Vísir - 20.03.1977, Síða 2
2
PS:
meðan
ég man..
eftir Pétur Gunnarsson
Augnablik var eins og konan
steinrynni þarna á gólfinu, tók
svo fyrir augun og hljóp út.
Engin viöbrögö i sturtunum.
Gömlu kallarnir voru dálitið
eins og litlir strákar á nýjan
leik: hlógu, hrintust og lá ekkert
á. Töluöu i hálfkæringi um al-
varlegustu málefni, til dæmis
voru þrir að hlæja sig máttlausa
yfir innbroti i kaupfélag út á
landi. Það hafði veriö framið á
laugardagskvöldi á meðan
dansleikurinn stóð sem hæst,
hljómsveit Ragnars Bjarnason-
ar.
1 volga kerinu voru tveir
strákar að tala við þann þriðja:
Hvað ertu gamall?
Segi það ekki.
Sjöára?
Nei.
Niára?
Nei.
Ellefu? Tólf?
Nei.
Þrettán? Fjórtán?
Nei.
Hvað ertu þá eiginlega gam-
all?
Attára
Miðaldra kona sat á bretti,
nýkomin upp úr heitasta pottin-
um og stóö dampurinn upp af
henni. Hún var orðin meö öllu
ónæm fyrir heitu og köldu eins
og maður sem er dáinn og graf-
inn og stiginn upp til himna.
Himnarnir voru eitt endalaust
ský og hún horfði á litla tveggja
hreyfla flugvél koma syndandi
og eins og oft i þoku er lifsins
Sunnudagur 20. mars 1977 !
VÍSER
Sðgur úr
Ástandinu
r
I sundlaugunum
1 sundlaugunum hvarflaði að
mér aö svona væri ágætt að hafa
himnariki. Kannski af þvi að
allt leysist upp I gufu og fólk
veröur ekki ósvipað englum —
er það hlutleysissvipurinn?
Staöreynd að um leið og maöur
afklæðist fötunum afklæðist
maður hluta af stööutáknum
sinum. Sumir fatta ekki að þeir
eru komnir úr, eru miklir á floti
og taka jafnvel bilinn meö sér i
heitakerið. Yfirleitt fær heita-
kersfólk samt á sig þennan
sjaldgæfa svip manneskjunnar,
það þarf ekki aö vera annað en
manneskja. í sundlaugunum
gufa peningarnir upp eins og
vonandi lika i himnariki: fólk
liður um eða syndir I volgu hlut-
leysi.
Samt er nú ekki allt jafn hlut-
laust, til dæmis flæktist mið-
aldra kona inn i karlmanna-
sturtuna, hún var meö sund-
hettu og átti sér einskis ills von.
Alltieinu stendur hún andspænis
röð af tippum af öllum stærðum
og gerðum, sum hvit og saklaus,
önnur velkt og lif:reynd.
VÍSIR
Clgefandi:Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davfft (juAiuundssun
Kilstjórar:Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
». Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guftmundsson. Kréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pótursson. Um-
sjón meft helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andréádóttir, Einar Guftfinnsson, Elias
Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes,
Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gyifi Kristjðnsson Akur-
eyrarrititjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magntls ólafsson. I-jós-
myndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson.
Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson
Auglýsingar: Slöumúla 8. Slmar 11(60, 8M11.
Afgreiftsla : llverfisgala 44. Slmi X6611
Kitstjón íSfftumúla^l.'SImi 86611,7 llnur
Akuréyri. Slmi 96-I980G
Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innanlands.
N'erft I lausasölu kr. <>o eintakift.
Prentun: Hlaftaprent hf.
Áskriftarsími Vísis er 86611
Hringið strax og tryggið ykkur eintak
af Vísi til lesturs hvern dag vikunnar
fyrir aðeins 1100 krónur ó mónuði
Togaramenn i langvinnu og
harðvitugu verkfalli og menn
skotnir i bakið i enn einu blóð-
baðinu i Algeirsborg. Þannig
leit forsiða Ví.iis út fyrir 15 ár-
um eða 27. mai s 1962, eins og sjá
má á myndinn..
En það sem mesta athygli
vekur er stórfréitin á miðri for-
siðunni, — fimi't dálka frétt
undir fyrirsögninai: „Eiturlyf i
Reykjavik — Lögreglan hand-
samar stúlku.”
Svo var það fyrir 15 árum:
Það óefnilega og
það efnilega....
