Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 8
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 21. ágúst 1968. 8 HESTAR OG MENN HESTAÞING A MURNEYRI Nýja skeiðvellinuim á Murneyri á Skeiðum befur verið lýst all rækilega í blöðum. Völlurinn reyndist vel á kappreiðunum 4. ágúst s.l. Hann verður þó enn betri þegar hann er fullgróinn. Veður var gott, staðurinn hent- ugur og fagur, hestar voru marg- ir og fjöldi fólks, venju fremur margt fólk kom ríðandi til þessa m'óts. Dagskráin var þannig: Séra Bernharður Guðmundsson flutti ræðu og bæn. Form. Smára, Aðalsteinn á Hæli, setti mótið og lýsti yfir, að skeiðvöllurinn væri opnaður til notkunar. Hann hóf ræðu sína á að bjóða alla vel- komna til mótsins, en einkum þó Einar G. E. Sæmundsen, formann L.H. og tvo heiðursgesti, þá Boga Eggertsson frá Laugardæl- um og Bjarna Bjarnason frá Laugarvatni. Þá flutti Einar G. E. Sæmundsen ræðu. Allar ræðurn- 'ar voru vekjandi og ánægjulegar. Hestaþing þeirra Sleipnis og Smára hafa jafnan tekizt mjög vel og sá rétti góði blær ríkjandi í allri framkvæmd. Svo var og í þetta sinn að mörgu leyti. Al- 'menn gleði yfir þessu mikla verki og ágæta var ráðandi meðal manna. Ný 600 m. bein hlaupa- braut hressti mjög hugi manna, en varð þó, þvi verr, dómnefnd- inni að fótakefli. Fólkið fylgdist vel með öllu því sem gerðist, þul urinn var skýrmæltur og ræsarn ir ágætir. Þetta hvort tveggja er Nnjög þýðingarmikil atriði á hesta þingum, en æði oft misbrestasöm. Lélegur þulur er óþolandi. Gott er þegar hestar eru kallaðir til keppni, að láta fyigöa nafn eig- anda. Ýmsir hafa enga skrá og sumum ósýnt um að fylgjast með henni. Aðeins vottaði fyrir vantrausti á tímavörzlunni. Bæði er það að margir áhorfendur hafa gott vit á bilinu milli hestanna og fara nær um sekúndubrotin hvað þau gilda og fyrir kom að annar hest ur í röðinni var sagður hafa betrl tima en fyrsti hestur. Þegar svo búið er að athuga þetta og breyta svona mistökum, myndast efa- semdir meðal áheyrenda, eink- um snertir þetta hestaeigendur illa. Því miður stóðst dómnefnd ekki þann vanda, sem henni miætti. v................ PK?í?v‘5Rítíí?S:í?ÍS Úrslitasprettur í 300 m á Sandlæk í fyrra. Faxi, Glæsir og Rauður frá Hvammi. Hún spillti með kunnáttuleysi á reglunum tveim sprettum, víða- vangshlaupinu og þolhlaupinu. í 12. gr. í keppnisreglum L. II. segir: „EngMn má slá hest, hvorki með keyri né höndum, ekki má heldur hafa spera, berja fótastokk inn, hafa í frammi hróp eða ann- an hávaða, sem truflað getur aðra keppendur. Brjóti einhver á móti þessu, missir hestur hans, þó að fyrstur sé, rétt til allra verðlauna í þeim flokki.“ Síðar í sömu grein eru enn strangari ákvæði um rétt dóm- nefnda gagnvart afbrotum knapa. Sá foli, sem náði beztum tíma í þeim þremur riðlum, sem þarna voru, var barinn með höndum og fótum og folinn svaraði hverju höggi með því að dingla stertin- um í allar áttir. Þetta var bág- borinn sjón og olli mikilli gremju og vandlætingu meðal áhorfenda, sem gott var, því að smekkvísi á skeiðvöllum vex nú óðum. Fol- inn híaut fyrstu verðlau® og þar með voru þverbrotnar prentaðar reglur. Hér var opin leið að heim Kappreiðar Harðar verða við Arnarhamar á Kjalarnesi, sunnudaginn 25. ágúst kl. 15,00. Góðhestakeppni: 250 m. skeið — 250 m. stökk — 300 m. stökk og 400 m. stökk. Skrásetning hrossa er til fimmtudagskvölds í síma 66164. STJÓRNIN. Gubjón Styrkárissoiv UASTAkÉTTARLÖGMADUIt AUSTUMTAMTI 6 SiW 1*354 k®; óTj URA- OG SKARTGRIPAVERZL K0RNELÍUS JÓNSS0N SKOLAVORDUSTiG 8 - SÍMI: 18588 ila nýjan knapa, velja t.d. sex fljótustu folana og hafa úrslita- sprett. Þetta er ætíð hin Iiðlega lausn, en full heimild að strika fyrrnefndan knapa og folann út með öllu, en beint bannað að veita honum þau verðlaun, sem hann þó hlaut. Á Skógarhólamótinu í sumar rann hestur skeið til enda og kom lang fyrstur i mark, en knapinn þótti pata limunum og æpa. Spretturinn var dæmdur ógildur. Sú dómnefnd kunni 12. gr„ en hafði aftur enga hugmynd um eftir hvaða reglum átti að skipa hestum í milliriðla. Hin skyssan á Murneyri var ný á nálinni. Dómnefnd ákvað tvo spretti í þolhlaupinu án þess að breyta til um hesta í riðlum. í umtooði dómnefndar lýsti þulur þvi yfir að betri tími réði