Tíminn - 07.08.1968, Qupperneq 16

Tíminn - 07.08.1968, Qupperneq 16
 163. tbl. — Miðvikudagur 7. ágúst 1968. — 52. árg. Skemmtiferð Félags Framsóknarkvenna í Rvík Féldg Framsóknarkvenna í Reyk.jdvík efnir th skemmli- ferðar fimmtudaginn 8. ágúst. Farið verður í Botnsdal og lagt af stað írá Hringbraut 30 kl. 1 e.h. Fargjald er ókeypis, en ætlast er til að konur hafi með sér kaffi. Vinsamlega tilkynnið þátt- töku í síma 24480 fyrir mið- vikudagskvöld Stjórnin. Fjórði hver íslendingur var í útilegu um helgina Hluti tjaldbúðanna í Húsafellsskógi. KJ-Reykjavík, þriðjudag. Mesta ferðahelgi ársins er liðin, og má segja að ( heild hafi allt gengið vel. Veður var víða ekki sem bezt á laugardaginn, en á sunnudag og í gaer, var víðast hva-r mjög gott veður og heppilegt til útiskemmtana. Láta mun nærri að fjórði hver íslendingur hafi verið í útilegu um helgina. Auk þess sem mikill fjöldi sótti hinar skipulögðu útisamkomur, lagði stór hópur fólks leið sína inn á öræfi, og dvaldi þar við veiðar og naut veðurblíðunnar og náttúrufegurðar. Umferðin gekk vel, ef undan eru skilin tvö umferðarslys sem urðu, auk smávægilegra óhappa. (Tímamynd: Róbert) Frá Bindindismótinu i Caltalækjarskógi, Næst stærsti bær á íslandi reis að Húsafelli Mikill mannfj’öldi, vdða af að landinu dvaldi i Húsafells- skógi um helgina, og þegar flest var, er talið að um fimmtán þúsund manns hafi verið á staðnum. TÍMINN hafði i dag tal af Vilhjálmi Einarssyni skóla- stjóra í Reykholti, en hann var einn af - forsvarsmönnum sumarhátíðarinnar i Húsafells skógi. Vilhjálmi fórust orð á þessa leið: — Forráðamenn sumarhátíð arinnar eru eftir atvikum mjög ánægðir með samkomuhaldið í heild, þó að á því séu vissir hnökrar sem eru bæði fram- kvæmdalégs eðlis, og sömuleið is í sambandi við mótsgesti, en bæði þessi atriði þurfa að lagast fyrir nœstu sumarhátíð. Er það í fyrsta lagið að bæta þarf enn hreinlætisaðstöðu á staðnum, og að betri regla þarf að vera á staðnum. Vilhjálmur sagði að staðurinn hefði enn einu sinni sannað ágæti sitt núna t.i1 að taka á móti mikl- um mannfjölda, og þ<>tt margir hefðu lagt leið sína í Húsa- fell núna, þá hefði ekkert neyð Framhali! á bls >4 Frá Sumarhátíðinni i AHavik. (Tímamynd: Gunnar). ÞÓRARINN ELD- JÁRN LÁTINN GÞE-Reykjavík, þriðjudag. Þórarinn Eldjárn, fyrrnm bóndi ag kennari andaðist s.I. sunnudag að heimili sínu Tjörn í Svarfaðardal. Með honum er genginn mikils virtur sveitarhöfð ingi Svarfdæla, sem mikil eftir- sjá er að. Þórarinn varð gagnfræöing- ur frá Gagnfræðaskóla Akureyrar árið 1905, stundaði síðan nám við lýðháskóla í Noregi og Kennara- skóla íslands. Hann var kennari í Svarfaðardal frá 1909 og allt til ársins 1955, og jafnhliða kennslu störfunum stundaði hann búskap á föðurleifð sinni, Tjörn. Hann gaf sig mjög að fé^ lagsmálum, var um langt árabil Framhald á bls. 11. Útfor Jóns Leifs gerð í dag í dag ver'ður Jón Leifs, tónskáld, jarðsunginn frá Dómkirkjunni. Jóns Leifs verður getið í íslend- ingaþáttum Tímans. Héraðsmót að Kirkjubæjar- klaustri Iféraðsmót Framsóknarmanna i V.-Skaftafellssýslu verður haldið að Kirkjubæjarklaustri laugardag inn 10. ágúst og hefst kl. 9 s. d. Ræðumenn: Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins og Tómas Karlsson ritstjórnarfulltrúi. Leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson skemmta. Hljómsveitin Tónabræður leikur fyrir dansinum. Ólafur Tómas

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.