Tíminn - 07.08.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.08.1968, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. ágúst 1968. 9 TIMINN 'tMÍ Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri; Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Stemgrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12823. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjalid kr. 120.00 á mián. innanlands — f iaiusasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. EGIL STEINMETZ: Það þarf nýja stefnu og ný vinnubrögð Því neitar enginn, að veðurfar, aflabrögð og verðlag hefur verið atvinnuvegum þjóðarinnar óhagstætt á ýms- an hátt, allra seinustu misserin. Þess vegna væri það fjarri öllu lagi að kenna stjórnarvöldunum og stjórnar- stefnunni um allt það, sem miður fer um þessar mundir. En jafn fjarstætt er það líka að ætla að rekja alla erfiðleika okkar til framangreindra orsaka. Við getum t.d. ekki kennt veðurfari, aflabrögðum eða verðlagi um það, að síðan 1958 hefur útflutningur okkar á frystum fiskflökum minnkað um 37,1% á sama tíma og útflutningur Norðmanna á sömu vöru hefur aukizt um 285%. Við getum ekki heldur kennt veðurfari, aflabrögð- um eða verðlagi um það, að síðan 1958 hefur togara- floti okkar mi*inkað um meira en helming á sama tíma og samkeppnisþjóðir okkar hafa stóraukið tog- araflota sinn. Við getum ekki heldur kennt veðurfari, aflabrögð- um eða verðlagi um það, að verzlunarfloti okkar hefur minnkað verulega síðan 1958 á sama tíma og nær allar aðrar siglingaþjóðir hafa stóraukið verzlunar- flota sinn. Við getum ekki heldur kennt veðurfari, aflabrögð- um og verðlagi um það, að margar iðngreinar hér hafa ýmist lagst niður eða dregist stórlega saman síðan 1958, sökum hömlulauss innflutnings og láns- fjárhaíta. Þannig má rekja þetta áfram. Allt stafar þetta, sem hér hefur verið rakið, einfaldlega af því, að hér hefur stjórnin verið öðru vísi og lakari en annars staðar. Það hefur ekki verið hirt um að halda verðbólgunni í skefj- um, lánapólitíkin hefur verið röng, og handahóf og spá- kaupmennska hefur stjórnað fjárfestingunni 1 stað nauðsynlegra áætlana og skipulags. Þess vegna er þjóðin illa undir það búin að mæta erfiðleikum, sem að steðja, þrátt fyrir allt góðæri undan- farinna ára. En af þessu ber að læra. Við sigrum ekki erfið- leikana með því að fylgja óheillastefnu undanfarinna ára, sem hefur búið að frystihúsunum, togurunum, verzlunarflotanum og iðnaðinum, eins og raun ber vitni. Það þarf nýja stefnu, ný úrræði og ný vinnubrögð, eins og Framsóknarmenn hafa bent á undanfarin ár. Verði ekki breytt algerlega um stefnu, munu erfiðleikarnir halda áfram að aukast. Utanrikisþjónustan Á seinasta þingi var samþykkt tillaga frá þeim Ólafi Jóhanpessyni og Þórarni Þórarinssyni um að fela ríkis- stjórninni að láta endurskoða loggjöfina um utanríkis- þjónustuna með það fyrir augum, að gera hana hag- kvæmari og ódýrari en hún er nú. Endurskoðun þessari skyldi lokið fyiúr næsta þing. Þess ber að vænta að ríkisstjórnin framfylgi áður- greindum vilja Alþingis, og breytingar verði gerðar á utanríkisþjónustunni á næsta þingi. Það er margra álit, að utanríkisþjónustan eigi að sinna viðskipta- og markaðs málum mun meira en hún gerir nú, og það eigi að geta gerzt, þótt dregið verði úr kostnaði við hana. Kommúnismi Ho Chi Minhs er byggður á þjóðernisstefnu Hann fór ungur út í heim, dvaldi 25 ár f|arri ættjörð sinni, kynntist kenningum byltingarmanna í Frakklandi og sat þing kommúnista þar árið 1921. „HO CHI MINH var óvenju- lega indæll maður. Hvert sinn, sem ég minnist gamla manns- ins, er hann sat á litlum hól úti í frumskóginum, verður mér hugsað til þess, hve ein- staklega aðlaðandi hann var.“ Þetta eru ummæli Banda- ríkjamannsins Roberts Shap- leen, en hann starfaði í banda- rísku njósna og skemmdar- verkasamtökunum OSS (Office of Strategic Services) í síðari heimsstyrjöldinni, átti ýmislegt saman við Ho að sælda og út- vegaði honum og skæruher- mönnum hans vopn gegn Ja- pönum. Þetta samstarf Banda- ríkjamanna og Ho Chi Minh fyr ir 23 árum ei eitt af því, sem nú virðist gleymt. Þegar her- sveitir Ho Chi Minhs frá Norð- ur-Vietnam og hersveitir Banda ríkjanna heyja blóðuga, að því er virðist óendanlega og að margra áliti tílgangslausa styrj- öld, en fulltrúar beggja sitja á rökstólum í París og eiga þar í endalausum og — enn sem komið er — árangurslausum samningaumleitunum um að ljúka styrjöldinni. Sagan