Vísir - 05.03.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 05.03.1977, Blaðsíða 11
vism Laugardagur 5. marz 1977 AÐ GANGA FETI FRAMAR Stundum fer Kirkjusiðan fram á það við ieikmenn, áhugasama um trúmálog kirkjumál, aðþeir semji hugvekju til birtingar á sfð- unni. Að þessu sinni hefur Arni Helgason stöðvarstjári i Stykkis- hól'mi orðið við þessum tiimælum. Hann er, eins og aiþjóð er kunnugt, mikill áhugamaður um bindindismái. Það kemur lika fram i hugvekju hans, aö hann telur eins og fleiri, að áfengisbölið sé mesta vandamál okkar fámennu þjóöar. En skyldu ekki aörir vera honum sammála um það, að sterkasta vopnið I baráttunni við þennan mikla bölvald er fordæmið. Þetta — aö menn gerist sjálfir bindindissamir, verði sjálfir til fyrirmyndar, þvi að hún er ætið sterkasta og áhrifarikasta predikunin til stuðnings boðskapnum, hver sem hann er. Mikið er rætt um nauðsyn á fræðslu um áfengis- mál. En minnumst þess, að þaö, sem er liklegast til góðs árangurs er að þetta tvennt fari saman: fræðsla og fordæmið. Á það er lögð rik áhersla i grein Arna Helgasonar. — O Arni Helgason er fæddur i Reykjavik árið 1914. Hann ólst upp á Austf jöröum þar sem hann dvaldist uns hann gerðist sýsluskrifari I Stykkishólmi árið 1942, en siöan 1954 hefur hann veriö þar umdæmisstjóri pósts og sima. Hann hefur gegnt mörgum trúnaðar- stöðum og unnið mikið að félagsmálum og verib starfandi I röðum bindindismanna i yfir 50 ár. — Kona Arna er Ingibjörg kennari Gunnlaugsdóttir ættuðúr Húnavatnsþingi, Þau eiga 4 börn á llfi. Oft hafa þessar spurninger leitað á huga minn: Hvaöa kröfur má ég sem einstaklingur gera til kristinnar kirkju og hvaða kröfur á kirkjan að gera til þjóna sinna og starfsmanna. Ekkert er til betra Iheiminum en samfylgd við frelsarann og ekkert dýrmætara en vita fleiri og fleiri i þjónustu hans. Kirkjan hefir veglegu starfi að sinna. Og hún hefir góða að- stöðu, styrkt fjárhagslega af rlki og söfnuðum. „Enginn skyldi vera I þjónustu Krists, sem ekki er það af köllun”, sagði reyndur kennimaður við mig eitt sinn. Og alitaf er Kristur að kalla. Mig og þig. Við tölum um framfarir, tækni, vlsindi og meiri þróun og möguleika til menntunar og fróð- leiks. A sama tima aukast alls kyns vandræði meðai einstakl- inga og þjóða. Alls staðar i heiminum er þó eitt, sem gnæfir yfir I öllum þessum vandræðum. Það er áfengisvandamálið, hvort sem það birtist I öli, vlni, eiturlyfjum eða öðru. Þetta er rauöi þráöur- inn i flestum, ef ekki öllum vandamálum þjóðanna. Viö Is- lendingar höfum ekki farið var- hluta af slíku. Með aukinni menn- ingu vex ógæfa þjóðarinnar á braut Bakkusar. Hvað veldur þessu? Og svo er friðurinn á flótta. Minn frið gef ég yður, segir Kristur. Hann segir gefég yður. allur keyptur friður nægir engum. Boöskapur Krists er um heil- brigt hugarfar og liferni. Sá, sem tekur boðskap hans af öllu hjarta, öðlast þá hamingju, sem enginn getur tekið frá honum. Og þá leit- ar enn á hugann. Þegar sú stað- reynd er lýðum ljós, að nær öll vandamál þjóöarinnar stafa af áfengisvandamálunum, er þó goðgá þótt ég sem einstaklingur fari fram á, að mér sé boöað fagnaðarerindið hreint og ómeng- að og sá, sem boði það sé sá, sem fer eftir því, sem hann prédikar. Ef kirkjan I nafni Jesú Krists segði afdráttarlaust áfengis- vandamálinu strlö á hendur og væri þar samtaka, ynnist mikill sigur. 