Tíminn - 10.08.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.08.1968, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 10. ágóst 1968. 3 TIMINN Richard Nixon hættir við för tii Sovétríkjanna: Óánægja er með Agnew sem varaforsetaefni ic Richard Mxwti, hið nýkjörna forsetaefni Repúblikanaflokks- ins, aflýsti í dag fýrirhugaðri för sinni til Sovétríkjanna. í stað þess mun hann á morgun fara f hoði Lyndon Johnsons, forseta, til búgarðs hans í Texas og munu þeir ræða Vietnamálið ásamt þeim Dean Rusk, utanríkisráðherra og Cyrus Vance. ic Þó að á yfirborðinu riki algjör eining um Nixon-Agnew fram boðið innan Repúblikanaflokksins, virðist ágreiningur hafa risið meðal ýmissa hópa innan flokksins, bæði um frambjóðendurnar og stefnuna. Margir aðilar, t. d. New York Times, hafa látið í _, ljós áónægju sína með val Nixons á varaforsetaefni. Nixon aflýsti í dag fyrirhuig aðri heimsókn snini til Sovét- rítojianna. Nixon lýsti yfir því á blaðamannafundi, að hann hefði breytt áformum sínum um heimsóton til viðræðna við rússneska leiðtoga einhvern næstu daga, vegna þess að hið upprunalega áform hans befði verið að heimsækja um leið notokrar vestur-evrópskar höfuðborgtr. Hann hefði eigin- lega hugsað sér að siætoja heim London, Bonn, París og Róm til viðbótar við Moskvu, en hann hefði komizt að þeirri niður- stöðu að vegna anna heima fyrir gæti hann efcki séð af þeim tíu dögum sem hann þyrfti til slíks ferðalags. Nixon sagði fyrr í vikunni að hann befði hug á að fara tíl Sovétrffcjanna til viðræðna um Vietnam og fleiri alþjóð- leg vandamál. Nixon hélt því fram að ekki væri hægt að ræða við Sovétrikin um slík mól nema hafa áður rætt við bandamenn USA í Evrópu. Nix on bætti við, að of snemmt væri að segja til um það, hvort hann myndi, ef hann yrði kos- inn forseti, fara í heimsókn til Sovétríkjanna á tímabilinu milli kjörsins í nóvemher og forsetainnsetningarinnar í jan úar. Hins vegar kvað hann ekki loku fyrir það skotið að hann færi til Parísar eða annarra höf uðborga í Evrópu á þessum tíma. Hinn fyrrverandi varaforseti sagði einnig á bláðamannafund inum í Miami Beach, að hann væri á förum til Texas til við ræðna við Johnson forseta á búgarði hans um Vietnam mál ið. Nixpn sagði að Johnson hefði boðið sér til búgarðs síns á morgun og að forset inn hefði hringt hann upp á fimmtudaigskvöld og lofað hon um, að hann myndi reglulega fá upplýsingar frá forsetanum um ástandið í Vietnam og um gang viðræðnanna í París. Nix on sagði að hann myndi heim sækja búgarð Johnsons á leið sinni á fund með repiúhlikön- um í Californíu þar sem lagt yrði á ráðin um skipulagningu kosningaharáttunnar. Dean Rusk, utanríkisráð- herra, og annar aðalsamninga- maður Bandaríkjanna á samn- Framhalo á bls 14 Richard Nixon í hópi ákafra aðdáenda í Miami Beach LANDSMÖT IDNNEMA Iðnemasamband fslands efnir til íþróttamóts iðnnema á Þjórsár- túni helgina 17.—18. ágúst. Mótið verður sett laugar- daginn 17. ágúst af formanni sam takanna Sigurði Magnússyni. Þá hefst íþróttakeppni. Fyrri dag- inn verður keppt í knattspyrnu, 100 metra, 200 metra, 400 nietaQ, 800 metra og 4x100 metra boð- hlaupi. Síðan daginn verður keppt í handknattieik, hástökki, langstökki, þrístökki, kúluvarpi og hjqlreiðum. Á laugardagskvöid ið verður haldin kvöldvaka og verður sitt hvað tii skemmtunar, s. s. flugeldasýning, úti-diskotek, fjöldasöngur og margt annað. Bú izt verður við fjölmenni á lands móti þessu og munu iðnnemar fjöl menna úr öllum landsbyggðum. ÖUum er heimil innganga á mótið. 