Vísir - 01.06.1977, Side 3

Vísir - 01.06.1977, Side 3
VISIR Miðvikudagur 1. júni 1977. 3 ! Vertíðin á Vestfjörðum: LÍNUBÁTAR VIIDDU HELMING AFLANS — Fjögur þúsund tonna aflaaukning Um helmingur þess fiskafla sem barst á land á Vestfjörðum á þessari vertið var veiddur á línu. Er þaö heldur aukning frá þvi I fyrra. ■ Alls nam lfnuaflinn á vertfðinni 14.839 lestum. Togaraaflinn var 14.665 eða 46 prósent aflans var 40 prósent aflans i fyrra. Þá var netaaflinn 2318 lestir og hafði heldur dregist saman miðað við árið i fyrra. Heildarafli vestfirðinga á þessari vetrarvertið var 31,822 tonn, en var 27142 tonn i fyrra. Yfirleitt var aflaaukning i ver- stöðvunum sérstaklega á nyröri miöunum. Tiöarfar var óhagstætt til sjó- sóknar I janúar en gæftir voru góðar eftir það. Afli linubáta var jafn alla vertiðina. Steinbits- vertíðin var ekki jafn afgerandi og oft áöur hjá linubátunum. 1 lok vetrarvertiðarinnar fengu linu- bátarnir hins vegar góðan þorsk- afla. Afli netabátanna var fremur rýr, en hjá togurunum svipaður og I fyrra. —EKG Nú fara strœtisvagnarnir nýjar leiðir Frá og með deginum I dag breytist leiðakerfi SVR á þeim leiðum sem ganga I Breiðholts- hverfi i Reykjavik. 1 höfuðdráttum verði breytingar þannig að leið 14 og 15 verði lagöar niður, bætt viö vagni á leiö 11, leiö 13 verði gerð að hraðferð allan daginn með 30 min. tlðni er ekur að Lækjar- torgi og hættir viðkomu á Hlemmi. Leið 11 Hlemmur — Breiðholt verði þannig að hætt verði að aka Arnarbakkahringinn og I stað þess ekið inn að Breiöholts- kjöri, þaöan verði leiðin lengd frá 1. júni '77 upp að öldusels- skóla annars vegar og upp að Flúöaseli hins vegar. Bætt veröi inn vagni á leiðina svo um 15 min. tiðni verði að ræöa fyrir Breiðholt I sem áður hafði 20 min. tlðni. 1 haust verður mögu- legt að aka frá Stekkjarbakka sunnanverðum (öldusel) að Flúðaseli og þá verði ekið I hring um Seljahverfi, rangsælis og réttsælis. Leiö 12 Hlemmur-Vesturberg verði eins og nú nema biðtlmi verði styttur I Suðurhólum og lengdur sem þvi nemur á Hlemmi. Ekið veröi um Stekkjarbakka-Alfabakka- Reykjanesbraut i staö Stekkjar- bakka-Breiðholtsbrautar-- Reykjanesbrautar. Leið 13 Breiðholt-Miöbær verður með 30 mln. tiðni frá 07-01 alla daga vikunnar. Vagninn ekur I gegnum Breiðholt I á leiö i Breiðholt III og hefur timajöfnun viö Suöur- hóla. Hætt verði að láta vagninn aka Hverfisgötu að Hlemmi og suður Snorrabraut. I stað þess aki vagninn Lækjargötu-Vonar- stræti-Suðurgötu-Hringbraut. Frá Breiðholti Hringbraut— Suðurgötu-Aöalstræti-Hafnar- stræti aö Lækjartorgi. Meö akstri um Suðurgötu næst teng- ing við Háskólasvæðið og hluta af vesturbænum. Á það skal lögð áhersla, að hér er um að ræða reynslu- akstur á timabilinu .1. júni — 1. október. Sérstakt leiöakort, timatöflur og aðrar upplýsingar um breytingarnar hafa verið sér- prentaðar. Verða þær afhentar endurgjaldslaust i vögnum á leið 11 og 12, 13,14 og 15 og i far- miðaafgreiðslum SVR á Lækjartorgi og Hlemmi. Þá er þess að geta, að á leiö 7 verða frá og með 1. júni n.k. litilsháttar breytingar á tima- töflu. Ný leiðabók er væntanleg innan fárra daga, ef ekki koma til frekari tafir vegna yfirvinnu- bannsins. —GA Flugfélag Norðurlands flutti 10.553 farþega í fyrra Hœttir áœtlunarflugi til Sigluf jarðar Aætiunarflug Flugféiags Norðurlands milli Akureyrar og Siglufjarðar leggst niður 15. júni, og er óvist aö það verði tekið upp aftur. Að sögn Sigurðar Aðalsteins- sonar hjá FN er orsökin sú, að flutningar á þessari leið megna ekki að greiða kostnaðinn af fluginu. Félagið á von á nýrri Piper Chieftain 10 sæta flugvél i júni, en Beachcraft-flugvél FN veröur seld i haust. A