Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 11
MTOVIKUDAGUR 21. ágúst 1968. TIMINN 3*v Gvendur og Jón höfðu drukk- ið talsvert mikið og voru nú á heimleið. — Sérðu þarna, sagði Gvend- ur við vin sinn, þarna er Ijós. Ég læt þig fá fimm hundrúð krónur og þú reddar flösku þarna inni. — Ekkert sjálfsagðara. Hvað gerir maður ekki fyrir vini sína, sagði Jón, og hélt í áttina að Ijósinn. Nokkrum dögum síðar fékk Gvendur bréf frá Jóni og í því stóð. — Fyrirgefðu hve lengi ég hefi verið á leiðinni, ljósið var nefnilega aftan á vöruibíl. Biaðamaður kom úr viðtali og gekk á fund ritistjórans: — Hittir þú forsætisráðlherr ann? spurði ritstjórinn. — Já, ég ræddi við hann. — Hvað hafði hann að segja? — Ekkert. — Ágætt. Láttu mig fó hand rit af viðtalinu eins fljótt og hægt er. En þú mátt helzt ekki hafa það meira en svona hóLfa síðu. Einu sinni var hringt á veit ingaihúsið Röðul og spurt hvort ekki væri hægt að fá eitthvað þar um kvöldið sér til tilbreyt ingar: — Lambasteik með grænum baunum og ís á eftir, var svarað. — Efckert fleira, sagði sá sem hringdi. __ — Jú, jú, Hauk Mortens með Árna Elfar. Húsfreyjan: „Hvað mó bjóða þér, Pótur, hrennivínsstaup, bjór eða toddý?“ Pétur: „Ég held það væri bezt að fó staupið strax svo að ég geti dundað við bjórinn á meðan þú hitar toddýið. Dómarinn: — Því skilaðir þú ekki peningabuddunni á skrif stofu lögreglunnar þegar þú fannst hana? Ákærði: — Ég fann hana svo seint um bvöldið, að það var búið að loka skrifstofunni. Dómiarinn: — En næsta morgun? Álkærði: — Þá var hún tóm. Bókhaldarinn: Ég treysti þvi að þér svarið mér ekki neit- andi, ég get ekki lifað án dótt- ur yðar. Stórbaupmaðurinn: Því get ég vel trúað með þeim árstekj um sem þér hafið. Fyrir yðar tilstilli eru nú sex bandarískar eldflaugar á leið til Kma, um-gfrú Tomsen. Lárétt: 1 Biskupsstafi 6 Komist 8 Rám 10 ÁUt 12 Hasar 13 Féll 14 Tónverk 16 1501 17 Egni 19 Órólegir. - ' Krossgáta Nr. 97 Lóðrétt: 1 Svar 3 Athuga 4 Farða 5 Verkfæri 7 Þver tréð 9 Svif 11 Loga 15 Pugl 16 1002 18 Stafrófsröð. Ráðning á gátu nr. 96. Lárétt 1 Flökta 5 Lár 7 Oj 9 Lost 11 Ske 13 Spe 14 Ills 16 E1 17 Skólp 19 Skolla. Lóðrétt: 1 Frosið 2 Ö1 3 Kál 4 Tros 6 Stelpa 8 8 JKL 10 Spel 12 Elsk 15 Sko 18 Ól. I 60 um óg fór meira að segja inn í baðherbergið ef ske kynni, að hún fyndi þær þar. Hún hafði ekki gert ráð fyrir þessu og hún velti því fyrir sér hvað hún ætti til bragðs að taka. Henni var ó- mögulegt. sem nýkomnum gesti, að hringja og biðja um ferða- töskurnar sínar. Því í ósköpunum hafði Dix ekki farið með hana í burtu í morg- un eins og hún hafði beðið hann um? Allt varð flóknara með hverri klukkustundinni sern leið og hún vissi, að það eina, sem hún gat gert, var að fara með fötin sín í pinkli. — Eins og Sí- gauni, sagði hún við sjálfa sig og brosti. Hún tíndi Saman nokkra hlué: Náttkjól, undirföt til skiptanna, púður, sokka og vasakiúta og vafði utan um þetta sjali. sem hún hafði stundum yfir herðarn- ar á kvöldin. Síðan faldi hún þetta í skápnum og fór að skipta um föt. Eftir að hún hafði farið í bað, leið henni betur. Því var hún hafa allar þessar áhyggjur? Um einn hlut gat hún verið alveg viss, henni var óhæít að treysia Dix. Fyrst hann hafði sagzl koma. þá kæmi hann. Hver gat vitað nema hann mútaði tmhverjum þjón- anna, sem mundi svo fylgja henni niður og út un. einhverjar bak- dyr, þar sem uix biði hennar? Hann gat líka komið mn í hús- ið og upp í herbergið hennar Hún mundi, hve auðveldlega hann hafði komizt inn á Clarid- ges hótelið og inn - herbergið hennar