Vísir - 25.05.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 25.05.1977, Blaðsíða 24
VlSIR Hlýtt ófram Landsmenn mega eiga von á að veðrið verði áfram hlýtt eins og verið hefur undanfar- ið. Suðaustlæg átt verður rikj- andi, var okkur sagt á Veður- stofunni i morgun. Þokusúld verður á næstunni á Suðurlandi. Vestanlands verður smávæta, en þurrt á Norður- og Austurlandi. —EKG Þrjór gróðrarstöðvar í nýju borgarbyggðinni Þrjár gróðrarstöðvar eru fyrirhugaðar i hinni nýju byggð við Úlfarsfell sem nýlega var samþykkt skipulag fyrir i borgarstjórn Reykjavikur. Borgarráð hefur samþykkt skipulag á þrem reitum sem eru 3, 1,8 og 0,6 hektarar að stærð og ætlaðir eru fyrir gróðrarstöðvar. Reitir þessir eru i Lambhaga og verður hér um að ræða notkun á grænu svæði milli Úlfarsár og ibúðar- hverfisins sem fyrir- hugað er utan i hliðinni. Nýjasta hassmólið er að mestu upplýst Nýjasta hassmálið er nú upplýst að miklu leyti og hefur þremenningunum scm sátu I gæsluvarðhaldi vegna rannsókn- ar málsins öllum verið sleppt. Hafa þeir litið sem ekkert komið við sögu fikniefnamála áður. l)m erað ræða smygl og dreif- ingu á nokkrum kflóum af hassi. Inn i málið blandast tugir manna, og er eftir að kanna ýmis atriði þess nánar. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að önnur efni en hass komi hér við sögu. — SG Hlutafé Flug- leiða tvöfaldað Aðalfundur Flugleiða samþykkti að auka hlutafé fé- lagsins um 372,7 milljónir króna. Þá verða einnig gefin út jöfnunarhlutabréf og hlutaféð þannig tvöfaldað, en þaö er I dag 1283 milljónir króna. Útgáfa jöfnunarhluta- bréfanna er gerð samkvæmt heimildum i skattalögunum og fer útgáfa þeirra fram fyrirárs- lok . 1977. Samþykkt var á aðalfundin- um að greiöa hluthöfum 2,95% arð af hlutafé. Samþykkt var tillaga um fjölda stjórnar- manna, sem verða 11 aðalmenn og f jórir varamenn tilaðalfund- ar 1979, en siðan verða niu aðal- menn og þrir varamenn. I aðalstjórn Flugleiða til eins árs voru kjörnir þeir Alfreð Eliasson, örn Ó. Johnson, Einar Árnason, Kristján Guðlaugsson, E.K. Olsen, Svanbjörn Frimannsson, Bergur G. Gisla- son, Sigurgeir Jónsson, Halldór H. Jónsson, Óttarr Möller og Sigurður Helgason. — SG Bílarnir fimm lentu hver aftan á öðrum. Ljósmynd: Þórir Guömundsson. Fimm bílar í einum órekstri — piltur fyrir bíl Fimm bilar lentu saman á mót- um Miklubrautar og Grensásveg- ar I gærdag rétt fyrir klukkan hálf sjö. Fjórir bflanna voru kyrrstæð- ir þcgar sá fimmti kom og mun hann hafa lent aftan á þcim aft- asta og hinir slðan kastast hver á annan. Engin slys urðu I þessum árekstri. Slys varð á mótum Framnes- vegar og Holtsgötu rétt eftir klukkan þrjú I gær. Þar lenti pilt- ur á vélhjóli fyrir bfl og slasaðist eitthvað. —EA Asta flugstjóri við Islandervélina, tilbúin að fara I loftið. (Ljósm. Guðmundur Sigfússon) „ENGINN HEFUR HÆTT VIÐ AÐ FUÚGA ÞEGAR ÉG HEF BIRST" — segir Ásta Hallgrímsdóttir flugstjóri hjó Eyjaflugi, en hún er eina konan sem hefur atvinnu af flugi hérlendis ,,Ég held að fólki finnist þetta bara tilbreyting. Allavega hefur enginn hætt við að fara með vél- inni þegar I ljós kom hver átti aö fljúga”, sagði Asta Hallgrlms- dóttir flugstjóri I samtali við VIsi. Hún hóf störf sem flugstjóri hjá Eyjaflugi í Vestmannaeyj- um fyrir nokkrum dögum, en atvinnuflugmannsprófi lauk hún fyrir einu og hálfu ári. Asta kvaðst alltaf hafa verið að huga að fastri vinnu siðan við flugið, en þaö væru margir um hverja stöðu á okkar þrönga markaði. Asta Hallgrimsdóttirer 26 ára og byrjaði flugnám fyrir sex árum, en sagðist hafa verið búin að taka bakteriuna allnokkru áður. Hún flýgur Islander flug- vél Eyjaflugs, sem er 10 sæta, og er farið milli Eyja og Selfoss, Eyja og Hellu og út um allt land eftir þvi sem þörf krefur. Við spuröum að lokum um einkennisfatnað flugstjórans: „Við erum nú ekkert að hugsa um svoleiðis hérna hjá litlu flugfélögunum. Mér finnst best að vera i sfðbuxum og peysu. Jú, mér likar starfið alveg prýðilega og sem betur fer er nóg að gera”, sagði Asta að lokum. Hún er eina konan hérlendis sem hefur flugmannsstarfið að atvinnu, en nokkrar islenskar konur hafa hins vegar lokið at- vinnuflugmannsprófi. — SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.