Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 14
14 TÍMINN MÍÐVIKUDAGUR 21. ágúst 1968. SKIPAUTGERÐIN Framhald af bis. 16 ingurinn um Blikur, og væri ekki enn búið að ganga frá nýjum samningi né seir.ja um áframhald andi ieigu. Væri því um óvissu að ræða í þvi sambi'iidi. Uppsagmrnar á undirmönnum strandferðaskipanna tveggja munu einnig vera sparnaðarráðstöfun. Aðspurður, hvort hann teldi, að starfsmennirnir, sem fengið hafa uppsagnarbréf, myndi halda áfram hjá Skipaútgerðinni, kvaðst hann telja það sennilegt, en þó væri auðvitað ekkert hægt að fullyrða um slíkt Ef þeir teldu atvinnuna of ótrygga, þá gæti ver ið að þeir færu e:tthvað annað. REYNDI SJÁLFSMORÐ Framhaid af bis 16 urinn rakvélablað, sem hann hafði í vasanum og skar sig á púlsinn. Var maðurinn fljót- lega fluttur á slysavarðstofuna í sjiúkratoil og var gert að meiðslum hans og var hann síðan fkittur á sjákrahús. TÝNDUR Framhald af bls. 16 Sigurðssyni. Fór han til Skot lands til að stlja fisk. Var bát urinn með um 30 tonn og seld ist aflinn fyrir 2 þúsund pund Var aflinn seldur á miðviku dag. Um kvöldið fór áhöfnin í land og varð Sigurður riðskila við félaga sina um stund, en ætlaði að hitta þá skömmu síð ar. En hann kom ekki á þann stað sem þeir höfðu mælt sér mót. Vaktmaður var um borð í bátnum um kvöldið og þeg ar skipshöfnin kom um borð TRÚLOFUNARHRINGAR —. afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. H A L L D Ö R Skólavörðustig 2 JÁRNIÐNAÐAR- MENN Óskum eftir að ráða nokkra járniðnaðarmenn nú þegar eða í næsta mánuði. = HÉÐINN = var Sigurður þar ekki og vakt maðurinn ber að hann hafi ekki komið um borð í bátinn frá því að öll skipshöfnin yfirgaf hann samtímis fyrr um kvöldið og fór saman í land. Daginn eftir var lögreglunni gert viðvart og hófst þá leit að Sigurði, en eins og fyrr seg ir hefur hún enn engan árangur borið. Sigurður, sem er eigandi bátsins, er kvæntur og á þrjú börn. Guðjón Sigurðsson er nú farinn frá Aberdeen áleiðis til Noregs, en þar verður skipt um vél i bátnum. BYGGINGADAGUR Framhald af bls. 16 verður farið í ferðalög, sam- bland af skemmtiferðum og fræðsluferðuin Einn daginn verður farið að Stöng í Þjórs árdal, þar sem ein elztu merki byggingalistar á íslandi verða sýnd, en síðar verður haldið neðar í dalinn og Búrfellsvirkj un skoðuð. Ráðstefnuskrifstofan verður í Hagaskólanum, og þar verð ur líka sérstakt pósthús. Sér stakur póststimpill hefur ver ið gerður í rambandi við Norr æna byggingadaginn, og verður hann eingöngu notaður í Haga- pósthúsinu. Aðaiviðfangsefni Norræna byggingadagsms verður húsa kostur (boligform). Ráðstefnunni verður slitið í LaugardaÍMiöllinni, þar sem efnt verður til þúsund manna dansleiks. Nokkur hluti Land- búnaðarsýningarinnar verður ennþá uppistandandi, s. s. þró- unardeildin cg blómaskreyting ar. Á þessum dansleik leikur Hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri, og var hljómsveitin sérstaklega valin á þennan mikla dansle:k Tímaritið Byggmastaren í Svíþjóð gefur út sérstakt hefti vegna Norræna byggingadags- ins, þar sem verða greinar frá öllum Norðurlörjdunum. NÝ BYGGINGARAÐFERÐ Framhald af bls 3 ekki vatnsgufu, sem þéttist í eim angruninni, sbr. bls. 42 í bæklingi. Ytra veggþilið (regnkápan og vetrarfrakkinn), er haft úr mát hellu, sem þolir frost og þýðu mun betur en venjuleg steinsteypa (B250). Innra veggþilið er haft til burðar og einangruuar. Það má bæði vera úr mátsteini eða mát- hellum. Blaöamönnum var í fyrradag boðið að skoða 280 