Vísir - 20.04.1977, Side 2

Vísir - 20.04.1977, Side 2
c Reykjavík —"■y Hefur þú verið tekin(n) fyrir of hraðan akstur? Þórarinn Jón Magnússon, blaOamaður: Nei, ég fer mér mjög hægt i þvi sem ööru. Gunnar Þórðarson, bóndi: Nei, ekki man ég eftir þvi. Það hefur einhvern veginn hist svona á. Kristin Sigurðardóttir, húsmóð- ir:Nei, aldrei. Enda ek ég alltaf á réttum hraða. Sigurlaug Guömundsdóttir, verslunarstúlka: Já, ég var á um þaö bil 70 km hraða á Bú- staöaveginum. Ég var mikiö að flýta mér. Halldór Guðmundsson, bað- vörður f Arbæjarskóla: Nei, ekki veit ég hvaö það er. Ég hef ekið á löglegum hraöa alla mina tiö. Miðvikudagur 20. apríl 1977 VÍSIR ÞROSKI HJÁ Búsáhaldadeild Sambandsins flytur inn ýmislegt annað en potta og pönnur. Til dæmis hefur hún flutt inn töluvert af leik- föngum um ellefu ára skeið og er nú með um fjórðung af leikfanga- markaðinum. 1 ár verður lögö sérstök á- hersla á leikföng sem hafa upp- eldisfræðilegt gildi að sögn Reimars Charlessonar, deildar- stjóra búsáhaldadeildar. 1 gær var haldinn i Sigtúni samkaupa- fundur fulltrúa kaupfélaga og sambandsverslana um land allt og voru þar sýnd 1400 leikföng frá 86 fyrirtækjum. Reimar sagði að að þessu sinni yrðu þó kynnt sérstaklega þrjú fyrirtæki sem hafa áunniö sér sérstakt orö fyrir þroskandi leikföng og hafa þau öll fengiö viöurkenningu fyrir framleiðslu sina. Þekktast þessara fyrirtækja er án efa Lesney Products I Englandi, sem frægast er fyrir „Matchbox” bila sína. Áriö 1973 hóf fyrirtækiö sérstaka fram- leiðslu á þroskaleikföngum og fer sú „lína” stækkandi. Þarf að hæfa þroska barnsins Annað fyrirtæki er „Förlaget Karnan AB” I Helsingborg, sem á þessu ári fékk heiöursverö- laun samtaka sænskra leik- fangaverslana fyrir raðleikföng (púsluspil). Þriðja fyrirtækiö er Semper A/B sem hefur fengið viður- kenningu fyrir framleiöslu slna Earnest Zillig, sölustjóri Lesney Products (Matchbox) hoppaði á þroskaleikföngum fyrirtækisins til aö sýna styrk þeirra. Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri innflutningsdeildar fylgist með.— Vis- ismyndir — Jens Það voru 1400 leikföng til sýnis og krakkar sem fengu að fljóta með foreldrum sinum á samkaupafundinn komust þvi heldur betur i feitt. vlða I Evrópu. Semper fram- leiöir 22 tegundir leikfanga sem ætluð eru börnum á aldrinum 0-10 ára og að auki niu tegundir sem eingöngu eru ætlaðar ung- börnum. Afundinum I gær hélt Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi, er- indi um barnaleikföng. Hann nefndi meöal annars fimm atr- iöi sem nauðsyn sé að hafa I huga við val leikfanga. 1) Leikfangið þarf að hæfa þroska barnsins. 2) Leikfangiö þarf að bjóöa upp á ýmsa mögu- leika, örva Imyndunarafl, vekja til umhugsunar, gefa möguleika til aö tengja atriði viö daglegt lif og tilveru i réttu samhengi o.sfrv. 3) Leikfangið þarf að vera hættulaust. 4) Leikfangið þarf aö þola harkalega meöferð. Auövelt þarf að vera að þrifa leikfangið, gæta þess að litir séu ekta og þar fram eftir götunum. Þórir lagði áherslu á mikil- vægi þess að góö leikföng séu valin á réttum tima (fyrir aldur og I réttu samhengi. — ÓT, MALMAR EÐA MATVÆLI Stóriðjumálin eru mjög á dag- skrá vegna samninga um járn- blendiverksmiöju á Grundar- tanga. Kemur i Ijós að erfiðlega virðist ganga að koma heim og saman þörfinni fyrir að breyta orkunni I fjármagn og neyslu- frekum iðnaði, vegna þess að slikur iðnaöur er ekki talinn gefa af sér þær tekjur aö orku- salan til hans borgi sig. Sömu vandkvæði voru uppi, þegar ál- verksmiðjan var á döfinni, og geturvel verið að tsland , eitt