Tíminn - 10.08.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.08.1968, Blaðsíða 8
8 TIMINN LAUGARDAGUR 10. ágúst 1968. Nixon og Agnew & SÝNINGIN MIKLA í Miami Beach í Flórída er nú yfirstað- itj. Eins og flestir höfðu búizt við, var Richard M. Nixon Jcjör- inn forsetaframbjóðandi Repú- blikanaflokksins (GOP) við for- setakosningarnar £ Bandaríkj- unum, sem fram fara í nóvem- ber næst komandi.- Hann valdi sér síðan stsm varaforsetafram- bjóðanda tiltölulega óþekktan mann, Spiro Agnew, ríkisstjóra í Maryland, en hann telst nokk- uð frjálslyndur en þó ekki um of að dómi íhaldssamr.a Suður- rakjamanna. Eftir margra mánaða baráttu ýmissa manna og gífurleg fjár- útlát varð þannig fyrir valinu einn þeirra framámanna flokks- ins, sem almenningur hefur minnstan áhuga á, og sem um- heimurinn vantreystir af heil- um huga. Jafnframt var kjör- inn sá maðurinn, sem sennileg- astur er til að sameina and- stæðingana, Demókrataflokkinn, í forsetakosmngunum. Flokksþing GOP hófst á mánudaginn og stóð fram á fimmtudag eu þá var varafor- setaframbjóðandinn kjörinn og þá flutti Richard Nixon fyrstu ræðu sína sem forsetaframbjóð- andi GOP 1968. Richard Nixon, frambjóðandi Repúblikana við forsetakosningarnar i Bandaríkjunum í nóvember n. k. FYRRI HLUTI ÞINGSINS fór meðal annars 1 samþykkt stefnu skrár flokksins. Eins og kunn- ugt er, hefur GOP ávallt verið hinn raunverulegi íhaldsflokk- ur Bandaríkjanna, þótt viss öfl innan Demókrataflokksins séu jafn íhaldssöm íhaldssemin hef ur aftur á móti oft ráðið stefnu flokksins, en sjaldan eins ræki- lega og í stefnuskrá þeirri, sem samþykkt var á flokksþinginu 1964, þegar Barry Goldwater frá Arizona var kjörinn forseta- efni flokksins Stefnuskrá sú, sem nú var samþykkt, er mun frjálslyndari, þótt vissulega sé íhaldssemin víða áhrifarík. Það er til dæmis eftirtektar- vert, að GOP hefur loks komizt að því, að til er fátækt í Banda- ríkjunum, og að sambands- stjórninni í Washington beri skylda til að gera eitthvað til útrýmingar htnni. Jafnframt er í stefnuskránni bent á vand- kvæði þjóðarbrota, svo sem blökkumanna. bandarískra ríkis- borgara af mexíkönskum upp- runa og Indíána. Þá er í steínuskránni tekið á tveimur helztu vandamálum bandarísks þjóðfélags í dag: kynþáttavandamálinu og vanda- málum stórborganna, en þó á fremur íhaldssaman hátt. Eins er tekin upp nokkuð skynsam- legri stefna i Víetnammálinu en t. d. Nixon hafði áffur gerzt talsmaður fyrir og er stefnt þar að samningalausn deilunnar og brottflutningi bandarísks herliðs í áföngum. ÞÓTT STEFNUSKRÁ stjórn- málaflokkanna í forsetakosning- unum skipti mun minna máli en frambjóðendurnir, er þó þessi stefnuskrá þýðingarmikil að því leyti, að um hana varð algert samkomijlag, og Nelson Rockefeller, ríkisstjóri New York-ríkis og leiðtogi frjáls- lyndra Repúoiikana, lýsti yfir ánægju sinm með hana. Hún gaeti því hugsanlega virkað til sameiningar, andstætt því, sem varð 1964. begar stefnuskráin — og frambjóðandinn — sundr- aði GOP með þeim afleiðingum, sem þekktar eru. Má segja, að stefna GOP sé nú mun nær miðju milli hægri og vinstri en oftast áður -- en ■ þar er einmitt veruiegur hluti kjósendanna. „GREATEST COMEBACK SINCE LAZARUS" — þessi fyrirsögn birtist nýlega í stór- blaði, og var þar átt við Ric- hard Nixon. Og „afturkoma" hans eftir „pólitískan dauða“, að flestra áliti, er líka furðu- saga. Richard Milhous Nixon fædd- ist 9. janúar 1913 í Kaliforníu, sonur fátækra hjóna Sjúkdóm- ar þjáðu fjölskylduna, faðirinn hafði magasár og tveir bræðra hans dóu í æsku. Hann komst þó til mennta og tók lögfræðipróf. Að herþjón- ustu í síðari heimsstyrjöldinni lokinni hóf hann, sem svar við auglýsingu, þátt í fyrstu póli- tísku baráttu sinni; hann bauð sig fram til þings árið 1946. Hann barðist af mikilli hörku og sigraði. Fjórum árum síðar leitaði hann eftir kjöri til öldunga- deildarinnar og beitti í kosn- ingabaráttunni þvílíkum komm- únistaásökunum gegn frjáls- lyndum frambjóðanda demo- krata, að allt frá þeim degi hef- ur hann verið hataður af frjáls- lyndum öflum í Bandaríkjun- um. Þessi forsaga hans, ásamt þátttöku hans í Alger Hiss-mál- inu, á ekki hvað minnstan þátt í því vantrausti, er ráðamenn og almenningur utan Bandaríkj- anna hefur á Nixon, hann er tal inn af mörgum óheiðarlegur baráttumaður. er einskis svífst. NIXON var varaforseti Dwight Eisenhowers frá 1952 til 1960, og þegar Eisenhower hætti eftir tvö kjörtímabil. út- nefndi flokkurinn Nixon sem forsetaefni með aðeins 10 