Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.08.1968, Blaðsíða 13
MTÐVIKUDAGUR 21. ágúst 1968 -* TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 Skagamenn sækja að marki Hauka í gærkvöldi. ( Tímamynd Gunnar) Haukar komu á úvart í gærkvöldi! Gerðu jafrclefli við Akranes, 1:1. Skagamenn skoruðu úr vítaspyrnu. Jafntefli hjá Akranesi og Hauk um, 1:1! Hver átti von á því? Ekki ég, og áreiðanlega fáir. En Akra- nes, með sitt fræga sóknarlið, f brást algerlega vonum áhangenda sinna í gærkvöldi og svaf mikl- um Þyrnirósarsvefni. Aldrei brá fyrir skemmtilegum töktum, sem , einkennt hafa liðið í 2. deildar keppninni, og baráttuviljinn var af skornum skammti, þótt það hljómi ótrúlega. Eða var liðið þrúgað taugaspennu? Það er erfitt að svara þessu, en í staðinn getum við óskað Haukum til hamingju með góða frammistöðu. Eina vegarnesti þeirra var baráttuvilji og aftur baráttuvilji, sem brást þeim aldrei. Útlitið var frekar dökkt, þegar Akranes hafði skorað sitt ‘ eina mark á 16. mínútu síðari ' hálfleiks úr vítaspyrnu. Guðjón ; Guðmundsson íramkvæmdi spyrn / una og skoraði örugglega, en víta i spyrnan var dæmd á Sigurð Jóa- kimsson, sem er öllu kunnari sem handknattieiksmaður. Sigurður varði knöttinn „meistaralega” með báðum höndum inni í teign- um. Þetta hefðu þótt lagleg til- þrif í handknattleik, en þarna átti að leika knattspyrnu. Annars var þetta neyðarvörn, knötturinn hefði sennilega lent í netinu. Eftir þetta mark sóttu Skaga- menn stíft, en tókst ekki að skora. Haukar sóttu af og til og í einni sóknarlotunni kom jöfn- unarmarkið, Jóhann Larsen marka kóngur Hauka, fékk sendingu fram miðjuna, þar sem hann var umkringdur þremur varnarmönn- um Akraness. Hann lét það ekki á sig fá, heldur hristi þá af sér og brunaði í átt að marki. Og það reyndist létt veck fyrir hann að renna knettinum framhjá Einari markverði. Og aðeins tveimur mínútum síðar máttu Skagamcnn þakka hamingjunrii, að knöttur- inn leriti ekki í markinu hjá þeim Hmm á sjúkralista hjá Manchester Utd. — kaupir Matt Busby nýja leikmenn? aftur, en þá bjargaði Þórður Árna son á línu. En það hefði verið ósanngjiarnt hefðu Haukar sigrað. Engu að síð ur var það staðreynd, að þarna gátu þeir skorað sigurmark. Og þá hefði maður beðið alla góða vætti að halda í höndina á Skaga mönnum, nógu mikið áfall var það að missa leikinn niður í jafn tefli. Knattspyrnan var ekki upp á það bezta í gærkvöldi, þrátt fyrir ágætt keppnisveður. Hreinn Ell- iðason var hættulegasti sóknar- maður Akraness eins og fyrri dag inn, og Guðjón tók góða spretti. Hims vegar týndust bæði Björn og Matthías. Jón Alfreðsson gerði margt sem tengiliður. en skortir kraft tii að geta verið burðarás. Vörnin var slöpp, nema hvað Þórður Árnason sýndi góð tilþrif. Það býr ekki mikil knattspyrna í Haukaliðinu, en baráttuviljinn ber liðið hálfa léíð. Éftíftektar- verðustu leikmenn liðsins eru Jó- hann Larsen, Sigurður Jóakims- son og Stefán 'ónss. markvörður. Þetta var fyrsti leikurinn af þremur í keppni Akraness, Hauka og Keflvíkinga. Fyrir leilkinn við Keflvíkinga standa því lið Akra- ness og Hauka jöfn að vígi. Steinn Guðmundsson dæmdi leikinn í gærkvöldi af festu og öryggi. — alf. Úrslit í Englandi í gærkvöldi: 1. deild Burnley—Southampton 3—1 Ipswich—Leeds 2—3 Liverpool—Stoke City 2—1 Nottm. Forest—Sheff. Wed. 0—0 Q.P.R.