Tíminn - 07.08.1968, Qupperneq 2

Tíminn - 07.08.1968, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. ágúst 1968. TILKYNNING til sauðfjáreigenda í Reykjavík Samkvæmt ákvörðun borgarráðs mun verða geng- ið ríkt eftir, á þessu hausti, að framfylgt verði ályktun frá 23. september 1966 um bann við sauð- fjárhaldi í Reykjavík frá 1. október 1967, sbr. lög nr. 44 frá 23. maí 1964 (2 .gr.), að undanskildu sauðfjárhaldi að Hólmi, Engi og Gufunesi hjá þeim aðilum, sem nú hafa gilt leyfi til slíks. Hér eftir verður því flutningur fjár í fjárhús inn- an lögsagnarumdæmis ekki leyfður. Jafnframt er vakin athygli á 60. gr. lögreglusamþ. Reykjavíkur, þar sem segir, að sauðkindur megi ekki ganga lausar á götum borgarinnar né annars staðar innan lögsagnarumdæmisins, nema maður fylgi til að gæta þeirra eða að þær séu í öruggri vörzlu. Ef út af þessu er brugðið, varðar það eiganda sektum. Reykjavík, 6. ágúst 1968. SKRIFSTOFA BORGARVERKFRÆÐINGS SPÁNN - ÍSLAND M.s. Arnarfell lestar í Valencia kringum 21. ágúst, og einnig er áformuð viðkoma í Atmeria. Flutningur óskast skráður sem fyrst. SKIPADEILD ísafjörður og nágrenni Aðalfundur Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR á ísafirði, verður haldinn að SKÍÐHEIMUM á Seljalandsdal, föstudaginn 9. ágúst n.k. kl. 21,00. D A G S K R Á : 1. Ávarp: Formaður klúbbsins, Guðmundur Sveinsson. 2. Afhending viðurkenningar- og verðlauna- merkja Samvinnutrygginga fyrir öruggan akstur: Þorgeir Hjörleifsson og Baldvin Þ. Kristjánsson. 3. Fréttir af fyrsta fulltrúafundi klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR: Baldvin Þ. Kristjánsson. 4. Aðalfundarstörf samkv. samþ. klúbbsins. 5. Kaffi 1 boði klúbbsins. Nýir og gamlir viðurkenningar og verðlaunamenn Samvinnutrygginga fyrir öruggan akstur, eru hér með sérstaklega boðaðir á fundinn! Áhugafólk í umferðarmálum velkomið!! Stjórn klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR á ísafirði og í ísafjarðarsýslum. TIMINN FISK í SKÓLA BÖRNIN BORÐA Hérma í henni Ameríku eru feiknin öll af börnum. Þau ganga í skóla níu mánuði árs- ins, og flest þeirra eru þar frá 8 á morgnana og til klukk- an rúmlega þrjú. Flestum þeirra er ekið í skólana í skóla- vögnunum gulu, sem eru svo algeng sjón hér á vetrum, og fá þeirra búa svo nálægt skól- unum, að þau geti skroppið heim í hádegismatinn. En allir hraustir og vaxandi krakkar verða að fá hádegismat. Þau verða því annað hvort að hafa með sér bita eða láta matreiða í sig í skólunum. í fyrra (1966—1967) borð- uðu um 19 milljónir barna á dag hádegismat, sem eldaður var í mötuneytum skólanna. Þið getið rétt ímyndað ykkur, að slíkur hópur af svöngum krökkum getur úðað þó nokkru magni af mat í belginn á sér. Skólarnir eru því mjög mikil- vægur markaður fyrir fjölda tegunda af matvælum, tækjum og tólum, sem matreiðslu og framleiðslu þessa matar fylg- ir. Saga s'kólatoádegisverðanna í Ameríku á sér alllangan að- draganda. Hún hófst rétt fyrir aldamótin í Boston, þar sem framtakssöm kona, að nafni Ellen H. Richafds, hófst handa um að matreiða fyrir börn, sem ekki höfðu með sér neitt nesti sökum fátæktar. Aðrar borgir fylgdu síðan á eftir og var markmiðið að seðja hungur þeirra barna, sem liðu toálf- gerðan skort heima hjá sér. Það var þó ekki fyrr en í kreppunni, að ríkisvaldið tók að styrkja skólahádegjsverðina, og hófst þá handa um að gefa skólunum offramleiddar land- búnaðarvörur. Allt fram að seinna stríðinu, var litið á skólahádegisverðina eingöngu sem tæki til að seðja hungur barna, sem ekki fengu nóg að borða hcima. En þá brá svo við, að læknar komust að raun um, að þriðjungur þeirra manna, sem reyndust óhæfir til herþjónustu, báru merki þess, að hafa fengið ónóg af bætiefnaríkum mat á uppvaxt arárunum. Þetta varð til að hleypa miklu fjöri í skólamatinn _ og gefa honum nýtt gildi. Árið 1946 undirritaði Truman, for- seti lög um skólahádegisverði