ferm. einbýl ishús að Bjarmalandi 11 í Foss vogi, sem byggt er úr mátstein um frá Jóni Loftssyni h. f. Hásið teiknaði Jón Kristinsson arkitekt sem unnið hefur hjá fyrirtækinu í sum'ar við athugun á mátsteinum sem byggingarefni og gerð bækl ingsins sem áður er getið. Það vakti furðu blaðamanna að arkitektinn telur ónauðsynlegt að márháða hásið utan eða pássa það innan. Segir hann að ef már að sé með þykkri og sterkri már blöndu eyðileggist frostþýðueigin leikar mátsteinsins að einhverju leyti vegna mismunandi raka þennslustuðla mátsteins og már háðunar. Nærri má geta hvort þetta sparar ekki drjágan skild- ing. Einbýlishúsið i Fossvoginum er mjög áferðai-fallegt að utan ó- múrað og ómálað, enda er ör- lítill rauður blær á mátsteininum. Frágangi veggja að innanverðu má haga á ýmsan máta, þar sem minnst er við haft er hægt að fúgufylla veggina og sements- kalka yfir, þá má slípa veggina og fá mátsteinarnir þá marmara áferð og einnig er hugsanlegt að fara yfir steinana með glæru lakki þá verða þeir nær rauðir á lit. Hljóðburður í hási sem þessu er mjög góður og getur hann að- eins versnað við márhúðun. Jón Kristinsson, arlcitekt, lauk námi í byggingarlist við tæknihá- skólann í Delft í Hollandi árið 1966. IJann starfar ná sem kenn ari í gerð háhýsa við sama skóla, auk þ/'ss sem hann rekur ásamt konu sinni sjálfstæða arkitektúr- og verkfræðistofu í Denventer í ITollandi. í sumar hefur Jón á vegum Jóns Loftssonar h. f. teiknað að öllu leyti og haft umsjón með byggingu nokkurra einbýlishúsa hér í Reykjavík. Á næstunni mun arkitektinn snúa sér að því að útbúa „teikningasett“ af einbýlis hásum, sem fyrirtækið Jón Lofts son h. f. mun svo bjóða væntan legum hásbvggjendum til kaups á vægu verði. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Þórður H. Jóhannesson frá Viðey, Álftamýri 34, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 23. ágúst kl. 1,30. Þeim er vildu minnast hans, er bent á Sfyrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Sólveig Sigmundsdóttir, Kristjana Þórðardóttir, Sigrún Þórðardóttir, Ásgeir Einarsson, Sigmundur Þórðarson, Ásgerður Kristjánsdóftir, Sigríður Þórðardóttir Smith, Magnús Smith, Sigurður Þórðarson, Hildur Vilhjálmsdóttlr og barnabörn. ■ DEMOKRATAR Framhald af Dls. 3 Talið er að stefnuskrárnefndin muni ekki samþykkja stefnu ,dúfn anna“ í Vietnam málinu. „Dúfur“ eru þeir kallaðir sem draga vilja úr hernaðarrekstri Bandaríkjanna í Vietnam. Það sem aðallega er ,,dúfunum“ andstætt er prennt: í fyrsta lagi yíirlýsing Humphr eys s. 1. sunnudag um að hann væri ekki hlyrntur tafarlausri stöðvun ioftárása né myndun sam steypustjórnar. i öðru lagi yfir- lýsing Johnsons á mánudaginn, og í þriðja lagi nýleg skoðanakönnun sem gaf til kynna að 61% banda rísku þjóðarinnai eru á móti tafar lausri stöðvun lcftárása á Norður Vietnam. Stjórnmálafréttaritarar velta því nú fyrir sér hvort afstaða Johnsons í loftárása-vandamálinu geti ekki skert möguleika Humph reys varaforseta á að hljóta út- nefningu flokksins sem forseta- efni hans. Humlney hefur hingað til ekki beinlínis mótmælt stefnu Johnsons í utam íkismálum, en í | seinni tíð hefur hann talað á þann veg að skilja má að hann sé einiivei’sstaðar á milli Johnsons og hinna sem keppa að útnefningu | flokksins í skoðunum á Vietnam ; málinu. Auk þess hefur hann forð i ast að gefa fastmótaðar yfirlýsing j ar um það hvað hann liygðist gera i verði hann valinr KAUPFELAGIÐ LOKAÐ j Framhald af Dls 3 j Árna BenediKtssym stjórnarfor