Vísir - 20.03.1977, Side 6

Vísir - 20.03.1977, Side 6
6 Sunnudagur 20. mars 1977 vísib „Ahugi á myndlistinni kom strax þegar ég var strákur, ma&ur byrjaöi meö liti og lita- bók, og siðan þróaöist þetta smám saman, og verulegan áhuga á listmálun fæ ég svo þegar ég var i M.A.”, sagöi Óli G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri er blaöamaöur hitti hann og konu hans , Lilju Siguröardóttur aö máli nti fyrir stuttu. Óli er einn þeirra ungu mynd- listæmanna frá Akureyri sem aö undanförnu hafa vakiö mikla athygli, en þeir hafa haldiö nokkrar sýningar undanfarin ár, bæöi noröan heiöa og sunn- an. Óli G. Jóhannsson er akureyringur aö uppruna, og hefur búiö þar alla sina tiö, en Lilja er hins vegar ættuö af suöurlandsundirlcndinu. „Ég varö stúdent frá M.A. 1966, og i skólanum var þá nokkuðmikill áhugi á myndlist, og méöal skólabræðranna frá þessum árum eru margir bráð- snjallir teiknarar, ” segir Óli ennfremur, „en ég hef aldrei farið i neinn myndlistaskóla”. Hann kveðst telja, að hann búi að þvi, að hann hafi ekki látið heilaþvo sig I neinum mynd- listarskóla, eins og hann orðar þaö. „En sjálfsnám er að sjálf- sögöu strangur skóli. Aðal munurinn er sá að maður verð- ur aö leysa hindranirnar sjálf- ur. Það kann aö visu að taka lengri tima, en sá lærdómur semá þannháttfæst er lika dýr- mætur. En með þessu finnst mér aö ég geti verið ég sjálfur, og auðveldara er að halda sinni eigin linu en ef unnið er undir leiðsögn kennara”. Óli kveðst þó að sjálfsögðu hafa lært af ýmsum listmál- urum, enda sé það óhjákvæmi- legt ef maður á annað borð sér eitthvað eftir aðra málara. Drauminn kveður hann vera að komast utan til dvalar, þá helst til Parisar eða New York, og kynnast af eigin raun helstu straumum I myndlist samtim- ans. Óli býr i Reynilundi 5 á Akureyri, ásamt konu sinni, þremur börnum og heimilis- hundinum, og þar hefur hann jafnframt vinnustofu sina. „Fyrstvarég með vinnustofuna úti i bilskúrnum, og haföi inn- réttað þar ágætis aðstöðu”, segir Óli, „en svo fannst mér svo leiðinlegt að hanga þar al- einn, svo égfluttimig bara inn á heimilið með mina vinnu, svo núna mála ég ýmist inni i eld- húsi eða I stofunni, og fellur það miklu betur. Annars vinn ég sem póstafgreiðslumaður hér á pósthúsinu, svo það er mest kvöldin og helgarnar sem fara i að mála”. Óli kveður vera mikla eftir- spurn eftir myndunum, og ef ekki eru haldnar sýningar kem- ur fólk bara heim og falast eftir myndum. Þvi hefur það farið svo, aö litið af myndum hans skreytir hans eigið heimili, og mun það vist siður en svo vera einsdæmi um listm^lara. „Það er alltaf talsverð mikil sala I málverkum,” segir hann enn- fremur,,, og er það raunarekk- ert óeðlilegt, eins og fólk gerir orðið miklar kröfur til húsnæð- isins. Það eru byggð dýr hús, og mublað upp með rándýrum hús- gögnum, og þvi skyldi fólk þá ekki alveg eins kaupa sér mál- verk á veggina? Það hjálpar vafalaust einnig eitthvað til, aö nú er unnt aö fá málverk keypt með afborgunarskilmálum, svo veröið er ekki svo mikil hindr- un”. Óli hefur haldið nokkrar sýningará verkum sinum, bæði einkasýningar og sýningar I félagi viö aðra. Má þar til dæm- is nefna einkasýningu árið 1973, Haustsýningu félags islenskra myndlistamanna, og svo hefur hann sýnt i félagi við nokkra akureyringa i Norræna húsinu i Reykjavik , á Akureyri, Greni- vik og á Sauðárkróki. Sýningu þeirra norðanmanna I Norræna húsinu var raunar ekki alltof vel tekið, og virtust gagnrýnendurhafa ýmislegt við helst fanga. Hann málar einnig ýmislegt af þvi sem maður lifir og hrærist i dagsdaglega, en aldrei landslag, — „ég læt öör- um það algjörlega eftir, og kaupi þá frekar landslags- myndir af öðrum langi mig i þær!” segir Óli. Þá hefur hann einnig fengist við að mála gam- altfóik, gömul húseða húsgögn, og einnig eitthvað af myndum fyrirbörn,þarsem leitast er við að hafa liti og linur skæra og greiniiega. Taliö berst aftur að málurum á Akureyri, og að sögn Óla eru nú starfandi um það bil sjö virk- ir málarar i bænum sem stend- ur, og hafa þeir talsvert sam- band sin á milli. Og um islenska málara yfirleitt: „Islendingar eiga marga mjög góða málara, en mér finnst margir þeirra vera alltof áhrifagjarnir gagnvart þvf sem er að gerast erlendis, til dæmis i Evrópu og Bandarikjunúm. Þarna er að minum dómi betra að fara hægt i sakimar, og ágætt er að nota sér að við erum nokkuð einangraðir, þvi það hefur lika ótviræða kosti. En af islenskum listmálurum er Eirikur Smith liklega i mestu uppáhaldi hjá mér. Hann er skolli góður!”