Tíminn - 09.08.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.08.1968, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 9. ágúst 1968. Nágrannakonur frú Emmu voru að kvarta yfir hávaðanum, sem eiginmaður hennar gerði. — Hann gerir ekki annað en að ganga um og gagga eins og hæna, nöldruðu þær. — Ég veit það, — sagði frú Emma, — við hérna á heimil- inu verðum líka þreytt á hon- um. Stundum held ég að hann sé ekki með öllum mjalla. — En geturðu ekki gert eitt- hvað fyrir hann. Getur þú ekki læknað hann? — Ja, ég býst við því að það væri hægt, en við höfum varla efni á því, við þurfum á eggjunum að halda. Lögfræðilegur verjandi við konu, sem var fyrir rétti og átti yfir höfði sér líflátsdóm: — Segið nú kviðdóminum hvers vegna þér skutuð manninn yð- ar með boga og örvum. — Ég vildi ekki vekja börn- in. Lítið mannætubarn á eyju einhvers staðar í Suðurhöfum benti á flugvél. sem flaug yfir höfði þess og spurði móður sína hvað þetta væn. — Þetta er dálítið líkt ostr- um, — sagði hún, — þú étur bara ínnvolsið. í klaustri nokkru höfðu munk arnir aðeins leyfi til þess að tala upphátt einu sinni á ári og segja eina setningu. Reglurnar voru meira að segja svo strang- ar, að aðeins einn munkur fékk að tala árlega. Ár eitt, á hinum tilsetta degi, reis munkurinn. sem átti að tala í þetta sinn. upp og sagði: — Ég hef viðbjóð á kartöflu- músinni, sem við fáum hérna. Hún er alltaf lapþunn. Að svo mæltu settist hann niður og steinþagði. Að ári liðnu, þegar dagurinn, sem mátti tala á rann upp, reis ann ar munkur upp og sagði: — Ég veit ekkert betra en kartöflumúsina okkar. Hún er yndisleg. f rauninni get ég varla beðið eftir Kvöldmatnum, þeg- ar við eigum að fá kartöflumús. Aftur varð þögn í tólf langa mánuði. Loksins rann dagurinn upp enn einu sinni og þriðja munkinum var leyft að tala: — Ég heimta að verða flutt- ur í annað klaustur, — sagði hann, — ég þoli ekki þetta sí- fellda rifrildi. — Hvað sagði ffllinn, þegar hann loksins fékk tækifæri til þess að hitta Sophiu Loren per sónulega? — Hann sagði auðvitað ekki orð. Hann kunni ekki ítölsku. Loksxns hefur hinn fullkomni glæpur verið framinn, Við skul' um hafa okkur á stað Bert . . . BERT. Lárétt: 1 Rusli 5 Keyra 7 Keyr 9 Ákaíi 11 Baktal 13 Elska 14 Fótboltafélag 16 Kóf 17 Jurt 19 Eins á litinn. Krossgáta Nr. 87 Lóðrétt: 1 Hugrakka 2 Tveir eins 3 Sjáðu 4 Hanga 6 Að- eins brún 8 Söngmenn 10 Venti 12 Óróasvæði 1S Eins 18 Fisk. Ráðning á gátu nr. 86. Lárétt: 1 Flagga 5 Öru 7 A1 9 Ótrú II Kák 13 Læs 14 Króm 16 ST 17 Leiti 19 Lundin. Lóðrétt: 1 Frakki 2 AÖ 3 Gró 4 Gutl 6 Rústin 8 Lár 10 Ræsti 12 Kólu 15 Men 18 ID. TIMINN 50 in á heimilinu, sem máli skiptir. Foreldrar Dix elskuðu hann ekki og reyndu aldrei að skilja hann. Þau viidu að hann hlýddi þeim og yxi upp eins og þau höfðu ákveðið og áfltu rétt og sjálfsagt — Hún st xndi þungan svo allur hennar feiti .íknmi úristist — Hann var uppreisnargjarn, hann hefur alitaf verið u.ppreisn- argjarn Þú geiur ekki sett hann í vissár sk.rður og sagt honum að svona eigi iiann að vera Dix verður alltnf sjílfum sér líkur En ég hef ni.iaf sagt að hann þurfi heimili u? að rétt heimili geti bjargað hv-aum — Þakka þé: fyrir að segja mér betu, — sagði Alloa blíð- lega Hún leit i kringum sig Dix var að ieita að henni Hún sá á svip hans, að I.ann var að velta því fyrir sé>* hvert hún gæti hafa farið og þegar i:ann sá hana kom glampi i augu i-dus Hún stóð upp, gleymdi Mömmu Blanchard og öJlu nema Dix Hann þarfnað'st hennar og það var henni nóg Iiún gekk til hans og hann lagðx handlegginn utan um hara — Eigum við að fara? — spurði