Vísir


Vísir - 20.04.1977, Qupperneq 10

Vísir - 20.04.1977, Qupperneq 10
10 Mi&vikudagur 20. apríl 1977 VISIR VÍSIR C'tgeíandi: Rcykjuprent hí Kramkv ænulastjóri: I)avlö Guömundsson Kitstjórar: l»orstclnn Pálsson ábm. ólafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi GuOmundsson. Fréttastjóri crlendra frétta : GuOmundur Pétursson. Um- sjón mcO hclgarblaöi: Arni Þórarinsson. BlaOamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Elías Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrimsson. Kjartan L. Pálsson, öli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun. Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ölafsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Sölustjóri: Páll Stefánsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Drcifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: SiOumúla 8. Simar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands. Afgreiösla: Hverfisgata 44. Slmi 86611. Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö. Kitstjórn: SiOumúla 14. Sfmi 86611, 7 Ifnur. Prcntun: HlaOaprent hf. Að snúa við blaðinu Að undanförnu hafa augu manna smám saman verið að opnast fyrir því að varasamt geti verið að halda áfram á þeirri braut rikisumsvifa, sem gengin hefur verið mörg undanfarin ár. Fram hafa komið athyglisverðar hugmyndir um viðnám gegn þessari framvindu mála og f jármálaráðherra hefur meira að segja skipað nefnd í því skyni að snúa blaðinu við. Augljóst er, að alÞsterk undiralda í þjóðfélaginu hefur komið þessari hreyfingu af stað. Að vísu eru ýmsar aðrar þjóðir verr á vegi staddar i þessum efnumén við og á það munu postular ríkisumsvif- anna benda. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að umskipti i þessum efnum eru óhjákvæmileg, ef ekki á illa að fara. Þessi nýja pólitíska undiralda er því jákvæð að flestu leyti. Markmiðið með takmörkun rikisumsvifa er í raun og veru tvenns konar. I fyrsta lagi er hér um að ræða spurninguna um frelsi hins almenna borgara að ráða sem mestu um sín eigin málefni. Markmiðið er að tryggja borgurunum sem mest sjálfstæði og efla frjálsa atvinnustarfsemi. Þetta er grundvallaratriði varðandi dreifingu valdsins í þjóðfélaginu. i annan stað vilja menn draga úr opinberum umsvifum af hagkvæmnisástæðum. Það er alkunn staðreynd/ aðhinn frjálsi atvinnumarkaður nær meiri hagkvæmni í rekstri og framleiðslu en opinberir aðilar. Það er þvi þjóðhagslega hagkvæmt að draga sem mest má verða þjónustu- og framleiðslustarf- semi út úr opinbera kerfinu. Stjórnmálamenn úr öllum f lokkum hafa tekið þátt í útþenslu ríkiskerfisins. Það hefur reynst ýmsum happadrjúgt til þess að fá pólitískt fulltingi að láta undan þrýstingi ýmiskonar minnihlutahópa. Það er fyrst þegar undanlátssemin hefur öll verið tekin saman við uppgjör á ríkisreikningi hverju sinni að menn sjá hvert .1 raun og veru stefnir, enda hafa stjórnmálamenn ekki vanið sig á miklar umræður um ríkisreikninginn, þegar hann hefur verið birtur. Sannleikurinn er sá að jafnvel gildustu talsmenn einkaframtaksins í þingsölum og sveitarstjórnum hafa i raun og veru verið athafnasömustu ríkis- umsvifamennirnir. Þetta sýnist vera þversögn en staðreynd er, að einmitt þessir stjórnmálamenn ganga jafnvel harðar fram í því en aðrir að notfæra sér ríkissjóð og sveitarsjóði til þess að uppfylla loforðalistann gagnvart öllum litlu minnihluta- hópunum. Þegar undiröldur rísa meðal borgaranna eru oft á tiðum skipaðar opinberar nefndir í því skyni að koma hinni pólistisku skútu á kyrrari sjó. Sá galli er hins vegar á þessari gjöf Njarðar, að nefndir af þessu tagi eru ævinlega seinvirkar og veruleg