Vísir - 20.03.1977, Síða 15
vism Sunnudagur 20. mars 1977
15
Richard, með myndir af spámönnum mormóna.
Yfirleitt eru menn mjög ungir
þegar þeir fara sem trúboðar,
sem dæmi má nefna að þeir sem
hér starfa eru á aldrinum frá 19
til 23 ára, að Byroniundanskild-
um auðvitað. Piltarnir gera þá
hlé á námi sinu eða starfi, en
hefja það aftur aö tveimur árum
loknum. Og þeir greiða SJALF-
IR kostnaðinn af trúboðsstörf-
um sinum og ferðalögum.
Það liggur þvi I augum uppi
að menn verða að byrja að
leggja fyrir ansi ungir ef þeir
ætla að eiga til ferðarinnar og
tveggja ára uppihalds um
tvitugt. Tæplega nægir spar-
semin I öllum tilfellum, en þá
hleypur fjölskyldan undir
bagga.
Meiriháttar framkvæmdir,
svo sem kirkjubyggingar, sér þó
kirkjan um sjálf. Og hennar
fjárhagur byggist á tiundinni
sem mormónar greiða af telým
sinum, þvi þeir halda þann
gamla sið I heiðri.
Það hjálpar mönnum til að
standa undir þessum „auka-
skatti” að mannsllkaminn er
mormónum heilagur og þaö er
litið á reykingar, áfengisneyslu
og fiknilyfjaneyslu hverskonar,
sem saurgun á þessum helgi-
dómi.
Mormónar eru þó ekki neinir
ofsatrúarmenn i þessu fremur
en öðru, og menn eru ekki settir
út af sakramentlnu þótt þeir fái
sér neðan I þvi. Hinsvegar
minnka slik frávik möguleika
þeirra á þvi að starfa fyrir
kirkjuna. En þótt menn bæði
reyki og drekki, geta þeir lifað
mjög svo venjulegu llfi I félags-
skap við aðra mormóna, þótt
þeir séu bindindismenn.
„Við litum ekki niöur á nokk-
urn mann. Það er ekki okkar að
áfellast eða dæma. Ef menn
vilja lifa samkvæmt ströngustu
boðum kirkjunnar þá er það
okkur gleðiefni. En ef þeir vilja
það ekki þá er það þeirra einka-
mál og þeir eru jafningjar okkar
og bræður engu að siöur.”
Reynslan sýnir þó að
mormónar virðast nokkuð
almennt virða það musteri sem
likaminn er þeim, þvi
heilbrigðisskýrslur sýna að þeir
eru langlifari, hraustari og
heilsubetri en annað fólk.
Fékk //útkall" sextugur..
En snúum okkur aö Byron.
Eins og aðrir ungir mormónar
fór hann út I heim til að boöa
trúna, þegar hann var rétt af
táningaskeiðinu. Hann þjónaði
sin tvö ár og sneri svo til Banda-
rikjanna aftur, og gerðist kenn-
ari.
Hann kvæntist Melvu, þau
eignuðust börn og fóru að búa
um sig, eins og hjónafólk gerir.
Byron varð kennari og siðar
skólastjóri trúarbragðaskóla
sem mormónar ráku. Hann var
orðinn sextugur og þau voru ný-
búin að fá sér draumahúsið
þegar kallið kom aftur. Hann
átti að fara til Islands og stjórna
þar trúboösstarfinu.
Þetta var svo sem engin
herkvaðning og hann hefði get-
að neitað. En honum datt það
ekki i hug.
„Vist var það erfitt aö rlfa sig
upp og koma hingað. Ég skal
ekki neita þvl. Við vorum búin
að búa um okkur I húsinu okkar
og horfðum framá róleg og góð
ár. En viö töldum það ekki eftir
okkur.Fórnirl þágu kirkjunnar
eru blessun og margir hafa fært
stærri fórnir en við.”
Trúfrelsi eralgert.
Eitt af þvl sem trúboðar verða
að leggja á sig er aö tala mál
„heimamanna”. Byron talar
islenskuna ágætlega þótt hann
muni aðeins óljóst eftir henni
frá unglingsárunum.
Davið og Daniel tala einnig
ágæta islensku. Og þeir tala llka
kóreönsku (Davið) og japönsku
(Danlel). Þetta er nefnilega
annað tveggja ára þjónustu-
timabil þeirra. Þeir voru búnir
að boöa trúna i fyrrnefndum
löndum, en buöust til aö bæta
við sig tveimur árum þegar
foreldrarnir fóru til íslands.
Robert Mikkelsen og Teryl
Roper eru aðeins búnir að vera
hér I nokkra mánuði, en þeir
geta þegar gert sig skiljanlega
og stunda Islenskunámið af
kappi.
En hvernig gengur svo að
boöa mormónatrú á Islandi?
„Trúboðsstarfiö er með ýms-
um hætti. Viö göngum hús úr
húsi, höldum samkomur og
kynnum trúna niðri I bæ. Ot-
gáfustarfsemi er töluverð. Það
eru þegar komnir út sjö
bæklingar á islensku og von á
fleirum.”
„Yfirleitt er okkur vel tekið.
Viö reynum að vera ekki ágeng-
ir þvi við trúum á algert trú-
frelsi og ekkert væri fjær okkur
en reyna að neyða trúna uppá
einhvern. Hinsvegar höfum við
mikinn fagnaöarboðskap, og aö
við teljum, lifshamingju að færa
fólki og gleöjumst ef það vill
ræöa viö okkur —ÓT
rP
— Hér er mynd af
kommni minnl.
kasettan?
Við vitum að svo er ekki
og þekktir atvinnutónlistarmenn
eru þvísammála.
En þú!
EMim^
X1000 60 — 90mín
Einnigtil:
EMIW
Hy —Dynamic
60 — 90 —
120 min
Gerið verð og
gæða samanburð
Er dýr chrome — kasetta
helmingi meira
virði en nýja
XI000