timum, þegar svo hefur horft, aö hver minnstu afskipti stjórnmálamanna af afbrota- fólki hafa oröiö þeim til meiri eöa minni dómsáfellis. Vert væri fyrir þá, sem meö dómsmálastjórnina fara, aö í- huga hvort ekki sé kominn timi til aö vinda sér úr þeirri þröng, sem afskiptiaf refsivist og föng- um skapa, meö endurskipan máia f samræmi viö þá stór- felldu umbreytingu sem fram hefurfariö á rannsóknarvaldinu meö iögum þar aö Iútandi. Er hér átt viö skipun náöunar- nefndar, sem heföi meö aö gera allt þaö umstang varöandi fangavistun, sem mæöir á dómsmálaráöuneytinu, og átt hefur jafnvel til að bregöa sér undir hatt utanrikisráöuneytis- ins. Ekki hafa barnaverndar- mál heyrt undir ráöuneyti held- ur nefndir, og hefur sá háttur gefizt vel og ekki orðiö aö bit- beini, þar sem við hefur legiö aö einstakir ráöherrar hafi átt hendur aö verja. Náöunarnefnd ætti ekki siöur aö geta oröiö þörf stofnun, einkum þegar haft er i huga aö „traffikin” f sakamáium er orö- in slik aö meiri festu og starfs- venju er þörf en áöur. Náöunar- nefnd, sem ynni störf sin sam- kvæmt reglugeröarákvæðum ætti ólikt auöveldara meö aö leysa störf sln af hendi en ein- stakir aðilar, sem hverju sinni fara meö embætti dómsmáia- ráöherra, og þurfa aö sæta stöö- ugum ágangi, sem einhverra hluta vegna hafa talið sig þurfa aö brjóta á móti samfélaginu og reglum þess. Sé aftur á móti enginn vilji til aö leysa þessi „traffik”-mál meö náöunarnefnd, liggur I aug- um. uppi, aö dómsmála- ráöuneytiö telur þaö til starfs- sviös sins aö fjalia um náöanir og framkvæmd refsidóma, og er þá ekkert viö þvi aö segja. En þaö ætti dómsmálaraðuneytinu jafnframt aö vera ljóst, aö eftir þvi sem umstangið i þessum málum veröur meira eftir þvi má búast viö meira hnjaski og jafnvel ámæii fyrir fram- kvæmdina, þótt ekki kæmu til afskipti annarra ráöuneyta af refsiföngum. Pólitisk greiöa- semi hefur löngum veriö talin eiga rétt á sér innan vissra marka. Þann mælikvaröa greiðaseminnar veröur seint hægt aö leggja til grundvallar úrlausnum i málum einstakra fanga, en almenningur mun eiga erfitt meö aö greina þarna á milli, svo aivanur sem hann er hinni almennu pólitisku greiöa- semi. Og aö óreyndu mætti halda aö þeir, sem þessi mál hafa brotnaö á aö undanförnu, yröu þvi fegnastir aö náöunar- nefnd tæki frá þeim kaleikinn. Svarthöföi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.