og voru þar m.a. ákvæði, sem heimiluðu ríkisvaldinu að styrkja skóla landsins með fjár framlögum og varningi til að tafa á boðstólum næringar- ríkan hádegismat fyrir öll skólabörn landsins. Á hverju ári gefur Sámur frændi um 20% af hráefninu, sem til matarins fer, og afgang urinn er keyptur á opnum markaði. Ég hef heimsótt mörg skólamötuneyti og eldhús og get vottað um, að þar er allt með hinum mesta myndar- brag og er maturinn góður, sem krakkarnir fá að borða. Það er eitt af markmiðunum að kenna börnunum að meta góðan mat og kynna þeim rétti, sem sum þeirra myndu ekki smiakka heima hjá sér. Fisksalar hér komu snemma auga á þennan markað, og ejnn ig sáu þeir framtíðarmögulejka sem þetta gæti skapað. Ef krakkarnir vendust á að éta góðan fisk i skólunum, myndu þau verða fiskætur upp á lífs- tíð. Sú regla komst víðast á í skólunum, að fiskur væri hafð ur á boðstólum á föstudögum, og var það auðvitað gert fyrst og fremst vegna kaþólikkanna. Tekist hefur að halda þeim sið á flestum stöðum eftir að páf- inn vóg að fiskframleiðendum, og er það ekki honum að þakka. Skólarnir kaupa fiskinn sinn með ýmsu móti. Sums staðar er hver ráðsfcona látin ráða sínum kaupum algjörlega. Ann ars staðar er heilu skólakerf- unum steypt saman í innkaupa heildir, matseðlar ákveðnir fyrir öll mötuneytin í einu, og keypt inn fyrir alla í einu. Oft eru notuð útboð við kaupin, og er þannig stundum boðið út fyrir mánuð, ársfjórðung eða allt skólaárið í einu. Til dæmis um kaupmátt þessara kerfa, má nefna, að kerfið í Dallas í Texas, sem telur um 130 skóla, notar um 140 smálestir af þorsk-skömmtum á ári. Sum skólakerfin taka ávallt lægsta tilboði, með því skilyrði þó, að fiskurinn uppfylli á- kvæði um lágmarksgæði, sem venjulegast eru þau, að hann hafi verið pakkaður undir eftir liti bandaríska fiskmatsins. Önnur kerfi áskilja sér rétt til að taka það sem þau álíta að sé bezti fiskurinn á hagstæð- asta verðinu. Þá verður venju- legast að afhenda sýnishorn, en innkaupanefnd ákveður síðan, hver hljóta skuli samninginn. En því miður er víða pott- ur brotinn í þessum efnum, því hér sem annars staðar eru það venjulegar manneskjur, sem þurfa að taka stórar ákvarðan ir, sem geta haft fjárhagsleg áhrif á þennan eða hinn fram- leiðandann. Og öll vitum við, hvað blessuð mannskepnan er breysk. Það verður því að beita ýmsum ráðum til að hafa áhrif á þessar ákvarðanir, og stundum spilar líka pólitík inn í. Ekki bætir úr skák, að það eru oft stútungskellur, sem einu sinni eða oftar á ári, efu í aðstöðu til að gefa þessum eða hinum sölumanninum stóra pöntun. Þær finna þá oft til sín, blessaðar, á skólakaup stefnunum, sem haldnar eru á miðsumri. áður en skólarnir ákveða, hvað kaupa skuli. Þá spranga þær um með hópana af sölumönnum á eftir sér, eins og þær séu orðnar tvítugar aftur, og sölumennirnir séu að- dáendur, sem flykkjast að þeim vegna fegurðar þeirra og þokka. Sem betur fer eru all margar skólaráðskonur víðs vegar um land'ið, sem trúa því statt og stöðugt, að enginn fisk ur í heiminum nema íslenzkur sé nógu góður í „börnin þeirra". Annars staðar verður land- inn að taka þátt í geipiharðri útboðskeppni við fjöldann all- an af fiskframleiðendum, bæði innlendum og erlendum. Stund um fær hann samninginn, en stundum ekkert nema von- brigðin. En sífellt er haldið áfram að breiða út boðskapinn um gæði íslandsfisks. Ráðskon ur og eldabuskur fá fyrirlestra, sjá kvikmyndir og smakka á fiskréttum, og fisksalarnir setja upp fínasta sjarmann. Það bætir mikið úr sfcák fyrir íslenzku fisksalana, að þeir geta verið öruggir um, að börn in gætu ekki fengið betri fisk að borða. Þórir S. Gröndal. LJÚSASAMLOKURNAR Heimsfrægu 6 og 12 v. 7” og 5%” Mishverf H-framljós, Viðurkennd tegund. BÍLAPERUR — Fjölbreytt úrval — Sendum gegn póstkrofu um land allt. SMYRILL Laugavegi 170 — sími 12260.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.