i manni Kaupfélags Snæfellinga og spurði hai.n um mál þetta. Árm sagði að kaupfélagið hefði átt vangoldinn söluskatt, og hefði sýsiumaður því látið innsigla sölubúðina. Hann sagði að á þessu rtigi málsins væri ekki v’itað hvenær né með hvaða hættí kaupfélagið yrði opnað á ný Kaupfélagið hefði átt í iangvar^ndi fiárhagserfið leikum sagði Árni og þegar kreppt er að verzlun í landinu almennt, eins og með ráðstöfun unum í fyrravetur þá hlýtur það auðvitað að leiða til þess að þeir sem veikastir eru logn ist út af, sagði han að lokum. Fyrir nokkrum árum voru kaupfélögin i Hellissandi og í Ólafsvik sameinuð og stofn að Kaupfélag Snæfellinga, og var það gert með það fyrir aug um að e. t. / mætti bæta fjár hagsaðstöðu félaganna, en nú eftir að Kaupfélagi Snæfellinga hefur verið lckað. er ekkert kaupfélag starfandi þarna yzt á Snæfellsnesinu NÝ LÖGREGLUSTÖÐ Framhald af bls. 3 isins 66 fermetra til umriáða. Bif reiðaeftirlitið er fyrir nokkru flutt í sitt húisnæði á neðri hæð stöðvarinnar og hefur þegar haf- ið starfsemi sína. Til samanburðar má geta þess, að gamla lögreglustöðin að Smára götu 1, sem var byggð árið 1939 og tekin í notkun 1940, er aðeins um 70 ferm. að flatarmáli. Ekki þótti á þeim tíma ástæða til þess að viðhafa miikla framsýni við byggingu stöðvarinnar, því í henni eru aðeins þrír einsmanns fanga klefar, afgreiðslutoerbergi og ör- lítil skrifstofukompa inn af því. Fyrirrennari stöðvarinnar var fangageymsla á efstu hæð timbur húss nokkurs við RáðhússstJg í Lækjargili, en þar voru bæjar- skrifstofurnar til húsa. Þetta hús varð eldi að bráð og um árafoil áttu hvorki lögregluþjónar né sökudól'gar víist þak yfir höfuðið á Akureyri unz ráðizt var í bygg ingu stöðvarinnar við Smáragötu. Eins og gefur að skilja hefur lögreglan á Akureyri oft þurft að synja mönnum um næturgreiða, vegna skorts á fangaklefum, og þegar lögregluliðið er komið upp í sextán manns, má nærri geta, hvort oft hafi ekki verið þröng á þingi í afgreiðslu gömlu stöðv- arinnar. Nýja iögreglustöðin er hins veg ar byggð af mikilli framsýni og í framtíðinni geta lögbrjótar lítt treyst á það að erfitt sé að verða sér úti um gistingu hjá lög reglunni á Akureyri. í stöðinni eru 16 fangaklefar og eru tveir þeirra tveggja manna, þannig að hægt er jaxntals að hýsa 18 manns. Neðri hæðinni er að mestu fullbúin en á henni er m. a, rúmgóður afgreiðslusalur, bið- stofa, herbergi yfirmanns, vistleg setustofa og er hluti hennar einn- ig ætlaður sem kaffistofa. Einnig eru af-markaðir básar út frá setu stofunni, þar sem lögregluþjónar hafa aðstöðu til þess að vinna að teikningum og skýrslugerð. A efri hæðinni sem enn á Ttir að pússa að innan, verður m. a. kennslusa.lur fyrir 50—60 manns. Þar er ætlunin að fram fari ým- iss konar fræðsla, t. d. nám-skeið lögreglumanna og ýmiss konar umferðarfræðsla. Salur þessi hef ur raunar þegar verið tekinn í notkun, t. d. fór kennsla umferð- arvarða fram i honum í vor þeg ar H-breytingin var á dö-finni. Einnig er á efri hæðinni gert ráð fyrir að með léttum skilrúm um megi úttoúa rúm fyrir ýmsar sérdeildir lögreglunnar sem vænt anlega verða innan lögreglunnar á Akureyri í framtíðinni svo sem tæknideild rannsóknarlögreglu og einnig verða þar fulltrúaher- bergi bæjarfógeta, því ætlunin er að eftirleiðis fari yfirheyrslur fanga að mestu leyti fram í lög- reglustöðinni. Er þetta mikið hag ræði, því áður þurfti að flytja fangana til yfirheyrslu frá stöð- inni við Smáragötu snernma morg uns inn á