tilhneiging er til að stinga hugmyndum þeirra í einhverra skúffuna i ráðuneytinu til ævarandi geymslu. En þetta er sem betur fer ekki einhlit regla. Þess er þvi að vænta að nefnd sú, sem f jármálaráðherra skip- aði nýlega i þvi skyni að setja fram hugmyndir um takmörkun ríkisumsvifa, verði annað og meira en nafnið tómt. I þessu tilviki verða vandamálin ekki leyst með því einu saman að skipa nefnd. Orð eru að vísu til alls fyrst, en framkvæmdirnar eru það sem máli skiptir. Þessi ákvörðun fjármálaráðherra markar á hinn bóginn veruleg þáttaskil. Og ef ráðherranum er í raun og veru full alvara með nefndarskipaninni getur starf hennar leitttil mjög jákvæðra umskipta. Þetta eru því lofsverð viðbrögð. Störfum þessarar nefndar verður örugglega veitt athygli því að þau snúast að verulegu leyti um grundvallaratriði, sem menn hafa of lengi lokað augunum fyrir. Myndin er af Astu Jóhannesdóttur og Aöalsteini Bergdal I dansinum. Það var nýjabrum að lýsa konu, sem vildi fá vilja sínum fram- gengt. — Og er enn ........ y1 . LEIKFÉLAG AKUR- EYRAR: Afbragð annarra kvenna eftir Carlo Goldoni Leikstjóri: Kristin Olsoni í tilefni 60 ára afmælis síns efnir Leikfélag Akureyrar til sýninga á Itölskum gamanleik eftlr Carlo Goldoni. Hann nefn- ist „Afbragö annarra kvenna” I Islenskri þýöingu og er frá árinu 1743. Goldoni var höfuöskáld ítala á sinni tlö. Hann fæddist I Fen- eyjum áriö 1707, lést I Parls 1793. Hann haföi próf I lögum frá háskólanum I Padua og starfaöi um skeiö sem lögfræöingur á- samt þvl aö skrifa leikrit. Meg- inverk hans um ævina var þó aö skrifa leikrit og liggur mikill fjöldi þeirra eftir hann, sem sum hver eru sýnd enn I dag viös vegar um veröldina. Eitt þessara verka er „Afbragö ann- arra kvenna”. „Comedia dell’arte” var sú hefö nefnd sem rikt haföi I It- ölskum leikhúsum frá þvi um 1500 og fram á daga Goldonis. Einkenni þessarar heföar voru meöal annarra þau, aö leikarar báru ætiö grimur, þeir höföu engan texta til aö flytja heldur léku þeir eins og andinn blés þeim i brjóst hverju sinni, og sömu persónurnar komu fyrir I hverju leikritinu á fætur ööru. Til dæmis er trúöurinn Arleccino I „Afbragö annarra kvenna” ein sllk aö minnsta kosti aö nafninu til. begar kemur fram á átjándu öld er hefö þéssi nánast geld og stöönuö og gamanleikir I hennar anda litiö annaö en farsar. Goldoni setur sér þaö verkefni aö vekja gleöi- og gamanleiki til nýs lífs og brjóta niöur þessa gömlu hefö. I þvi skyni vildi hann nota atvik og manneskjur úr raunverulegu lífi leggja niöur grímur, gæöa leikritin siöferöi- legum boöskap og nota fyrir- fram skrifaöan texta. Eitt af fyrstu verkunum, sem eiga aö þjóna þessu markmiöi er „Af- bragö annarra kvenna”. „Afbragö annarra kvenna” fjaílar um vinnukonu, Rosauru, sem hefur veriö svikin I ástum og reynir aö ná fram hefndum. 1 þeim tilgangi flytur hún á heimili fyrrum ástmanns slns, Florindos, sem er rétt ókominn heim frá námi viö háskólann I Padúa. Hún nær trúnaöi og ööl- ast viröingu alls heimilisfólks- ins og getur meö klækjum og hugvitssemi fengiö Florindi til aö standa viö hjúskaparheit sitt. Til aö ná markmiöi sinu læst hún ætla aö kvænast hús- bóndanum, fööur Florindos, Dottore segist elska Arleccino þjón Dottores og vilja kvænast Brigella öörum þjóni Dottores, elur á spilafikn Ottavios, sonar Dottores, kyndir undir hégóma- girnd Beatrice, konu Ottavios, mælir látalæti upp I Diönu, dótt- ur Dottores og gerir vonbiöil hennar, Momolo ástfanginn I sér. Þegar öllum er ljóst, hvaö fyrir Rosauru vakir, áfellist hana enginn, heldur kemur öll- um ásamt um aö hún sé „af- bragö annarra kvenna”. 