Tíminn - 22.08.1968, Síða 14
*
«afc—-ftrtím-M
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 22. ágúst 1968.
;
I STAÐAN Á MIÐNÆTTI
j Framhald af bls. 2.
, sem á sínum tíma hófu fyrst
i upp raust sína til að mótmæla
í hinni stalínsku stjóm Novotn
, ys. Talift er, að fólk þetta muni
skipuleggja neðanjarðarhreyf-
! ingu.
í
■■ ★ Þjóðþingið í Tékkóslóvakíu
hefur skorað á sovézku her
j sveitirnar að hverfa þegar í
i stað úr landinu og um leið for
1 dæmt innrásina og sagt hana
, skýlaust brot á fullvcldi lands
ins. Þá hvatti þjóðþingið fólk
til þess að forðast allt, sem
i leitt gæti til blóðsúthellinga og
• innrásarherirnir gætu notað,
sem ástæðu til að réttlæta nær
veru sína. Gefið er í skyn, að
■ bezta ráðið til að sýna and-
I stöðu sé að fólk geri allsherj
arverkfall á vinnustöðum.
> ★ Á sama tíma og traustsyfir
j lýsingar á stjórn Dubcek og
leiðtokum landsins streýmdu
til yfirvalda voru þess ljós
merki, að andstaða gegn inn-
rásarherjunum jókst, án þess
, þó til vopnaviðskipta kæmi. í
slovakíska bænum Zilina, neit
aði t. d. flokksstjórnin að verða
við þeirri kröfu sovézka setu
' liðsins, að fjTÍrskipað yrði út-
göngubann í bænum. Verka
menn í námunum í Kladno,
skammt frá Prag lögðu alger
lega niður vinnu í mótmæla-
skini við innrásarherina og í
Bratislava fóru þúsundir manna
til sovézku aðalræðismanns-
skrifstofunnar.
★ Segja verður, að skipulag
innrásarinnar hafi verið frá
bært frá hernaðarlegu sjónar
miði. Með stuðningi frá her
sveitum Póllands, Austur-
Þýzkalands, Ungverjalands og
Búlgan'u hófu sovézku her-
sveitimar innrásina kl. 22 í
gærkvöld að íslenzkum tíma.
Eftir nokkrar klukkustundir
liöfðu hersveitirnar Prag á
sínu valdi. Bygging þjóðþings
ins og aðalstöðvar kommúnista
flokksins voru umkringdar
skriðdrekum og brynvörðum
bifreiðum og brátt voru aðrar
mikilvægar byggingar á valdi
innrásarhc rjanna, svo sem út-
varpsstöðin og sjónvarpsstöðin.
★ í borginni Pardubice gerði
fólk sér lítið fyrir og varpaði
sér í veg fyrir pólska skrið
dreka, sem neyddust til að
stöðva. Eftir mikið orðaskak
og háværar deilur sneru nokkr
ir skriðdrekanna við, að því
er Ieynileg útvarpsstöð, ein
af mörgum, skýrði frá í
kvöld í einni af fyrstu send
ingum sínum.
★ Miklar vangaveltur hafa
verið um það, hvers konar
stjórn innrásarherirnir reyndu
að koma á fót í Tékkóslóvakíu.
Þeir aðilar, sem fréttastofur
hafa getað haft samhand við,
hafa talið mjög ólíklegt, að
nokkur í hópi tékkneskra leið-
toga myndi fást til að taka
þátt í einhvers konar bráða-
byrgðastjórn. Ef til vill væri
þó um eina undantekningu að
ræða, þ.e.a.s. Novotny, fyrrver
andi forseta, sem trúfastur er
herrunum í Moskvu.
Eftir Bratislava-fundinn var staða Tékkóslóvakíu mikið rædd á fundum og manna meðal. Myndin er
af útifundi í Prag skömmu eftir fundinn í Bratislava.
ir Seint í kvöld var ýtvarps
stöðin í Pilsen enn f fullum
gangi og sendi stöðugt út mót
mæli og vígorð gegn hinu
sovézka valdaráni. Hvatti út-
varpið fólk til að neita að
láta setuliðssveitum malvæli í
té.
★. KI. 17,18 að tékkneskum
'tíma hætti sjóiivarþsstöðin
Gott Áldov útsendingum sín-
um eftir þrálátar hótanir sov-
ézku hersveitanna um, að það
gæti haft alvarlegar afleiðing
ar fyrir starfsfólk stöðvarinnar
ef útsendingar héldu áfram.
ú- Tékkneska fréttastofan
| Ceteka skýrði frá þv>' í kvöld,
að Ludvig Svoboda, forséti
Tékkóslóyakíu hefði sagt í
útvarpsræðu, að sovézka inn-
rásin væri ólögleg, og hefði
verið gerð í bága við yfirvöld
landsins.
*
Tapazt hafa hestar
Hestar, brúnn og jarpur, töpuðust frá Völlum,
Kjalarnesi. Brúnn, tagllítill með z á lend, jarpur
með heilrifa hægra og FV á vinstri síðu og F
á hægri. Sá, sem gæti gefið upplýsingar hringi
í síma 30178, 33679 eða 21664.
HestamannafélagiS Fákur.
Frá byggingalánasjóði
Kópavogskaupstaðar
Umsóknir um lán úr sjóðnum berist undirrituð-
um fyrir 10. september n.k.
Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunum i
Kópavogi
21. ágúst 1968
Bæjarstjórinn í Kópavogi
ÍBÚÐ TIL LEIGU
Góð 4ra herb. íbúð í steinhúsi á Akranesi er til
leigu frá næstu mánaðarmótum. Upplýsingar í
síma 1581, Akranesi.
ÁTÖK VIÐ SENDIRÁÐ SOVÉTRÍKJANNA
Lögreglan ryöur GarSastræti fyrir framan Sovézka séndiráSiS. (Tímamynd Gunnar)
FJÖLMENNIR FUNDIR
Framhald at bls 16
eska sendiráðiuu óg síðan var
farið með álvktunina í sovézka
samúð með baráttu þjóða Tékkó- ■ sendiráðið.
Klukkan hálf iiíu var efnt til
slóvakíu fyrir frelsi fullveldi og
lýðræðislegum -t.íórnarháttúm
Á eftir fundir.n var ályktunin
afhent sendiráðsriturum í tékkn-
útifundar við réKkneska sendiráð
ið við Smáragötu, og söínu.ðust
þar saman nokkur hundruð manns.
Fyrir fundi þessum stóðu Æsku-
lýðsfylkingin og Alþýðubandlalagið.
Ræðumenn voru Ragnar Stefáns
son. Vernharðu/ Linnet, Ólafur
Jensson og Jónas Árnason. í lok
fundarins var srmþykkt einróma
eftirfarandi ályktun:
ÚTVARPIÐ
Framhald af bls. 12.
sér vel Iíka og fengu þcir, sem
uni þáttinn sáu, vinnufrið fyrÍD
þeim blustcndum sem ef til vill
voru á öðru máli. Og fullyrða má
að ekkert af því fólki. sem nú er
fullt vandlætingar vegna frásagna
af níðingsverkum leiðtoga Sovét-
ríkjanna þótti ástæða til að
kvarta þá vegna „hlutleysisbrota"
Ríkisútvarpsins.
GuSrúnar Guðmundsdóttur,
Háholti 23, Akrahesi,
sem lézt i sjúkrahúsi Akraness, sunnudaginn 18. ágúst, s. I. verS-
ur gerS frá Akraneskirkju laugardaginn 24. ágúst kl. 2. e h.
F. h. systkina minna og annarra vandamanna.
GuSrún Ólafsdóttir.
*
s