Vísir - 25.05.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 25.05.1977, Blaðsíða 19
VISIR Miðvikudagur 25. mai 1977. Leikrit vikunnar á morgun klukkan 20.05: Útvarpsleikrit vikunnar heit- ir að þessu sinni „Vetrarferö” og er eftir Somerset Maugham. Þýðandi er Aslaug Arnadóttir og leikstjóri Klemens Jónsson. Leikrit þetta er unniö uppúr smásögunni „Winter Cruise”. Þar segir frá ungfrú Reid, sem feröast meö flutningaskipi til Vestur-Indía. Hún þreytir alla meö sifelldu málæöi sinu, og skipstjórinn veit ekkert hvaö til bragös skuli taka. Hann felur loks skipslækninum aö gera nauösynlegar ráöstafanir. Maugham er sjálfur sögu- maöur I leikritinu, sem hefur til aö bera alla kosti hans sem rit- höfundur: hugkvæmni, þekk- ingu á mennlegu eöli og hæfileg- an skammt af gamansemi. Ungfrú Reide er manngerö sem margir vafalaust þekkja og aö þvi er varöar lausn Maughams á blaöursýki hennar, getur hún veriö alveg jafn nærri lagi og hvaö annaö. Willeam Somerset Maugham fæddist I Paris áriö 1874. Hann stundaöi nám 1 heimspeki og bókmenntun viö háskólann I Heidelberg og læknisfræöinám um skeiö I St. Thomas sjúkra- húsinu 1 Lundúnum. Var hann læknir á vigstöövunum i Frakk- landi 1914. Fyrsta saga Maughams, „Liza frá Lambeth” kom út áriö 1897, en hér munu kunnastar sögurnar „Tungliö og tieyring- ur” og „1 fjötrum,” sem eru öörum þræöi sjálfævisaga. All- mörg leikrita hans hafa veriö sýnd á fslensku leiksviöi, m.a. „Loginn helgi” og „Hve gott og fagurt”. Þá hefur útvarpiö flutt drjúgan fjölda leikverka hans. „Vetrarferö” er tuttugasta leik- ritiö sem þaö flytur eftir hann. A striösárunum 1940-45 dvaldi Maugham i Bandarlkjunum en siöan aöallega i Frakklandi, þar Somerset Maugham lést i hárri elli árið 1965. sem hann lést áriö 1965. Aöalhlutverkin I leikritinu i kvöld leika Herdis Þorvaldsdótt ir,Róbert Arnfinnsson, Steindór Hjörleifsson Rúrik Haraldsson og Gfsli Alfreösson. —GA James Onedin hefur ekkibreyst mikið á þeim tveimur árum sem liðin eru frá þvi aðhann sást hér siðast I sjónvarpinu. ONtDIN MÆTTUR í SLAGINN „Mér virðast þessir þættir ákaflega svipaðir þeim sem voru sýndir hér áöur”, sagöi óskar Ingimarsson, þýðandi One- din-þáttanna f samtali við VIsi. Nú er sem sé loksins komiö að þvi að landsmenn fái að berja Onedin augum eftir um það bil 2 ára aðskilnað. „Andrúmsloftiö I þeim er mjög svipaö”, sagöi Óskar „og þaö tók mig ekki langan tima aö setja mig inni efniö. Aöalleikararnir eru lika allir hinir sömu og áöur og þráöurinn svipaöur. Þeir eiga stööugt I haröri sam- keppni, James Onedin og Frazer, sem er tengdafaöir Elisabetar, systur James. Onedin skipafélagiö lætur sér nægja segl- skip, en Frazer er meö gufuskip I sinni þjónustu. Bæöi félögin eru byrjuö á oliuflutningum frá Bandarikjunum. A einni af ferö- unum kemur óhapp fyrir eitt skipa Frazers sekkur þegar þaö er i námunda viö eitt af skipum Onedins. Frazer reynir siöan aö sjáifsögöu aö koma sökinni yfir á Onedin, og segir hann hafa van- rækt aö gera skyldu sina. Elisabet Onedin ræöur miklu i fyrirtæki Frazers, en Robert One- din, þingmaöurinn, reynir aö foröast hin ráöriku systkini sin. Fyrsti þátturinn heitir „Þegar Helen May fórst”, en alls veröa þeir tiu. Þeir eru sendir út I lit. — GA Sjónvarp klukkan 20,30: Eiginhandar- undirskrift og torfœrudreki - í nýjustu tœkni og vísindum Niu breskar myndir verða sýndar I þættinum Nýjasta tækni og visindi f kvöld. Þær heita Þristoða kerfið, Vatnshlif, Nýjungar I lyflækningum, seg- ulvél, Loftmengun, Hljóðlát dieselvél, Natrium brennisteins rafgeymar. Eiginhandar undir- skrift, torfærudrekinn. Þáttur þessi, sem er I umsjá