Lou og það án nokkurra sýnilegra örðuk,ka, án þess að nokkurn grunaði, að hann ætti ekkert erindi. Því skyldi hann ekki geta það eins hér? Alloa tók upp slétta svarta kjól inn sinn og smeygði sér í hann. Henni hafði fundizt hún vera svo fín og glæsileg í gærkvöldi í kjóln um, sem Jeanne nafði lánað henni. í kvöld var Öskubuska aft ur komin í tötrana sína og virt- ist afskaplega venjuleg og látlaus stúlka. Hún var einmitt að velta því fyrir sér hvort húi. ætti að vera m>eð marglita beltið eða svarta flau elsbeltið. þegar narið var að dyr- um. — Kom inn, kallaði hún. Þjónustustúlkd með blúndu- kappa og svuntu kom inn í her- bergið. — Ég kom með þetta handa yður ungfrú, sagði hún og rétti fram silfurbakka meo dásamlega fallegum smávendi aí bleikum rósum, til að hafa við kjólinn. — Handa mér? spurði Alloa. — Er- uð þér vissar um að þetta sé ekki handa ungfrú Lou Derange? — Nei það er handa yður ung- frú, sagði þjónustustúlkan bros- andi. — Ó, kærar þakkir. sagði Alloa. Það voru örmjóir vírar til styrktar rósunum og leggirnir voru hutdir si.furpappír. Alloa bar blómin upp að kjólnum sín- um og sá að þau gerbreyttu hon um og gerðu heun reglulega fall- egan. — Þetta er einmitt það, sem mig vantaði, sagði hún og sá þá, að stúlkan var 'arin, og hún var að \ala /ið sjálfa sig Hún nældi blómunum í kielinn og burstaði hárið enn einu s.aai svo bað féll mjúklega á heróar niður og fór síðan til herberg. s Lou. Hún oarði að dyrum og kveið fyrir þvi. sem Lou mundi segja og fyrir því ef hún mundi vilja fá að vita eitthvað um tilfinning- ar hennav gagnvrrt Dix Henni iétti pví, þegar hún sá, að mæðgurnar komu út um hin- ar dyrnar á herberginu — Þarna ertu Alloa, hrópaði frú Derange. — Ég held að við ættum að fara mður Hertogaynj an sagði mér, að þau hittust öll í stóra sainum tyrir kvöldverðinn. Lou var í dásamlegum rauð- um silkikjól, sem einn af hinum frægu frönsku tízkufrömuðum í París hafði teiknað. Allou fannst eins og nún v&ri nýstigin út úr málverki frá átjándu öld. Hún hefði sem bezt getað /erið ein af formæðrum sínum þegar vítt fyr- irferðarmikið piisið straukst við handriðiu er bær gengu hægt nið ur stigann. Lou bær engin blóm í barmi sér. Frú Derange vai með orki- deu á annarri cxlinní og Alloa gerði ráð fyrir að gestunum væru alltaf sena blóm fyrir kvöld verðinn. Henni mnnst það vel til fallið, en velti nví fyrir sér hvort hertoginn mundi móðgast fyrst Lou þáði ekki blómin. t Hertoginn sat v;ð hlið ■ hennar í I hjólastólnum og það leit út fyrir að þau hefðu >ierið að tala sam- an. Hertogaynjan stóð upp og gekk á móti oeim — Ég vona, að þið hafið fundið allt, sem þið þurftuð á að r.alda sagði hún, og að það hafi verið séð vel um þjónustustúlxuna ykkar — Allt var ejns og bezt var á kosi, sagði frú Derange og Je- anne er sjöunda himni yfir að vera aftur í einkakastala. Hún hefur svo oft talað um hve frönslk hús væru dásamleg, og við getum ekki boðið henni neitt í | Ameríku í líkingu við húsin heima í r rakklardi Hertog'nn hló — Þetta er al- veg dæmigert, ei ég hræddur um. Við nöldrum vfir öllu þegar við erum heima en fjarlægðin gerir fjöllin blá. Hann sneri ser að Allou og sagði: — Finnsf þér líka, að þú gleymir öllu þvi óþægilegasta og munir aðeins eftir því góða heima fyrir? — Ég held, að þegar fólk hef- ur heimþrá virðist allir hlutir miklu betri heima en þeir eru í raun og veru. | — Og hefur þú heimþrá, spurði hann. — Ekki núna, svaraði Alloa. — Mér finnst svo stórkostlegt að vera hér Ég vildi bara óska. að faðir minn gæti séð kastalann, hann hefur