Það er fróðlegt fyrir okkur á
þessum timum sérstaks fikni-
efnadómstóls og fullyrðinga um
stórfellda fikniefnaneyslu og
sölu innan uppfræðslustofnana
islenskrar æsku, að kynnast þvi
hvernig á slika hluti var litið
fyrir einungis 15 árum siðan, —
þ.e. áðuren fikniefnaaldan skall
yfir. Svo hljóðar frétt Visis
þennan dag:
„Vlsir spurðist fyrir um þaö
hía löBreelustjóranum i
ReykjavIk.STgurjóníSigurðssyni
hvort lögréglan hefði orðið
nokkurs visari um eiturlyfja-
notkuni borginni að undanförnu
(orðin „ávana- og fikniefni”
hafa þá vart verið komin inn I
málið, og alltaf einfaldlega
talað um eiturlyf”).
Orðrómur meiri en stað-
reyndirnar
Lögreglustjóri kvaðst hyggja
aö orörómur væri meiri um
þessi mál heldur en
staöreyndirnar sjálfar séu,
a.m.k. meiri en komið heföi til
kasta lögreglunnar. Lögreglu-
stjóri gat þess jafnframt að
starfsmenn sinir fylgdust af
áhuga með öllum þessum mál-
um vegna þessa gruns sem al-
mannarómur hefur vakið. Þvi
væri heldur ekki að leyna að i
einstöku tilfellum hafi lögreglan
fundið grunsamlegar pillur i
fórum fólks, slðast I gær hjá
stúlku staddri i einu veitinga-
húsi bæjarins. Skömmu áöur
haföi lögreglan einnig tekið
mann undir annarlegum áhrif-
um og hafði sá einhverjar töflur
I vörslu sinni.
Lögreglustjóri kvað það ófrá-
vlkjanlega reglu að öll slík mál
væru jafnharðan send saka-
dómaraembættinu til frekari
rannsóknar, en a.m.k. stundum
hefði það komið i ljós við frekari
rannsókn aö mál þessi væru
ekki jafn alvarlegs eðlis og lög-
reglan hefði haldiö I fyrstu. En
hvaö sem öðru liði, þá væri lög-
reglan vel á verði og gerði
skyldu slna eftir fremsta
megni...”
//Efnilegur unglingur"
Vart væri nú slikri flugufóts-
frétt slegið upp með þessum
hætti i blöðunum i dag. A þess,-
um stutta tima hefur staöa
fikniefnamála — og staða blaöa-
mennskunnar — breyst það
mikið.
En þá eins og nú var lika litið
á bjartari hliðar mannlifsins og
til að halda slíku jafnvægi i
þessum pistliskal klykkt út með
tilvitnun I Visi nokkrum dögum
áður eöa 21. mars 1962. Þá hóf
göngu sina i blaðinu nýr þáttur
er nefndist „Ahugamál æskunn-
ar.” Annar um&jónarmanna
siðunnar, Pétur Sveinbjarnar-
son skrifaði klausu á þessa
fyrstu siðu ásamt meðfylgjandi
mynd, undir yfirskriftinni:
„Efnilegur unglingur”.
Hún hefst svo: „Það er ekki
ráðist á garðinn þar sem hann
er lægstur með þvi að kynna
fyrir lesendum siðunnar Her-
mann Gunnarsson.
Þeir sem fylgst hafa 'meö
leikjum yngri flokkanna I knatt-
spyrnu eða handknattleik hafa
án efa flestir tekið eftir þessum
ljóshærða og snaggaralega pilti.
Likt og með marga aðra tók
hugur hans allur knattspyrnuna
og aðeins 5 ára gekk Hermann i
Viking, en stuttu slðar vatt hann
kvæöi sinu i kross og innritaðist
i Val og hefur æft og leikiö með
Val siðan.
Fljótlega tók að bera á hæfi-
leikum hans og hefur Hermann
ætið leikið með besta liöi I sinum
aldursflokki...”
jón
töó
M
Þeim fjölgar sífellt
í aðgerðarleysinu!
Þannig
ernú
útfits
i höfn-
inni»
Stendur verkfallið i mánuði?
EITURL YF / REYKJA VÍK - LÖG-
REGLAN HANDSAMAR STÚLKU
Blóðbað í Algeirsborg
menn skotnir / bakið
Qerviskegg kc.u upp um 0AS foringjann * 16. s.
Þá var Hermann 15 ára. Og
varla þarf að minna á að þetta
fyrirheit um framtið Hermanns
Gunnarssonar i knattspyrnunni
hefur rætst. —AÞ