Vísir - 20.04.1977, Side 17
VISIR Miðvikudagur 20. aprll 1977
ÞAÐ ER BARA GIGT I ÞÉR
Vísir rœðir við Guðjón Hólm
formann Gigtarfélags íslands í
tilefni alþjóðlegs gigtarórs
„Það er staðreynd aö gigtar-
sjúkdómarnir hafa verið van-
ræktir. Þegar miðað er viö að
gigtarsjúklingar eru stærsti ein-
staki sjúklingahópurinn sem
leitar læknis, erauðséð aö mikið
vantar á aö nóg sé gert I þessum
málum,” sagði Guöjón Hólm
formaður Gigtarfélags islands i
viðtali við Visi.
Gigtarfélag Islands er ný-
stofnað félag leikmanna, en
fyrir var hér til og er enn félag
gigtarlækna. Guðjón sagði aö
það sem hefði gert þessa félags-
stofnun aö knýjandi nauðsyn
hafi verið að árið 1977 var valið
alþjóölegt gigtarár.
„Gigtarfélögin sjá hvert I
sinu landi um kynningu á mál-
efnum gigtsjúkra af þessu til-
efni. Fyrsta og stærsta verkefni
félagsins er því að sinna þessari
kynningu.”
Stærsti
sökudólgurinn
Það er ekki öllum ljóst hve
mikill skaðvaldur gigtin er frá
þjóðhagslegu sjónarmiði.
Guðjón sagði aö t.d. væri nær
helmingur allra öryrkja komnir
i þá aðstæðu vegna gigtar. Þá
eru fjarvistardagar úr vinnu
einna flestir vegna gigtar.
Og þaö eru ekki margir sem
sleppa alveg við þessa plágu.
Samkvæmt skýrslum lækna nær
aðeins einn af hverjum tiu á
sjötugsaldri án þess aö hafa
nokkurn tima leitað læknis
vegna gigtar.
Sem dæmi um það hve mikið
vinnutap hlýst af gigtinni má
nefna að niðurstaða rannsókn-
ar, sem enska tryggingamála-
ráðuneytið gerði fyrir um ára-
tug var sú að á hverja 100
vinnandi menn væru 57 fjar-
vistardagar á ári vegna gigtar-
sjúkdóma.
Eðli vinnunnar hefur mikil
áhrif á tiðni gigtsjúkdóma og
kom i ljós i þessari rannsókn að
hjá verkamönnum voru 154
veikindadagar á ári, á móti 15
veikindadögum hjá þeim sem
unnu að huglægum störfum.
Börnin sleppa
ekki heldur
Gigt birtist I hinum margvis-
legustu myndum, sem I höfuð-
dráttum greinist hún I þrennt —
liöagigt, vöðvagigt og slitgigt.
Af þessum sjúkdómum eru þó
talin vera 170-180 afbrigði.
Gigtarsjúkdómar eru al-
gengari meðal fullorðinna, en
börn fá oftar liðagigt en viö
gerum okkur grein fyrir. Fyrir
fimmtán árum gerði finnskur
læknir rannsókn á þvi hversu
mörg gigtartilfelli kæmu fram i
Finnlandi á börnum yngri en 15
ára.
Kom I ljós að á hverja 100.000
Ibúa koma upp 6-8 ný gigtar-
tilfelli hjáþ þessum aldursflokki
árlega. Þetta svarar til 14-15
nýrra tilfella á hverju ári, ef
ástandið á þessum málum er
sambærilegt hér á landi. Sam-
kvæmt heimildum frá Noregi
hafa á siðustu árum komið fram
50 ný gigtartilfelli hjá börnum
árlega.
Guðjón Hólm: „Raunar skortir hér allar rannsóknir á
sjúkdómnum”. Mynd:JA
Engar slikar
rannsóknir hér
Þegar allar tegundir gigtar-
sjúkdóma eru teknar meö i
dæmið er taliö aö i Noregi séu
um 100.000 menn gigtsjúkir. En
hvernig er ástandið hér á landi?
„Þvi miöur hefur aldrei verið
gerö rannsókn á tiöni
sjúkdómanna hér á landi sagði
Guöjón”. Raunar skortir hér
allar rannsóknir á
sjúkdómnum. Nú eru aöeins
þrjú ár liöin siöan fyrsti kenn-
arinn I gigtarlækningum var
ráðinn til starfa viö Háskólann.
Aðstaöan til rannsókna er lika
svo til engin.
