Tíminn - 07.08.1968, Qupperneq 13

Tíminn - 07.08.1968, Qupperneq 13
MBMHílTÐAGUR 7. ágúst 1988. □ :íij TIMINN ÍÞRÓTTIR Jafntefli og tap hjá Fram í Svíþjóð Alf.—Reykjavík. — 1. defldar lið Fram í knattspyrnu, sem um þessar mundir er í SvíþjóS, mátti bíta í það sára epli að tapa fyrir A.I.K., sem er sænskt 1. deildar- lið, með 9:1, í leik, sem fram fór í Stokkhólmi s.L fostudag. Hins vegar gerði Fram ja|ptefli á mánu daginn gegin 3. defldariiðinu Spanga, 1:1, og veru Framarar mjög óheppnir í þeim leik, mis- notuðu t.d. vitaspyrnu. Karl Guðmundsson, þjálfari Fram, sagði í stuttu símtali í gær, að leikurinn gegn A.I.K. hafi ver- ið leikur mikjlla vonbrigða. Fram liðið hefði ekkert haft að gera í hendurnar á þessu sterka liðL Svíarnir hefðu verið fljótarj og ábveðnari, auk þess, sem þeir höfðu mun betra úthald. „Að vísu hafði Fram-liðið nokkra afsökun“ sagði Karl, „því að leikurinn fór fram nær strax eftjr að liðið kom til Stokkhólms, eftir erfitt sex til sjö tíma flug. Strákarnir voru því ekki eins vel upplagðir.'* Staðan Unglingameistara- mót í sundi í Rvík Unglingameistaramót fslands í sundi verður haldið í Reykjavík 14. og 15. september n.k. Dagskrá mótsins: Laugardagur 14. sept. 1968 kl. 17,00: 100 m. skriðsund drengja 100 m, bringusund stúlkna 50 m. baksund sveina 50 m. flugsund telpna 100 m. bringusund drengja Framhaio á on- 15 Reynir Ólafsson — hefur nú hlotlð réttindi sem milliríkjadómari í handknattleik. í hálfleik var 4:1 og skoraði Ágúst Guðmundsson ejna mark Fram í þessum leik. Síðari leikurinn fór fram á mánudaginn og var gegn 3. deild- arliðinu Spanga. f þessum leik hafði Fram-ljðið talsverða yfir- burði, en samt fór svo, að honum lauk með jafntefli, 1:1. Langtím um saman voru 8 Svíar í vörn og erfdtt fyrir sóknarmenn Fram að 'komast fram hjá þeim. Mark Fram skoraði Ásgeir Eliasson. Þess má geta, að Fram fékk víta spyrnu, sem var misnotuð. Fram leikur e.t.v. ejnn eða tvo leiki til viðbótar, en heim kemur liðið n.k. sunnudag. Frá leiknum í gærkvöldi: Eyieifur og Valur Andersen berjast um knöttinn. Fyrir aftan stendur Valur Bene- diktsson, dómari. (Tímamynd: Róbert). Sögulegur leikur KR og Vestmarsnaeymga, sem KR vann 4:3 KR komst í hættu, þegar Ellert var rekinn út af Alf.—Reykjavík. — Sögulegasti leikur íslandsmótsins til þessa var leikinn á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, Ieikur KR og Vest- mannaeyinga í 1. deild. Það var barizt hart á báða bóga, allt of harkalega, og meðal áhorfenda að slagsmálunum var hinn mjög slaki dómari, Valur Benediktsson, sem missti algjörlega tökin. KR-ingar gengu af leikvelli sem sigurvegar- ar og máttu sannarlega þakka fyrir að hljóta bæði stigin, því að þeir komust í mikla hættu um miðjan síðari hálfleik, þegar fyrir liði þeirra, Ellert Scram, var rek- inn af leikvelli. Svo mikil ringul- reið skapaðist í herbúðum KR við fráhvarf hans, að Vestmannaey- ingum tókst á 2 mín. að brúa 3:1 forskot, sem KR hafði. Valur Andersen, einhver bezti miðvallar spilari okkar um þessar mundir, skoraði 2. mark Vestmannaeyinga og míniitu síðar jafnaði Sævar Tryggvason, 3:3. Spennan var á hápunkti — og Vestmannaeyingar virtust allt í einu sigurstrang- legri, þrátt fyrir síendurtekin varnarmistök fyrr í leiknum, sem höfðu komið þeim á kaldan klaka. En sorgarsaga Eyjamanna var ekki búin. Tveimur mínútum eftir Mæltu meö sjálfum sér Alf.