mót- atkvæðum á flokksbinginu. Sem kunnugt er. tapaðí hann forsetakosningunum þá, gegn John F Kennedy, með mjög litlum mun. En Nixon ætlaði sér ekki að hætta þátttöku í stjórnmálum, þótt andstæðingar hans, innan flokksins sem utan, bentu ákaft á’, að hann hefði í raUn ekki unnið kosningar upp á eigin spýtur síðan 1950. Hann ákvað því að sýna fólki, að hann gæti unnið kosningar og bauð sig fram í embætti ríkisstjóra í Kaliforníu gegn Pat Brown. Öllum til mikillar furðu tapaði Nixon þessum kosningum, og hann hélt sinn fræga blaða- mannafund, bar sem hann veitt- Spiro Angew, varforsetaframbjóð andi Repúblikana — hinn lítt þekkti ríkisstjórl frá Maryland. ist að blaðamönnum og sagði þetta sinn síðasta blaðamanna- fund. NIXON VAR að flestra áliti búinn í stjórnmálum eftir þessa hörmulegu útreið, og hann flutti frá Kaliforníu til New York-borgar, ug gerðist þar lög- fræðingur og varð í fyrsta sinn á ævinni ríkur maður. Árið 1964 studdi Nixon fram bjóðanda GOP Barry Gold- water og þegar Goldwater tap- aði illilega fyrir Johnson, fékk Nixon aftur tækifæri til að verða helzti eiðtogi flokksins. sameiningartákn og sáttasem.i- ari. Að þessu hefur hann síðan unnið af miK.um dugnaði, og það var honum launað í Miami Beach aðfaranótt fimmtudags- ins. En útnefningin er aðeins fyrsti áfanginn. Getur Nixon sigrað í nóvember? PÓLITÍSKUM SPÁMÖNNUM hefur yfirleitt gengið illa þetta árið í Bandaríkjunum, óvæntir atburðir hafa gert hvern spá- dóminn af öðrum markleysu eina. Þeir eru því orðnir var- kárir í dómum sínum. Aftur á móti eru sumir helztu stjórn- málafréttaritarar á því, að Nix- on muni ekki sigra, enda yrði það alls ekki heppilegt fyrir Bandaríkin, eða önnur lönd, að svo færi. En til að skilja málið betur, þarf að skoða pólitíska skipt- ingu bandarískra kjósenda. Skoðanakannanir hafa sýnt hvað eftir annað, að um helmingur þeirra telur sig vera Demo- krata og um fjórðungur óháða, en aðeins fjórðungur kjósenda telur sig vera Republikana. Þannig hefur þetta verið um langan tíma, enda hefur Repu- blikani aðeins setið í forseta- stóli í átta ár síðustu 36 árin, eða frá því 1932, að Roosevelt tók við af H. Hoover. Til þess að sigra í forseta- kosningum verður Republikani því að hljóta verulegt fylgi bæði meðal óháðra og meðal Demokrata. ÞAR SEM FRAMBJÓÐEND- UR Republikana vekja enga sérstaka hrifningu að þessu sinni, svo að vægt sé til orða tekið, virðist einasta von þeirra, að óánægjan með núverandi valdhafa sé cægileg til þess að veita Republikönum sigur. Það fer þá auðvitað eftii því, hver verður frambjoðandi Demo- krataflokksins Ef svo fer sem enn virðist líklegast. að H Humphrey. varaforseti, verði framboði. er ekki óhugsanái að óánægj an, sérstaklega vegna Víetnam- stríðsins, komi fram í auknu fylgi Nixons Það fer þó að sjálfsögðu eftu afstöðu Nixons til þess máls. og mun koma fram eftir því sem líður á tóna eiginlegu kosningabaráttu. ÞAÐ VERÐUR FYRST eftir flokksþing Demókrata í Chic- ago undir mánaðarlokin, að hægt verður að spá um úrslit kosninganna af nokkru viti. Kemur þar meðal annars til spurningin um, hvað Mic Carthy og stuðningsmenn hans gera ef Humphrey verður kjör inn frambjóðandi flokksins. Þeir hafa látið falla orð um hugsan legt framboð utan Demókrata- flokksins, og yrðu þá fjórir frambjóðendur í kjöri. Margir telja þó, að ef eitthvað gæti komið í veg fyrir slíkan klofn ing, þá sé það framboð Nix ons. Einnig er óvitað, hversu mikið fylgi George Wallace frá Alabama kann að fá í nóvemb- er. Allt verður því í óvissu a. m. k. fram að næstu mánaðar mótum. VARAFORSETAFRAM BJÓÐANDA sinn, hinn tiltölu- lega unga ríkisstjóra í Mary land, Spiro Agnew, mun Nixon hafa valið til að reyna að ná fylgi meðal irjálslyndra borg arbúa og blökkumanna, en Agnew tilheyrir frjálslyndari armi flokksins og var fylgismað ur Rockefellers. Aftur á móti er Agnew. sem varð ríkisstjóri árið 1966, ekki vel þekktur um landið, en úr því getur hann væntanlega bætt í kosningabar áttunni. Hvort hann nægir aft ur á móti til verulegrar fylgis aukningar fyrir Nixon, er ann að mál. Margir aðrir voru tald ir líklegri frambjóðendur, en ekki er ósenndegt að þeir, sem mest gagn hefðu gert, hafi neit að að taka við útnefningu. Á ég þar einkum við Rockefeller. John iUndsay i New York og Ch.arles Percy frá Illinois. Jafn framf munu Suðurrikjamean ( ebki hafa fallizt á val þeirr*. EN NIXON GETUR huggað sig við. að stjórnarandstaða vinnur oft ugur i kosningum Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.