Vísir - 25.05.1977, Blaðsíða 5
5
BANKASTRÆTI, SÍMI 283 50
Volvo dró úr fram-
leiðslu
í dag eru laun i sænska bif-
reiðaiönaðinum hærri en
nokkursstaðar annarsstaðar i
heiminum. Og þótt framleiðslan
sé vönduö er erfitt að, keppa viö
til dæmis þýskar og japanskar
verksmiðjur. Meðan Mercedes
og BMW eru með langa biðlista
og framleiði ,,á öllu litopnuðu”
hafa Volvo verksmiöjurnar til
dæmis þurft að draga Ur fram-
leiðslunni.
Þetta sýnir aö verksmiöjurn-
ar standast heldur ekki sam-
keppnina þar sem gæðin eru i
mestum hávegum höfö, en verö-
ið aukaatriöi.
Á einu sviði standa báðar
verksmiðjurnar sig vel.
Flutningabilarnir frá Scania og
Volvo seljast vel um allan heim.
Sérstaklega er þaö Scania meö
sinn stórkostlega fjórtán litra
mótor sem talinn er eitthvaö
það besta sem til er á vörubila-
markaöinum i dag.
Og þaö var reyndar vegna
vörubilanna sem skriður kom á
sameininguna. Scania hefur I
gegnum árin byggt upp mjög
góðan markað i Brasiliu. Veltan
I þvi landi einu var um þrir mill-
jarðar norskra króna (Um 108
milljarðar isl. kr.) á siðasta ári.
Volvo vildi gjarnan komast
inn á þennan markaö og þegar
útlit var fyrir aö Volvo myndi
fyrir alvöru sækja eftir fótfestu
þar var fariö að ihuga aö sam-
vinna væri kannske heppilegri
en samkeppni.
Josti Electronic
NYSTARLEG VERSLUN
Nýkomið mikið úrval
sjónvarpsleiktœkja
og mœlitœkja
Uppsett tæki til sýnis á staðnum.
Komið, hringið eða skrifið eftir litprent-
uðum myndaiista.
Velkomin í sanna JOSTI-verslun
MYCO
HAMRABORG I. KÓR s: 43900
Opið kl. 16-20 virka daga, laugardaga 10-12
VÍSIB
Miðvikudagur 25. mai 1977.
iVji íiiwtiTI
Umsjón: óli Tynes
Samruni Volvo og
Saab/Scania verksmiðjanna I
Sviþjóð var varöveittur eins og
rikisleyndarmál þar til allt I
einu var gefin út fréttatilkynn-
ing um hann. Norska blaöið
Farmand fjallar um þennan
samruna og ástæðurnar fyrir
honum 14. mai, siðastliðinn og
segir meðal annars:
í að minnsta kosti tiu ár hafa
menn rætt um aö þaö væri eöli-
legt að sameina sænsku bila-
framleiðendurna ef þeir ættu að
lifa af sífellt harðnandi sam-
keppni. Þaö var visað til sam-
runa annara bilaverksmiöja úti
i hinum stóra heimi og leitað að
„sterkum” manni sem gæti
komið þessu um kring fyrir
Saab og Volvo. Nú er semsagt
búið að þvi, en spurningin er
hvort þaö sé of seint.
Þaö er viss hætta á þvi aö
hvað snertir framleiðslu fólks-
bifreiða sé Sviþjóð á leiö út af
alþjóðamarkaöinum vegna hins
háa verös. Og án fótfestu á al-
þjóöamarkaöinum er alveg eins
gott að pakka saman.
Ófarir erlendis
Mjög svo leynilegar viöræöur
hófust milli æðstu manna fyrir-
tækjanna tveggja og þeir kom-
ust á mettima aö þeirri niður-
stööu að samruni væri möguleg-
ur. Þeir lögöu svo tilbúnar
áætlanir sínar fyrir helstu
trúnaðarmennina, öllum aö
óvörum.
Þaö vannst enginn timi til að
gera almennum trúnaöarmönn-
um hinna eitthundraö þúsund
starfsmanna grein fyrir málinu,
þaöfór Igegn á mettima. Það er
að sjálfsögðu gagnrýnt harölega
I dag.
Þegar um 1960 var byrjaö aö
tala um samruna fyrirtækjanna
tveggja, fyrir alvöru, en þvi
miður varð ekkert úr fram-
kvæmdum. Þess i stað leituöu
bæði fyrirtækin útfyrir land-
steinana. SAAB reyndi sam-
starf viö Lancia, á Itallu, sem
ekki hefur gefist alltof vel.
Volvo keypti DAF fólksbila-
verksmiðjurnar og setti smábil
á markaðinn sem grund-
vallaður var á hinum vinsæla
alsjálfvirka DAF. En hann gekk
ekki vel og heldur ekki nýr smá
bill sem Volvo hleypti af
stokkunum i fyrra.
Vantar smábil
Vandamál beggja verksmiðj-
anna er aö þær hafa brýna þörf
fyrir sparneytinn smábil sem
selst vel. Það er reiknaö með að
i dag kosti þaö um einn milljarð
(36 miiljaröa Is. kr.) að hanna
nýtt model og það væri auðvitaö
hreinasta sóun ef hvor verk-
smiðjan fyrir sig leggði út I
þann kostnað.
Þaö er alveg ljóst aö eftir
samrunann er hægt að spara
— en sameinuðust SAAB og Volvo
nógu snemma til að bjarga
bifreiðaframleíðslu sinni?
geysilegar upphæðir viö
markaðsöflun erlendis og meö
ýmiskonar einföldun og sam-
hæfingu heimafyrir. Sérstak-
lega ætti nýja samsteypan aö
standa vel að vigi i framleiðslu
flutningabila.
Hinsvegar verður þaö mikiö
verk og vandasamt að samhæfa
alveg starfsemi fyrirtækjanna
tveggja, þvi þau hafa með árun-
um komið sér upp ýmsum
„aukadeildum.” Má þar t.d.
nefna framleiðslu SAAB á
orrustuþotum.
Það segir sig sjálft aö þessi
samsteypa verður risi á
Norðurlöndum. Volvo var oröiö
stærsta iönfyrirtæki á Noröur-
löndum þegar fyrir sameining-
una. Vonandi fór risinn ekki of
•seint á fætur.
Smurbrauðstofan
BJORIMIIMIM
Njólsgötu 49 — Simi 15105
HERMANNASKYRTUR