—Reykjavík. — Stjórn Handknattleikssambands íslands hefur nýlega tilnefnt 5 milliríkja dómara samkvæmt tillögu Dóm- arnefndar HSÍ, en í nefndjnni eiga sæti þeir Hannes Þ. Sigurðs son, Karl Jóhannsson og Valur Benediktsson. Milliríkjadómarar fyrir næsta keppnistímabjl verða þeir Hannes Þ. Sigurðsson, Karl Jóhannsson, Valur Benediktsson, Magnús V. Pétursson og Reynir Ólafsson. Reynir er sá eini, sem ekki hefur haft réttindi sem millirikjadóm- ari. Má segja, að tími hafi verið kominn til að hann öðlaðist rétt- indjn. Fleiri ágætir dómarar standa enn fyrir utan hópinn, m.a. Björn Kristjánsson og Óli Ólsen, en þeir hafa ekki hlotið náð fyrjr augum Dómaranefndarinnar. að þeim hafði tekizt að jafna 3:3, máttu þeir horfa á eftir knettin- um í eigið mark fyrir mjög klaufa leg mistök varnar og markvarðar, sem hljóp út á röngu augnabliki. Ólafur Lárusson, hinn marksækni miðherji KR, skoraði frá enda- marklínu sigurmark KR í þessum leik, mark, sem aldrei hefði kom- ið, hefði Páll Pálmason staðið kyrr í markinu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og tölurnar 4:3 blöstu við, þegar dómarinn flautaði af. Tveir reknir út af Eins og fyrr segir, var Ellert Schram vísað af leikvelli á 21. mínútu síðari hálfleiks. Þá hafði hann gert sig sekan um að mót- mæla dómum hvað eftir annað og reynt að hafa afskipti af því hvernig dómari dæmdi. Ellert var vorkunn að því leyti, að Valur dæmdi ekki vel og fylgdist illa með, en hins vegar voru afskipti Eilerts of áberandi. En Ellert var ekki sá eini, sein fékk „reisupassann". Þegar nokkr ar mínútur voru til leiksloka var Sigmari Pálmasyni í Vestmanna- eyjaliðinu einnig vísað út af fyrir gróft brot gagnvart Þórólfi Beck. Þannig var tveimur leikmönnum vísað út af í þessum sögulega leik. Eyjamenn náðu forystu, en féllu á Iélegri vörn Eyjamenn voru fyrri til að skora, en á 17. mín. fyrri hálf- leiks skoraði Sævar Tryggvason fyrsta mark leiksins. Þá höfðu Eyjamenn sótt fast að KR-mark- inu og Sævar afgreiddi fyrirsend- ingu með föstu skoti í markið. En forysta Eyjamanna stóð ekki lengi. Á 25. mín. náði Gunnar Felixson að jafna eftir að knött- urin>n hrökk til hans af illa stað- settri vörn Vestmannaeyja. Þetta var forsmekkurinn af Iélegri vörn Eyjamanna í þessum leik. Fyrir hálfleik bættu KR-ingar öðru marki við, sem Ellert skoraði úr vítaspyrnu. Gunnari Fel. hafði ver ið brugðið innan teigsins og það var ekkert annað fyrir Val að gera en að dæma víti. Páll Pálm'ason varði skot Eílerts, en missti knöttinn út af fyrir fætur Ellerts, sem skoraði 2:1. Á 5. mín. síðari hálfleiks gerði Vest mannaeyjavömin sig enn seka um mistök, þgear hún gleymdi að valda Þórólf, er Ellert fram- kvæondi aukaspyrnu. Þórólfur fékk knöttinn rétt fyrir utan mark teig og skoraði örugglega, 3:1. Það er greinilegt, að Vestmanna- eyingar geta illa verið án Viktors Helgasonar, sem hefur verið kjöl- festan í vörninni, en um þessar mundir er Viktor á sjúkralista eftir leikinn gegn Keflvíkingum, því miður fyrir Vestmannaeyinga. Sögulegar mínútur. 22. og 23. minúturnar í síðari hálfleik voru sögulegar. Ellert hafði verið vísað út af — og Eyja- menn tvíefldust. Valur Andersen Framhaio á bls. 1L „Njósnari” að norðan Meðal áhorfenda að leik KR og Vestmannaeyja gærkvöldi var þjálfari Akureyrar Einar Helgason. Fylgdist Einar vel með leiknum og ekki að ófyrirsynju, því að KR-ingar munu heimsækja Akur eyri á sunnudaginn. Er það álit margra, að sá leikur verði úrslita leikur mótsins. KR Akureyri Fram Vaiur Vestm. Keflavík 7 7 7 7 7 7 .20:11 10 12: 5 10 13:10 9 13:11 7 11:19 4 3:16 2 Æfingalaus, en sigr- aði Islandsmeistarann Á þjóðhátíðinni í Vestmanna eyjum var keppt í nokkrum greinum frjálsíþrótta, þ.á.m. i 100 metra hlaupi. Meðal kepp enda voru íslandsmeistarinn í greininni, Valbjörn Þorláksson og sá, scm hlaut 2. verðlaun í nýafstöðnu nieistaramóti fs- lands, Þorvaldur Benediktsson. En hvorugur þessara íþrótta manna sigraði í hlaupjnu í Vestmannaeyjum. Sigurvegari varð nefnilega Þórarinn Ragn arsson, seni er betur þekktui sem 800 og 1500 m. hlaupari. Þórarinn sigraði glæsilega og hljóp á 11,0 sek„ eða á tveim- ur sekúndubrotum betri tíma en þeir félagar. Er Þórarinn þó í lítifli sem engri æfingu. Margt er skrýtið í íþróttunum!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.