—Sunderland 2—2 2. deild Bristol City—Bolton 2—2 Charlton—Birmingham 3—1 Huddersfield—Norwich 2—2 Middlesbro — Crystal Pal. 4—0 Sheffield Utd—Derby 2—0 Leeds heldur strikinu í 1. deild, er með 100% útkomu, en liðið hefur unnið alla sína leiki til þessa. Óskar kepp erlendis ir Alf - Reykjavík. — Iþróttasíðan hefur hlerað, að Olympíunefnd ætli að gera það að skilyrði, að Óskar Sigurpálsson, lyftingamað- ur íir Ármanni keppi við aðstæður þar sem væru löglegir dómarar. Að öðrum kosti tæki hún árangur hans ekki til greina Gunnar Eggertsson, formaður Ármanns, hafði snör handtök og sendi Óskar til Noregs, þar sem hann mun keppa við norska kepp endur í Stavangri. Síðan mun Ósk ar fara til Finnlands og keppa þar á stóru lyftingarmóti, þar sem þátttakendur verða frá Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi, Sovétríkj unum, Póllandi, Austur-Þýzka- landi og fleiri löndum. Verður fróðlegt að vita hvern- ig Óskar stendur sig á þessum mótum. Vonandi tekst þessi til- raun Glímufélagsins Ármanns vel. Þess má að lokum geta, að 01- ympíunefnd kemur saman til fundar í dag. Það er allt í molum hjá liði Evrópubikarmeistaranna, Manch. Utd., en sjúkralistinn er býsna langur. Eins og sagt var frá, fót- brotnaði Aston í leiknum gegn Bridges tí QPR Enska 1. deildar liðið QPR, sem lék í 2. deild á síðasta keppnistímabili, keypti í gær Barry Bridges frá Birmingham fyrir 50 þúsund sterlingspund, en það svarar til tæpl. 7 millj. ís'l. kr., Eins og kunnugt er, lék Bridges þar áður með Ohelsea. Þetta er hæsta upphæð, sem QPR hefur greitt fyrir lei!kmann, en fé lagið er ekki fjárhagslega sterkt, en það er ekki lengra síðan en í apríl 1967 að liðið lék í 3. deild. Þess má geta, að Rodney Marsh, markhæsti leikmað- ur liðsins, hefur verið á sjúkralista og tæplega bú- izt við, að hann keppi aftur fyrr en eftir 2 mánuði. Manchester City. Auk þess eru Dennis Law, Best, Foulkes og Cowling á sjúkralistanum, en Cowling kom inn á fyrir Law í síðasta leik. Hann er áhugamað- ur og er nemi í háskólanum I Manchester. Meiðsli Dennis Law tóku sig upp aftur og telja nú margir, að vafasamt sé, að hann leiki með! Manehester Utd. framar. Manohester Utd. er þvi í mikl-! um vanda þessa dagana. Raddir; eru uppi um það, að Matt Busby i framkvæmdastjóri félagsins, fari' á stúfana og kaupi nýja leik-! menn. En Busby hefur neitað, að I sá orðrómur hafi við rök að styðj! ast. En það er ómögulegt að segja, hvað hann gerrr. Everton sigr- aði með 4:1 f fyrrakvöld léku West Ham og Everton í 1. deildinni á Englandi. Fór leikurinn fram á velli West Ham í Lundúnum og urðu úrslit þau, að Everton vann stóran sig- ur, 4:1. Spá margir Everton miklu gengi í keppninni, en liðið er skip að yngstu leikmönnunum í 1. deild. Meðalaldur er rúmlega 20. ár. — 12. deild Iéku Aston Villa og Millwall og varð jafntefli, 1:1. Þelr tóku vi3 sigurlaunum fyrir unnin Reykiavíkurmót í yngri flokkunum. Talið frá vinstri: KR, fyrir sigur í 1. flokki, Fram fyrir sigur í 2. fl. a, Víkingur fyrir sigur í 2. fl. b (reyndar var þa8 c-118 Víkings, sem sigr- aSi) Valur fyrir sigur i 3. fi. a, Fram fyrir sigur í 3. fl. b, Vfkingur fyrir sigur í 4. fl. a, Valur fyrir sigur í 4. fl. b og loks yngsti flokkurinn, 5. flokkur, en þar sigraði Fram á öllum vígstöSvum, þ. e. I a, og b og c-liSi. (Tímamynd Gunnar) Tveir úrslitaleikir í yngri flokkum í kvöid Alf - Reykjavík. — í kvöld, miðvikudagskvöld fara fram tveir úrslitaleikir í íslandsmóti yngri flokkanna í knattspyrnu. Fara báðir leikirnir fram á Mela vellinum og hefst sá fyrri, úr- slitaleikurinn í 5. flokki milli KR og Vestmannaeyja, kl. 6, en strax á eftir leika til úrslita í 2. flokki Fram og Vestmannaeyjar. f leikhléi leiíks KR og Vals í 1- deild í fyrrakvöld afhenti Einar Björnsson, formaður Knattspyrnu ráðs Reykjavíkur, sigurvegurum í Reykjavíkurmóti yngri flokk- •anna sigurlaun, en það voru fyr- irliðarnir, sem tóku við þeim. Er vel, að Knattspyrnuráð Reykja- víkur skuli taka þessa nýbreytni upp, en það hefur stundum farizt fyrir, að ungu piltunum hafi ver- ið aflhent sigurlaunin á viðeigandi hátt . . - .... • -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.