Vísir - 20.03.1977, Síða 3
vTsnt ; Sunnudagur 20. mars 1977
3
ómögulegt ab segja til um hvort
hlutur fer upp eöa niöur. Þessi
litlu Piper CuP gat þessvegna
veriöaö koma nebanaö,meö ný-
dána eilifa sál innanborös sem
horföi meö eftirvæntingu út um
gluggann og sá ekkert nema
sundlaug og búningsklefa.
Það voru braskarakellingar i
heitakerinu. Allt oröiö fullt af
laxi hjá þeim eftir sumariö og
þær voru aö bjóöa þetta hver
annarri en þvi miöur eins komiö
fyrir kistunum hjá þeim öllum.
Þær voru i einhverskonar
leik:
Já.
Þaö má nú segja.
Hann blæs.
Samt svo fallegt.
Haustblærinn i loftinu.
Já.
Þegar fólkiö labbaöi burt, var
þaö aftur komiö i föt sin og
stööutákn, bila og stresstöskur.
A nokkrum minútum fylltust
hreyfingar þeirra af þessu sjúka
æði, ekki lengur mögulegt aö
vera bara maöur sjálfur — lif-
andi.
Dœmisaga úr verð-
bólgunni
Frystikistur sjást hvergi
nema hér á jöklinum. Algerlega
tilbúin þörf af veröbólgunni sem
rekur þá islendinga sem flokk-
ast undir nautgripi og sauöfé i
hjöröum ofan i þessar kistur.
Eina fjölskyldu hef ég heyrt
um sem átti troðfulla 1000 litra
kistu inn i barnaherbergi. Dag-
inn sem þau fóru I sumarfri var
lokað fyrir rafmagniö. Þegar
þau komu heim eftir þrjár á
Torremolinos var kistan full af
blómum, ibúðin af vatni og
lykt. Eina gamla konu hef ég
heyrt um sem eftir margra ára
pressu lét undan og keypti sér
kistu þegar siðasta veröbólgu-
holskefla reiö yfir. Þau voru tvö
i heimili hún og maðurinn henn-
*ar en börnin þeirra auövitaö
með sin verðbólguheimili.
Gömlu hjónin voru upphaflega
úr sveit og höföu vanist búri.
Eftir aö þau fluttust til Reykja-
vikur notuðust þau viö útveggs-
skápinn sem starfaöi á sama
grundvallarlögmáli og búr.
Þegar þau áttu brúðkaupsaf-
mæliö gáfu börnin þeim isskáp.
Þótti þeim tæknin, þessi höfuö-
skepna, heldur en ekki hafa tek-
iö sér bólfestu á heimilinu.
Tiu árum seinna lenda þau i
miöri verðbólguholskeflunni
sem lét greipar sópa um allt
lauslegt, sérstaklega innistæöur
bankabóka. Fólk reyndi að
bjarga þvi sem bjargaö varö,
hentist inn i búöir og hrópaöi:
Einn isskáp strax!
Allt búiö, svaraði afgreiöslu-
maöurinn.
Þá eldavél!
Allt búiö, svaraöi afgreiöslu-
maöurinn.
Gömlu hjónin voru eins og
hverjir aörir korktappar I stór-
sjó, en þegar rikisstjórnin hót-
aöi aö láta 40% greipar sópa um
innistæöuna þeirra, vissu þau
ekki fyrr en frystikistu haföi
skolaö á land hjá þeim.
Lengi stóö hún i ganginum og
ef bjóða má lesendum upp á
hvaö sem er gætum viö sagt aö
stundum hafi gestir sofiö i
henni. 1 hæsta lagi aö gamla
konan setti i hana gamalt skó-
tau eða eitthvaö, bara ekki mat,
þvi gamli isskápurinn var alltaf
hálf tómur.
Sennilega hefði þessi frysti-
kista bara endað undir skótau ef
gömlu konunni heföi ekki hug-
kvæmst aö geyma i henni bakk-
elsi. Siöan var aldrei svo gest-
kvæmt hjá henni, meiraösegja
ekki þegar maöurinn hennar
var jarðaður, aö hún ætti ekki
fimingar af bakkelsi. 1000 litrar
af pönnukökum, jólakökum og
kleinum sem hún veiddi upp úr
kistunni og skerpti ögn undir áö-
ur en hún bar þaö fram, ferskt
og ilmandi.
Seinna fór þessi gamla kona á
Bingó og fékk vinming til
Kanarieyja og slag og l'.vilir nú i
trékistu i Fossvoginum.
The Exorcist hét lítil sakleysis-
ieg hrollvekja sem fyrir nokkr-
um árum kom islensku kirkju-
þingi úr jafnvægi, eins og menn
muna. Kirkjuþing taldi kvik-
mynd þessa óholla, og skoraöi á
jarönesk máttarvöld aö heimila
ekki sýningar á henni hérlendis.
Ailt kom þó fyrir ekki og Exor-
cist var sýnd i Austurbæjarbiói
hávaöalaust.
Kvikmyndin varö eins og
mörgum er kunnugt einhver
mesta gróöamyndailratima. Og
einsog viö eraö búast þegar svo
vel tekst tilákváftuHollywood-
garparnir snarlega aö fylgja
þessu eftir og láta gera fram-
haldsmynd. Slikt hefur nú
sjaldnast heppnast vel þótt
• undantekningar séu frá regl-
unni, eins og t.a.m. French
Connection II, sem varö mun
betri mynd en fyrirrennari
hennar. Um þessar mundir er
veriö aö ganga frá Exorcist II.