siðasta ári voru farþegar i áætiunarflugi hjá FN 10.553 talsins, en vörur og póstur var 318 tonn. ESJ Hinn ungi islandsmeistari I skák Jón L. Arnason. Jón L. Árnason tal- inn stórmeistara- íslandsmeistarinn ungi teflir fjöl- tefli á höfuðborgarsvœðinu í sumar tslandsmeistarinn i skák Jón L. Árnason mun I sumar efna til fjöltefla á Stór-Reykjavikur- svæðinu milli þess sem hann sækir erlend mót. Hér er um að ræða hverfafjöltefli og fer skipt- ingin i hverfi eftir póstnúmer- um. Þannig verður fyrsta fjöl- teflið á Seltjarnarnesi, sem hef- ur póstnúmer 170 og annað fjöi- teflið i Mela- og Hagahverfi, sem hefur póstnúmer 107. Skal fólki bent á, aö póstnúmera- skiptinguna má sjá aftast I simaskránni. Fjölteflin fara fram á laugar- dögum og sunnudögum I hverf- unum sjálfum og hefjast þau kl. 14, en verði þátttaka mikii hefst önnur umferð ki. 17 sama dag. Viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna. Fjöltefli islandsmeistarans standa öllum opin, en þátttöku- gjald er kl. 500. — og skal það greiðast við innganginn. Þátt- töku skal skrá I sima 18027 næstu þrjá morgna fyrir fjöl- teflin frá kl. 9-12.30 eða á móts- stað milli ki. 13 og 14 fjölteflis- dagana. Þess skal getið að þeir sem hringja inn þátttöku hafa forgang i fjölteflunum ef þátt- taka verður of mikil, eða yfir 80 manns. Þessi tala gildir i öllum hverfunum nema Breiðholts- hverfi, þar sem hámarksþátt- taka er 160 manns, enda er þar teflt báða dagana. Allir þátttakendur fá sérstakt viðurkenningarskjal fyrir þátt- tökuna. Helgar sig skáklist í sum- ar. Jón L. Arnasnn, sem er 16 ára að aldri, vann islandsmeistara- titilinn i skák s.l. vor er hann bar sigur úr býtum i landsliðs- flokki á Skákþingi islands. Jón hefur tekið ótrúlegum framför- um á siðasta ári og er þar á ferðinni stórmeistaraefni aö margra áliti. Jón hefur ákveðið að helga skákinni krafta sina ,i sumar og m.a. af þvi aö sumar- vinna hans er við taflborðið heima eru þessi fjöltefli sett á fót. Er þess að vænta að fólk styðji við bakið á þessum unga og efnilega skákmanni með þvi að taka þátt i fjölteflunum og veita sér um leið þá ánægju að tefla við Islandsmeistarann. Júni fjöltefli ákveðin Niðurröðun fjölteflanna i júni- mánuði hefur verið ákveðin, en i lok mánaðarins heldur Jón til Bandarikjanna á opið mót sem fram fer i Philadelpiu og nefnist ,,World Open”. Verður fjöltefl- unum haldið áfram i júli og ágúst. Þessi fjciltefli verða i júnimánuði: 1. Seltjarnarnes (póstnúmer 170) laugardagur 4. júni kl. 14 i Valhúsaskóla 2. Mela- og Hagahverfi (póst- númer 107) sunnudagur 5. júni kl. 14 i Hagaskóla 3. Miðbæjarhv' j-fi (póstnúm - er 101) laugardagur 11. júni kl. 14 i Casa Novn Menntaskólans i Reykjavik 4. Hliða- og Teigahverfi (póst- númer 105) sunnudagur 12. júni kl. 14 i Laugalækjarskóla 5. Smáibúða- og Fossvogs- hverfi (póstnúmer 108) laugar- dagur 18. júni kl. 14 i Skák- heimilinu Grensásveg 46 6. Langhoits- og Vogahverfi (póstnúmer 104) sunnudagur 19. júni kl. 14 i Vogaskóla 7. Breiðholtshverfi (póstnúm- er 109) laugardagur og sunnu- dagur 25. og 26. júni kl. 14 I væntanlega Fellahelli. Þykkan reykjarmökk lagði yfir borgina sfðdegis I gær, og héldu margir, að um alvarlegan bruna væri að ræða. Svo reyndist þó ekki vera, heldur hafði kviknað i dekkjahaug á athafnasvæði Hiaðbæjar i Kópavogi og gekk erfiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Siökkviliðsmenn urðu að lokum að nota froðu til að kæfa eldinn. Myndirnar hér að ofan sýna dekkjabrunann, og eins og sjá má létu kartöfluræktendur þar I nágrenn inu sé fátt um finnast. Ljósmyndirnar tóku Bragi og Jens. ESJ. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.