landa sé með þeim ósköpum gert, eða öllu heldur efnahagslif þess, að illmögulegt sé að sam- ræma stóriðju þeim lögmálum sem það lýtur. Það ber auövitað að hafa I huga að orkusalan meir en stóriðjuframleiðslan sjálf er okkur hugleikin, og þess vegna hlýtur áherslan að verða lögð á það, að ná hagkvæmri orkusölu. Miðist hún hins vegar við að borga t.d. upp tilkostnað við virkjun eins og Sigölduvirkj- un á 40 árum með tiu prósent vöxtum, verður sú spurning á- leitin hvar viö veröum á vegi stödd að þeim tima liðnum, og hvort þetta veröi þá ekki allt oröið hjóm og hégómi. Þarf ekki annað en lita aftur um fjörutfu ár til að sjá, að þá hefur verið erfitt að segja til um stöðu okk- ar i dag. A hitt ber svo að lita að salan á stóriöjuframleiðslunni er næsta varhugaverö. Verðsveifl- ur á áli hafa þegar fært okkur heim sanninn um að ekki þarf allt að vera sem drengilegast i sölumálum álfyrirtækja. Hægt er aö hugsa sér, aö þegar verð-’ fall verður á áli, komi hliðarfé- lög og kaupi birgðir, sem látnar eru biða þangað til veröiö hækk- ar á ný. Framleiðandinn verður að sæta verðfallinu, en hliöar- eða dótturfélög hirða ágóðann af nýrri verðhækkun. Siðan byrjar hringsnúningurinn aftur strax og heimsmarkaösveiöiðer komiö i sæmilegt horf. Eftir er þá sú spurning, að hve miklu leyti aðalfélögin og dótturfélög- in ráða markaðsverðinu. i okk- ar augum eru þetta flóknir hlut- ir, sem við vitum næsta litið um, enda engir heimamenn i veröld stórkapltalismans. Norðmönn- um ættum við þó að geta treyst öðrum mönnum betur, enda munu þeir eiga að nokkru sömu hagsmuna að gæta og Islending- ar hvað járnblendimarkaö snertir. Aö þessu slepptu er vert að benda á þá staðreynd að til er stóriðja sem ekki hefur öll veriö skipulögð með sama hætti og sala á málmum. Það er hvers konar stóriðja innan matvæla- markaðsins, sem auk þess stendur okkur miklu nær en málmframleiöslan. Aburöar- framleiðsla er t.d. mjög orku- frekur iðnaður, og er sam- kvæmt eðli málsins minna háö verðsveiflum en málmar. Við gætum hæglega orðið stórir framleiðendur á áburði sem vaxandi þörf er fyrir i matvæla- snauðum heimi. Fiskiðja okkar er stóriðja aö vissu marki, og mætti hæglega skipuleggja hana enn betur meö það fyrir augum að fullvinna rneira af fiskinum hér heima. Þá er lika næsta sýnt að innan skamms tima geta opnast möguleikar fyrir Islenskar fiskverksmiöjur t.d. I Þýskalandi. AUt eru þetta atriði sem þurfa góðrar athug- unar við. En upp úr stendur brýn þörf fyrir að koma orkunni I verð. Það er I sjálfu sér hárrétt stefna að miða að miklum virkjunum og mikilli orkusölu. Rafmagnið er okkar oliusjóður, og tilkostn- aöur við rafmagnsöflun mun 1 flestum tilvikum vera minni en t.d. tilkostnaöur við oliuöflun undan ströndum. Noregs. Það eitt skilur á milli, að oiiuna er hægt að flytja hvert á land sem er, en rafmagniö ekki, a.m.k. ekki enn sem komiö er. Auövit- að værum við langbest sett með þvi að geta komið rafmagninu á markað I Evrópu, og vel getur veriö að innan fjörutiu ára megi þetta takast. En á meöan svo er ekki þurfum við að nýta orkuna hér heima með öllum tiltækum ráðum. Þau ráð mega þó aldrei binda okkur i báða skó til lang- frama, eöa veröa til þess að viö veröum höfð að féþúfu. Þess vegna skiptir miklu máli hvern- ig um orkusöluna er samið og til hvers hún veröur nýtt á næstu áratugum. Við höfum aldrei verið málmaþjóð, en matvæla- þjóð erum við og þess vegna færi vel á þvi að við einbeittum okkur meir aö matvælafram- leiöslu og skyldum greinum. Svarthöfði

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.