Tíminn - 07.08.1968, Síða 12

Tíminn - 07.08.1968, Síða 12
12 TÍMINN ÍÞRÓTTIR MffiVIKUDAGUR 7. ágúsfc 1908. Skrifstofur STEFs — Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar — eru lokaðar í dag vegna jarðarfarar Jóns Leifs, tónskálds. STJÓRN STEFs Kennari með 6 ára starfisreynslu við barna- og unglinga- skóla, óskar eftir kennarastarfi úti á landi. Þeir, sem áhuga hafa, sendi nafn og heimilisfang til afgreiðslu Tímans, merkt: „3 herbergi og eldhús“. Bótagreíðslur almannatrygginga í Reykjavík Útborgun ellilífeyris í Reykjavík hefst að þessu sinni fimmtudaginn 8. ágúst. Greiðslur annarra bóta hefjast á venjulegum tíma. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Einkaritari Rannsóknarstöð Hjartaverndar óskar eftir stúlku til ritarastarfa. Væntanlegir umsækjendur þurfa að hafa góða vélritunarkunnáttu og gott vald á enskri tungu og a.m.k. einu Norðurlandamáli. Laun eftir samkomulagi. Umsóknir sendist skrifstofu Hjartaverndar, Aust- urstræti 17, fyrir 12. þ.m. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688 Lennox hjá Celtic. Li3 hans tapað'i fyrir Leeds í leik, sem háður var s. I. laugardag. Enska deildakeppnin hefst á laugardaginn: Deildarmeistararnir sigr- uðu bikarmeistarana 6-1 — í árlegum leik þessara aðila, sem fram fór síðastl. laugardag. Á laugardaginn kemur byrj ar boltinn að rúlla aftur á Englandi, en þá hefst deilda keppnin. Að vísu hafa félög- in leikiS æfingaleiki að und- anförnu og s.l. laugardag skruppu nokkur af ensku lið- unum til Skotlands og léku þar. Á laugardaginn fór einn- ig fram hinn árlegi leikur á milli deildarmeistaranna og bikarmeistaranna og unnu deildarmeistararnir, Mánch. City, stóran sigur gegn bikar meisturunum, West Brom- wich, eða 6:1. Leikurinn fór fram f Manchest- er og hafði heimaliðið mikla yfir- burði eins og tólurnar benda til. í hálfleik var staðan 3:0 Víkjum þá að leikjunum, sem fram fóru á Skotlandi, en úrslit í þeim urðu eins ok hér segir: Aberdeen — Blackpool 1:1 Geltic — Leeds 3:2 Hiberniaa — Newcastie 1:2 Middlesbro — Hearts 4:3 Rangers — Arsenal 2:2 Southend — Clyde 4:2 Stranraer — Workington 2:3 Mesta athygli vekur, að Leeds sigrar hið sterka lið Celtic. Og yfirleitt reynast ensku liðin sterk ari þeim skozku Meira að segja enska 3. deildai liðið Southend sigrar skozka 1. deildar liðið Clyde. Eins.og fyrr segir, byrjar deilda keppnin í Englandi á laugardag- inn og strax í f umferð mætast I undanrásum Bikarkeppni FRÍ hjá Re.vkjavíkurfélögunum, en keppni beirra fóé fram í síðustu viku, sefcti Jón H. Magnússon, ÍR, fslandsmet í sleggjukasti. Kastaði hann 54,40 metra, en það er 17 sentimetrum lengra en eldra met- ið, sem Þórður B. Sigurðsson, KR, átti. Var það met 7 ára gamalt. nokkur topplið s leikjum. Þannig munu deildarmeistararnir, Manch. City, heimsækja Liverpool. Hitt Liverpool-liðið, Everton, heimsæk- ir hins vegar Manchester og leikur þar gegn sjálfum Evrópubikar- meisturunum, Manchester Utd. Þá leika einnig saman hin þekktu Lundúna-lið, Tottenham og Ar- senal og fer leikurinn fram á velli Tottenham, White Hart Lane. Það er skemmzt frá því að segja að stigakeppnin milli ÍR, KR og Ármanns var geysispennandi og jöfn. Fór svo, að KR sigraði með aðeins 1 stigs mun, hlaut 159 stig, en ÍR var í öðru sæti með 158 stig. Minni gat munurinn ekki orðið. Ármenningar hlutu 111 stig. Nýtt íslandsmet í sleggjukasti! Mjög jöfn stigakeppni í Bikarkeppni FRÍ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.