svo oft minnzt á hann. — Þú verður að koma með hann hingað, — sagði hertoginn. — Mér pætti vænt um. að hann yrði stoÞur af öJlum þeim hlutum, sem ég hef vaiðveitt af auði og verðmætum fjölskyldunnar. Alloa velti bvi fyrL sér hvort hann mundi endurtaka boðið. eft- ir að hun hefði hlaupizt á brott. Hvað mundi harn segja á morg- un, þegar svefnherbergið hennar fyndist autt og þau kæmust að því, að nun hefV hiaupizt á brott með manni, sem lögreglan var að leita að? Hún andvarpaði. Hertoginn leit á hana. — Ertu óhamingjusöm? — sagði hann. Hann talaði lágt svo hinir heyrðj ekki til hans og það var eitthvqð í augnaráði hans sem krafðist saurleikaus af henni. Alloa kiaKaði kolli — Vert-u það ekki — sagði hann. — Hami.i?jac getui verið þar, sem þú átt hennar sízt von og það er alltaí pess virði að biða eftir henni. Hann sagði þetta með svo djúpri sannfæringu. að Alloa var orðlaus en samt höfðu orð hans losað hana við kvíðann og ótt- ann, sem bjó jnnra með henni. Hver vissi nema hamingjan væri einmitt á næsta leiti? En Dix gat líka verið dáinn, særður eða ! fangelsi. Hvað ef hún biði nú eft- ir honum alla nóttina árangurs- laust? Hvað mundi hún gera? Hvað gæti hún gert? Henni fannst betta allt likjast hræðilega ljótum draumi — jafn vel fegurð herbergisins og fólkið í kringum haua var óraunveru- legt. Ekkert nema Dix skipti máli aðeins Dix og vandamái hans gæddu diveruna lífi oe útilokuðu allt annaó Hún heyrði hertogaynjuna segja eins og úr fjarska: — Mér þykir leitt, að kvöldver.ðurinn dregst. En við verðum að bíða eftir hinum gestunum — Pierre er alltaf úf seinn,,— muldraði hertoginn , barm sér. Hertogaynjan sneri sér að frú Derange. — Ép ei hrædd um, að yngr> sonur minn sé hræði- ÚTVARPIÐ M'ðvikudagur 21. ágúst 7,00 Morgunútvarp 12.00 Há degisútvarp 13.00 Við vinnuna: 14.40 Við, sem heima sitjum 15.00 Mið- degisútvarp 16.15 Veður- fregnir íslenzk tónlist: Verk eftir Jón Nordal 17.00 Fréttir Klassísk tónlist 17.45 Lestrar- stund fyrir litlu börnin 18.00 Danshljómsveitir leika Tilkynn ingar 18.45 Veðurfregnir. 19. 00 Fréttir 19.30 Daglegt mál Tryggvi Gíslason magister flyt ur þáttinn 19.35 Tækni og vísindi Einar Júiiusson eðlis- fræðingur flytur siðara erindi sitt um leysinn töfraljós 20. aldar 19 55 Píanómúsík eftir Mozart. 20.20 Spunahljóð Þátt ur f umsjá Davíðs Oddssonar og Hrafns Gunnlaugssonar 20. 50 Britten og Debussy 21.35 Sveitin við jökulrætur 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.15 Kvöldsasan- „Viðsjár á vestur slóðum" Kristinn Reyr les 22. 35 Djassþáttur Ólafur Steph ensen kynnir 23 05 Fréttir í stuttu máli Dagskrárlok. Fimmtudagnr 22. ágúst 7.00 Mor?unútvarp_ 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Á frívaktinni Eydís Eýþórsdóttir stj. 14.40 Við, sem heima sitjum 15.00 Mið* degisútvarp 16.45 Veðurfregnir Balletttónlist. 17.00 Fréttir Klassísk tónlist 17.45 Lestrar stund fyrir litlu börnin 18.00 Lög á nikkuna 18.45 Veður- fregnir 19.00 Fréttir Tilkynn ingar 19.30 Kórsöngur: Kaval karlakórinn i Búlgaríu syngur. 19.40 Fönikar Jón R. Iljálm arsson skólastjóri flytur erinái 20.00 Rapsódia fvrir hljómsveit eftir Hallgrím Heleason. 20.25 Dagur á Dalvík Stefáan Jónsson á ferð með hljóðnemann 21.30 Útvarpssagan:_„Húsið i hvamm inum“ eftir Óskar Aðalstein Hjörtur Pálsson les (61 22.00 Fréttir oe v*?Wfres!njr 22.15 Kvöldsa?an- '^Vár á vestur slóðum“ Kristmn Reyr les fl5) 22.35 Kvöldhliómleikar 23.25 Fréttir i stuttu máli Dagskrár lok. UUl tu w vy • +■ J-w fclSfQ b..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.