hann — Án þess að kveðja? — spurði Ailoa. — Við látum engan sjá okkur fara, — sagði hann. — Það eyði- leggur alltaf san kvæmi Hann hjálpaði henni upp tröpp urnar og í gegnum dimm trjá- göngin bangað sem bíllinn stóð. Það var ekki tyrr en þau voru komin inn í bflinn, að hann tók hana í fang sér ástríðufullur og ofsafenginn. — Það er alltof langt síðan ég hef kysst þig. — sagði hann. — Ég gat ekki beðið lengur. Ég veit ekki, hvað þú hefur gert við mig, fyi’st méi finnst tímasóun að vera með vinum mínum, þeg- ar ég gæti verið einn með þér. Þú ert allt mitt líf Hann kyssti hana ástríðufullt. en síðan færði hún sig fjær hon- • um. — Ég þarf að segja þér dálít- ið, — sagði hún —( Við förum á morgun og ætlum að búa úti í sveit. / — En hveriug get ég hitt þig? — spurði hann. — Ég veit það ekki, — sagði Alloa. — Ég veit ekki, hvað ég á að vera. Mér datt í hug að neita að fara en hertogaynjan bauð mér sérstaklega.. — Hertogaynjan? Henni fannst i hálfrökkrinu, að Dix hefði hnykKlað brýrnar. — Já, hertogaynjan af Rangé- Pougy, — svar&ði hún. — Ég hef ekki sagt þér bvers vegna við er- um hér í Biarritz — Ég var sanntærður um að þið hefðuð einhverja ástæður til þess, — sagði hann og brosti lítið eitt. — Eg ætla að segja þér það núna, —hélt Alloa áfram, — því ég veit að mér er óhætt að treysta því, að bú segir það eng um. Það væn ckki rétt. En ég hef ógurlegar ányggjur af dálitlu sem ég gerði — Er það eitthvað slæmt? — Hún heyrði votta fyrii spaugi í rödd hans. — Ég veit það ekki, það er það versta. — sagði hún. — Er rangt að skipta sér að lífi annars fólks? — Ekki á oann hátt, sem þú gerir pað, — sagði hann og kyssti á hönd hennar. — Viltu segja mér, ef þú heldur, að ég hafi gert rangt. — sagði Alloa. — Ég hef haft áhyggjur af þessu í allan dag og allt kvöld. Mér hefur næstum verið ómögulegt að hugsa um nokkuð annað. — Ekki einu sinni mig? — spurði Dix. — Þú veizt, að ég get nú ekki að því gert, — sagði Alloa bros- andi. — Um leið hef ég verið að hugsa um Steve Weston, sem er á leið yfir Atlantshafið, og kem- ur nær með hverri klukkustund, og ég hef verið að velta því fyr- ir mér, hvort ég ætti að taka á móti honum á flugvellinum og senda hann beint aftur heim. — Og hvier er Steve Weston? — spurði Dix. — Viltu nú ekkij byrja á byrjuninni ástin mín? — það er ómögulegt að skilja þik -vona. — Jæja, ég skal segja^þér alla söguna, — sagði Alloa og stundi. — Þetta byrjaði allt í London, þegar ég komst að því, að frú Derange var að leggja á ráðin með að gifta Lou hertoganum af Rangé-Pougy. Þú getur skilið, að það er að sumu leyti skiljanlegt, að hún hafi áhuga á því, þar sem hertoginn er höfuð fjölskyldunn- ar — bæði Lou og auðvitað minn ar líka. — Og er ungtrú Lou alveg sam þykk þessum raðahag? — spurði Dix. — Það er nú þar, sem skór- inn kreppir að. — sagði Alloa og stundi. — Hún var full áhuga, þegar við vorum í London. en hún komst fyrst að bví í dag, að her- togin er kryplingur. ,— Vissi hún oað ekki fyrr? — spurði Dix. — Nei, auðvítað ekki. Frú Der ange hafði fyllt hana með alls konar lygum um hvað hann væri laglegur og aðlaðandi. En svo opnar Lou transkt dagblað í morgun og sér mynd af honum að fara út úr flugvél. — Og hvað sagði hún? — spurði Dix. — Hún varð hálf sturluð og ofsareið við moður sína. Hún sver, að hún ætli ekki að giftast honum. Þetta var auðvitað gift- ing, sem foreldrarnir höfðu lagt á ráðin með en Lou hefði hlotið titil og dýrlegan kastala. Ég hef ekki sagt þér frá honum. Við fór- um í gær til að sja hann. — Hvernig kemur þá Steve Weston mn í þetta allt saman? — spurði Dix. — Hann var