Siguröar Richter, er ekki nema 25minútna langur svo þaö gefur auga leiö aö hver einstök mynd er örstutt. Viö báöum Sigurö aö segja okkur frá nokkrum mynd- anna. „Ég hef skýrt eina þeirra Vatnshlif, en þaö er apparat sem notaö er til aö gera viö gat á bátum til bráöabrigöa. Tæki þessu svipar til regnhlifar og þvi er stungiö niöur um gatiö á botni bátsins, og siöan spennt út. Vatnsþrýstingurinn sér siöan um aö halda þvi þétt upp aö bátnum þannig aö ekkert lek- ur. önnur mynd sem ég kalla loftmengun greinir frá rann- sóknum á áhrifum loftmengun- ar á menn. Fengnir voru nokkr- ir sjálfboöaliöar og þeir lokaöir inni i klefum 3 mánuöi. Síöan var dælt á þá menguöu lofti og fylgst meö hvaöa áhrif þaö haföi á starfsgetu þeirra og likams- starfsemi.” Miðvikudagur 25. mai. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Nana” eftir Emile Zola Karl Isfeld þýddi. Kristin Magnús Guð- bjartsdóttir les (13). 15.00 Miðdegistónleikar Fil- harmoniusveitin i Vinar- borg leikur „Don Juan” sinfóniskt ljóð op. 20 eftir Richard Strauss, Wilhelm Furtwangler stj. Hljóm- sveitin Filharmonia i Lund- únum leikur Sinfóniu nr. 2 i d-moll eftir Antonin Dvorák, Rafael Kubelik stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Litli barnatiminn Finn- borg Scheving sér um hann. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynning.ar 19.35 Súmerar — horfin þjóð Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri flytur siðara erindi sitt. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöng- ur: Sigurveig Hjaltested syngur lög eftir Bjarna Böðvarsson Fritz Weiss- happei leikur á pianó. b. Ferðast i vesturveg Þórður Tómasson safnvörður i Skógum flytur þriðja og siðasta hluta frásögu sinnar af ferð til Bandarikjanna i fyrra. c. Leitin Baldur Pálmason les nokkur kvæði úr nýlegu ljóðakveri Björns Haraldssonar i Austurgöröum i Keldu- hverfi. d. Sungið og kveðiö Þáttur um þjóölög og al- þýöutónlist i umsjá Njáls Sigurðssonar. e. Vafrastað- ir og völuleiöi Rósa Gisla- dóttir frá Krossgerði les úr þjóösagnasafni Sigfúsar Sigfússonar. f. Kórsöngur: Karlakór Akureyrar syngur islensk lög Söngstjóri: Askell Jónsson. Pianóleik- ari: Guömundur Jóhanns- son. 21.30 Útvarpssagan: „Jómfrú Þórdis” eftir Jón Björnsson Herdis Þorvaldsdóttir les (23). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Vor i verum” eftir Jón Rafnsson Stefán Ögmundsson les (13). 22.40 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.05 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 25. mai 18.00 Bangsinn Paddington. Breskur myndaflokkur. Þýöandi Stefán Jökulsson. Sögumaöur Þórhallur Sig- urðsson. 18.10 Börn um víða veröld. Þessi þáttur er um börn á Indlandi. Þýöandi og þulur Stefán Jökulsson. 18.35 Rokkveita ríkisins. Hljómsveitin Cirkus. Stjórn upptöku Egill Eðvarösson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaöur Sigurður H. Richter. 20.55 Onedin-skipafélagið (L) Framhald fyrri þátta. Aöal- hlutverk: Peter Gilmore og Jessica Benton. 1. þáttur. Þegar „Helen May” fórst. James Onedin færir enn út kviarnar, en hann á nú i harðri samkeppni við skipa- félög, sem eiga gufuskip. Elisabet systir hans hefur undirtökin i stjórn Frazer- skipafélagsins, og er hún ekkisiöur óvægin en James. Róbert bróöir þeirra er þingmaður og reynir að forðast hin ráðriku systkin sin. Þýöandi óskar Ingimarsson. 21.45 Stjórnmálin frá striðslokum Franskur frétta- og fræðslumynda- flokkur. 1 þessum þætti er einkum fjallað um Frakk- land, Italiu og Þýskaland á árunum 1950-60. Þýöandi og þulur Sigurður Pálsson. 22.45 Dagskrárlok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.