1 lokin vill hún ganga skrefi lengra en ^ v > Guðmundur Heiðar Frímannsson á Akureyri skrifar um sýningu Leikfélags Akureyrar á „Afbragð annarra kvenna" eftir Goldoni, sem sýnt er í tilefni 60 ára afmœlis félagsins að „tileinka sér eöli hvers og eins” óg segja heimilisfólkinu sannleikann um þaö sjálft. Á þvl lýkur leikritinu. Fyrir tveim öldum slöan var töluvert nýjabrum aö því aö lýsa I leikriti konu, sem var staðráöin I aö fá vilja slnum framgengt, trúöi þvl, aö hún heföi rétt til aö velja sér maka og lét ekkibeygja sig. Ogerenn. En þaö olli töluveröu f jaörafoki meöal samtiöarmanna Goldon- is. En þetta er ekki hiö eina, sem markvert má telja um leik- inn. Þar er einnig skopast aö viöteknum skoöunum, eins og þegar Ottavio trúir þvl aö hann komist I efstu þrep viröingar- stiga mannfélagsins, ef honum einungis áskotnist nægilega mikiö fé. betta er haganlega geröur gamanleikur, sem er ögn dýpri en hreinn farsi, en mikiö afrek I leikbókmenntum telst hann ekki vera. Ef menn vilja, aö LA heföi sýnt hvaö raunveru- lega I því býr á afmælissýning- unni, meö þvl aö færast mikiö I fang, þá heföi sýning á borö viö „Sölumaöur deyr” eflaust veriö heppilegri sem afmælissýning. Sýning LA á „Afbragö ann- arra kvenna” er prýöileg og stendur fyllilega fyrir sínu, en gallalaus er hún ekki. Hún er aö vísu aldreileiöinleg sem er mik- ill kostur. En hún er heldur ekki eins skemmtileg og kostur er á. Megin ástæöan til þess er sú, aö leikurunum fipast hvaö eftir annaö aö segja fram textann. Stundum jafnvel svo, aö fær á á- horfendur. Viö þetta tapast all- ur hraöi og sá stígandi sem nauösynlegur er til að flutning- ur á gamanleik takist verulega vel. Þrátt fyrir þennan ágalla skiluðu leikararnir hlutverkum sínum yfirleitt nokkuð vel. Þaö ber fyrsta aö nefna Sögu Jóns- dóttur, sem lék þjónustustúlk- una Rosauru. Henni tókst meö hreyfingum slnum og látæöi öllu aö gæöa persónuna yndisþokka og einbeitni sem nægöi til aö gera atburöarás leiksins senni lega. Þórir Steingrlmsson lék elskhuga Rosauru, Florindo, og komst vel frá þvl. Jóhann Og- mundsson lék heimilisfööurinn Dottore, og geröi þaö af rögg- semi og festu. Sigurveig Jóns- dóttir lék Beatrice og geröi þaö kunnáttusamlega, en þaö verö- ur vart sagt um Heimi Ingi- marsson, sem lék Ottavio, eig- inmann Beatrice. Honum fatað- ist of oft. Þaö vantaöi ögn meiri nákvæmni I leik Gests E. Jón- assonar til aö Lelio yröi mein- fyndinn, eins og tilefni er til I leikritinu. Því var ekki til aö dreifa um Aöalstein Bergdal I hlutverki Arleccinos. Honum tókst ágæta vel aö laöa fram þaö, sem skoplegt er, 1 hinum matlystuga þjóni. Þau Arni Val- ur Viggósson, Aslaug Ásgeirs- dóttir, Guömundur Rúnar Heiö- arsson skiluöu hlutverkum sín- um yfirleitt smekkvlslega. Leiksviösmynd er góö og stll- hrein umgjörö um sýninguna, þótt deila megi um, hvort áferö baksviös brjóti aö einhverju marki I bág viö þaö, sem stend- ur á framsviöi. Búningar voru mikiö augnayndi. Þýöing leik- ritsins hefur tekist vel, er lipur- leg og fer vel I munni. Leikstjóri þessa verks er Kristín Olsoni og hefur hún unnið verk sitt af vandvirkni og nákvæmni. Nægir aö benda á lokaatriðið, sem er áhersla á orö Rosauru, þegar hún segir hug sinn allan viö heimilisfólk Dottores, og dans Aöalsteins Bergdals og Astu Jó- hannesdóttur en bæöi þessi atr- iöi draga efni leiksins skýrar fram. Þótt þessi sýning teljist vart stórátak af hálfu Leikfélags Ak- ureyrar og auki ekki miklu viö hróöur þess, er ástæöa til þess aö hvetja fólk til aö sækja hana. Ef þaö tekst aö laga framsögn á texta geta leikhúsgestir átt von á vandaðri og góöri kvöld- skemmtun.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.