Vísir - 13.05.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 13.05.1977, Blaðsíða 4
Föstudagur 13. mal 1977 VISIR ^Umsjón: ->Óli Tynes NIXON UM STJÓRNARÁR SÍN: Stöðvaði rússneskt herlið á leið til Miðausturlanda og indverska innrás í Pakistan Nixon, fyrrum Banda- ríkjaforseti, sagði í sjón- varpsviðtali í gær frá að- draganda þess að hann skipaði kjarnorkusveit- um bandaríkjahers í við- bragðsstöðu í Yom Kipp- ur striðinu milli araba og israela árið 1973. Hann skýrði einnig frá því að aðeins mikill þrýstingur frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum hefði hindrað innrás Indlands í Pakistan, árið 1971. Nixon skýrði frá þessu í einum sjónvarpsviðtalsþátta sinna við David Frost. Forsetinn fyrrverandi sagöi aö þegar fór að halla á araba i Yom Kippur striöinu, hafi Sad- at, forseti Egyptalands sent beiðnir til Sovétrikjanna og Bandarikjanna um að þau sendu friðargæslusveitir til Miðausturlanda til að sjá um að bardagar yrðu stöðvaöir. Hann sagði að þessi beiðni hefði verið „algert brjálæði” vegna hættunnar á þvi að til átaka kæmi milli rússneskra og bandariskra hermanna. Engu að siður hefðu rússar viljað senda sveitir niðureftir og tekið þvi mjög illa þegar Bandarikin neituðu. Hótun fró Rússum Nixon sagði að Bandarikin hefðu fengið harkalegt hótunar- bréf frá rússneskum stjórnvöld- um. Þar hefði þvi verið hótaö aö rússar myndu einhliða senda hersveitir til Miðausturlanda. Til þess að sýna framá aö Bandarikin myndu alls ekki liða það, skipaöi Nixon kjarnorku- heraflanum i viðbragðsstöðu. Þaö varö til þess að rússar hættu við áform sin, sagöi hann. Nixon sagði einnig frá þvi aö hann hefði farið gegn ráöum Kissingers um að senda aöeins mjög litið af hergögnum til Israels, meðan á striðinu stóö. ,,Eg sagöi, sjáöu nú til Henry, viö verðum ásakaöir alveg jafn- mikið hvort sem við sendum „Gömlu góöu dagarnir”, þá var Nixon tvöfalt, gangandi sigur- tákn. i sjónvarpsviötalinu ná, státar hann af sigrum sfnum I utan- rlkismálum og meö nokkrum rétti. þrjá flugvélarfarma, þrjátiu eöa hundrað. Sendu þeim allt sem getur flogið.” Hefði gleypt Pakistan Þá sagöi forsetinn að litlu heföi munað aö Indland legði Vestur-Pakistan undir sig árið 1971. Eftir sigurinn i Austur- Pakistan (Bangladesh) hefði Indira Gandhi ákveðið að gera innrás i Vestur-Pakistan. „Hún hefði gleypt Pakistan”, sagði forsetinn. „Það var mikill þrýstingur á okkur frá Kina að gera eitthvað og ég hafði sam- band við Brezhnev en viðbrögð hans voru mjög „veik”.” „Hann sagði „það er erfitt að fást við þá, núna þegar þeir hafa komist á bragðið með þvi að sigra i Austur-Pakistan. Við höfum mjög litið vald yfir þeim núna”.” Nixon sagði að hann hefði sent Indiru Gandhi mjög „harða nótu”og Brezhnev hafi lika eitt- hvað pressaö. Indverjar hafi þá hætt við innrásina. Áfrýja leyfi Concorde til lendinga í N.York Stjórnendur Kennedy- flugvallar hafa ákveðið að áfrýja úrskurði héraðs- dómara um að þeir hafi ekki leyfi til að banna Con- corde farþegaþotunni hljóðfráu að lenda á flug- vellinum. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að rtkis- stjórnin hefði leyft sextán mánaða tilraunaflug með Concorde til New York og því leyfi yrði að fylgja. Concordemálið er eitt heitasta pólitiska máliö sem.nú er i gangi milli Bandarikjanna annarsvegar og Breta og Frakka hinsvegar. Umhverfisverndarmenn í Banda- rikjunum hafa barist hatramm- lega gegn Concorde og finna henni allt til foráttu. Bandarikjastjórn varð fyrir árásum úr öllum áttum meðan hún var að reyna aö taka ákvörö- un um hvort Concorde ætti aö fá lendingarleyfi eða ekki. Að lokum komst hún að málamiölunar- niðurstöðu. Ekki var gefið út al- mennt leyfi fyrir Concorde, en hinsvegar mátti fljúga henni i áætlunarflugi til New York um sextán mánaða skeið. Skyldi allt flug hennar yfir og lendingar i Bandarikjunum vera undir smá- sjánni og endanleg ákvörðun svo tekin á grundvelli þeirra rann- sókna. Bretar og Frakkar halda þvi fram aö Concorde standi og falli með leyfinu til að lenda i Banda- rikjunum. Ef ekki fáist lend- ingarleyfi þar verði að taka vélarnar úr umferö. Þær eru nú þegar reknar með miklu tapi. Rikisstjórnir Bretlands og Frakklands fjárfestu hundruð milljóna sterlingspunda i Con- corde og eru þvi litið hrifnar af þvi að „sjá vélina hrapa”. Þær hafa þvi lagt hart að bandarisku stjórninni aö veita leyfið. óvist er hvort áætlunarflug Concorde hefst nú næstu daga til New York, eða hvort beðiö verður enn um sinn meðan áfrýjunar- dómstóll fjallar um þessa niður- stööu héraðsdómarans. Vill löggjöf sem nœr yf- ir diplómata Breskur þingmað- ur hefur lagt fram frumvarp um sér- staka löggjöf sem skuli ná til þeirra diplómata sem beita fyrir sig dipló- matiskri friðhelgi til að sleppa við sektir fyrir að leggja ólög- lega og/eða vera of lengi við stöðumæla. A siðasta ári voru skrifaöir út 92.985 sektarmiðar sem diplómatar neituðu aö greiöa, vegna friðhelgi sinn- ar. Sektirnar eru sex sterlingspund þannig að þarna töpuöust tæpiega 576 þúsund sterlingspund. Verstir með aö leggja ólöglega eru diplómatar frá Nlgeriu sem fengu alls 6.350 miða. Næstir komu egyptar meö tæplega 5000 og þarnæst kúbanir með tæplega 4500. Breski þingmaðurinn sagöi að ástandið versnaði stöðugt og það væri óþolandi að þessir menn skildu bif- reiðar slnar eftir þar sem þeim sýndist, f krafti dipló- matlskrar friðhelgi. Andstæðingar Concorde eru staðráönir i aO ganga af henni dauðri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.