úrslit- um. Þegar til kastanna kom og röð og tíma hestanna var lýst, var lesinn lakari tíminn lijá öllum hestunum nema þeim fyrsta. Eftir fyrri sprettinn skáru fjórir hest- ar sig úr, auk þess mátti bæta tveimur þeim næstu við, voru þá kommir allir þeir hestar, sem hlupu undir 49,0 sek. í fyrri spretti. Þetta hefði þá talizt úr- slitasprettur og rétt og eðlilega ráðið þar eð úrslitasprettir voru tveir. Um þetta þolhlaup eru tvö athyglisverð ákvæði í 15. gr. Fyrst er gert ráð fyrir, að undamrásir í þolhlaupi fari fram daginn áður en aðalmótsdagurinn og þá miðað við 800 m., svo segir: „Sé þetta óframkvæmanlegt og úrslit verði að fást á einum degi með tveim sprettum, skal tíminn ráða vali hesta í úrslitasprett.“ í d-lið sömu greinar er heim- ilað að láta hesta í skeiði og 800 m. hlaupa tvo spretti „og skal betri tími ráða“. Svo segir í sama lið: „Dómnefnd skal ávallt skipa hestum í seinni sprettum þannig, að þeir hlaupi saman, sem beztam tíma höfðu í hinum fyrri“. í þessu flaskaði Skógarhóladóm nefndin á í sumar, en slapp þó við öngþveiti. P.H. ritar um þetta mót í Morg unbl. 7. þ.m. Þar eð dómn. varð tvísaga glapti hún fyrir P.H. og birti hann lakari tíman>n, en slík ráðstöfun dómn. á engin fordæmi og því byggð á kæruleysi. Dómrn. virðist hafa haft í hönd um þessa tíma: Skeið 250 m: 1. Flipi Jóns Bjarnasonar, Selfossi 27,0 sek. 2. Gola Sigrúnar Hermanns- dóttur, Langholtskoti, 27,7 sek. 3. Blesi Skúla Steinsomar Eyrarbakka 28,4 seik. Aðeins Flipi vann til verðlauna. Stökk viðvaninga: 1. Andri Skúla Steinssonar Eyrarbakka 10,7 sek. 2. Sporður Bjarna frá Laugarvatni 20,2 sek. 3. —4. Háfeti Kristjáns Snarpur skeiðsprettur. Guðmundissoniar úr Garðahr., og Svanur Lýðs í Felli á Skeiðum 20,4 sek. Stökk 300 m: 1. Tða Hreins Þorkels- sonar, Laugarv. 22,8 sek. 2. Stjarni Jóihönnu B. Ingólfsdóttur, Hrafn- kelsstöðum, Hrun. 22,9 sek 3-—4. Gula-Gletta Erlingg Sigurðssonar, Laugarnesi, og Leisi Þorkels Bjarnasonar Laugarvatni 23,0 sek. Þollhlaup 600 m. (fyrri sprettur): 1. Reykur Jóhönnu Kristjóns- döttur, Reykjavík 47,6 Sek. 2. —4. Faxi Bjarna frá Laugarvatni; Blakkur, sami eigandi og Reyks, Vinur Sigurðar Ragin- arssomar, Þúfu, Ölfusi 47^7 sgijj Síðari sprettur, óbr. riðlar/ 1- Beykur 27,0 sek. 2. Faxi 28,0 sek. 3. Blakkur 28,1 sek. 4. Vinur 28,4 sek. Þannig var síðari yfirlýsing þul ar, en þvert ofan í fyrri yfirlýs- ingu um að betri tírni skyldi ráða, enda er sú venja algerlega fast- mótuð. Þannig beitir dómnefnd ■ brellum, sennilega til að losna við Vin. Þessir hestar voru tveir. í hvorum riðli. Eftir fyrri sprett- inn var úrslitasprettur óumflýj-. anlegur. Við, sem leggjum til aðai verk- og skemmtiefni hestaþinga, leggj-' um tímafreka vinnu til að vanda til knapa og æfinga og síðan ein- ’ att langferðir til mótanna, viljum ekiki þola að beitt sé þar mönnum. til trúnaðarstarfa, sem ekki kunna: leikreglur og skella við þeim' skollaeyrum. Þetta þarf að segja'' og þetta verður að laga. Öryggi og réttsýni I dómum og tíma- vörzlu er einföld og sjálfsögð, krafa til stjórma hestamannafé- laga, og þeim ber að leggja ýmis: meginatriði skýrt fyrir starfs--’ menn móta. Leikreglurnar eru þrauthugsað. ar af mörgu vel skynsömu fólki, sem sækir aðalfund L.H. Það er ' skylda hestamannafélaga að fram-,. kvæma þær réttilega og af fyllstu . trúmennsku. Hitt er annað að regl' urnar standa alltaf til bóta. Ég' hlýt að tala hér fyrir munn allra • þeirra sem leggja til kappreiða-, hesta, einnig þeirra, sem leggja til' skeiðvellina og kmapana. Knapar’’ síðustu ára hafa verið til fyrir--> myndar sem heild og mrgir snjallir. Á Akureyri starfaði sérstök góð hestadómnefnd. Borgfirðingurinn góðkunni, Símon Teitsson var einn dómara og lýsti dómiKft. — Hjá Smára var fyrstur Funi Jóns Sigurðssonar í Skaliagróf, Hrun. Funi hlaut því Hreppasvipuma og Jón hlaut Sveinsm-erkið fyrir beztu ásetu og atlæti, sllt við hest sinn. 2. varð Glaður Sigurðar Bjarna- sonar, Hlemmiskeiði, Skeiðum. 3. Freyr Guðmundar Þórðarsonar, Kílhrauni. Góðhestum hjá Sleipni ' var raðað þannig; 1. Blesi Stúla Steinssonar, Eyrarbaikka. 2. Faxa Sigurjóns - Einarssonar, Selfossi. 3. Perla Brynjólfs Gíslasonar, Sel fossi. Bjarni Bjarnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.