1 dag má segja aö presta- stéttin sé með bindindissömustu stéttum þjóöarinnar og að margir prestar leggja því máli lið. Þó eru þeir alltof margir, sem þar hvorki hreyfa legg né liö til gagns eða beinlfnis ganga með á ógæfu- brautinni kirkju Krists til lltillar gleöi. En ég tel, að enginn af þjón- um kirkju Krists megi skerast úr fylkingu bindindismanna svo fremi, sem sá hinn sami hefir nokkra samúð meö þeim sem verða undir I llfinu. Bindindisráö kristinna safnaöa er hér á meðal okkar, Þar er for- maður séra Arellus okkar óþreyt- andi og góði drengúr, sem á svo bágt með að sjá góð mannsefni fara I glötun. Varaformaður er séra Halldór Gröndal, sem fékk köllun frá Kristi um að fara út á akurinn. Hvers vegna eru ekki allir prestar I þessum samtök- um? Góðtemplarareglan er byggö á kristilegum grunni. Þar eiga prestar og aörir þjónar kristinnar kirkju ágætan starfs- vettvang, fyrirbyggjandi aögerð- ir til varnar gæfu ungra og gamalla. Enginn má skerast úr leik. Kristur hrópar til okkar að bjarga einstaklingunum úr voöa. Og neyðaróp sökkvandi sálna I dýki spillinga og lasta berást dag- lega eyrum vorum. Getum við gengiö framhjá? Ég er undrandi A næsta áriverður kirkjan i Stykkishólmi 100 ára. Hún er fallegt hús og fellur vel inn I snoturt um- hverfi gamla þorpsins við Breiðafjörð. — Af munum hennar má nefna altaristöflu eftir Arngrlm Gislason málara (1829-1887) og marga á hún aðra góða gripi, sem hún hefur þegið aö gjöf fyrr og siö- ar af háumog lágum þar iHólminum. — Ljósm. Jóh, Björnsd. G Árni Helgason símstöðvar st. Stykkishólmi skrifar "Y—™ 5 yfir það.aönokkur skuli geta haft atvinnu og afkomu af þvl að meö- bræður hans blði gæfutjón. Við horfum til kirkjunnar og til þess er hún I landi voru að vera f farar- broddi til verndar einstaklingn- um. Leiöbeinandi sem móðir. Kirkjan er oss kristnum móðir”. En hún þarf að ganga feti framar — hún þarf og henni ber aö skera upp herör um allt land. Hálf- velgja hæfir henni ekki. Hún er til þess kostuð af riki og söfnuðum. Hana vantar allt annaö en fjár- muni. Vantar meira starf til sam- einingar öllum góðum öflum. Þegar ég sé hina frjálsu söfnuöi svo sem Hvltasunnumenn, K.F.U.M., Aðventista, Hjálp- ræðisherinn o.fl. þrátt fyrir litla fjármuni gera stórvirki á akri Drottins, þá sé ég að það eru ekki fjármunirnir eöa fjöldinn, sem mestu orka, heldur samstilltur vilji I einlægri trú á Guö sem kraftaverkin gerir. Einlægir I bæn og fórn, farandi út um byggö- ir landsins með bibliuna að leiðarljósi og kraft Jesú Krists. Aö þessu erum viö vitni á hverju ári. Þótt kirkjurnar séu oft þvi miöur mjög illa sóttar, þá er hús- fylíir hjá hvltasunnumönnum. Hvers vegna er kirkjan svona vanmetin — nema þá helst á stór- hátiöum?? Þetta er sú spurning sem oft kemur I huga minn og ég harma tóma kirkjubekki meðan ég veit að hvert