. Og það sem næst liggur fyrir: ,,Ég hef mikið unnið við að skissa niður. Það er mikil undirbúningsvinna, sem ég vinn svo úr siðar. Þá stefni ég að einkasýningu i sumar eöa vetur, og ætla að taka mér fri frá póst- inum I sumar til að geta undir- búið hana sem best. Nú, ég sóttium að fá að halda sýningu á Kjarvalsstöðum, ásamtErniInga.en þar fengum við synjun án þess þó að for- stöðumenn Kjarvalsstaða sæju ástæðu til að skoða myndir eftir okkur. Þá sóttum við um að komast i Norræna húsið, en þar var það sama sagan: við feng- um synjun án þess að svo mikið sem litið væri á myndir okkar. — Ætli það endi ekki með þvi að við tökum á leigu stóra tjaldið hjá Filadelfiusöfnuðinum og sýnum I þvi inni Laugardal! Það eru raunar svona hindr- anir sem við höfum alltaf verið að rekastá hér, og það var vafa- laust ein megin-ástæðan fyrir þvi að við fórum að reka Galleri Háhól. Við vorum hér með Myndlistarfélag Akureyrar, og i þvi voru liklega um 20 félagar, en sfðan lognaðist það útaf, og einnig missti það aðstöðu sina er það hafði haft i húsi i eigu bæjarins. Það stóð þessu félagi lika fyrir þrifum, að þar voru menn misjafnlega áhugasamir, og eiginlega voru það ekki nema 5 til 6 menn sem eitthvað störf- uðu. Hinir voru áhugalitlir, og voru þvi oft beinlinis til trafala. Listamenn eru nú sjálfsagt talsverðir egoistar, svo það getur orðið talsvert erfitt er margir spjótsoddar mætast! Þá berst talið einnig að mynd- list og skreytingum á opinber- um byggingum, og þar telur Óli að alls ekki sé nóg að gert. „Það er gert ráð fyrir að af kostnaði við opinberar byggingar skuli tveimur af hundr^ði varið til skreytinga, og eru það oft bæði listamenn og arkitektar sem vinna við þær.' En hér á Akureyri hefur það alls ekki verið gert, þó þess sjáist viða merki I næsta nágrenni bæjar- ins. Það erkunnara en frá þurfi að segja, að hér eru bankar eins og gorkúlur á haug, en þar er það sama sagan, að þar sést varla nokkur myndskreyting. Það verður þó vonandi breyting hér á, og raunar virðist skilningur á þessum málum vera mjög að aukast hjá yfir- völdum hér i bænum. Og að lokum, verða menn auðugir á að mála? „Það held ég varla, þó það sé að sjálfsögðu jafn-misjafnt eins og mennirnir eru margir. En þó svo að fólki finnist myndir seld- ar dýrt, þá er það ekki allt fé sem rennur beint I vasa lista- mannsins. Allt efni er t.d, mjög dýrt, og séu menn krítiskir á sjálfa sig eyðileggst alltaf mik- ið. — Ég get þó sagt, að ég hef aldrei rekið hlutina með tapi! ”. —AH „Byrjaði sem strókur með litabók og liti" Blaðamaður og Ijósmyndari Vísis á Akureyri í heimsókn hjá Ola G. Jóhannssyni, listmálara Óli G. Jóhannsson Óli og Lilja meö börnin list akureyringanna að athuga. Raunar finnst þeim einnig hið sama um vinnubrögð sumra gagnrýnenda dagblaðanna, og sumir þeirra hafa jafnvel skrif- að af fjálgleik um málverka- sýningar þeirra án þess að hafa komið þangað! Er þvi ef til vill ekki nema von að sú gagnrýni sé ekki tekin alltof hátiðlega. Þá virðast margir áhrifa- menn á sviði myndlistar I Reykjavik vera haldnir eins konar fordómum gagnvart Akureyri, og oft er jafnvel talaö um einhvern akureyrskan stil i myndlist, jafnvel hjá málurum sem ekki hafa lært á Akureyri eða yfirleitt orðið fyrir neinum áhrifum þaðan. „Máltækið segir vist, að þaö verði enginn spámaður I sinu föðurlandi” segir óli um akureyringa, „en fólk hér hefur alltaf tekið mérmjög vel, svo ég hefekkiþurft aö liða fyrirþaö!” „Akureyri er full af skemmti- legum mótifum. og hér er enda- Mynd eftir óla G. Jóhannsson lausthægt aö finna sér verkefni úr umhverfinu. Innbærinn á Akureyri er til dæmis hreinasta gullnáma, og það er miklu tneira en ævistarf að málahann. É g hef oft leitað fanga i bakhús- um, og málað frá öðrum sjónar- hornum en við blasa, en hús og garðar eru séðir frá götunni, þar getur til dæmis verið unnt aö finna ruslahrúgu eöa gamla girðingu sem gaman er að festa á léreft”, segir óli er við spyrjum hann hvar hann leiti Halldór Pétursson á sýningu er hann hélt I Gallerý Háhól nú nýlega Texti: Anders Hansen Myndir: Friðjón Axfjörð

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.