geymir sínar fjarstæð- ur og sínar fjarstæðukenndu aðalpersónur. Ho Chi Minh er ein þeirra, en um hann vitum við lítið og höfum gleymt allt of miklu af því, sem okkur hef- ir orðið kunnugt um hann. Hann er 78 ára að aldri. mót- aði kommúnisma Vietnama og hefur háð tvær styrjaldir til þess að reyna að gera æsku- drauma sína að veruleika, fyrri styrjöldina gegn Frökkum og hjna síðari gegn ofurveldinu Bandaríkjunum. HANN hefir gengið undir mörgum nöfnum. Fyrst hét hann Cung litli, þvi næst Nguy- en Tat Thanh, þá Ba, Ai Quoc, Vuong, Chin, Lin, Tran og loks Ho Chi Minh. og er nú heims- kunnur undir því nafni. Hann var þegar virkur byltingarmað- ur árið 1917, löngu áður en heiminum var kunnugt um Len in og Stalín. hvað þá Tito og Mao. Ho Chi Minh byggði fyrst og fremst á hugmyndum franskra byltingarmanna og frelsishugsjónum Bandaríkja- manna. Baráttu Lenins lauk árið 1924, Trotzky hafði runnið sitt skeið 1940 og Dimitrov 1948. Mao varð fyrst nafnkunnur ár- ið 1921 og Títo ekki fyrri en 1942. Ho var þegar orðinn fé- lagi í Kommúnistaflokki Frakk lands fyrir tveimur mannsöldr um, gekk síðan í flokk komm- únista i Sovétríkjunum og Kína og stofnaði kommúnistaflokk Indokína, sem fyrst varð að Vietnam og siðar að Tao Dong. Hann var búinn að stofna ríki löngu áður en Mao hóf baráttu sína og hefir síðan veitt forustu í tveimur stórstyrjöldum. Hin fyrri var háð gegn Frakklandi og batt endi á franska heims- veldið. en hin síðari gegn Ho Chi Minh meðal bandan'skra vopnabræðra sinna og vina árið 1945 Bandaríkjamönnum, sem nú hafa komizt að raun um tak- mörk tæknimáttarins. Ho fer enn í dag með það aðalhlutverk, sem hann tók að sér í byrjun aldarinnar, löngu eftir að öll önnur stórmenni kommúnism ans eru ýmist horfin af sjónar- sviðinu eða sem óðast að gleym- ast. HO CHI MINH er mjög ó- venjulegur maður og það viður kenna andstæðingar hans, hvort sem þeir eru franskir eða banda Fyrri grein rískir. Hann er gæddur mjög óvenjulegu seiðmagni og aðlöð- unarmætti og marghverfur og mótsagnakenndur á alla lund. Innblástur sínn fékk hann með- an hann dvaldist í óvinaland inu Frakklandi og er stöðugt háður áhrifamætti annars óvina lands, Bandarikjanna, semhann elskar og hatar í senn, dáir Bandaríkjamenn hugsjónalega séð og er enn fús að bera fram þessa játnin.gu: „Mér þykir vænt um bandarísku þjóðina og rauður dregill verður lagður að fótum fulltrúa hennar þegar okkur tekst að útkljá þessa styrjöld“. Þannig birtist Ho Ohi Minh í bók franska blaða- og stjórn- málamannsins Jean Lacouture, en hún er nýkomiu á markað- inn. 3ókin er blátt áfram, vel studd gögnum og mjög aðdáun- ar verð þrátt fyrir allt. Höfundurinn hefii þurft að leggja á sig mjög mikla vinnu við að afla efnis í bókina, en hefir pó orðið að notfæra sér minningar vina söguhetjunnar og , þær fáu lögregluskýrslur, sem völ er á. Bernska og æska Ho Chi Minh er að mestu myrkri hulin. Ekki er emu sinni vitað með vissu, hvenær hann fæddist, en það var einhveri, tíma á árunum 1890 til 1894 í Amman norðanverðu. Talið er. að fátæktin hafi sett mark sitt á æsku Ho‘s er, ýmislegt gef- ur þó til kynna. að hann hafi hlotið ágæta menntun, meðal annars ljóðagerð hans í forn- um, tcínverskum stíl. Vitað er með vissu, að hann stundaði framhaldsnáin við menntastofn un þá, sem hinn látni faðir Ngo Dien Diems atofnaði HO réðst sem’ þjónn á far- þegaskip árið 1911 í þeim til- gangi að skoða heiminn, þá ung ur að árum, ug upp frá því er ferill hans 'að mestu kunnur. Hann gekk á land í bandarísk- um og frönskum hafnarbæjum og skoðaði sig um, og á þann hátt öðlaðist nann vitneskju um heiminn utan heimalands síns og sú vitneskja veitir honum al- gera sérstöðu meðal leiðtoga heimskommúnismans Hann dvaldi mörg ár í París. átti heima * Moskvu og ferðaðist um Kína. Alls dvaldi hann 25 ár eriendis og á þeim árum mótaSist hann sjálfur og stefna hans • stjórnmálum Kommúnismi Ho Chi Minhs varð til í Frakklandi og mótað- ist síðar í Sovétríkjunum og Kína, en frelsishugsjónir sínar öðlaðist hann í Bandaríkjunum. Af þessum sökum er kommún- ismi hans enn þann dag í dag fyrst og fremst grundvallaður á vietnamskn þjóðernisstefnu. Hvert er svo markmið hans með styrjöldinni? Hvort lýtur hann heldur forustu Sovét- manna eða Kinverja? Sé slíkum spurningum Deint til hans svar ar hann ævimega: „Vietnömum er gjálfstæði sitt og metnaður mikilvægara en allt annað “ Framhald á bls. 5.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.