48 fórust / fíugslysi NTB-Pfaffenhofen, V-Þýzkal. föstudag. Brezk farþegaflugvél með 48 farþéga innanborðs hrapaði til jarðar og splundraðist á fjölfar- inni akbraut skammt norður af Miinchen síðdegis í dag. Þegar vél in nam /ið jörð gaus upp eldhaf og fórust allir, sem í yélinni voru. Flugvélin — fjögurra hreyfla skrúfuþota af gerðinni Viscount í eigu brezka flugfélagsins Eagle — var á leið frá London til Inns- bruck, þegar hún hrapaði niður Framhald á hls. 15. J. Tito A. Dubcek TITO RÆDIR VIÐ DUBCEK í PRAC- NTB-Prag, föstudag. Tító, Júgóslavíuforseti, fékk þær beztu viðtökur, sem íbúar Prag hafa veitt nokkrum erlend- um stjórnmálaleiðtoga nú í seinni tíð. Mörg hundruð þúsund manns fögnuðu Tító, þegar hann ók frá flugvellinum inn í miðborgina ásamt tékknesku leiðtogunum, sem tóku á móti honum, þeim Alexand- er Dubcek, Ludvik Svoboda og Josef Smrkovsky Mannfjöldinn hunzaði regnið, sem dundi á hon- um og hrópaði í takt: „Tító, Tító“. Tékkar líta á Tító sem hetju og er hann líklega vinsælasti er- lendi stjórnmálimaðurinn meðal almennings í Tékkóslóvakíu. Fólk í Prag lítur á hann sem tákn fyrir mótstöðuna gegn Sovétríkjunum og yfirráðafíkn þeirra. Heimsókn Títós hefur verið frestað hvað eftir annað vegna í fundanna í Cierna og Bratislava, í Hin opinbera heimsókn Títós mun | standa í þrjá daga og mun hann verja mestum tíma sínum til við- ræðna við tékknesku leiðtogana. Talið er, að með heimsókn sinni vilji Tító leggja áherzlu á stuðn- infe sinn við þá stefnu tékknesku stjórnarinnar, að breyta stjórnar- háttum í lýðræðisátt. Einnig er talið, að Dubcek og Tító muni ræða efnahagssamvinnu landanna og innan hins aústur-evrópska verzlunarhandalags, Comecon. Einstöku stjórnmálafréttaritarar telja, að leiðtogarnir tveir muni ræða um framlengingu olíuleiðslu þeirrar, sem Júgóslavía er nú að leggja frá Adríahafsströndinni um Austur-Evrópu til Júgóslavíu. Þetta gæti þýtt að Tékkóslóvakía yrði óháð Sovétríkjunum um olíu birgðir. Opinberar byggingar í Prag voru skreyttar með fánum Júgóslavíu og Tékkóslóvakíu við komu Títós í dag og sjónvarpsfréttamaður einn sagði, að það ríkti hátíðar- andrúmsloft í Prag Svo seint sem á fimmtudagskvöld var upplýst af hálfu kommúnistaflokksins í Prag að leiðtogar Tékkóslóvakíu æsktu þess að heimsókn Títós færi fram í kyrrþey, þar sem xeiðtogar Sovét ríkjanna gætu iitið á alltof varm- ar viðtökur Títós sem ögrun við sig. Ekki yar að sjá, að almenn- ingur í Prag tæki þessa viðvörun hátíðlega. Starfsíþrottakeppni á Landbúnaðarsýningunni Á Landhúnaðarsýningunni, sem nú fer fram í Reykjavík, verður háð keppni í nokkrum greinum starfsíþrótta, og þykir vel hæfa, að slík keppni skuli einmitt fara fram í sambandi við þessa stóru og um fangsmiklu sýningu. Keppnin ér einn liðurinn í sýningardagskránni og stendur sýningin straum af kostnaði við keppnina, en Ung- mennafélag íslands annast fram- kvæmd og stjórn hennar. Stefán Olafur Jónsson námsstjóri hefur yfirumsjón með keppninni af hálfu ! UMFI. Keppt verður í tveimur greinum stúlkna, þ. e. „lagt á borð“ og „smurt brauð“. og í tveim greinum pilta, þ. e. dráttarvéla akstri og nautgripadómum. Til keppninnar koma þeir, sem fremst ir voru í þessum greinum á Lands móti UMFÍ á Eiðum í síðasta mán uði, fjórir fyrstu í hverri grcin. Auk þess er nú í fyrsta sinn keppt í nýstárlegum og sérstæð- um þætti í landbúnaðargreinum starfsíiþrótta, en það er kálfa- uppeldi. Héraðssamtoandið Skarp- héðinn hefur i samráði við naut griparæktarfélög austanfjalls und irbúið þennan þáitt toeppninnar, en yfirumsjón og skipulagningu annast Ólafur Stefánsson ráðunaut ur af hálfu Búnaðarfélags ís- lands. Þessi keppni hófst raunar um miðjan vetur, þegar 11 ungl ingar í Árnes- og Rangárvallasýslu hófu uppeldi kálfanna. Unglingarn ir eru á aldrinum 10—11 ára, og nú eru þeir komnir á Landtoúnaðar sýninguna með kálfana og sýna þá fyrst í dómihring. Á sunnudags kvöld kl. 8 sýna unglingarnir kálf ana aftur og þá verða verðlaun afhent. Keppni í dráttarvélaakstri og nautgripadómi hefst á mánudag- inn 12. ágúst kl. 5 síðdegis, en keppni í kvennagreinum hefst kl. 9 á mánudagskvöld, og fer sú keppni fram inni á sýningarpall inum, sem reistur hefur verið uppi á áhorfendapöllunum í íþróttahöll inni. Þess er að vænta, að Reyikvíking FramhalO á bis lö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.