ástfangin af Lou áður en hún Kom til Englands og ég held að hún hafi líka verið ástfangin af honum. Ei satt skal segja, bá heid ég að hún elski hann enn og bað er það, sem ég hef svo miklar áhyggjur af þvi ég hringdi og sagði honum að koma hingað. Dix hallaði sér aftur og hló. — Þú átt =kki að hlæja að mér, — mótmælti Alloa reið. Hann lagði höndina utan um hana. — Ástin mín ég er ekki að hlæja að bér, oexdur að því, hvað þú varst sorglcg í málrómnum. Auðvitað gerðirðu það eina rétta. Steve Weston kemur og þrífur Lou í fangið cf draumai æsku- ástarinnar munu aftur ráða ríkj- um. — Heldurðu það í alvöru? — sagði Alloa. — Ef hún verður nú öskuvond, þegar hún sér hann og sendir hann í burtu eins og í London? — Það er áhætta, sem sérhver ástfanginn maðui mundi taka, — sagði Dix. — Sjáðu til, ég veit um hvað ég er að tala, því- ég er líka ást- fanginn. Hann leit blíðlega á hana. — Þú ert svo yndisleg, — sagði í DAG hann. — Svo óskaplega ypdisleg og alvörugefin. Hún hreyfði sig örlítið í fangi haie= og sneri séx undan. — Hvað uiu oikuFr — sagSi hún. — Okkur? — spurði hann. — Við föruro í kastalann á morgun. Ég get ekki hitt þig aft- ur. — Auðvitað geturðu það, — sagði hann. — Heldurðu, að ein- hverjir Kastalaveggir geti skilið okkur að? — En þú mátt ekki koma þang að, — sagði Alloa hratt — Hvers ^egna ekki? — Vegna þess, að það gæt. verið hættulegt. Þau gætu Komizt að þessu. Það gæti verið eríitt fyrir mig að læðast út úr kastalanum og hitta þig í garðinum. — Af hverju? — spurði hann. — Er þetta nokkuð öðru vísi en önnur hús? — Það hljóta að vera dyr á því og þeim hlýtur að vera lokað að innan. — Ó, þú skilur þetta ekki? — sagði Alloa. — Það yrði svo eríitt. Hann er svo stór og ég rata ekkert. ÚTVARPIÐ Fösfudagur 9. ágúst 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp. 13.15 Lesin 'y dagskrá næstu viku. 13.30 Við vlnnuna: Tónleikar. 14.40 Við. sem heima sitjum. Inga Blandon les söguna: .Æinn dag rís sólln hæst“ eftir Rumer Godden (30) 15.00 Miðdeg isútvarp. 16.15 Veðurfregnir. 17. 00 Fréttir. Klassísk tónlist 17.45 Lestrarstond fyrir litiu börnin. 18.00 Þjóðlög. 18.45 Veðurfregn ir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Frétt ir. Tilk. 19.30 E»st á baugi Magn ús Þórðarson og Tómas Karlsson fjalla um erlend málefni. 20.00 Kammermúsík eftir Rossini. 20. 25 Sumarvaka M. a Þjóðleikhús kórinn syngur íslenzk !ög. Dr. Hallgrtmur Helgason stj. Sögu öóð. Ævar R Kvaran les „Jör und' eftir Þorstein Erlingsson. 21.40 „Silentium turbatur" 22. 00 Fréttir og veðurfregnir. 22. 15 Kvöldsagan: „Viðsjár á vestur slóðum" eftir E CaldweH. Krist tan Reyr les (10) 22.35 Kvöld- hljómleikar. 23.05 FrétUr í stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 10. ágúst 7.00 Morgunútvarp. 12.00 degisútvarp. 18.00 Óskalög sjúklinga. Kristín Sveinbjörnsdóttir kynr ir. 15.00 Fréttir. 15.15 Laugai dagssyrpa í umsjá Hallgrimí Snorrasonar. 17.15 Á nóturr æskunnar. Dóra Ingvadóttir o: Pétur Steingrímsson kynní nýjustu dægurlögin. 17.4S Lest) arstund fyrir litlu börnin. 18 00 Söngvar í léttum tón. Ra; Conniff fcórinn syngur. 18.2( Tilkynningar. 18.45 Veðurfregi ir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Daglegt lif. Valdimar J( hannesson ritstjórnarfulltrú sér um þáttinn. 20.00 Tónleil ar í útvarpssal: Sinfóníuhljón sveit íslands leikur. 20.15 Leil rit: „ í Bogabúð" gamanleikui eftir St lohn G Ervine. Þýð andi: Ragnar Jóhannesson. Leil stjóri: Briet Héðiosdóttir. 22 00 Fréttir og veðurfregnir. 22 15 Danslög. 23.55 Fréttir stuttu máli. DagskrárlO'k- morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.