Þess vegna var þaö valið sem
eitt fyrsta verkefni Gigtarfé-
lagsins að safn fé til kaupa á
rannsóknartækjum til
rannsóknar á sjúkdómnum.
Þau tæki er ætlunin aö gefa
rannsóknardeild i ónæmisfræö-
um sem starfar á Landspitalan-
um. Þetta teljum viö mjög
mikilvægt verkefni, þar sem
rannsóknir á þessu sviöi stuöla
aö þvi að fyrirbyggja sjúkdóm-
inn, sem aö sjálfsögðu er þaö
sem allir óska eftir.”
„Þetta er bara
gigt i þér”
„ÞaÖ er auðvitaö margt fleira
sem vantar hér. Til dæmis
vantar tilfinnanlega göngudeild
fyrir þessa sjúklinga. Þessi
sjúkdómur veldur ekki dauða,
en getur þjáö fólk mjög lengi.
Aðalatriöið er þvl aö komast
fyrir sjúkdóminn á byrjunar-
stigi.
Sjúklingarnir geta hjálpar
mikið til sjálfir I samvinnu við
lækna og þvi á Gigtarfélagið að
vera nauösynjafélag frá
þjóöhagslegu sjónarmiði.
En það er nú svo að auk þess
sem aöstaöa til meöferðar gigt-
arsjúkra er léleg, er þjónustan
það einnig. Hér vantar
tilfinnanlega sjúkraþjálfara og
sérfræðingar eru alltof fáir.
Þó eru nokkrir ljósir punktar I
þessum málum. Rannsóknum
hefur fleygt fram á slöustu
árum. Það er ekki út i bláinn
sem þetta ár var valið ár gigtar,
þvi menn' hafa gert sér grein
fyrir þvi á siðustu árum að gigt
er mikið þjóðarmein og þess
virðiaðhennisé gaumur gefinn.
Enda vonum við að sá timi sé
liðinn að læknir segi eitthvað á
þessa leið viö sjúkling: „Það er
bara gigt i þér”, ” sagði Guöjón
Hólm að lokum.
—SJ
HÚSBYGGEJNDUR-Einangrunarplast
Afgreiðum einangrunarplast á
Stór-Reykjavíkursvæðið frá
mánudegi-föstudags.
Afhendum vöruna á byggingar-
stað, viðskiptamönnum
að kostnaðarlausu.
Hagkvæmt verð
og greiðsluskilmálar
við flestra hæfi
B orga rpl ast
Borqarneti j| «ími 93-7370
kvöld og belqarsimi «3-7355
Sigtúni 3
Erum fluttir í Sigtún 3
Chevrolet Vega G.T. árg. 74
Faílegur sportbíll.
Oskum eftir Cortinu 1600 árg. 72 2ja dyra.
Einnig vantar okkur japanska, sænska og
þýska bíla af öllum gerðum
Tökum litmyndir. Nœg bílastœði.
Kaffistofa og bílaþvottastöð i sama húsi.
Opið fró kl. 9-7 KJORBILLINN
. 11 in x Sigtúni 3
Laugardaga kl.10-4 144^
Sumardagurinn fyrsti
Skrúðgöngur:
kl. 13.00
Tívolí við
Austurbœjarskóla:
kl. 13.30
Unglingadansleikur:
kl. 21.00
Dagskrá dagsins í Reykjavík
Lagt verður af stað frá Sjó-
mannaskólanum og Sóleyjagötu,
við Hljómskálann.
Skátar og lúðrasveitin Svanur og
lúðrasveit verkalýðsins, Ieiða
göngurnar.
Gengið verður að Austurbæjar-
skóla.
Svæðið opnað
Inngangseyrir fyrir fullorðna kr.
100.-
Inngangseyrir fyrir börn kl. 50.-
Skemmtidagskrá á palli kl. 14.00,
15.00 og 16.00
Ýmsir skemmtikraftar leika listir
sinar.
Útidansleikur fyrir unglinga i
porti Austurbæjarskóla. Hljóm-
sveitin Póker leikur fyrir dansi.
í Tivoliinu verða á boðstólnum ýmsir
frumlegir tivolipóstar m.a. skotbakkar,
spákonur, ótemja, boltaspil, tuskukast og
margt fleira.
Sérstakir peningar gilda i Tivoliinu eða
sumarkrónan og kostar hún 25 kr.
Barnagæsluvöllur verður starfræktur á
svæðinu fyrir börn 2-5 ára.
Þá verður og veitingasala
Skátasamband Reykjavíkur — Sumargjöf — St. Georgsgildi