bæjarfógetaskrifstof- urnar við Ráðhústorg og ollu þ-ess ir flutningar^ óþarfa umstangi og leiðindum. í kjallara hússins eru m. a. fangageymslur og þar verður í framtíðinni Ijósmyndadeild lög- reglunnar, auk þess verða þar geymslur, en hluta kjallarans hef ur Veðurstofa íslands t'.l sinna umráða fyrir jarðskjálftamæla og veðurathugunartæki. Það er ætlun forráðamanna lög reglumála á Akureyri að hin nýja lögreglustöð verði í framtíðinni fullkomin lögregl-umiðstöð fyítr Akureyri og Norðurland og verðl um sem flest sjálfri sér nóg. Einn ig er gert ráð fyrir að innan veggja stöðvarinnar verði rekin töluverð upplýsinga- og fræðslu- starfsemi um umferðar- löggœzlu- og slysavarnarmál o. s. frv. Hin nýja lögreglustöð er byggð. í umsjá byggingafræðinga Akur- eyrarbæjar, en Vignir Emilsson hjá Teiknistofnun ríikisins teikn- aði bygginguna. Fé tii byggingar- innar leggja bæði Akureyrarbær og Ríkis'sjóður. Eins og áður segir eru starf-' andi lögregluþjónar á Akureyri 16 talsins, yfirlögregluþjðnn er Gíisli Ólafsson, og eru upplýsing-' arnar hér að fra-man hafðar eftir honum. KJARNINN Framhald af bls. 1 bændaskólakennarar og bændur átti sig á og festi sér í minmi þá fábrotnu staðreyd, að Kjarni ger ir hvorki að sýra né afsýra íslenzk an jarðveg.“ Eins og fram kom í grein, sem Tíminn birti fyrr í sumar, eftir dr. Björn telur hann að sannað sé, að kalkskortur í íslenzkum jarð vegi sé ein meginorsök kalsins. Eins og fyrr sagði verður grein dr. Björns um áhrif Kjarnans birt í heild í blaðinu á morgun. SKATTSVIK Framhald af bls. 1 munu aftur á móti hafa ráðið ýmsa aðstoðarmenn til smíðinnar, og. greitt þeim visst á tímann. Engin vinnulaun munu, að því er bezt er vitað, hafa verið gefin upp til skatts í þessu sambandi, og mun þar um að ræða upphæð sem nemur 4—5 milljónum króna., Eins og blaðið hefur áður skýrt frá, var hlerasmíði þessi kærð, og kom þá ’ Ijós, að ekkert af henni! var gefið upp til skatts En er rannsókn bókhalds Sem, entsverksmiðjunnar var hafin, kom annað og senmlega meira skatt- svindl í ijós. Varð Ijóst, að all- margir starfsmenn verksmiðjunn ar, sennilega rálægt 10 talsins, höfðu gefið upp mun minni tekj ur en þeir raunverulega höfðu- hjá verksmiðjunní — og verk- smiðjan þá um ieið veitt skattyfir- völdum rangar upplýsingar um laun viðkomandi starfsmanna. Mjög er misjafnt hversu miklu af laununum var haldið leyndum, mun það bæði misjafnt eftir starfs.' mönnum og árurr. Þetta skattsvir.dl mun ná yfir' nokkurra ára tíinabil, og a. m. k.< aftur til ársins 1964. Mun það liafa farið stöðugt í vöxt, og náð hámarki árið 1966, en nokkuð' minnkað eftir það, Hér er um að ræða allmarga starfsmenn, bæði í Reykjavík og á Akranesi, og því allmikil upp- hæð, sem í heild hefur ekki verið gefin upp til skatts. Skiptir þar væntanlega milljónum, en um ná - kvæmar tölur er blaðinu að sjálf' sögðu ekki kunnugt. Auk þess, skýrði blaðið frá því á þriðjudag, að menn, sem aðstöðu höfðu cii, hefðu hirt laun manna, sem hættir voru hjá fyrir tækinu. Eftir því, sem góðar heim ildir herma, muu þetta ekki eins mikið og sumir töldu, og með nokk uð öðru sniði. Munu tveir af starfs mönnum fyrirtækisins hafa skipt á milli sín launum starfsmanns, sem hættur var — eu þó án þess að sá starfsmaður væri áfram á launaskrá. Muti þessi „launaupp- bót“, 'starfsmi'Lnanna tveggja ekki hafa verlð samþykkt af st j órn S em ents verksmið j unnar sem að sjálfsögðu hefur æðsta vald í málefnum hennar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.