Má binda nokkrar vonir viö aö
hún muni veröa betri en sú
fyrri, sem aö visu var ekki sér-
lega beysin. Þar skiptir mestu
máli aö leikstjórinn er maöur
sem kann betur til verka en
flestir aörir núlifandi kvik-
myndaleikstjórar. — John
Boorman. Hann á aö baki prýöi-
legar myndir eins og Point
Biank og Deiiverance (Leikiö viö
dauöann) . Hér er þvi nokkurt
tilhiökkunarefni fy/ir hroll-
vekjuunnendur.
Ls |;
Sí
Boorman leikstýrir Lindu Blair.
EXORCIST SNÝR AFTUR
Max von Sydow kemur að nýju fram sem séra Merrin I bakskotum
(Flash-backs), sem lýsa yngri árum hans i særingabransanum.
William Fraker, kvikmyndatökumaöur, Richard Burton (séra
Philip Lamont) og John Boorman, leikstjóri aö störfum viö upptök-
Framhaldiö af Exorcist heitir
fullu nafni Exorcist II: The
Heretic, eöa Trúvillingurinn.
Upptökum lauk aö mestu i
nóvember s.l. en miklar tafir
hafa hrjáö kvikmyndageröar-
mennina m.a. vegna þess aö
Boorman, leikstjóri varð að
liggja á sjúkrahúsi með sjald-
gæfan sjúkdóm i mánuö, og
vegna þess aö nákvæmni hans i
vinnubrögðum kraföist endur-
tekningar ýmissa atriöa. Allt
þetta stórhækkaöi kostnaðinn
viö myndina. Hann er nú kom-
inn yfir 11 milljónir dollara, sem
er þd ódýrara en fyrri myndin,
sem William Friedkin stjómaöi.
Súmynd halaöi inn 120 milljónir
doliara, og er enn aö.
John Boorman var á sinum
tima boöið aö stjórna gerö Exor
cist, þ.e. fyrri hlutans, en hann
hafnaði þvi. Hann og fram-
leiðandi myndarinnar, Richard
Lederer, halda þvi ákveðiö
fram, aö framhaldinu sé ekki
ætlaö aö ganga lengra i
óhugnaöi, klúrheitum og guð-
lasti en fyrri hlutinn geröi, enda
þótti mörgum nóg um þaö Þvert
á móti sé ætlunin að reyna mun
finlegri, flóknari tegund af
hrollvekju. M.a. verða sumir
kaflar myndarinnar sýndir frá
sjónarhóli púkans sjálfs (eins
og margir mun fjallaði The
Exorcist um unga stúlku sem
haldin er illum anda eða púka).
Við kvikmyndagerð á
íslandi!
Handritahöfundurinn,
William Goodhart byggir að
mjög litlu leyti á skáldsögu
William Peter Blattys, sem
fyrri myndin var gerö eftir. I
upphafinýju myndarinnar segir
frá þvi aö oröstir séra Merrins,
sem i þeirri fyrri beiö bana viö
særingar yfir ungu stúlkunni,
Regan, fer hrakandi. Nafn séra
Merrins (sem leikinn var af
Max von Sydow) verður aöeins
hreinsaö ef tekstaö færa sönnur
á að særingarathöfnin yfir Reg-
an hafi borið árangur. Ella
stöðvar páfagaröur útgáfu á
verkum Merrins og lýsir hann
villutrúarmann og satanista.
Rannsókn málsins er falin séra
Philip Lamont, sem leikinn er af
Richard Burton, I hlutverki
ungu stúlkunnar, Regans, er
sem fyrr Linda Blair. Regan er
núoröin 18ára, man ekkert eftir
þeim óhugnanlegu atburöum
sem geröust i æsku hennar, en
heyrir hins vegar raddir og sér
sýnir sem aörir gera ekki.
Móðir hennar leikkonan er ekki
með i þessari mynd og er sögð
vera viö kvikmyndagerö á ís-
landi þar sem veriö er að filma
hamfarastórmynd (!) En hér
sem fyrr er þaö glima þeirra
séra Lamonts og Regans viö
púkann sem er efnisuppistaöa
myndarinnar og gerist sú glima
næsta tvisýn undir lokin.
Ekkiveröur efniö rakiö frekar
hér, en meöal annarra ágætra
aðalleikara eru Louise
Fletcher, sem fékk Oscarsverö-
laun i fyrra fyrir Gaukshreiöriö
og James Earl Jones.
Ummyndina segir John Boor-
man, leikstjóri: „Viö munum
notfæra okkur nánast öll
hugsanleg tæknibrögö til þess
að gera kvikmynd sem teyma
mun áhorfandann inn i óþekkta
afkoma mannshugarins og
furðuveraldir sem hann hefur
aldrei kynnst fyrr. Viö munum
faraum ganga helvitis. Þetta er
ferð inn i mannssálina... Þessi
kvikmynd á aö kaffæra áhorf-
andann i heimi draums og
martraðar.”
Þaö veröur spennandi aö sjá
hvort þetta tekst. Boorman
vinnur um þessar mundir að
samsetningu myndarinnar og
hún á samkvæmt áætlun aö sjá
dagsins ljós i júni I sumar.
ÁÞ tók saman