kvöld eru svall- bekkir veitingahúsa þétt setnir, já svo aö margir veröa að standa utan dyra. Þekkir þá ekki þjóðin sitt hlutverk? Hefir hdn ekki nógu sterka leiötoga? Hvaö vantar helst I Islensku kirkjuna? Þessu veröum við að svara og bæta þá úr ef hægt er. — Og það er hægt. „Vilji er allt, sem þarf” stendur þar og sú þjóö sem veit sitt hlut- verk er helgasta afl um heim. segir Björnsson. Kristur gerir miklar kröfur til sinna þjóna. Þetta veröur hver og einn þjónn að skilja um leið og hann hlýðir kalli hans. Fram koma þjónsins og fyrirmynd vek- ur eftirtekt. Smám saman ber hún þann árangur aö fleiri feta á eftir. Okkur er tjáð að islenska rlkiö selji þegnum slnum á s.l. ári eitur — áfengi og tóbak — fyrir um 9 milljaröa kóna. Hver er svo uppskeran? Misþyrmingar, heimilisófriöur, svik, þjófnaður, blekkingar, lygi og manndráp. Ekki ófögur slóð! Hótelin heimta meiri vlnveitingar til aö geta grættsem mest og veitingaþjónar fá þeim mun meira kaup sem þeir geta selt meira af-þessu eiturefn- um. Og jafnvel stofnun I Reykjavfk er farin að senda út um land bruggtæki og efni til öl- geröar o.fl. og leiðarvfsi til að af- vegaleiöa ungmennin. Kirkja krists og þjónar hennar verða ásamt öllum góöum mönn- um að ganga I raðir bindindis- manna. Fylgja fordæmi Krists, boða heilbrigt llf. Meö bjartari trú og heilum hug skal hefja land og þjóö. FRÆKORN Sá/ sem Guðs náð. Sá, sem Guðs náð og sannleikann sér, þekkir, veit og skynja kann, kukl og fjölkynngi kynnir sér, Kaifas þrælum verri er. P.s. 14.11 Safnaðarsystir I Safnaðarblaöi Laugarnes- kirkju hér I borg segir frá þvl, að sóknarnefndin hafi ráöiö frú Margréti Hróbjartsdóttur geð- hjúkrunarkonu fyrir safnaðar- systur. Er hún þegar tekin til starfa og hefur viötalstima I kirkjunni á miðvikudögum og föstudögum kl. 2-3. Frú Margrét er vel menntuð kona og meö mikla starfsreynslu. Guð blessi störf hennar og þjónustu I þágu Laugarnessafnaðar. En er hann sá vindinn, hræddist hann, og er hann tók að sökkva, kallaði hann og mælti: Herra bjarg þú mér. En jafnskjótt rétti Jesús út hönd sina, tók I hann og segir viö hann : Þú Htiltrúaði, hvl efaðist þú? Matth. 14 30.-31. Bjarmi sjötugur Nýlega eru út komin 1-2. tbl. af 71. árg. Bjarma. Fyrsti rit- stjóri þessa gamla trúmála- blaðs var Bjarni kennari Jóns- son, sem mörgum reykviskum borgurum mun vera minnis- stæður fyrir meðhjálparastörf hans I Dómkirkjunni. Arin 1916-1935 var Sigurbjörn A. Glslason útgefandi og eigandi blaðsins, en þá tóku við útgáf- unni þrlr ungir menn: Astráður Sigursteindórsson, Bjarni Eyjólfsson og Gunnar Sigur- jónsson. Var Bjarni Eyjólfsson aðalritstjóri, en eftir lát hans tók Gunnar Sigurjónsson við og annast hann ritstjórn Bjarma með starfi sinu hjá Kristniboðs- sambandinu. Trúarskoðanir Bjarma þarf ekki aö kynna, og eins og komist erað orði I slðasta tölublaði, má hann kallast málgagn nálega alls kristilegs sjálfboöastarfs, sem unnið er innan þjóðkirkj- unnar á evangelisk-lútherskum grundvelli. Af Bjarma koma árlega út 12 tlb. Askriftargjald er kr. 800.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.